Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. maí 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Við stöðvarvegg o.fl. Myndin er af tveimur dúkum á handavinnusýningu 'Kvennaskól- uns í Reykjavik um síðustu helgi. Efri dúkurinn er saumaður með herpisaum en hinn er á borðinu liggur með áfellisaum. Báðir eru dúkarnir gullfallegir og saumaðir af sömu stúlkunni, Margréti Valdimarsdóttur í Z. bekk Z. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon). Um 700 flíkur voru saum- aðar í Kvennaskólanum í vefur SÍÐASTL.IÐINN sunnudag og mánudag stóS yfir í Kvennaskólan- um i Reykjavík sýning á handavinnu námsmeyja eftir vetur- inn. Er slík sýning haldin á hverju vori, áður en skólanum er sagt upp, en sennilega fara skólaslitin fram að þessu sinni næst- komandi laugardag. Handavinnusýningin er að þessu sinni mjög glæsileg, og hafa nemendur skólans auðsjáanlega lagt mikla alúð við handavinnu sína. Fréttamaður Mbl. leit inn á eýninguna s.l. mánudag og ræddi lítið eitt ' við skólastjórann, frú Ragnheiði Jónsdóttur, og handa- vinnukennarana. Um 700 flíkur hafa verið saumaðar í vetur í skólanum. Fatasaum kenna frú Valborg Hallgrímsdóttir og ung- frú Auður Halldórsdóttir. Út- saum kenna ungfrú Ingveldur Sigurðardóttir og ungfrú Margrét Þorsteinsdóttir. Útsaumuð stykki eru um 300, með um 10 mis- munandi útsaumstegundum. Þá er mikið af prjóni, hekli og ým- islegri annarri handavinnu. Alls fyllti sýningin fjórar stofur og var þar ætlað mikið rúm fyrir teikningar nemenda, sem voru hinar fjölbreytilegustu. Teikni- kennari var Sigríður Björnsdótt- ir. Skólastjórinn kvaðst vilja kosta kapps um að námsmeyjum væru kennd í handavinnunni þau verk og handbrögð er að sem mestu gagni mættu koma, er húsmóður skyldurnar legðust stúlkunum á herðar. I því sambandi væri tals- verðum tíma í það varið að kenna þeim almennar bætingar og stykkjun. Eru nemendur látnir æfa sig á þessu á litlum bótum úr ull og tvisti. Hafa margar námsmeyjanna náð undraverðum árangri í velvirkni við bæting- arnar. Þessi háttur mun fyrst haf verið tekinn upp í Kvenna- skóla Reykjav., en aðrir skól- ar og þá sérstaklega húsmæðra- skólar síðan tekið hann upp. GLÆSILEG SÝNING öll bar sýningin vitni góðri kennslu og vandvirkni nemenda. Handavinna er kénnd í skólanum þrjá tíma í viku og eru afköstin eftir þá kennslu mjög góð. Sér- staklega eftirtektarverður var tvenns konar dúkasaumur á sýningunni, herpisaumur og áfellisaumur, mjög vel unnir. Sardinur og bifreiðir London — Undanfarna daga hef- ur mikið borið á auglýsingum um norskar sardínur í blöðum, sjón- varpi og útvarpi í Bretlandi. — Norðmenn hafa gert „innrás“ á enska markaðinn að nýju, því að tekizt hafa vöruskiptasamning ar milli þjóðanna. Fyrir andvirði seldra sardína í Englandi verða Norðmenn að flytja inn bifreið- ir. „Kaupið bifreiðir og styðjið sjávarútveginn", segja Norð- menn. — „Borðið sardínur og styðjið bifreiðaiðnaðinn“, segja Englendingar. Á SÍÐASTA aðalfundi Mjólkur- bús Flóamanna kom það í ljós, að mj ólkurverðið árið 1956 hafði orðið kr. 3.22 við stöðvarvegg. Hins vegar ekki upplýst hvað framleiðendurnir fengu að meðal tali, þegar allt er frádregið. Menn segja svo misjafnt frá meðalverðinu að á því er ekki byggjandi. Sumir segja að bænd- urnir hafi fegnið kr. 2.40, aðrir segja nokkuð meira og er þá miðað við, að allt sé frádregið, s. s.. akstur á mjólkinni að og frá Mjólkurbúinu, sem í þetta sinn kostaði 40 aur. pr. k. Vitað er að menn fá mjög misjafnt fyr- ir mjólkina vegna flokkunar og fitumagns. En hvað sem meðalverðið til bænda hefir orðið s. 1. ár, þá ættu Mjólkurbú og Sláturfélög alltaf að gefa upp það verð, sem framleiðandinn fær, þegar allt er frádregið, s. s. flutnings-, vinnslu. og sölukostnaður svo og allur annar óhjákvæmilegur kostnaður við þessar stofnanir. Þetta er nauðsynlegt vegna þess rígs sem er á milli sveita fólksins og allmargra, sem í kaupstöðum búa. Kaupstaðafólk segir, að vel sé búið að bændunum, því þeir lifi aðallega af styrkjum frá ríkinu. Sveitafólkið segir, að allir þeir sem vinni við annað en búskap í sveit, hafi hátt kaup fyrir stutt- an vinnutíma, sífelld frí á fullu kaupi. Auk þess ýmis fríðindi s. s. matgjafir ef menn eru ekki heima hjá sér á réttum matmáls- tíma. En stjórnir Mjólkurbúa og Sláturfélaga þurfa ekki að fela neitt af rekstrarkostnaði þessara stofnana. Allir vita, að allt kaup og vinnutími er lögbundið. Og hjá Mjólkurbúi Flóamanna er oft ekki hægt að komast hjá eftir- vinnu og bætir það ekki úr. Auk þessa er hjá mjólkurbúum allmikill kostnaður, sem ekki er víst, að allir geri sér grein fyrir. Þau þurfa mikið magn af salti, hleypi, smjörpappír, hreinlætis- vörum o. m. fl. Og ef fargjöld á milli húsa í Reykjavík og með fólksbifreiðum víðs vegar um landið er ekki okkur, þá þarf enginn að undrast þó að akstur á meira en 40 bílum, sem Mjólk- urbú Flóamanna hefur til sinnar i starfsemi kosti nokkrar miljónir á ári, úr því íslendingar tóku upp á því með krónufellingunni miklu og síðan viðbót við hana, að hafa allar tölur helmingi hærri en skynsamlegast mætti telja. Um þessa margumtöluðu styrki til bænda verður ekki talað hér að sinni nema um niðurgreiðslu á mjólkinni. Allir sem vilja skilja það mál til hlitar, hljóta að sjá, að ef bændur fengju 1.60 fyrir hvern mjólkurlítra eða þar um bil, sem yrði ef mjólkin væri ekki niðurgreidd, þá myndi meg- inþorri bænda verða að hætta við alla mjólkurframleiðslu og hvað yrði þá um jarðirnar? Spurningin er því: hvort á ríkið að greiða mjólkina niður eða fólkið að kaupa hana svo sem 1 kr. dýrari hvern lítra en nú er. Hátekjufólkið munaði að vísu ekki um að kaupa mjólkina þó hún væri helmingi dýrari en hún er nú, en þá, sem verða að greiða 12—1500 kr. í húsaleigu um mánuðinn og ef til vill marga fleiri gæti munað um þó mjólkin hækkaði ekki nema um 1 kr. hver lítri. Á áðurnefndum aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna hafði Ingólfur Jónsson alþm. og kaup- félagsstjóri á Hellu komið með þá tillögu, að Mjólkurbúið ræki viðgerðar- og yfirbyggingarverk- stæði sjálft. En þó undarlegt megi virðast, þá hafði þessari tillögu verið tekið fálega. Vitað er þó að margir af félagsmönn- um Mjólkurbúsins hafa haft og hafa enn þá skoðun, að Mjólk- urbúið hefði átt að setja upp viðgerðar- og yfirbyggingarverk- stæði jafnhliða því, sem það eignaðist mjólkurbílana og þá einnig, að taka í sínar hendur afgreiðslu á öllu benzíni og olí- um, sem það hefur þarfnazt. Það er heldur ekki hægt að rök- styðja það, að Mjólkurbúið myndi tapa á því, að reka við- gerðar- og yfirbyggingarverk- stæði sjálft með öðru móti en því, að Kaupfélag Árnesinga, sem hefur haft þessa þjónustu fyrir Mjólkurbúið sé og hafi allt- af verið að gefa Mjólkurbúinu þá upphæð, sem það myndi tapa ár hvert. En a. m. k. flestir félags- menn Mjólkurbúsins, vilja aðeins fá fyrir sína framleiðslu það sem möguleikar standa til hverju sinni, en ekki þiggja gjafir frá hvaða aðila sem væri. — En þó að seint sé, þá ættu allir félagsmenn þessa mjólkurbús, að koma því í framkvæmd í sam- bandi við endurbyggingu Mjólk- urbúsins, að það taki í sínar hendur viðgerðar- og yfirbygg- ingarverkstæði og einnig af- greiðslu á öllum olíum og benzíni og hverju öðru sem Mjólkurbúið þarfnást, því það er samvinnu- félag og hefir því rétt til að kaupa hvað eina í heildsölu. Einhvern tíma verður endur- byggingu Mjólkurbúsins lokið og kæmi þá að líkindum norður- endi gamla ostahússins eins og af sjálfu sér til verkstæðisnota, nema þá að einhverjir verkfræð- ingar haldi áfram að sniðgangi svo hagfræðinga, að láta mölva niður þennan húsenda, svo sem gert var við gamla skyrgerðar- húsið og gamla Mjólkurbúið, sem þó hefði verið kjörin birgða- skemma og til ýmissa annarra nota. En þá væri ekki annað en byggja nýtt verkstæðishús því hvað munar um 4—5 milljónir í viðbót við þær tugmilljón- ir, sem endurbygging Mjólkur- búsins hlýtur að kosta, þegar öll kurl eru komin til grafar. Þessu er komið á framfæri vegna skoð- ana ýmissa félagsmanna Mjólk- urbúsins, sem ég talaði við um þessi mál. B. G. Vertíðarlok í Sandgerði SANDGERHI, 21. maí. — Línu- vertíðinni er nú lokið hér í Sand gerði og önduðu bátarnir alls 7.221 tom.i af fiski í 1329 róðr- um. Við vertíðarlok í fyrra varð heildaraf m 10.455 tonn í 1229 róðrum. ár varð meðalafli í róðri 5,4 .nn, en var 7,6 í fyrra. í ár va Ó Eggert Gíslason, skip- stjóri á "ði II. úr Garði afla- kóngur. .^nn landaði 624 tonn- um af fis i í 86 róðrum. Háseta- hlutur ')át hans varð 28.560 krónur. ummi frá Garði varð annar hæstur bátanna héðan, skipstjóri Garðar Guðmundsson, sem var með 570 tonna heildar- afla yfir vertíðina í 87 róðrum og varð hásetahlutur hjá Garðari 25.575 krónur. Bátar þeir itr hér hafa lagt upp síld undanfarið hafa verið með dágóðan afla. A. Kammertónleikar SAMKEPPNI Póst- og símamálastjórnin hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð frímerkja með mynd af ís- lenzkum blómum, sem fyrirhugað er að gefa út á næsta ári, eða síðar. Hverjum þátttakenda er heimilt að senda allt að 4 tillögur, sem skulu sendar póst- og símamálastjórn- inni fyrir 1. ágúst n.k. Tvenn verðlaun, að upphæð kr. 1500,00 og kr. 1000,00 verða veitt fyrir tillögur, sem taldar verða bezt hæfar fyrir fyrirhuguð frí- merki. Frekari upplýsingar um samkeppni þessa eru veitt- ar á póstmálaskrifstofunni í Reykjavík. Póst- og símamálastjórnin 22. maí 1957. 4. TÓNLEIKAR Kammermúsik- klúbbsins voru haldnir þann 8. maí. Þar léku Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson. Viðfangsefn- in voru Fantasía í C dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert og Kreutzer-sónatan eftir Beethov- en hvorutveggja öndvegisverk í tónbókmenntunum. Fantasía Schuberts er dásamlegt tónverk, hreinn og tær skáldskapur ,að formi til þrískipt, en kaflarnir mynda samt eina heild. Kreutzer- sónatan er hér miklu þekktara verk. Beethoven tileinkaði hana fiðluleikaranum Kreutzer, en honum fannst lítið til hennar koma og lék hana aldrei á tón- leikum sínum, en — eins og Árni sagði í inngangsorðum sínum — því fleiri hafa orðið til að leika hana síðan. Flutningur beggja þessara verka krefst hins ýtrasta af báð- um flytjendum, lifandi og ljóð- rænnar túlkunar, dramatískrar spennu, afburðatækni og tónvísi, auk allrar litauðgi, sem þessi hljóðfæri eru megnug. Þeir fé- lagar léku þessi verk af sannri list, svo unum var á að hlýða. Þess væri óskandi að forráða- menn tónlistarmála á landinu gerðu sér einhvern tíma Ijóst hví líkir afburðasnillingar þessir tveir listamenn eru, hvör á smu Sviði, og hvers virði það er fyrir áheyrendur að fá að heyra þessa yndislegu tónlist í svo tilþrifa- miklum flutningi. Ég held t. d. að 5 ár séu síðan Árni Kristjáns- son hefir leikið á tónleikum Tón- listarfélagsins, en á þeim sama tíma höfum við heyrt a. m. k. 25 erlenda píanóleikara (Síðast í vetur spilaði einn þeirra kveðju- sónötu Beethovens á mettíma, og er mér sagt að aðeins 2 Amerík- anar geti leikið hana hraðar). — Stefna þessara píanóleikara hef- ir verið stöðug aukning hraðans — og eftir því sem hraðinn eykst minnkar venjulega tilfinningin fyrir tónlistinni. Björn Ólafsson hefir haldið tvenna hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins, síðan hann kom heim frá námi hjá Adolf Busch. Þeir Árni og Bjöm eru fulltrúar þeirra sem vilja sanna tónlist, en ekki innantómt gjálfur og fimleika. Sú stefna er hin eina rétta og mun alltaf verða það. íslenzkt tónlistarlíf hlýtur og verður að byggjast á ísl. lista- mönnum; ef þeir fá aldrei tæki- færi til að koma fram, gefast þeir upp á þrotlausum æfingum og helga krafta sína öðrum störf- um innan tónlistarinnar. Það eru fáir sem gera sér grein fyrir hví- líkt Grettistak það er að undir- búa hljómleika, hve mikils það krefst af vinnu og sjálfsafneitun, að undangengnum námsferli, eigi skemmri en læknis. Tónlistarfélög úti á landi, sem eru 6 eða 7 að tölu, gætu t. d. gefið styrktarfélögum sínum kost á að heyra eitthvað annað en söng, að söngnum alveg ólöst- uðum. Starfsemi Kammermúsik- klúbbsins er spor í rétta átt, og er vonandi að klúbburinn geti haldið áfram að blómgast og dafna, og ber að þakka þeim, er að honum standa. Jórunn Viðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.