Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. maí 1957 Edens eftir John Steinbeck 41 spurðir og nú liefur þú fengið svar“. Hann gekk út um bakdyrnar. Á hlaðinu brast hann í svo ákafan hlátur að hann stóð á öndinni og skellti á lærið: „Ég hélt að hún væri kænni!“ sagði hann við sjálf- an sig. Og sjaldan hafði hann ver- ið áhyggjulausari en á þessari stundu. 4. Charles hafði gert hana alvar- lega hrædda. Hann var eini mað- urinn, sem á vegi hennar hafði orðið, er beitti sömu aðferðum og hún sjálf. Cathy skildi áform hans og það veitti henni allt annað en öryggi. Hún vissi að brögð henn- ar myndu ekki bíta á hann. Og hún þarfnaðist skjóls og hvíldar. Peningar hennar voru allir á þrotum. Hún hafði þörf fyrir hjálp og húsaskjól og mundi hafa það framvegis. Hún var þreytt og sjúk, en hugur hennar reikaði hvíldarlaust um, í leit að möguleikum og úrræðum. Adam kom heim úr borginni með flösku af Pain Killer. Hann gaf henni fleytifulla matskeið: — „Bragðið er slæmt", sagði hann. „En áhrifin eru því betri". Hún tók það inn mótþróalaust og gerði ekki svo mikið sem gretta sig í framan: „Þú ert mér svo góður“, sagði hún. „Og ég get ómögulega skilið það. Ég sem er þér aðeins til erfiðis og vand- ræða“. „Það er alls ekki satt. Þú hefur flutt sólskin inn í húsið. Þú hef- □----------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □----------------------□ ur aldrei kvartað eða sagt eitt einasta óstillingarorð, þrátt fyrir þjáningar og þrautir". „Þú ert svo góður og nærgæt- inn“. „Betur að það væri satt“. „Þarftu að fara alveg strax? Geturðu ekki verið hérna og talað við mig litla stund?“ „Jú, það get ég áreiðanlega, ef þig langar til þess. Ég hef ekkert sérstakt að gera sem stendur“. „Færðu stólinn að rúminu mínu, Adam“, sagði hún blíðlega. „Það er svo gott að vera nálægt þér“. Er hann var seztur, rétti hún hægri hönd sína til hans og hann greip hana með báðum sínum. „Þú ert svo góður og nærgæt- inn“, endurtók hún. „Adam, þú getur efnt það sem þú lofar, er það ekki ?“ „Það vona ég. En hvers vegna spyrðu að því?“ „Ég er svo einmana og ég er hrædd!“ kveinaði hún. „Ég er hrædd!“ „Get ég ekki hjálpað þér?‘ „Ég býst varla við því að nokk- ur geti hjálpað mér“. „Segðu mér, hvað amar að. — Kannske get ég orðið þér að ein- hverju Iiði“. „Það er nú einmitt það versta, að ég get ekki sagt neinum það. Jafnvel ekki þér“. „Hvers vegna ekki? Ef það er leyndarmál, þá skal ég ekki hafa orð á því við neinn“. „Það er ekki mitt leyndarmál einvörðungu. Skilurðu það ekki?“ „Ekki fyllilega“. Fingur hennar krepptust um hönd hans. „Adam, ég missti aldrei minnið!" „En, hvers vegna sagðirðu þá að......“. „Það er nú einmitt það, sem ég er að reyna að segja þér. Þótti þér vænt um pabba þinn, Adam?“ „Ég held að ég hafi meira virt hann en elskað“. „Ef einhver, sem þú virtir, væri í nauðum staddur, myndir þú þá ekki gera allt til þess að hjálpa honum?“ „Jú, því máttu trúa“. „Og þannig er því líka farið með mig“. „En hver veitti þér alla þessa áverka?“ „Það get ég ekki sagt neinum“. „Var það pabbi þinn?“ „Nei. — 0, nei! En það var vegna hans“. „Áttu við það, að ef þú segir mér hver hafi misþyrmt þér, þá lendi pabbi þinn í erfiðleikum ?“ Hún andvarpaði. Hann ætlaði að semja alla söguna sjálfur og taka þannig ómakið af henni. „Adam, viltu treysta mér?“ „Já, auðvitað". „Það er ósanngjarnt að fara fram á slíkt“. „Nei, alls ekki — ekki ef þú ert að vernda föður þinn“. „Þú skilur að þetta er ekki ein- göngu mitt leyndarmál. Hefði svo verið, myndi ég hafa sagt þér það þegar í stað“. „Auðvitað skil ég það. Ég hefði gert það sama í þínum sporum“. „Ó, þú skilur svo mikið“. Augu hennar fylltust af tárum. Hann laut niður að henni og hún kyssti hann á kinnina. „Vertu.ekki áhyggjufull", sagði Bornoskóli Hofnaríjarðar Börn fædd 1950 (7 ára fyrir næstu áramót) komi í skólann á morgun, föstudaginn 24. maí kl. 2 e.h. til innritunar. SKÓLASTJÓRI. hann. „Ég skal annast um þig og gæta þín“. Hún lagði höfuðið á koddann. „Ég held að þú getir það ekki“. „Hvað áttu við með því?“ „Bróður þínum geðjast ekki að mér. Hann vill að ég fari héðan“. „Hefur hann sagt þér það?“ „Ó, nei. Ég finn það bara ein- hvern veginn á mér. Hann er ekki . eins skilningsgóður og þú“. „Það er ekkert að marka útlit- ið. Raunverulega er hann mjög góður í sér“. „Ég veit það, en hann er ekki eins góðlijartaður og þú. Og þegar ég verð að fara — þá byrjar hér- aðsfógetinn að yfirheyra mig og þá verð ég algerlega ein míns liðs. . ..“. „ Hann starði fram fyrir sig. — „Bróðir minn getur ekki rekið þig í burtu. Ég á hálfa jörðina og ég ræð alveg eins miklu á heimilinu og hann“. „Ef hann vill að ég fari, þá verð ég að fara. Ekki vil ég verða til þess að spilla samlyndi ykkar“. Adam reis á fætur og gekk út úr herberginu. Hann staðnæmdist í útidyrunum og horfði út. Langt úti á akrinum var bróðir hans að taka steina af sleða og hlaða þeim upp í grjótgarðinn. Adam leit til himins. Á austurloftinu var grár skýjabakki, sem hækkaði og breidd ist út um himinhvolfið. Hann and- varpaði og fann til undarlegrar, kitlandi tilfinningar í brjóstinu, þegar hann dró andann djúpt. Heyrn hans virtist skyndilega verða svo næm, að hann heyrði klakið í hænsnunum og þyt aust- angolunnar, sem bærðist í laufi. Hann heyrði jódvn úti á veginum og fjarlæg hamarshögg frá einu nábýlinu, þar sem verið var að spónþekja hlöðu. Og öll þessi hljóð runnu saman í eins konar tónlist. Sjón hans hafði einnig skýrzt. Girðingar og garðar og kofar sá- ust svo greinilega í gulleitri síð- degisbirtunni og runnu einnig saman í heild. Allt var svo breytt. Hópur spörva settist á rykugt hlaðið, hoppaði þar stundarkorn fram og aftur, í leit að æti, en hóf sig svo aftur til lofts, eins og grátt, yðandi ský í kvöldskininu. Adam horfði aftur á bróður sinn. Hann hafði algerlega gleymt tím- anum og vissi ekki, hve lengi hann hafði staðið í dyrunum. Engin stund hafði liðið. Charles var enn að glíma við sama, stóra steininn. Skyndilega vissi hann að harm- ur og hamingja voru ofin úr sama efni. Kjarkur og ótti voru líka eitt og hið sama. Hann veitti þvi athygli, að hann var farinn að raula lítinn, fjörlegan lagstúf fyrir munni sér. Svo sneri hann sér við, gekk í gegnum eldhúsið og staðnæmdist í herbergisdyrum Cathy. Hún brosti veiklulega til hans og hann hugsaði: — Hvílíkt barn! Hvílíkt munaðarlaust barn! Og bylgja ástúðar og umhyggju Ólgaði fram í huga hans. „Viltu giftast mér?“ spurði hann. Það var eins og hver dráttur í andliti hennar stirðnaði og hún kreppti hendurnar á krampakennd an hátt. „Þú þarft ekki að svara mér núna“, sagði hann. „Ég vil að þú hugsir þig vel um. En ef þú vild- ir giftast mér, þá gæti ég verndað þig og varið. Þá gæti enginn gert þér neitt mein framar“. M ARKÚS Eftir Ed Dodd DAD, VOU MUST HAVE LOST VOue EEASON... VOU CAN'T TA<E ANDV AND HIDE HIM... ? HE'S MAEK. TEAIL'S -A DOS / K_____„ NOW GET OUT OP MY WAV, PAT...I'M NOT SIVINS THIS T . DOS UP / s / HE'S NOT/YOU POUND h HIM HALF DEAD AND NUESED HIM...OTHEEWISE, HE WOULD HAVE DIED/ , DAD, I'M OOINS TO TAKE THIS DOS BACK TO MAEK. TEAIL 1) — Pabbi, ég skil bara ekk- ert í þér. Þú getur ekki tekið Anda frá Markúsi og falið hann. Hann er hundurinn hans Markúsar. 2) — Nei, það er hann alls ekki. Þú fannst Anda hálf-dauð- an og hjúkraði honum. Annars hefði hann drepizt. 3) — Farðu nú frá mér. Ég ætla að sleppa Anda. 4) — Pabbi, láttu ekki svona. Ég ætla að skila Markúsi hundin- um og ég skal standa við það. Cathy áttaði sig óðar. „Komdu hingað, Adam. Seztu hérna við rúmið mitt. Réttu mér hendina. Svona, já, þetta er gott. Nú líður mér vel“. Hún lyfti hönd hans og þrýsti henni að vanga sér. „Ástin mín!“ sagði hún með grátstaf í kverkum. „Ó, ástin min. Nú veit ég að þú treystir mér. En viltu lofa mér einu? Viltu lofa því, að nefna þetta ekki við bróður þinn?“ „Að ég hafi beðið þig að giftast mér! Hvers vegna mætti ég ekki segja honum það?“ „Vegna þess að ég ætla að hugsa um þetta í nótt. Og kannske leng- ur. Viltu gefa mér umhugsunar- frest í nokkra daga?“ Hún strauk hendinni yfir ennið. „Ég get varla hugsað skýrt ennþá, eins og þú skilur. En það verð ég að gera“. „En gætirðu hugsað þér að gift- ast mér?“ „Ó, Adam, spurðu mig ekki núna! Gefðu mér svolítinn frest, svo að ég geti hugsað um það í einrúmi". Hann hló og sagði vandræða- lega: „En láttu mig ekki kveljast lengi í óvissu. Mér finnst ég vera eins og köttur, sem hefur klifrað svo langt upp í tré, að hann kemst ekki niður úr því aftur“. „Leyfðu mér bara að hugsa. Og Adam — þú ert svo góður!“ Hann fór út og gekk í áttina til bróður síns, þar sem hann var að hlaða steinum á sleðann. Þegar hann var farinn, reis Cat hy úr rekkju sinni og gekk óstyrk um skrefum yfir að kommóðunni. Hún hallaði sér fram og skoðaði andlit sitt í speglinum. Sáraum- búðirnar höfðu enn ekki verið tekn ar af enninu, en með því að stinga fingrinum inn undir brún þeirra, gat hún séð rautt og þrútið ör eft- ir áverkann. Hún hafði þegar ákveðið að giftast Adam og sú ákvörðun var ekki tekin á þess- ari stundu, heldur löngu áður en hann hóf bónorðið. Hún var hrædd. Hún þarfnaðist verndar og pen- inga. Adam gat veitt henni hvort tveggja. Og hún gat stjórnað hon- um. — Það vissi hún. Hana lang- aði ekki til að giftast, en fyrst um sinn var það eina úrræðið fyrir hana. Aðeins eitt olli henni heila- brotum. Adam bar til hennar hlýj an hug, sem hún fékk með engu móti skilið, þar eð hún sjálf bar engar slíkar tilfinningar til hans né nokkurs annars manns. Og hr. Edwards hafði raunverulega hrætt hana. Það var í eina skipt- ið á ævi hennar, sem hún hafði lotið í lægra haldi og hún var stað ráðin í því, að láta slíkt ekki end- urtaka sig. Hún brosti með sjálfrl SHtltvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—Í4,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Har- monikulög (plötur). 20,20 Náttúra íslands; VI. erindi: Getið í eyður (Jóhannes Áskelsson jarðfræðing- ur). 20,45 Islenzk tónlistarkynn- mg: Verk eftir Hallgrím Helga- son. 21,30 Útvarpssagan: „Synir trúboðanna“ eftir Pearl S. Buck; XXI. (Séra Sveinn Víkingur). — 22.10 Þýtt og endursagt: „Á fremstu nöf“, eftir Marie Hackett; IV. (Ævar Kvaran leikari). 22,30 Sinfónískir tónleikar (plötur). — 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 24. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 Tónleikar (plötur). 21,00 Breiðfirðingakvöld: — a) Oscar Clausen rithöfundur flytur frásöguþátt: Var ég með bilað hjarta? b) Ragnar Jóhannesson skólastjóri flytur frumort kvæði. c) Breiðfirðingakórinn syngur; Gunnar Sigurgeirsson stjórnar (plötur). d) Séra Árelíus Níels- son flytur erindi: Staðarfellsskól- inn 30 ára. e) Guðbjörg Vigfús- dóttir les Ijóð eftir Herdísi og Ó.ínu Andrésdætur. 22,1C Garð- yrkjuþáttur: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri talar um trjá- rækt í skrúðgörðum. 22,25 Létt lög (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.