Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 20
Veðrið SA kaldi, rigning öðru hvoru. 114. tbl. — Fimmtudagur 23. maí 1957. S.U.S.-síða Sjá bls. 12 Ingólfur Jónsson fyrrv. ráðh. á Varðarfundi í gær: RÍKISSTJÓRNIN REYTIR AF OKKUR TRAUSTIÐ INN Á VIÐ OG ÚT Á VIÐ Skröksagan um einvcldi Sjáli- slæðismanna í bönkunusm Gæðingum raðað á jötuna eins, og í Útvegsbankanum líka. Stjórn allra þessara banka yrði á valdi stjórnarliðsins. Fjölmennur Yarðarfundur um bankamálin IG/ERKVÖLDI var haldinn mjög fjölmennur fundur í Lands- málafélaginu Verði og hófst hann kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Formaður félagsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðingur, setti fundinn og er hann hafði lesið upp inntökubeiðnir i félagið, sem borizt höfðu, gerði hann grein fyrir tilefni fundarins, sem væri að ræða hin nýju bankafrumvörp ríkisstjórnarinnar. Gaf hann síðan frummæianda, Ingólfi Jónssyni, fyrrverandi viðskipta- málaráðherra orðið og hélt hann ræðu um þessi mál. Ingólfur Jónsson vitnaði tili þeirra orða Hermanns Jónasson- | ar við 1. umr. um bankafrum- vörpin, að Sjálfstæðismenn væru nú einráðir í tveim aðalbönkum þjóðarinnar, og gæti ríkisstjórn- in ekki unað því. Með þessu gerði H. J. ómerka ýmsa ágæta banka- stjóra og aðstoðarbankastjóra í þessum bönkum, sem ekki hafa verið taldir hingað til vera á snærum Sjálfstæðismanna. I. J. sagði, að engin tryði þessari við- báru stjórnarflokkanna, enda væri vitanlegt að tilefni þessara nýju frumvarpa væri fyrst og fremst það að losa um störf og stöður í bönkunum, svo að stuðn- ingsmenn stjórnarinnar gætu komizt þar í feit embætti. Síðan ríkisstjórnin var mynduð hafa flokkar hennar verið uppteknir af að koma gæðingum sínum í launuð störf og stöður. Aldrei hefur eins mikið verið skipað af nefndum og nú, það er eins og stuðningsmenn stjórnarinnar séu langsoltnir. Svo mikil er græðg- in í að komast í nýjar stöður og embætti að það er engu líkara en að Hermanni Jónassyni og hans liðsmönnum gangi illa að seðja allan þennan soltna lýð, sagði í. J. FRAMSÓKN BREYTIR SINNI EIGIN BANKA- LÖGGJÖF Ingólfur Jónsson rakti það að lögin um Landsbanka íslands hefðu verið sett 1927 að fyrir- lagi íhaldsflokksins en 1928 var þeim breytt af Framsóknar- IMor5menn rannsaka Islandsmið Bergen, 22. maí. Frá Reuter-NTB. Á MORGUN leggur norskt hafrannsóknaskip af stað til íslandsmiða. Mun það stunda rannsóknir undan ströndum íslands áður en síldveiðarnar byrja. Yfirmaður ieiðangurs- ins er dr. Eggvin. Mun hann kortleggja hitastig og síldar- göngu, en að öðru leyti gera ýmsar tilraunir, sem undir- búnar hafa verið. Að lcið- angrinum loknum munu Norð mennirnir hitta danska og ís- lenzka hafrannsóknarmenn á Seyðisfirði 24. júní n. k. Munu þeir ræða niðurstöður leiðang- ursins. mjög greinargóða og þróttmikla flokknum með aðstoð Alþýðu- flokksins, en þá þótti Framsókn- armönnum nauðsynlegt að auka áhrif sín í bönkunum. Nú hefur verið búið við þessa löggjöf í 30 ár og aftur er henni breytt af Framsóknarmönnum til þess að ná auknum völdum, rétt eins og 1928. Aðeins eitt atriði í Landsbankafrumvarpinu getur talizt málefnalegt, en það er það ákvæði að Seðlabankinn skuli settur undir sérstaka stjórn. I. J. tók fram að ýmsir menn hefðu áður komið fram með tillögur um þetta og nefndi í því sam- bandi þá Benedikt Sveinsson og Sigurð Eggerz. Fyrir fáum ár- um var sett nefnd af hálfu Sjálf- stæðismanna, sem í áttu sæti fulltrúar frá Sjálfstæðisfl., Fram sókn og Alþfl., en sú nefnd skil- aði ekki áliti. En úr því farið var að setja Seðlabankann undir sérstaka stjórn, hefði mátt búa betur að honum, sagði I. J. í reglunum um hann kemur ljós- lega fram að Seðlabankinn á að vera undir pólitískri stjórn þeirr- ar ríkisstjórnar, sem er á hverj- um tíma. Sjálfstæði bankans næði því ekki mjög langt. Við Sjálfstæðismenn munum athuga það, sagði I. J., hvort heppilegt er að koma með breytingartil- lögur við ákvæðin um Seðlabank ann og reyna að fá starfssvið hans skýrar ákvarðað eða hvort sú stefna verður tekin að greiða atkvæði gegn frumvörpunum, án þess að gera tilraun til þess að fá á þeim endurbætur. En þegar Seðlabankinn er tekinn frá, er ekki annað eftir en ákvæðin um að leggja niður löglega kos- in bankaráð Landsbankans og Landsbankanefndina, til þess að koma mönnum í stöður. Þetta er ekki fagur leikur, þetta er póli- tísk ofsókn og hættulegt for- dæmi, sagði I. J. Nær hefði ver- ið að halda því litla trausti, sem byggt hefur verið upp á liðnum tíma utanlands og inn- an, í staðinn fyrir að leika sér að því að glata því. BANKARNIR Á VALDI STJÓRNARFLOKKANNA Loks rakti Ingólfur Jónsson þær breytingar, sem Alþýðu- blaðið hafði lýst að gera ætti á stjórnum bankanna og fram kæmi í frv. í bankaráð ætti nú samkv. frumvörpunum að kjósa 4 menn af Alþingi og væri glöggt að Hræðslubandalagið fengi þar meirihluta, en einn maður væri þar skipaður af ríkisstjórninni. í Seðlabankanum og Fram- i kvæmdabankanum yrði þetta 27 ÁRA LÖG — „FLAUSTURSLÖG“ Loks lýsti I. J. breytingunum á Útvegsbankanum og minnti á áð Hermann Jónasson hefði sagt við I. umr. um þessi frumvörp á þinginu nú, að það væri nauð- synlegt að breyta lögunum um Útvegsbankann, vegna þess að þau væru skyndilög, sem sam- þykkt hefðu verið í flaustri 1930. Við þessi lög hefði verið búið í 27 ár, sagði I. J. Hermann Jón- asson hefur fyrr verið valdamað- ur á þeim tíma, en ekki komið auga á það fyrr en nú, að þessi löggjöf væri gerð í flaustri. I. J. sagði, að það hefði heyrzt, að ætlunin væri að reka einn aðal- bankastjóra og aðstoðarbanka- stjóra úr Útvegsbankanum og koma þar í staðinn kommúnista og Alþýðuflokksmanni. Þar væri ætlunin að reka einn af elztu og reyndustu bankamönn- um landsins, en koma þar að manni í staðinn, sem aldrei hefur nálægt bankamálum komið. VORU JÓN ÁRNASON OG VILHJ. ÞÓR NÚLL? Ingólfur Jónsson sagði, að stjórnarliðið gerði tilraun til að réttlæta þau ofbeldisverk, sem hér væru framin með því að halda því fram að Sjálfstæðis- menn hefðu ráðið einir í bönk- unum á undanförnum tíma. I. J. spurði, hvort mönnum fyndist það trúlegt, að þeir Jón Árnason og síðan Vilhjálmur Þór hefðu gert sér það að góðu að vera alger núll í Landsbankanum. Hann benti á, að sú mundi vera reglan, bæði í Útvegsbankanum og Landsbankanum, að banka- stjórar yrðu að vera sammála um lánveitingar til þess að þær gætu náð fram að ganga. Það er alveg sama við hvaða banka- stjóra er talað í þessum bönkum, að öllum kemur þeim saman um, að samvinna bankastjóranna hafi verið með afbrigðum góð og þar ekki borið á skugga, sagði I. J. Það er slagorð og ekkert ann- að, að Sjálfstæðismenn hafi einir haft völd í þessum bönkum og hafi misnotað þau. Slíkt er að eins haft uppi til þess að telja fólki trú um að þær breytingar, sem gerðar hafi verið hafi verið nauðsynlegar. TRAUST SEM FER HRAKANDI Það sem hér er verið að gera, er ekki til þess fallið til aS skapa traust, hvorki inn á við né út á við, sagði I. J. Við valda- töku ríkisstjórnarinnar minnkaði það og hefur farið rýrnandi síð- an. Á fyrstu 7 mánuðum ársins 1956 var sparifjáraukningin um 136 millj. frá áramótum. Eftir tilkomu ríkisstjórnarinnar hætti spariféð að aukast og þess vegna er það, að bankarnir hafa ekki haft nauðsynlegt fé milli handa, undanfarið. Nú er sú hætta á að ekki aðeins sparifjáraukningin stöðvist, heldur gæti líka farið að ganga til baka, þannig, að fjárráð bankanna minnki veru- lega vegna traustsleysis meðal al- mennings. I.J. sagði að við skyldum ekki blekkja okkur með því að halda að erlendir fjármálamenn hefðu ekki augun hjá sér um það sem hér gerðist. Þeir mundu fylgjast nákvæmlega með því, sem nú væri verið að gera í bankamál- um landsins. Það er hætta á að við töpum traustinu út á við, en án þess getum við ekki verið. ísland er nú eina landið á vestur- löndum, þar sem kommúnistar sitja í stjórn og þar sem stofnað er til þess að afhenda kommún- istum lyklavöld að fjárhirzlum landsins. Við erum í efnahagslegri hættu af því að verið er að reyta traust ið af okkur út á við og almenn- ingur í landinu treystir ekki held- ur lengur stjórnarfarinu, sem rík- ir, sagði Ingólfur Jónsson. ★ Næstur tók Magnús Jónsson, alþm., til máls: Ekki á lengur að meta embættismenn eftir því, hvernig þeir rækja störf sín, held- ur einungis eftir stjórnmálaskoð- un þeirra, sagði M. J. Þetta er alvarlegasti þáttur málsins, er skapar geigvænlegt öryggisleysi. í þessu gildir alveg hið sama um bankastjóra og um aðra embætt- ismenn. Framsókn breytti áður reglun- um sér til hags en hefur nú rek- ið sig á að þau rangindi dugðU ekki. Svo getur farið enn. Nú eru opnaðar lokur fyrir kommúnist- um. Vinstri stjórnunum eftir 1927 tókst ekki að leggja Sjálf- stæðisflokkinn að velli. Þessari stjórn mun ekki heldur takast það. Sjálfstæðisflokkurinn túlk- ar bezt eðli íslenzku þjóðarinn- ar. íslendingar munu ekki nú fremur en fyrr sýna þrælslund og una kúgun og ofsókn. Jóhann Hafstein tók síðan til máls og sagði m.a.: Atburðina í lok lengsta þings í sögu þjóðar- innar vérður að skoða í ljósi þess sem bar við sumarið 1956. Þá var lofað að reka herinn. Nú er sam- ið um að láta hann kyrran. En gegn greiðslum á ósæmilegan veg. Stjórnin hefur sent erindreka út um heim til að fullvissa lýð- ræðisþjóðirnar um að kommún- istar ráði engu í stjórninni. — Hvernig kemur það heim við það, að nú er óðum verið að leiða kommúnista til hinna æðstu valda. 1956 var lofað varanlegum úr- iseðum í efnahagsmálunum. Að vísu var aldrei sagt, hver þau skyldu vera. Efndirnar eru meiri bráðabirgðaúrræði en nokkru sinni áður. Meira en 300 millj. króna skattar. Vinnufriði er lof- að. Hvað um hann? Kauphækk- anir og verðhækkanir aldrei meiri en nú. Bankafrv. skýrast í ljosi þessara atburða. Stjórnin vill umfram allt koma í veg fyrir kosningar. í skjóli þessa pína Hermann Jónasson og kommún- istar nú fram þá breytingu, sem áður stóð í mönnum. Bjarni Benediktsson drap á þá ógiftu stjórnarinnar, að í stað þess að reyna að efla traust á fjárhagskerfinu, hefði hvort- tveggja skeð samtímis, að hún og hennar lið hefði hafið tal um gengislækkun og að bankafrv. hefðu verið borin fram. Sögðu og sumir, að samband væri á milli Þessa, því að kommúnistar hefðu lofað að vera með gengislækkun gegn því að fá bankastjórastöð- urnar. Rétt væri að íhuga hvernig vali þeirra fjögurra bankastjóra hefði verið háttað, sem nú væri talið til sakar að vera Sjálfstæð- ismenn. Jón Maríasson og Gunn- ar Viðar hefðu verið valdir Lands bankastjórar á meðan Sjálfstæð- ismenn voru í minnihluta banka ráðsins. Jóhann Hafstein og Pétur Bene- diktsson hefðu verið valdir af bankaráðum, sem Sjálfstæðis- menn höfðu meirihluta í. Bezti vitnisburðurinn um störf þeirra fælist í þeirri staðreynd, að Al- þýðublaðið hefði sagt til afsök- unar frumvörpunum að einrnitt þeir Pétur og Jóhann ættu að halda sínum stöðum. Loks mælti Þorvaldur Garðar Kristjánsson formaður Varðar nokkur hvatningarorð. Framúrskarandi góður rómur var gerður að máli allra ræðu- manna og lýsti fundurinn mikl- um einhug og magnaðri óbeit fundarmanna á atferli stjórnar- liðsins í bankamálunum. Miðasala á Lœkjartorgi KLUKKAN 5 í dag hefst við Út- vegsbankann sala aðgöngum. að „íþróttarevýunni44 á vellinum á sunnudaginn, þeirri miklu hátíð sem leikarar og blaðamenn standa fyrir og blöðin liafa svo ítarlega getið um. Undanfarna daga bafa |>átttak« endur œft af kappi hverja þá íþrótt sem þeir eiga bafa í fammi á „íþróttarevýunni44 T.d. mun Guð mundur Jónsson KR-ingur og Vesturbœingur, taka að sér að dæma í knattspyrnuleik þeim ep fram fer á hátíðinni. Var liann viðstaddur liörkumikla fótbollaæf- ingu á vellinum á sunnudaginn og rifjaði þá upp ýmislegt sem máli skiptir í sambandi við leikreglur og var óvæginn, þannig að við lá að hann véki af leikvelli hinum eitilbarða fótboltamanni Vali Gíslasyni. Ottastunglamba- dauðaíúrfelli KIKJUBÆJARKLAUSTRI, 22. maí: Úrhellisrigning befur nú staðið hér yfir í rúman sólar- bring með sunnan roki og kalsa. Kemur þetta bret á versta tíma, því nú er sauð- burður vel byrjaður og er liætt við að það verði mörgu ung- lambinu að bana. — Gbr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.