Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 1
20 síðuK wtMribib 14. árgangur 117. tbl. — Sunnudagur 26. maí 1957. Prentsmiðja MorgunblaðsiM Listkynning Mhl. Víotækar njósnir um NATO\\ Torieið; Bonn, 25. maí. VESTUR-ÞÝZKA gagnnjósnastarfsemin hefur flett ofan af víð- tækum njósnahring, sem starfað hefur bæði í Vestur-Þýzka- landi og nágrannaríkjunum. A. m. k. tíu njósnarar hafa verið hand- teknir, tveir hinir síðustu í Vestur-Berlín fyrir nokkrum dögum. bréf og seðla flestra ríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. Um tíma var álitið, að njósnar- arnir að austan fengju skilríki sín í þessari verksmiðju, en síðar kom í ljós, að þeir fengu fölsk vegabréf í utanríkis- Ólofur Túbals ÞESSA viku er það Ólafur Tú- bals, listmálari, bóndi og gest- gjafi að Múlakoti í Fljótshlíð, sem sýnir verk sín á vegum list- kynningar blaðsins. Ólafur Túbals er Rangæingur að ætt, fæddur og uppalinn i hinni fögru og sögufrægu Fljóts- hlíð. Verður hann sextugur í sum- ar. Hann hóf listnám við erfiðar aðstæður hér heima m.a. hjá Jó- hannesi Larsen er var danskur teiknari, er dvaldi um skeið hér á landi. Með honum ferðaðist Tú- bals víða um land. Síðar fór hann utan og lá leið hans til Kaupmannahafnar eins og svo margra ungra íslendinga er siglt hafa til listnáms. Vet- wrna. 1938—1939 og 1930—1931 stundaði hann nám í Konuglega listaháskólanum í Höfn. Síðan kom hann hingað heim og málaði og hélt sýningar. En upp úr þessu tekur hann við búi í Múlakoti og verður. þá þrengra um vik við listastörf. Fyrstu málverkasýningu sína mun Ólafur Túhals hafa haldið árið 1932. Síðan hefur hann hald- ið margar sýningar hér heima, bæði í Reykjavík, á Akureyri og á Húsavík. Ennfremur hefur hann átt málverk á samsýningum í Haupmannahöfn. Listasafn ríkisins hefur keypt af honum myndir. Hefur hann einn- ig selt mörgum erlendum ferða- inönnum er sótt hafa hann heim málverk sin. Hafa verk hans einnig verið mikið keypt í byggð- um Suðurlands. Sérstaklega hafa vatnslitamyndir hans.vérið eftir- aóttar. Ólafur Túbala hefur skreytt Hliðarendakirkju og samkomu- húsið a Hellu. Hann sýnir nú 7 málverk á veg wn listkynningar Morgunblaðs- ins og eru þau öll til sölu hjá af- greiðslu blaðsins. Yfirvöldin vilja ekki að svo komnu máli skýra frá þessu í smáatriðum, en því er haldið fram, að hér sé um að ræða „geysistóran njósnahring sem reynt hefur að afla sér upplýs- inga um hermál Atlantshafs- hafsbandalagsins". Samkvæmt góðum heimildum var starfsem- inni stjórnað frá Austur-Berlín. í FANGELSI Margir af höfuðpaurunum sitja nú bak við lás og slá í ýmsum helztu iðnaðarborgum Vestur- Þýzkalands. Nokkrir þeirra eru sagðir vera Austur-Þjóðverjar, sem dvalizt hafa í Vestur-Þýzka- landi með fölsk skilríki, en aðrir eru útlendingar. ráðuneytinu, eins og fyrr segir. MALAFERLIN 1 JÚLt Ekki er vitað, hvort njósna- hringnum tókst að afla þeirra upplýsinga um Atlantshafs- bandalagið, sem þeir voru á hnot- skóg eftir. Málaferlin gegn nokkr um njósnaranna hófust fyrir luktum dyrum í Diisseldorf um síðustu helgi, en nu hefur orðið hlé á þeim. f júlí verður mál njósnahringsins í heild tekið fyrir. 2 ARA EFTIRGRENNSLAN Þessar uppljóstranir eru ár- angur tveggja ára látlausra rannsókna, sem hófust þegar leyniþjónustan komst á slóð starfsmanns nokkurs í utan- ríkisráðuneytinu í Bonn, sem var grunaður um að gefa út ólögleg vegabréf. Hann var handtekinn og játaði síðar, að hann hefði látið erlenda er- indreka hafa vegabréf. FÖLSUBU VEGABRÉF OG PENINGA Annar mikilvægur þáttur í rannsókninni kom fram í fyrra, þegar ljóstrað var upp um verksmiðju í Vestur-Ber- lín sem framleiddi falska mynt. Samkvæmt skipun frá kommúnistum austan við markalínuna í Berlín prentaði þessi verksmiðja m. a. vega- Mikil fundahöld í Washington Washington, 25. maí. EISENHOWER forseti átti annan fund við helztu ráðgjafa sína í dag og ræddi við þá um síðustu tillögur Rússa um af- vopnun. Meðal þeirra, sem sátu fundinn, voru Dulles utanríkis- ráðherra og Stassen fulltrúi Bandaríkjanna í afvopnunarnefnd- inni, en hann er nú á förum til Lundúna til að sitja fundi nefnd- arinnar, sem gerði 10 daga hlé á umræðum sínum fyrir síðustu helgi. Afvopnun og sameining Þýzka- lands eru nú að fá nýja stefnu, samkvæmt áreiðanlegum heimild um í höfuðborginni. Spurningin um afvopnun er meginástæðan fyrir þeim viðræðum, sem Aden- auer kanslari Vestur-Þýzkalands mun eiga við leiðtogana í Wash- ington nú um helgina. Það er skoðun Vestur-Þjóðverja að af- vopnun, öryggi Evrópu og sam- eining Þýzkalands séu vandamál, sem eru svo samtvinnuð, að þau verði að leysast í sameiningu. London, 25. maí. „MAVFLOWER", eftirmyndin af hinu fræga skipi „pílagrím- anna", sem fyrstir Evrópu- manna námu land í Norður- Ameríku, hefur nú verið á siglingu 34 daga og miðar lítt áfram. Hefur það borizt mjög úrleiðis, og veit enginn hve- nær það nær áfangastað sín- um í „Nýja Englandi". Skip- ið sigldi frá Bretlandi í minn- ingu hinna frægu eusku „píla- gríma", sem héldu 101 talsins til Norður-Ameríku árið 1620. von um að komast að einhverju samkomulagi við Rússa um tak- mörkun á og eftirlit með víg- búnaði. Sagt er ,að Adenauer óttist, að sameining Þýzkalands muni nú falla í skugga þessa vandamáls. ADENAUER ÁHYGGJUFULLUR Hins vegar er það álit sumra, að Eisenhower hafi komið til hug- ar að taka þessi vandamál hvert fyrir sig og leysa þau þannig í Formósumenn hvattir til að sameinast Peking Taipeh, 25. ma. — STJÓRN kínverskra þjóðernissinna á Formósu hélt sérstakan fund í dag til að ræða hinar miklu róstur sem urðu þegar múgur manns í höfuðborginni safnaðist saman fyrir utan banda- ríska sendiráðið til að mótmæla því, að bandarískur herréttur hafði sýknað Bandaríkjamann, sem var sakaður um að hafa drepið Kínverja á Formósu. Tító áraað heilla úr austri Forsætisráðherra þjóðernis- sinna tilkynnti ,að stjórnin hefði gert ráðstafanir til að koma aft- ur á lögum og reglu í borginni. Hersveitir standa nú vörð við heimili allra bandarískra borg- ara, sem og við sendiráðið, er var að miklu leyti eyðilagt í Nýtt „Stokkhóimsávarp 99 A-BERLtN — Heimsfriðarráðið svonef nda, sem er eitt af áróðurs- fyririækjum alheimskommún- ismans, mun í næsta mánuði Iialda þing á Ceylon. Sá orðróm- nr berst út, að á þingi þessu sé í ráði að hef ja nýja „undirskrifta- herferð" í líkingu við Stokk- hólmsávarpið fræga. A það að nefnast „Colomboávarpið" og bera fram kröfu um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, en kommúnistar hafa reynt að hræða fólk mjög vegna tilrauna Breta og Bandaríkjamánna með þessi vopn. Hins vegar sprengdu Rússar fyrir skömmu margar kjarnorkusprengjur með fárra daga millibili. Málaleitan Japana um að tilraununum yrði hætt svöruðu Rússar á þá leið, að „þetta kæmi engum við nema þeim sjálfum". óeirðunum í gær. Margir starfs- mannanna við sendiráðið hlutu áverka, en nokkrir árásarmanna voru handteknir og fangelsaðir. MÓTMÆLI Þegar múgurinn reyndi að leysa fangana úr haldi kom enn til átaka ,og létu nokkrir menn lífið. Bandaríska stjórn- in hefur sent stjórninni á Formósu harðorð mótmæli og krafizt skaðabóta. PEKING VILL „FRELSA" FORMÓSU Eitt af blöðum kommúnista í Peking Iét svo ummælt í dag, að óeirðirnar í Taipeh sýndu það Ijóslega, að Kínverjar á eyjunni þyldu nú ekki lengur hina grimmilegu árásarstefifu Banda- ríkjanna. Skorar það á þá að taka höndum saman við Kínverja á meginlandinu eg „frelsa" eyjuna. BELGRAD, 25. maí. — Tító ein- ræðisherra í Júgóslavíu á 65 ára afmæli í dag. Hafa honum borizt heillaóskir frá leiðtogum Sovét- ríkjana, Póllands, Tékkóslóvakíu, Austur-Þýzkalandi, Búlgaríu og Rúmeníu. í orðsendingu frá rúss- neska kommúnistaflokknum er látin í ljós von um, að haldast megi góð og vinsamleg samvinna milli kommúnistaflokka Rúss- Iands og Júgóslavíu. f Viðtali sem birtist i einu af dagblöðunum í Belgrad í gær, segir Titó, að Rússar hafi nú látið af hugsjónabaráttu sinni við Júgóslava. Kvaðst hann reiðubú- inn að eiga samvinnu við ríkin í Sovét-blökkinni um öll þau mál, sem samkomulag næðist um án þess að Júgóslavar slægju nokk- uð af stefnumálum sínum. Drolfnfng kveður Höfn, 25. mai. ELÍZABET Bretadrottning og Filippus maður hennar eyddu síðasta degi sinum í Danmörku í dag. í kvöld áttu þau að fara um borð í skip sitt „Britannia" hjá Helsingör, þar sem hinn frægl kastali Hamlets stendur enn. Það- an sigla þau til Skotlands. Nasser sendi Hussein heillaóskir AMMAN 25. maí. — f dag heldur Jórdanía hátíðlegt 11 ára afmæli sjálfstæðis síns. í útvarpi til þjóð- arinnar bar forsætisráðherrann, Ibrahim Hashim, lof á Hussein konung og hét á þjóðina að berj- ast gegn hvers konar erlendri undirróðursstarfsemi. Hann lagði áherzlu á, að sviksamur óvinur lægi reiðubúinn til árása á landa- mærum Jórdaníu. Samkvæmt fréttastofufregnum frá Kaíró sendi Nasser einræðis- herra Egyptalands símskeyti ttl Husseins konungs þar sem hann lét í Ijós árnaðaróskir til „bræðra þjóðarinnar í Jórdaníu". Pólsk greifalrú myrt LONDON 25. maí. — í gasr kvöldi fannst kona stungin til bana í neðanjarðarbrautarstöð i London. Það hefur nú komið í ljós, að hún var pólsk greifaynja, Theresa Lubyenska, og var for- maður samtaka fyrrverandi póli- tískra fanga í Þýzkalandi Hitlers. Hún hafði verið stungin með rýt- ingi í brjóstið og lézt í sjúkra- húsi skömmu eftir að hún fannst á brautarpallinum í neðanjarðar- stöðinni. Greifafrúin var 72 ára gömul ekkja, sem verið hafði í þýzkum þrælabúðum í stríðinu. í London kom hún á fót samtökum til að hjálpa þeim samlöndum hennar, sem höfðu verið hnepptir í þræl- dóm af nazistum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.