Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 3
Sunnuðagur 26. maf 1957 MORCV1SBL4ÐÍÐ S tr verinu Togararnir Tíðin var góð framan af vik- unni, en rysjótt eftir miðja vik- una. Skipin eru allflest út af Vest- fjörðum, á Halaiium og vestur af honum. Ein 5—6 skip eru við Grænland og veiða öll í salt nema Neptunus, sem væntanlegur er á mánudaginn. Aflabrögð voru ágæt framan af vikunni, á meðan tíðin var góð, en þó misjöfn, fengu sum skip stundum upp í 9 poka í „hali“ 25 lestir. Síðarihluta vikunnar dró mjög úr aflanum og þá lík- lega helzt vegna austanbrælunn- ar. Þetta er hreinn þorskur, sem fæst, góður fiskur. Er þetta lík- lega vertíðarfiskurinn, sem er að ganga þarna suður eftir með kant inum. Þessi fiskur er óvenjulega djúpt, dýpra en venjulega gerist á Halanum, allt niður á 210—230 faðma dýpi. Fiskur stendur aldrei lengi þarna, annars eru sjórnenn vongóðir með aflabrögð. Ágætur afli er við Grænland, en heldur hefur dregið úr honum. Það hefur verið það mikill fisk- ttr þarna, að enginn hefur lagt sig eftir því ævintýri að leita að karfa. Það er vart að búast við honum fyrr en um miðjan júní. Fiskleitarskipið Brimnes hefur lítið látið til sín heyra, en lítið mun það hafa fengið. FISKLANDANIB voru miklar siðustu viku: tonn dag Jón forseti 12 Marz 16 Karlsefni ,... 271 14 Sk. Magnússon . ,... 285 12 Úranus ... 218 13 Geir ... 320 10 Hallv. Fróðad. . ,... 261 13 Ing. Arnarson , ,... 180 saltfiskur .,, 13 Bótarnir Heytingsafli hefur verið á hand- færi, komizt jafnvel upp í 7 lestir eftir sólarhringinn. Þessi eini bát ur, sem enn rær með net, hefur líka aflað sæmilega. Þeir hafa líka verið að fá góðan afla í smá- riðnari net unan jökli, möskva- stærð svona mitt á milli þorska- netja og ýsunetja. Vestmannaeyjar Slæmt veður var mestan hluta vikunnar og ekki litið að sjó. Endanlegar tölur eru nú fyrir hendi um aflabrögðin á vertíð- inni. 16 bátar fengu 500 lestir eða meira miðað við slægðan fisk með haus: Ólafsson (rithöfundurinn Ási í Bæ). Lifrarmagn var 3175 lestir, sem fengust úr tæpar 2000 lestir af lýsi. Lifrarsamlag Vestmanna- eyja greiðir kr. 1,50 fyrir kg. af lifrinni. Vinnslustöðvarnar 4 tóku yfir vertíðina á móti fiskmagni, sem hér segir, miðað við slægðan fisk með haus: Vinnslustöðin .... 9993 tn. Hraðfr.st. Ve....8110 — Fiskiðjan .... 7580 — ísfél. Ve........5168 — Akranes Það hefur verið suðaustan strekkingur alla vikuna, en þó hafa oftast einhverjir verið á sjó. Afli hefur yfirleitt verið ágæt- ur hjá reknetjabátum, á fimmtu- daginn voru t.d. 10 bátar með 100 tn. meðalafla, á föstudaginn voru 6 bátar með 115 tn. meðal- afla. Bátar hafa komizt upp í 205 tn. dagsafla. Síldin er falleg, en nokkuð mis- jöfn. Það er meira af gotinni síld í Jökuldjúpinu en í Miðnes- og Grindavíkursjónum. Undir Jökii er talið, að 80% af síldinni sé gotið, en aðeins 20% full. í Grindavíkursjónum eru hlutföll- in hins vegar þau, að 30% af síld- inni er gotið, en 70% af henni full. 11 bátar stunda reknetjaveiðar. Keflavík 2 fyrstu daga vikunnar var fremur gott veður, og almennt róið en síðan var stormur og land lega. Afli hjá reknetjabátum var sæmilegur þessa tvo daga, en þó misjafn 50—100 tunnur á skip, tveir bátar fengu 150 tn. Beztur afli er nú í Grindavíkursjó, þar fékk einn bátur annan daginn 254 tn í Miðnessjó var sáratregt. Á laugardag voru nokkrir bátar á sjó og reru alla leið vestur undir Jökul, en þar höfðu Akurnesing- ar aflað vel. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR OG SKULDBINDINGAR HANS Skýrsla útflutningssjóðs um, að tekjur hans hafi numið 111 millj króna fyrstu 4% mánuð árs ins „og nokkurn veginn eins og búizt var við“ er framar vonum manna. Mönnum fundust koma dræmt greiðslur úr sjóðnum og lítið sem ekkert upp í það, sem eftir stóð frá fyrra ári. Þessar 111 millj. króna eru tæplega það, sem áætlað var, að sjóðurinn fengi í tekjur á 3 mánuðum, svo að ekki Gullborg 806 tn. Víðir SU 743 — Snæfugl SU 711 — Björg SU 656 — Gullfaxi NK 654 — Freyja 643 — Stígandi 617 — Kristbjörg 605 — Ófeigur III 597 — Sidon 553 — Björg 551 — Týr 540 — Bergur 535 — Vonin II 533 — Andvari 517 — Kap 500 — Aflahæsti báturinn Gullborg varð með kr. 43,700,00 hásetahlut. Skipstjóri Benóný Friðriksson. Hefur hann verið aflakóngur ár- um saman, ekki aðeins í Vest- mannaeyjum heldur á öllu land- inu. Hlutarhæsti báturinn á vertíð- inni var Hersteinn með kr. 50,082,00 hlut. Var hann með handfæri, og voru 5 menn og skiptu jafnt. Skipstjóri er Ástgeir skakkar nema 50%. En látum gott heita, að „innflutningur sé mis- jafn eftir árstíðum“ og tekjur sjóðsins standi til bóta. Sjóðurinn hefur lagt höfuð- áherzlu á að greiða jafnóðum það, sem gjaldfallið var af verð- bótum framleiðslunnar 1957, en minna sinnt um 1956. Og segir í skýrslu sjóðsins að enn séu ó- goldnar um 55 millj. króna frá því ári. Sjálfsagt eru gjaldfalln- ar af þeirri upphæð, samkvæmt samningum 35 millj. króna. Það þarf ekki að benda á það hér, hvaða lausn verður að finna til að bæta úr þessu, það er ráða- mönnum þessara mála fullljóst, þ.e. lántaka. Það má heita gott, ef tekjur sjóðsins hrökkva til fyr- ir greiðslum ársins 1957, eins og nú horfir um innflutning. STÓREIGNASKATTURINN Alþingi hefur undafarið fjallað um stórmál, sem snertir mjög allan atvinnurekstur í landinu og þá að sjálfsögðu mest höfuðat- vinnuveg þjóðarinnar, sjávarút- veginn, þ. e. nýr stóreignaskatt- ur. Frá sjónarmiði útgerðarmanns- ins og framleiðanda útflutnings- vara eru allar skatta- og tolla- hækkanir fjötur um fót atvinnu- vegi hans, hvort sem slíkt lendir á honum sjálfum eða verkafólki hans. Fjármagnið dregst úr at- vinnurekstrinum og kallar á kauphækkanir. Standi atvinnureksturinn höll- um fæti, eins og nú er ástatt um sjávarútveginn, er það þeim mun tilfinnanlegra. Og jafnvel þótt skattarnir snertu ekki beint sjáv- arútveginn, vegna þess hve illa hann væri stæður, myndu slíkir skattar skerða spariféð og draga úr sparifjármyndun og þar með minnka lánsmögpleika sjávarút- vegsins. Þess atvinnuvegar, sem þarf á mestu lánsfé að halda. Því að allir eru þessir skattar gerðir um leið að eyðslueyri. Fyrir sjávarútveginn væri bezt, að tollar og skattar væru sem lægstir. Þeim mun samkeppnis- færari væru fslendingar á erlend- um markaði. Umrætt tollabanda- lag við Vestur-Evrópu væri því hið mikilvægasta spor fyrir út- flutningsframleiðslu þjóðarinnar. Það má sjálfsagt líta á þetta mál frá mörgum hliðum og færa gegn því mörg mikilvæg rök. Eitt má benda hér á frá sjónar- miði borgarns. Þetta er skattur, sem leggst á einstaklinginn, en ekki félög, bæjar- eða ríkisfyrir- tæki. Þetta er skattur til höfuðs einstaklingsframtakinu. Er það æskilegt að lama stöð- ugt meir og meir einstaklings- framtakið í landinu með nýjum og nýjum sköttum og girða svo gott sem fyrir alla fjármagns- myndun. Er reynslan af ríkis- og bæjarrekstri hér á landi eða annars staðar sú að hann sé lík- legur til að bæta lífskjör almenn- ings? Hvar eru lífskjör almenn- ings álitin bezt og hvar einstakl- ingsfrelsi og framtak í heiminum mest, og hvar eru aftur lífskjör- in verst og ófrelsið mest? Bondolag kvenna í Beykjavík minnist 40 óra afmælis síns með hófi í Sjálfsfæðishúsinu 29. mas næsfkomandi TlANDALAG KVENNA í Reykjavík á 40 ára afmæli 30. maí næst- W komandi. f því tilefni og einnig 70 ára afmælis formanns banda- lagsins, frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, sem liðið er, efnir banda- lagið til afmælishófs í Sjlófstæðishúsinu 29. maí næstkomandi, sem er miðvikudagur. Fréttamenn áttu í gær viðtal við stjórn Banda- lags kvenna í Reykjavík, af þessu tilefni en hana skipa auk for- manns, frú Jónína Guðmundsdóttir og frú Guðlaug Bergsdóttir. AFMÆLISHÓFIÐ Afmælishófið hefst kl. 7 um kvöldið. Verður þar borðhald og ýmisiegt til skemmtunar. Ræður verða fluttar, sungnar gamanvís- ur almennur söngur og ýmislegt fleira. Eins og áður er getið, verður einnig minnst 70 óra af- mælis formanns frú Aðalbjargar Sigurðardóttur. Til hófsins hefur veiið boðið öllum fyrrverani formönnum bandalagsins en þe eru alls fjórir með núveran formanni, Steinunn Bjarnaso fyrsti formaður bandalagsin Inga Lórusdóttir og Ragnhildi Pétursdóttir. Öllum konum ( heimil þátttaka í afmælishófin hvort sem þær eru meðlim bandalagsins eða ekki. Helen Keller „les, sér og talar“ með höndunum. Þórir Þórðarson, dósent: Keller og freisfnin KONAN MÍN lét þess getið við mig, er hún hafði nýlokið við að lesa ævisögu hinnar stór- merku konu og dýrlings tuttug- ustu aldarinnar Helenar Keller, að sér fyndist auðsætt, að Helen Keller lifði í fegUrri heimi en velflestir aðrir menn. Ekkert ljótt né illt bærist henni til eyrna né fyrir augu. Helen Keller hefir aldrei séð heimilisföðurinn slangra drukk- inn um götuna, aldrei heyrt menn formæla hverja öðrum, aldrei séð nýkvænta eiginmanninn á veitingastað í leit að nýjum ævin- týrum, aldrei heyrt neyðaróp móðurinnar, er sprengjan féll úr flugvél og grandaði barni henn- ar. Allt það, sem borizt hefir til skilningarvita hennar, síðan hún sigraðist á myrkrinu og þögninni, hefir verið fagurt og göfugt, því að annað var ekki þess virði, að flutt væri til vitundar hennar með merkjum og hnúðletri. Þessi einskorðun við fegurðina og göfgina lýsir af látbragði hinnar minnisstæðu konu og vermir andrúmsloftið kringum hana. Töfrar hennar eru í því fólgnir, að hún hefur með Guðs hjálp og góðra manna og af at- fylgi sjálfrar sín brotizt gegnum myrkrið og séð rofa þangað, sem er einskært ljós. Það eitt að sjá ekki freisting- una, sem tælir manninn, er vís- asta leiðin til persónulegrar göfgi, — helgunar á máli kristin- dómsins. Það eitt að horfa til annarrar áttar er gamalt og margprófað ráð í kristinni sál- gæzlu, — að horfa á ljósið en ekki myrkrið, svo að ljósið fylli huga og hjarta og myrkrið nái ekki inn að komast. Þetta þekk- ir hver uppalandi. Ástundun göfugra lista og verðugra við- fangsefna er eitt nægileg vörn gegn því, sem spillir lífi manns- ins. Þeim sem gefur sig óskipt- an að þjálfun huga og handar og hlýtur af þeirri iðju nautn og gleði, er það óeðlilegt að sóa tíma sínum til einskisverðra hluta. Hann hefir ásett sér að byggja út allri tregðu, öllum sljóleika, allri heimsku og ein- beinir sér að andans flugi. f lífi kristins manns merkir þetta það, að hann taki vilja- ókvörðun. Kristindómurinn hef- ir verið nefndur trú viljans og ekki að ófyrirsynju. Að vilja eitt, var kjörorð Kaj Munks. Tvíbentur vilji er synd á máli kristindómsins, því þá horfir maðurinn til tveggja átta í senn. Að vilja eitt er að bægja frá hinu illa, freistingunni, allri ílöngun í þá hluti, er sveigja manninn af hinni réttu braut. „Leggjum því af verk myrkurs- ins og klæðumst hertýgjum ljóss- ins. Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki i ofáti né ofdrykkju, ekki í ólifnaði né saurlífi, ekki í þrætu né öfund, heldur íklæðist Drottni Jesú Kristi", segir postulinn Páll. Hann ráðleggur mönnum að ein- skorða sig við það líf, sem Guðs andi skapar með oss í samfélag- inu í kirkju Krists, og að bægja burt öllu því, sem er ósamkvæmt Guði og skepnu hans. Og það segir um hina fyrstu kristnu, að þeir „héldu sér stöðuglega við kenningu postulanna og samfélag ið og brotningu brauðsins og bænirnar". Brýning andans og efling trú- arinnar er að þessu leyti undir þjálfun komin. „Þeir héldu sér stöðuglega ... . “ þ. e. þeir höfðu reglu á hlutunum. Oss er öllum nauðsyn að minnast þess, að dag- leg og regluleg iðkun bænarinn- ar og Guðs orðs er hin eina und- irstaða í þessum efnum. STOFNAÐ AF 9 FÉLÖGUM Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí, 1917 af 9 kvenfélögum. Nú eru 20 kvenfé- lög í bandalaginu og m.a. öll pólitísk kvenfélög bæjarins. Til- gangur félagsins í upphafi var: að efla samúð og samvinnu milli kvenna, að styðja sérhvert gott málefni, að stuðla að stofnun hér- aðssambanda kvenna og að koma fram erlendis fyrir hönd íslands. Bandalagið gekk á sínum tíma í Alþjóðakvennasambandið og þurfti þess vegna að senda full- trúa sína á fundi þess erlendis. Nú hefur Kvenfélagasamband fslands tekið þann þátt að sér. LÁTIÐ TIL SÍN TAKA Bandaiag kvenna í Reykjavík á mikið starf að baki á 40 ára afmæli sínu. Bandalagið hefur frá upphafi starfað ötullega að hinum margvíslegustu menning- armálum og ýmsu því er að gagni má verða. Svo dæmi sé tekið, má til nefna að það beitti sér fyrir stofnun Barnavinafélagsins Sum- argjafar á sínu mtíma. Sá nefnd úr félaginu um þá stofnun. Þá hefur það látið til sín taka í skóla- og uppeldismálum, skatta- málum og tryggingamálum. Þá var það fyrir tilverknað banda- lagsins að kvenlögregla var ráðin til starfa í Reykjavík og efst á baugi er nú hjá því að koma upp heimili fyrir ungar óreglu- samar stúlkur. Þá hefur það átt sinn þátt í fæðingardeild Land- spítalans. Er hér aðeins nefnt brot af því sem bandalagið hef- ur annast og komið í framkvæmd. Einnig má nefna að það hefur verið gestgjafi flestra erlendra kvennanefnda og hópa sem kom- ið hafa til landsins í félagsleg- um erindum og ævinlega leyst það verk af hendi af framúr- skarandi gestrisni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.