Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNR74ÐIÐ Sunnudagur 26. maí 1957 "Drottning þöglu kvikmyndanna" MAYER leit varla á mig, er við heilsuðum hvort öðru í tyrsta skipti. Vera má, að hann hafi gotið til min augunum í laumi, en ég er jafnvel ekki viss um, að hann hafi látið svo lítið að sýna mér svo mikla athygli. Stiller og hann gerðu út um allt sín á milli.“ Þannig hefir Gréta Garbo lýst fyrstu fundum sínum og bandaríska kvikmyndajöfurs- ins Louis B. Mayers. Þetta var vorið 1925. Þá var Louis B. Mayer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Metro-Goldwyn- Mayer á ferðalagi um Evrópu. Mayer sá kvikmyndina Gösta Berlings sögu í Berlín. Kvikmynd ia hreif hann, og leikstjórinn þótti honum frábær. Maður, sem gat gert slíka kvikmynd, átti heima í Hollywood að áliti May- ers. Og kvikmyndajöfurinn hófst þegar handa um að ná tangar- haldi á honum. Það var þá tízka meðal kvikmyndajöfra í Holly- wood að verða sér úti um evrópska leikstjóra. Stiller setti umsvifalaust eitt skilyrði fyrir að fara til Hollywood: Metro-Goldwyn- Mayer varð einnig að ráða Grétu Garbo. „Hver er Gréta Garbo?“ spurði Mayer og lét sem hann hefði ekki veitt henni athygli í Gösta Berlings sögu. „f fyrsta lagi er hún mjög fögur. Slíka fegurðardís fáið þér ekki færi á að sjá fyr- ir framan kvikmyndavél nenra einu sinni á heilli öld. í öðru lagi er hún mikil leik- kona, og hún mun verða mesta leikkona í heiminum, er fram líða stundir“. „HIN SÆNSKA NORMA SHEARER“. Gréta var 19 ára, er þau Still- er ákváðu að halda til Vestur- heims. Móttökurnar í New York voru fátæklegar og hitinn ógur- legur. Aðeins einn myndasmiður kom á vettvang. Gréta og Stiller voru óðfús að láta taka sem flest- ar myndir, og myndasmiðurinn hélt áfram að mynda Grétu, löngu eftir að filman var þrot- in, aðeins til að geðjast Grétu. Ætlun MGM var að kynna Grétu Garbo sem „hina sænsku Normu Shearer“, en þetta vakti litla athygli, enda var sannleik- urinn sá, að fulltrúar MGM höfðu lítinn áhuga á þessari ungu, sænsku leikkonu. Stiller hafði kviðið mjög fyrir þessari för. Hann var tortrygginn og vildi láta endurskoða samning sinn og Grétu við kvikmynda- félagið. En fulltrúar MGM höfðu lítinn áhuga á endurskoðun samn ingsins við Grétu. ÞUNG AUGNALOK, FAGUR- SKAPAB NEF, HÁLFOPNAR VARIR Það var tilviljun ein, sem réð því, að Gréta hvarf ekki aftur til Evrópu. Sænska leikkonan Marta Hedman kynnti þau Stiller og Grétu fyrir Arnold Genthe, sem var frægur myndasmiður. Er þau heimsóttu hann í fyrsta sinn, vildi hann umsvifalaust taka myndir af Grétu. Myndirnar bera vott um það, hversu vel honum tókst að draga fram hið leyndardómsfulla í fegurð henn- ar — þung augnalok, fagurskap- að nef og hálfopnar varir. Er fulltrúar MGM höfðu séð myndirnar, sýndu þeir Grétu ekki tómlæti lengur. Samningur hennar var endurskoðaður tafar- laust, og Stiller og Garbo héldu til Hollywood. o—★—o Gréta settist að í Miramargisti- húsinu, en Stiller leigði sér lítið hús við ströndina. Þau höfðu lítið fyrir stafni fyrst í stað. Einum helzta kvikmyndastjóra félags- ins, Irving Thalberg, þótti lítið til Grétu koma. Elftir tveggja mánaða þjark fékk Stiller komið því til leiðar, að hún fékk aðal- kvenhlutverkið í „Hringiðunni". Þó með því skilyrði, að hún léti lagfæra tennur sínar og breyta hárgreiðslunni. Það voru bæði Grétu og Stiller mikil vonbrigði, að hann skyidi ekki hafa leik- stjórn á hendi í þessari kvik- mynd, en engu síður mátti þetta teljast mjög góð byrjun fyrir Grétu. FRÁBÆR OG HRÍFANDI LEIKKONA Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun árs 1926. Stiller var ofsareiður yfir því, hversiu illa hefði tekizt til með þessa fyrstu kvikmynd Grétu i Bandarikjunum. Blaðadóm- arnir voru misjufnir, en hinn skarpskyggni kvikmyndagagn rýnandi New York Herald Tribune, Richard Watts jr., sagði um Grétu: „Hún virðist vera frábær. og hrífandi leik- kona, sem virðist hafa undra- verða hæfileika til að líkjast í senn þeim Carol Dempster, Normu Talmadge, Zasu Pitts og Gloríu Swanson". o—★—° Önnur kvikmyndin, sem Gréta lék í, „Daðurdrósin“, var áþekk þeirri fyrstu. Risið var ekki hátt á efninu. í þetta sinn var Stiller falin leikstjórn, og það gekk ekki slysalaust. Hann beitti sinni venjulegu aðferð, æddi um gólf, pataði og æpti á þýzku, sænsku eða lélegri ensku. Eftir tíu daga var Stiller settur af sem leik- stjóri. Engu síður hlaut Gréta góða dóma. Efni myndarinnar var lélegt, og einn gagnrýnandi komst svo að orði, að kvikmyndin hefði orðið skelfilega léleg án Grétu Garbo, sem ætti fullan rétt á því að vera kölluð hin ókrýnda drottning þöglu kvikmyndanna. En Stiller var óánægður. Hann fór á fund Thalbergs og hund- skammaði hann á þýzku, sem Thalberg skildi ekki orð í. Grétu sjálfri þótti frammistaða sín léleg og las því blaðaummælin með vaxandi undrun. „HIN LEYNDARDÓMSFULLA GARBO“ Gréta hafði löngum óttazt blaðamenn. Hún var mjög feimin í hópi ókunnugra, og þar við bættist, að hún átti erfitt með að tala um sjálfa sig. Ekki bætti það úr skak, að Stiller, sem ekki gat þolað blaðamenn, hafði ráðlagt henni að vera varkár, er hún ræddi við þá. Hún var því flestum óráðin gáta. Blaða- menn voru litlu nær eftir við- töl við hana, og þannig varð til goðsögnin um „hina leynd- ardómsfullu Garbo“. Og rás atburðanna varð sízt til þess að veikja þessa goðsögn. o—★—o „Það var ást við fyrstu sýn, og hún entist í mörg ár“, sagði Clarence Brown, sem hafði á hendi leikstjórn í kvikmyndinni „Ástríður“. í þeirri mynd léku þau Gréta Garbo og John Gilbert aðalhlutverkin. John Gilbert var „hinn fullkomni elskhugi" þessa tíma, og varla voru æfingar byrj- aðar, þegar sögurnar um ástar- ævintýri þeirra Garbos og Gil- berts gengu fjöllunum hærra. Og Clarence Brown lét svo ummælt, að ástaratriðin í myridinni væru ósvikin. „HINN FULLKOMNI ELSKHUGI“ Gilbert og Garbo var í slúður- dálkum kvikmyndablaðanna líkt við Romeo og Júlíu, Dante og Beatrix, Antoníus og Kleopötru. Þó að Gilbert væri ekki jafnoki Dantes, var hann laglegur mað- ur með kolsvart hár, leiftrandi augu og skjannahvítar tennur, „hinn fullkomni elskhugi". Hann hafði aldrei ætlað sér að verða leikari, heldur leikstjóri. En hon- um var aldrei gefið tækifæri til að reyna sig sem leikstjóri að baki kvikmyndavélarinnar, þar sem hann var allt of míkils virði fyrir framan hana. Þessi von- brigði hrjáðu hann allt hans líf. Hann þótti ábyrgðarlaus og létt- lyndur, en góður svallbróðir og gestgjafi. Þegar Gréta kynntist hon- um, hafði hann verið kvænt- ur tvisvar. Aðdáun hans var Grétu nýnæmi. Hún hafði lif- að einangruðu lífi og aðeins haft náin kynni af ráðríkum, rosknum manni. Gilbert Kunni að hamra járnið, meðan það var heitt. Hann notaði öll tækifæri í vinnutímanum, og þau voru sífellt saman endra- nær. öll hans viðleitni bar nokkurn árangur, a m, k fékk myndin góða dóma, en hins vegar hryggbraut Gréta Gil- nert, er hann bað hennar — ekki í síðasta sinn. Stiller sagði fátt eitt um sam- band Grétu og Gilberts, en hann var óánægður með hlutverk. hennar í „Ástríðum". „Þessum heimskingjum við Metro ætlar að takast að eyðileggja hana“, sagði Stiller. Sjálfur var hann farinn að vinna fyrir Paramount, og allt gekk slysalaust fyrst í stað. 5 ÞÚS. DALIR Á VIKU! En Gréta var komin í tölu „stjarnanna“. Eftir að hafa leikið í þrem bandarískum myndum var hún talin standa jafnfætis Gloríu Swanson, Polu Negri og Normu Shearer. En Gréta — eða réttara sagt Stiller — taldi, að nú væri nóg komið. Hún vildi ekki leika fleiri daðurdrósir og neit aði að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Konur elska gimsteina“. Aðrar og veiga- meiri ástæður lágu einnig að baki þessari neitun. Hún vildi fá hærri laun. Gilbert fékk 10 þús. dali á viku. Gréta 600. Þetta þótti Grétu — og þó eink um Stiller — fráleitt. Hún vildi fá 5000 dali. Hún fékk engin laun greidd, en hafði samt ekki heimild til að ráða sig til annars kvikmynda félags. Þessi launadeila olli henni miklum áhyggjum, þó að hún léti lítið á því ’oera. Þar sem hún taldist nú atvinnulaus út- lendingur, gat farið svo, að hún fengi ekki vegabréf sitt lagfært og gæti því ekki snúið heim. o—★—o Gréta hafði ekkert fyrir stafni, Stiller var önnum kafinn, og því eyddi hún tímanum mestmegnis með John Gilbert og vini hans Carey Wilson. „Hún var ástfang- in af John, og hann af henni. Það var enginn vafi á því. Ég vissi, að John vildi gjarna kvæn- ast henni, en við töluðum aldrei um það. Það hefði jafngilt því, að ræða um persónuleg maiefni hennar. og það vildi hún ekki“, segir Carey Wilson. í viðurvist þeirra Gilberts og Wilsons var hún glaðvær og skrafreif, en varð þögul og hlé- dræg, ef fleiri bættust í hópinn. Gilbert vildi hafa fjölmenni um sig og vonaði, að Gréta vendist því. En því fór fjarri. Gilbert setti það þó ekki fyrir sig. „Ég vildi heldur vera eina klukku- stund með henni, en allt mitt líf með hvaða annarri konu sem væri“. Hann biðlaði sífellt til hennar, en hún hafnaði bónorð- unum. „Ég er trúlofaður ungfrú Garbo, en ég veit ekki, hvort hún lítur svo á, að hún sé trúlofuð mér“. Það gekk á ýmsu þeirra í milli, oft töluðust þau ekki við vikum saman. Loks leystist launadeilan við MGM. Gréta kom sínu fram og fékk 260 þús. dollara árstekjur. Hún keypti sér svartan Packard og tók að grennslast eftir áreið- anlegum bönkum í nágrenni Miramargistihússins. Maður að nafni Harry Edington hafði kom- ið því til leiðar, að Mayer lét undan launakröfum Grétu. Eding ton varð nú ráðgjafi hennar. T.d. ákvað hann, að í auglýsingum skyldi nafnið Garbo aðeins not- að. Garbo gat aðeins þýtt eitt: hin leyndardómsfulla kona. .„ANNA KARENÍNA" Garbo hafði nú hækkað i tigninni til muna, og þvi fékk hún aðalhlutverkið í „önnu Karenínu". f Bandaríkjunum var kvikmyndin kölluð „Ást“, sennilega vegna þess að John Gilbert lék á móti Garbo, og allir vissu nú um ástarævin- týri þeirra. Mikið gekk á, með- an verið var að kvikmynda. Gilbert vildi sýna Garbo, nvað í honum bjó, og gerði sig því æ ofan í æ digran við lcik- stjórann. Ekki auðveldaði það starf leikstjórans, að samkomu lagið milli Garbos og Gilberts var ærið stopult. Annað veif- Gréta Garbo hefur mörgum sinnum ferðazt með Gripsholm til Svíþjóðar. Hér sést hún um borð, skömmu áður en skipið leggst að bryggju og bíður eftir blaðamönnum og ljósmyndurum. Þeir eru martröð, sem hún losnar aldrei við. Gréta Garbo lék Önnu Karenínu fyrst 1927 og síð- ar 1935. í þessu hlutverki þótti hún vinna mik- inn listasigur. Önnur grein um Grétu Garbo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.