Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 12
» MORCTJISBLAÐIÐ Sunnudagur 26. maí 1957 sem öll fjölskyldan hefir mœtur á Smdsteik Saxbauti Gulrætur Rauðrófur Lifrarkæfa Grænar baunir SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Sumarhatfar! Aldrei meira úrval komið og skoðið Skólavörðustíg 13 A Reykvíkingar! Hafið þið bragðað hina nýju tegundir frá Lándu með nafninu Lindor og Fidus. Reynið það strax í dag. Heildsöluhirgðir Barónsstíg 11A — Sími 7672 Eí þér viljið fá betri gólf fyrir minna verð, þá látið okkur pússa gólfin um leið og þau eru steypt. Cólfslípunin Barmahlíð 33 — sími 3657. Missagnlr leiðréltar 1 mjög athyglisverðri grein um tónlistarflutning þeirra Árna Kristj ánssonar óg Björns Ólafs- sonar á vegum Kammermúsik- klúbbsins 8. þ.m. minntist frú Jórunn Viðar á tónleika Tónlist- arfélagsins með þeim hætti að orð hennar verða vart skilin á annan veg en þann, að félagið hafi beinlínis sniðgengið þessa öndvegis listamenn okkar und- anfarin ár. Fyrir nokkrum árum leitaði Tónlistarfélagið álits félaga sinna um val listamanna undanfarið, og leiddi sú skoðun í ljós, að Árni Kristjánsson er einn þeirra þriggja listamanna, sem flestir óskuðu eftir að heyra. Auk þess að vera einn allra vinsælasti hljóðfæraleikarinn, er vissulega enginn ágreiningur um það, að hann sé í hópi allra fremstu túlk- andi listamanna yfirleitt, og vil ég persónulega undirstrika mjög eindregið allt sem frúin segir um þessa tvo listamenn okkar og flutning þeirra á síðustu tón- leikunum. Ef þeir gæfu sjálfir kost á því, mundi Tónlistarfélag- ið einskis frekar óska, en að fá boðið meðlimum sínum sem oft- ast að hlýða á list þeirra. Og ör- stutt er síðan undirritaður átti síðast tal við Á. K. um væntan- lega tónleika á vegum félagsins. Skýringin er önnur og raunar mjög auðsæ öllum. Ámi Krist- jánsson er skólastjóri fjölmenns og tímafreks tónlistarskóla og kennir auk þess sjálfur fjölda nemenda. Og allir þekkja þá al- úð sem hann leggur við þessi störf. Ennfremur er hér starfandi sinfóníuhljómsveit, sem keppir við Tónlistarfélagið um okkar beztu listamenn til hljómleika- halds. Síðast kom Á. K. fram á vegum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands fyrir fáum vikum. Mjög svipaða sögu er af Birni Ólafssyni að segja. Hann er að- alkennari strengjadeildar Tón- listarskólans og stjórnandi nem- endahljómsveitar skókans. Hann er líka konsertmeistari sinfóníu- hljómsveitarinnar. Auk þess ann- ast þessir menn báðir kammer- músikkennslu á vegum skólans. Er það vissulega hörmulegt að hinir tveir frábæru listamenn skuli ekki eiga yfir fleiri vinnu- stundum að ráða en annað fólk, svo mjög sem þeirra er viðar þörf. SmáónáWvæmni gætir í frá- sögn frúarinnar af tónleikahaldi félagsins undanfarin fimm ár. Árni Kristjánsson lék síðast á vegum félagsins fyrir þremur ár- um. Báðir hafa þeir auk þess leikið á kammertónleikum þess, síðast voru þeir aðalflytjendur á Mozarttónleikum á sl. ári. Síð- ustu fimm árin hafa ellefu píanó- leikarar, sem ekki eru búsettir á íslandi, komið fram á tónleikum félagsins, en ekki tuttugu og fimm eins og frúin fullyrðir. Skakkar hér ekki nema ríflega helming og getur sú tegund skáld skapar verið sæmileg list útaf fyrir sig. Auk þess spiluðu fyr- ir félagið þessi ár níu íslenzkir píanistar. Meðal erlendra píanó- leikara sem hér hafa spilað á þessu tímabili má nefna: Rudolf Serkin, Julius Katchen, Zura Cherkasky, Eugen Istomin, Min- dru Kátz og Robert Riefling. Ég er frúnni sammála um að ís- lenzkt tónlistarlif byggist á ís- lenzkum listamönnum, og þó býst ég ekki við að hún telji komu þessara manna vera mikið áfall fyrir tónmenningu okkar. R. J. Framh. af bis. 11 arliðsins, ekki aðeins á milli fiokkanna þriggja, heldur innan hvers flokks um sig. Kunnugur maður sagði nýlega, að enginn fundur hefði svo verið haldinn í þingflokki Alþýðubandalagsins í vetur, að þar hefði ekki að minnsta kosti komið þrjár óiíkar skoðanir fram. í Alþýðuflokknum hefur nú logað upp úr. Áki Jakobsson og Bragi Sigurjónsson hafa í al- manna áheyrn sagt ríkisstjórn- inni til syndanna, svo að óánægja þeirra verður ekki lengur dulin. Úr ummælum Braga mun Al- þýðublaðið þó við birtinguna hafa fellt þann kafla, sem fjall- aði um fríðindi SÍS og hverst* óþolandi þau væru nú orðin. Þetta var einmitt eitt þeirra at- riða, sem Áki Jakobsson fáuni dögum síðar gerði að sérstöku umræðuefni á Alþingi. Þriðja forustumanni flokksins, di'. Gunnlaugi Þórðarsyni, tókst ríkisstjórninni að bola burtu af Alþingi, skömmu eftir að hann hafði látið uppi ágreining við flokkinn, með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um stór- eignaskattinn, er honum var vís- að til 2. umræðu í Neðri deild. Ágreiningurinn við Gunnlaug hlýtur að vera meira en lftill, úr því að flokksstjórnin vildi þá heldur hafa Braga Sigurjónsson, eftir að henni var kunnugt orðið um hina hörðu gagnrýni hans á ríkisstjórnina, en Gunnlaug. Sennilega hefur flokksstjórnin treyst því, að Bragi léti sitja við orðin ein og greiddi atkvæði með öllu sem honum væri sagt, eins og reynslan hefur sýnt, þar sexn Gunnlaugur hafði gert sig beran að of miklu sjálfstæði í athöfn- um, þó að hann hefði ekki mörg orð um. Játning I»órarins ÞÓRARINN Þórarinsson hefur nú^ játað, að hann hafi sjálfur skýrt svo frá til birtingar er- lendis, að Tíminn bæri ekkl ábyrgð á því, sem hann sjálfur setur í blaðið. Þórarinn er þó skráður ábyrgðarmaður blaðsins og er erfitt að sjá, hvernig mark má taka á blaðinu, úr því að ábyrgðarmaðurinn segir, að það sé augljóslega marklaust, sen» hann sjálfur skrifar. BEZT AÐ AUGLÝSA l MORGUNBLAÐINU ogrnmm % • Njótið leytisins og takið niðursuðuvörur með í ferðalagið Kindakjöt Kindakæfa Kjötbúðingur Bæjarapylsur Kjötsoð Svið Allar venjulegar sfœrðir Fást í öllum betri matar- og kjötverzlunum SLÁTURFÉ LAG SUÐURLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.