Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 16
16 MOJtnuyBT/AÐlÐ Sunnudagur 26. maí 1957 SA ustan Edens eftir John Steinbeck 44 » EEEE | breytingar eiga sér stað í heim- inum. Orka og vald eru í þann veginn að mynda framtíð, sem við vitum ekki hvaða svip muni bera. Sum þessi öfl virðast okkur ill, kannske ekki útaf fyrir sig, held- ur vegna þess að þau leitast við að útrýma mörgu því er við álítum gott og gilt. Það er satt, að tveir menn geta lyft þyngri steini en einn maður. Hópur manna getur framleitt fleiri og betri bifreiðir en einn maður og brauð úr stóru brauð- gerðarhúsi eru ódýrari og jafn- ari. Þegar maturinn sem við borð- um, fötin sem við klæðumst og hí- býli okkar, þegar fjöldafram- leiðsla er á öllu þessu, þá fer ekki ist hónum öll heimsins dýrð, þann hjá því að þessi sama fjölda- aðferð setji svip sinn á hugs- un okkar og útiloki alla aðra hugsun. — Á vorum dög- um hefur fjölda eða safn framleiðsla rutt sér til rúms í hag fræði okka'-, stjórnmálum og jafn vel trúmálum, s>' að sumar þjóð- ir hafa gert hugtakið guð að nokkurs konar safnheiti. Þetta er □- —□ Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------n hætta líðandi stundar. 1 heiminum er ríkjandi mikil þennsla á öllum sviðum, þennsla, sem brátt þolir ekki meira og hlýtur að bresta. Og mennirnir eru hamingjuvana og ráðþrota. Á slíkum tímum virðist mér það rétt og eðlilegt, að spyi-ja sjálfan mig: Á hvað trúi ég? Fyrir hverju verð ég að berjast og gegn hverju dial barizt? Af öllum dýrategundum erum við mennirnir sú eina skapandi, og við höfum aðeins eitt sköpunar tæki — anda og sál einstaklings- ins. Aldrei hafa tveir menn, hvað þá fleiri, skapað neitt í samein- ingu. Samvinna hefur aldrei bor- ið neinn lifandi ávöxt í tónlist, í myndlist, í skáldskap, í stærðfræði, í heimspeki. Fyrst þegar krafta- verk sköpunarinnar hefur gerzt, getur hópurinr. fært það út og full Nýkomnir Amerískir modelhattar og úrval af ljósum filthöttum Hatta & Skermabúbin Bankastræti 14 vor og sumarlitir Ath.: Jerseykjóll er bezti ferðakjóllinn hvert sem farið er. MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 komnað, en hann uppgötvar aldrei neitt. Hinir dýrmætu hæfileikar búa í sál einstaklingsins. Og nú hafa þau öfl, sem fylkja sér um hóphugtakið, hafið útrým- ingarstríð gegn hinum dýrmæta mannsanda. Með niðrunum, með sulti, með kitgun, með þvingunar- stjórn, með auðmýkjandi skilyrð- Um og með misbeitingu valds hef- ur hinn frjálsí, leitandi andi verið hundeltur, Keflaður, fjötraður og fótum troðinn. Það er ömurleg sjálfsmorðsaðferð, sem við virð- umst hafa valið. Og þessi er trú mín: — Að hinn frjálsi og leitandi andi einstakl- ingsins sé dýrmætari öllu öðru í þessum heimi. Og fyrir þessu vil ég berjast: Að andinn hafl rétt og frelsi til að velja hvaða stefnu er hann vill sjálfur fylgja, án annarra stjórn- ar. Og gegn bessu verð ég að berj- ast: — Hverri þeirri hugmynd, trú eða stjórn, sem lamar eða útrým- ir einstaklingr.um. Þannig er ég og þannig er mín skoðun. Ég skil vissulega hvers vegna kerfi, snið- ið eftir fyrirmynd, verður að reyna að tortíma hinum frjálsa anda, því að hann er það eina, sem með rannsókn getur kollvarpað slíku kerfi. Vissulega get ég skil- ið það og gegn því ætla ég að berj ast, til þess að vernda þetta eina, sem skilur okkur frá skynlausum skepnum. 2. Yfir uppvexti Adams hafði hvílt grámi hversdagsleikans. Ævidag- ar hans höfðu verið óslitin, hæg- fara röð sorga og sjúkrar óánægju og þá birtist honum skyndilega dýrð lífsins — við komu Cathy. Það skiptir ekki máli þótt Cathy væri, það sem ég hef kallað ófreskju. Xannske getum við e<kki skilið Cathy, eii hins vegar .rum við fær um margt og margvíslegt, bæði illt og gott. Og hver hefur ekki í huga sínum kannað hin myrkustu djúp? Kannske höfum við öll innra með okkur falinn pytt, þar sem Ijótir og illir hlutir verða til og vaxa. En þessi pollur er umgirtur og þessi illu fóstur falla niður aft- ur, er þau reyna að komast yfir vamargarðinn. En er það ekki hugsanlegt, að hjá sumum mann- ’eskjum yxi og efldist hið illa svo mjög, að það brytist yfir girðing- una og slyppi út? Myndi ekki ein- mitt slíkur maður vera ófreskja og erum við ekki honum skyld? Það væri fjarstæða, ef við gætum ekki skilið bæði engla og djöfla, þar sem við höfum skapað hvort tveggja. Hvað svo sem Cathy kann að hafa verið, þá var það hún sem kveikti þetta ljós ummyndunarinn ar hjá Adam. Andi hans fékk vængi og hóf sig hátt upp yfir ótta og áhyggjur og bitrar minn- ingar. Slík aðdáun Iýsir upp heim inn og breytir honum, in» og Ijós sprengja breytir vígvelli. Kannske sá Adam Cathy alls ekki, svo blik andi var hún í ljósinu, frá augum hans. 1 huga hans var greypt mynd af fegurð og blíðu, mynd hreinn- ar og heilagrar meyjar, dýrmæt- ari öllu öðru, ástúðlegrar og góðr- ar. Slík var mynd hans af eigin- konu sinni og ekkert sem Cathy sagði eða gerði gat varpað skugga á þessa Cathy Adams. Hún sagðist ekki vilja fara til Californíu og hann hlustaði ekki á það, þvi að Cathy hans tók í hönd hans og fylgdi honum. Svo blindaður var hann af sínu eigin innra ljósi, að hann sá ekki þung- búinn þjáningasvip bróður síns, sá ekki glampann í augum hans. Hann seldi Charles sinn hluta jarð arinnar fyrir minna, en rétt verð- mat og með það fé, ásamt föður- arfinum, hóf hann ferðina, frjáls og fjáður. Bræðurnir voru nú orðnir fram andi hvor öðrum. Á brautarstöð- inni kvöddust þeir með handa- bandi og Charles horfði á eftir lestinni og nuddaði örið á enninu. Svo hélt hann til veitingahússins, tæmdi fjögur bjórglös og þramm- aði upp á loft Hann greiddi stúlk Til leigu Skemmtilegt einbýlishús með garði og bílskúr til leigu. Tilb. merkt: „Austur- bær — 5176“ leggist inn á afgr. blaðsins. Frá Sundlaugum Reykjavíkur Sundnámskeið fyrir böm 7 ára og eldri hefjast í Sund- laugum Reykjavíkur, 3. júní, ef næg þátttaka fæst. Áskrifta- listi liggur frammi í Sundlaugunum. — Kvennatími á sama stað frá kl. 9,15 f.h. til kl. 10 f.h. Sundlaugar Reykjavíkur *i* ♦> v ♦> ❖ •> *■ MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Andi og pabbi fóru fönguferð í skoginum, Markús. í | 2) — Líf okkar hefur ger- breytzt síðan þessi maður kom ' hingað. Nú er alit orðið breytt. 3) — Aldrei fyrr hef ég vitað Petu snúast gegn mér. Nú hefur hún gert það fyrir hann. 4) — Hún hlýtur að vera far- in að elska þennan ókunna mann. unni, en þá gat hann kki harkað af sér lengur. Hann lá grátandi í örmum hennar, unz hún kom hon- um út. Heima á jörðinni erfiðaði hann eins og óður maður, braut nýtt land, rjaði og plægði, mok- aði og sáði. Hann unni sér engr- ar hvíldar, engra frístunda og hann varð ríkur maður, gleðivana og virtur maður, vinasnauður. Adam staldraði við í New York nógu lengi til aö geta keypt föt á sig og Cathy áður en þau stigu inn í lestina, sem flutti þau yfir þvert meginlandið. Það er mjög auðskilið, hvers vegna leið þeirra lá einmitt í Salinas-dalinn. í þá daga var sífellt stríð á milli járnbrautarfélaganna um viðskiptin og þau notuðu öll til- tækileg ráð, til að auka flutninga sína og umráðasvæði. Félögin aug lýstu ekki aðeins í blöðum og tímaritum, heldur gáfu þau einnig út bæklinga og pésa með myndum og frásögnum af vestrænum dá- semdum og auði, fegurð og alls- nægtum. Þar gat hver maður feng ið það sem hugurinn girntist, í löndum og lausum aurum. Þar var gnægð allra hluta. Jámbrautarfé- lagið Southern Pacific, undir styrkri stjóm Leland Stanford, hafði náð yfirráðum yfir Kyrra- hafsströndinni, ekki aðeins hvað flutninga og samgöngur snerti, heldur einnig stjómmál. Auka- brautir voru lagðar upp dalina. Nýjar borgir risu upp. Ný lands- svæði byggðust, því að félagið varð að skapa viðskiptavini, til þess að efla viðskipti sín og verzlun. Hinn langi Salinas-dalur var hluti af hagsmunasvæði félagsins. Adam hafði rannsakað litskreytta útsýnismynd o- þar var dalurinn sýndur sem hreinasta Paradís. Hver sá, sem ekki vildi taka sér bólfestu í Salinas-dalnum, eftir at- hugun slíkrar myndar hlaut að vera meira en lítið heimskur. Adam rasaði hvergi um ráð fram. Hann keypti sér vagn og hest, ók um byggðina, hitti að máli menn, er lengi höfðu búið í daln- um og ræddi við þá um jarðveg og vatn, veðurfar og uppskeru, verð aiUtvarpiö Sunnudagur 26. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 messa í Dómkirkjunni (Prest ur: Séra Jón Auðuns dómprófast- ur. Organleikari: Jón G. Þórarins son). 15,00 Miðdegistónleikar (pl.) 16.30 Veðurfregnir. — Guðsþjón- usta Fíladelfiusafnaðarins í Rvík. 17,40 Hljómplötuklúbburinn. Gunn ar Guðmundsson við grammófón- inn. 18,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 19,30 Tón- leikar: Laurindo Almeida leikur á gítar (plötur). 20,20 Erindi: Á eldflaug til annarra hnatta; IV. (Gisli Halldórsson verkfræðing- ur). 20,55 Tónleikar: Rögnvaldur Sigurjónsson leikur píanóverk eft- ir Schumann (plötur). 21,10 Upp- lestur: Kvæði eftir Davíð Stefáns son frá Fagraskógi (Steingerður Guðmundsdóttir leikkona). 21,30 „Á ferð og flugi"; nýr útvarpsþátt ur. Stjómandi Gunnar G. Schram. 22,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 27. mai: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Um búskap í Þingeyjarsýslu (Skafti Bene- diktsson ráðunautur). 19,00 Þing- fréttir. — 19,25 Veðurfregnir. — 19.30 Lög úr kvikmyndum (plöt- ur). 20,15 Ú>varp frá Alþingi: — Almennar stjómmálaumræður — (eldhúsdagsumræður); — fyrra kvöld. — Dagskrárlok um kl. 23,30. — Þriðjudagur 28. maft Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Hús í smiðum; XI: Stein- steypa til húsagerðar (Marteinn Bjömsson verkfræðingur). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Þjððlög frá ým« um löndum (plötur). 20,15 Útvarp frá Alþingi: — Almennar stjðm- málaumræður (eldhúsdagsumræð- ur), siðara kvöld — Dagskrárlok um kl. 84,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.