Morgunblaðið - 29.05.1957, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1957, Page 2
J M O P G V y F L A1» IÐ MlS’Æudsgur 29. ma! 1957 ** f \ J mm j|2I - *11 —Ef nahagsástand Frakka Frh. af bls. 1. um 250 milljarða lán frá þjóð- bankanum. Vegna sívaxandi skorts á erlendum gjaldeyri verður Frakkland e. t. v. um stundarsakir a. m. k. að hætta við þær rýmkunarráðstafanir á viðskiptasviðinu, sem það hafði ákveðið að gera í sam- ráði við 16 önnur meðlima- ríki Efnahagssamvinnustofn- unar Evrópu (OEEC). Ef til þess kemur, verða Frakkar að taka upp innflutningshöft aftur. BÚNIR MEÐ DOLL,ARANA Frakkar eru næstum búnir með þær 2625 milljónir dollara, sem þeir fengu að láni hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington fyrir nokkrum mánuðum. 56 kennaraefni luku burtfararprófi í gœr 1 GÆR LAUK 48. skólaári Kenn- araskóla íslands. Við athöfnina í skólanum afhenti skólastjóri Freysteinn Gunnarsson nemendum prófskírteini. Ekki minntist skólastjórinn í ræðu sinni á byggingarmál skólans. En ekki hafa fengizt nein fjárfestingar- leyfi til áframhaldandi fram- kvæmda við hið nýja skólahús sem byrjað var að grafa fyrir í fyrra- haust. 1 vetur voru rúmlega 100 nem- endur í Kennaraskólanum og til vorprófa nú komu 106 nemendur. Nú luku kennaraprófi við skólann 56 nemendur, þar af úr fjórða bekk 18, úr svonefndri stúdenta- deild 15, en í þeirri deild stunda nám þeir háskólastúdentar er setjast í skólann, og að auki 18 úr handavinnukennaradeild, en það er tveggja ára nám og loks luku 5 söngkennarar kennaraprófi, en hér er um að ræða nýja deild við Kennaraskólann. Er þetta fyrsti veturinn sem söngkennaradeildin starfar í föstum skorðum og er þar með orðinn vísir að þeirri söngkennaradeild sem i framtíð- inni verður við Kennaraskólann. Skólastjóri skýrði frá úrslitum vorprófa og kennaraprófa. Hæstu einkunn í '. bekk hlaut Magnús Jónsson frá Hafnarfirði 8,36. Hæsta próf í stúdentadeild tók Svanhildur Björgvinsdóttir frá Dalvík 8,70. Hæsta einkunn stúlkna í handavinnukennaradeild hlaut Erla Adamsdóttir frá Ak- ureyri '9,0 og af piltum Björn M. Loftsson frá Hellu í Rangárvalla- sýslu 9,07, en Bjöm var jafnframt hæstur allra hinna rúmlega 100 nemenda skólans sem próf þreyttu nú í vor. Hæstur í söngkennara- deild var Stefán Edelstein Reykja vík, 8,85. Hinir nýju nemendur munu strax næsta haust er skólaárið hefst á ný geta fengið vinnu. Freysteinn Gunnarsson skóiastjóri, siljandi fyrir miðju, ásamt hinum nýju kennurum er kennaraprófi luku við skóla hans í gær. (Ljósm. Mbl.) Freysteinn skólastjóri kvaðst telja víst að aðsókn að skólanum yrði meiri næsta vetur en á þessu ný- lokna skólaári. Gat -íann þess t.d. að handavinnudeild stúlkna væri þegar fullskipuð. Sýilenzkt somsæri í Jórdoníu Amman, 28. maí-Frá Reuter-NTB. DAG sökuðu Jórdaníumenn yfirmann sýrlenzku njósnaþjón- ustunnar, Abdul Hamid Sarraj ofursta, um að hafa skipu- lagt samsæri gegn stjórn Jórdaníu ekki alls fyrir löngu. Var ætlunin að láta sýrlenzkar hersveitir, sem þá voru í Jórdaníu, taka þátt í samsærinu. Sýrlenzkir herforingjar hjálp- [ sem skorað var á menn að steypa i uðu mönnum, sem voru sekir um landráðastarfsemi , til að flýja til Sýrlands, og sýrlenzkar her- sveitir umkringdu þorp og smá bæi í norðurhluta Jórdaníu með það fyrir augum að einangra höfuðborgina Amman. ÁSAKANIR HRAKTAR Þessar upplýsingar voru í opin- berri yfirlýsingu, sem Jórdaníu- stjórn hefur birt. í yfirlýsingunni eru hraktar lið fyrir lið þær ásakanir, sem Sýrlendingar komu fram með á mánudaginn um, að Jórdaníumenn hefðu egnt sýr- lenzku hersveitirnar til reiði. VÍÐTÆKUR UNDIRBÚNINGUR Jórdaníustjórn heldur því fram að Sarraj sé hinn eiginlegi yfir- maður sýrlenzka hersins. Sýr- lenzku hersveitirnar smygluðu vopnum og vopnuðum herflokk- um inn í Jórdaníu, fengu af- brotamönnum vopn, hleruðu síma samtöl, áttu fundi við kommún- ista og dreifðu flugmiðum, þar stjórninni. SLEPPT LAUSUM 800 sýrlenzkir hermenn fengu lausn úr herþjónustu og var þeim sleppt lausum í Jórdaníu. Marg- ir þeirra voru handteknir og fluttir úr landi af stjórnarvöld- unum í Jórdaníu, segir í yfirlýs- ingunni. Undarlegasta stjórn Dono Verðtall í kauphöllinni Kaupmannahöfn, 28. maí. Einkaskeyti til Mbl. r 7NDUN nýrrar ríkisstjónar í Danmörku hafði í för með sér verðfall í kauphöllinni. Segja starfsmenn kauphallarinnar, að verðfallið eigi rætur sínar í þeim vonbrigðum, sem menn urðu fyr- ir ,þegar mennimir, sem sóuðu öllum gjaldeyri þjóðarinnar og lömuðu atvinnulífið, ákváðu að stjórna áfram. Hin nýja stjórn fær misjafn- ar móttökur. Stjórnarandstað- an segir, að þetta sé undarleg- asta ríkisstjórn, sem Danir hafi nokkurn tíma haft; sam- setning hennar sé vægast sagt litrík. Jafnaðarmenn gangi til stjórnarsamstarfs við Réttar- kambandið, sem þeir hafi hing- að til stimplað sem afturhalds- flokk. Réttarsambandið varpi öllum sínum frjálslyndu kenn- ingum fyrir borð. Róttækir fari í stjórn með erkifjendum sínum í Réttarsambandinu. Kaupmannahafnarblaðið „Soci- aldemokraten", höfuðmálgagn Jafnaðarmanna, ver stjórnar- myndunina með þeim rökum, að hún hafi komið í veg fyrir að Eriksen myndaði stjórn, en það mundi hafa orðið verkalýðnum til tjóns. Blaðið segir, að utan- ríkisstefna Dana verði óbreytt. Síldarverð VIÐ eldhúsdagsumræðuriiar í gær kvöldi skýrði Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra frá því að ákveðið hafi verið verð á bræðslusíld og saltsíld. Verður bræðslusíldarmálið keypt á 95 kr. og verðið á uppmældri saltsíldar- tunnu verður 130 krónur. Fulltrúar 47 þjóða við- staddir kjarnorkutilraun I Yucca Flat, Nevada, 28. maí — Frá Reuter-NTB. MORGUN var sprengd lítil kjarnorkusprengja á Nevada-eyði- mörkinni í Bandaríkjunum. Var hún sprengd í 160 metra háum turni. Kraftur þessarar sprengju svarar til 10.000 tonna af hinu þekkta sprengiefni TNT, en það er um helmingur þess kraftar, sem var í kjarnorkusprengjunni, er kastað var á Hiro- shima. Sprengjur af þessu tagi verða að líkindum notaðar í eld- flaugar eða handsprengjur. Rússnesk æska hæðisl að föðurlandsást Rr Moskvu, 28. maí. ►ÚSSNESKA rithöfundatímaritið „Literaturnaja Gazeta“ birti ný- lega mjög harðorða grein, þar sem ráðizt er heiftarlega á sín- girni, sjálfselsku, stjórnleysi og hunzku rússneskrar æsku. — í .greininni segrir m. a.: „En ennþá ískyggilegri er skortur æskunnar á föðurlandsást". Kennir greinarhöfundur síðari heimsstyrjöldinni um þetta; hún hafi haft mjög siðspillandi áhrif á æskuna. En hann nefnir einnig „hinn skefjalausa ákafa“ sumra valdamanna við að uppræta „persónudýrkunina", þ.e.a.s. stalinismann. „Æskan er dauðleið og algerlega sinnulaus", segir ennfremur í greininni. „Álitlegur hluti af æskulýðnum lítur svo á, að kærustu og helgustu hugmyndir okkar og þær hugsjónir, sem við íórnum lífinu fyrir, séu ekki annað en þreytandi orðagjálfur". Aðrir hlæja háðslega að föðurlandsást, vanrækja nám sitt og hafa yfirleitt þá afstöðu, sem bezt verður lýst með orðunum: „Hvað kemur mér það við?“ Ljósglampinn frá sprengjunni var jafnskær og himdrað sólir og framleiddi milljón gráða hita (Celcius). Veðrið var mjög hag- stætt, og töldu sérfræðingar, að lítil sem engm hætta væri á geislavirku • ryki. Viðstaddir tilraunina voru 50 fréttamenn frá Bandaríkjunum og öðrum löndum ásamt opin- berum fulltrúum frá 47 þjóðum. Þeir stóðu í 18 km. fjarlægð" frá stálturninum. Tilraunin var hin fyrsta af mörgum, sem áætlað er, að fari fram á Nevada-eyði- mörkinni. Bandaríska kjarnorkunefnd- in tilkynnti í dag, að sérfræð- ingar væru að vinna að undir- búningi þess að gera tilraunir með kjarnorkuvopn neðan- jarðar, og mundi það útiloka hættuna á kjarnageislun. Var jafnframt tilkynnt, að síðan 1951 hefðu Bandaríkjamenn gert um 60 tilraunir með kjarn orkuvopn, en þær hafa ekki haft neina teljandi hættu í för með sér, að því er formælandi kjarnorkunefndarinnar sagði. Tilkynnt var í Tokyo, að Japansstjórn hefði mótmælt kjarnorkutilraununum í Nevada- eyðimörkinni. Hefur hún farið þess á leit við Bandaríkjastjórn, að hætt verði við frekari tilraun- ir. Bandarikin fækka mönnum á Formósu Washington, 28. maí. Frá Reuter-NTB. BANDARlSKA stjórnin er nú að athuga möguleikana á að fækka starfsliði sínu á Formósu, bæði því er fer með hermál og almenn mál. Talsmaður utanrikisráðuneyt- isins sagði, að þetta hefði verið til umræðu alllengi, en að óeirð- irnar við bandaríska sendiráðið í Taipeh sl. föstudag mundu líklega leiða til framkvæmda í málinu. — Rúíssar vaka Frh. af bls. 1. skapa ný sambönd við starfs- bræður sína þar. Tíu af fremstu blaðamönnum Póllands voru ný- lega gestir Sovétstjórnarinnar og urðu m. a. þeirrar virðingar að- njótandi að hlusta á 3*4 tíma ræðu Krúsjeffs húsbónda i Kreml. AUKIN RITSKOÐUN Um þetta er lítið skrafað eða skrifað, en þess gengur enginn, sem til pekkir, dulinn, að ritskoðun pólskra blaða hefur verið aukin síðustu vik- urnar. Greinar, sem höfðu að geyma árásir á Rússa, voru birtar fyrir nokkrum vikum, en nú sjást þær hvergi. RÚSSNESK LIST BEZT I IIEIMI I Sendinefnd rússneskra rithöf- unda er nú í Prag og er m. a. að gefa tékkneskum kollegum sínum hollráð um framtíðarskrit þeirra. Á fyrstu ráðstefnu rit- höfunda og listamanna í Alban- íu var aðalumræðuefnið „sósíal- realismi", og var með því átt við það, að höfundar og lista- menn ættu með verkum sinum að ala upp almúgann til „þegn- skapar við föðurlandið (Rúss- land) og til að hata hið rotna auðvaldsskipulag". Yoru albansk ir rithöfundar hvattir til að taka rússneskar bókmenntir til fyrir- myndar, þar eð rússnesk list og bókmenntir væru hinar beztu j heimi. Rússar hafa ekki gleymt lönd- unum utan við járntjaldið í hinni nýju „menningarviðleitni" sinnL Nýstofnuð ríkisnefnd, sem sér um mennigartengsl við vestræn- ar þjóðir, hefur það höfuðmark- mið að sjá svo um, að þau rúss- nesk tímarit, sem prentuð eru á vestrænum tungum, stórauki lesendahóp sinn vestan jára- tjalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.