Morgunblaðið - 29.05.1957, Side 3

Morgunblaðið - 29.05.1957, Side 3
Miðvikudagur 29. maí 1957 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Eins og getið hefur verið um hér í blaðinu, féll allmikið af fiskhjölium í ofsaveðrinu, sem gerði hér sunnanlands fyrir helgina og varð af töiuvert tjón, t. d. féllu 12 hjallar hjá Ásum h.f., sem eru innl á Flatahrauni. Var mikið verk að þvo allan fiskinn upp, reisa hjallana og koma honum fyrir í þeim aftur. — Xók Gunnar Rúnar þessa mynd af nokkru af fiskinum og hjöllunum, sem niður féllu hjá Ásum h.f. V///o banna rœkjuveiðar með bofnvorpu í Djúpinu Þúfum, ísafjarðardjúpi, 12. maí. AÐALFUNDUR sýslunefndar Norður-ísafjarðarsýslu var hald- inn á ísafirði dagana 4.—8. þ. m. Mörg mál voru lögð fyrir ■ýslufundinn samkvæmt venju. Helztu útgjaldaliðir eru sem hér ■egir: íslenzku áhrifin sterkust Ungur rifhofundur gefur út smásagnasafn í Danmörku KNUD BARNHOLDT heitir ungur rithöfundur í Danmörku af íslenzkum ættum, sem nýlega gaf út fyrstu bók sína. Er það smásagnasafn, sem hefur hlotið allgóða dóma í dönskum blöðum. Nokkra athygli vekur það í Danmörku að útgefandi bókarinnar er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, en höfundurinn fékk leyfi til að gefa bók sína út á þess nafni. Til menntamála 62 þús. kr., til •amgöngumála rúml. 24 þús. kr., til heilbrigðismála rúml. 20. þús. kr. og til ýmissa annarra atvinnu mála um 20 þús. kr. Helztu tekjuliðir voru: Niður- jöfnunargjald 93 þús. kr. og ■ýsluvegagjald um 24. þús. kr. VAXANDl KOSTNAÐUR Sífellt fer vaxandi kostnaður við eyðingu refa. Varð sá kostn- aður í sýslunni á síðasta ári rúm- lega 73 þús. kr. Samþykkt var breyting á fjallskilareglugerð ■ýslunnar, er unnið var að af millifundanefnd. RÆKJUVEIÐARNAR Rætt var allmikið um rækju- veiðar hér við Djúp, sem mjög eru á dagskrá meðal manna, bæði í blaðaskrifum og á öðrum vett- vangi. Kosin var þriggja manna millifundanefnd er hafi athugun þessara mála með höndum svo og að fylgjast með aðgerðum í þessu mikla deilumáli. Málið kom til umræðu í sameiginlegum fundi bæjarstjórnar ísafjarðar og ■ýslunefndar N.-í. Sýslunefndin samþykkti eftirfarandi tillögu í málinu með öllum atkvæðum greiddum. TÍMABÆRT MÁL „Með skírskotun til fyrri álykt- ima sem sýslunefnd N.-ísafjarð- arsýslu hefir látið frá sér fara á Agnar Kl. Jóns- son sendiherra á Ítalíu HINN 22. maí»sl. afhenti Agnar Kl. Jónsson Italíuforseta trúnað- arbréf sitt sem sendiherra Islands á Italíu með búsetu í París. Hinn 5. apríl sl. var Árni Siem- sen, ræðismaður, skipaður aðal- ræðismaður íslands í Hamborg, Nieder-Sachsen og Schleswig-Hol- Stein. (Frá Utanríkisróðuneytinu). „Atburðir oa ártöl" ÚT ER KOMIN ný bók eftir Jón R. Hjálmarsson cand. phílól., sem nefnist „Atburðir og ártöl“. — 1 bókinni, sem er 50 blaðsíður að stærð, er skýrt frá öllum helztu atburðum sögunnar og ekki skilizt við hana fyrr en komið er að Sam- einuðu þjóðunum. Með fyrsta fundi þeirra, 10. jan. 1946, lýkur bókinni. Bókin er mjög handhæg, og er auðvelt að slá upp í henni. Ætti hún ekki sízt að geta orðið skóla- nemendum gagnlegt heimildarit. — ísafoldarprentsmiðja h.f. gefur bókina út. undanförnum árum, síðast árið 1956, varðandi rækjuveiðar við. ísafjarðardjúp, vill nefndin taka fram, að hún heldur fast fram þeirri skoðun, að nauðsyn beri til þess að takmarka veiðisvæðið hér við Djúpið á þann veg að bannaðar verði rækjuveiðar með botnvörpu á fiskimiðum innan Djúps. Að gefnu tilefni vill nefnd in lýsa því yfir, að það sé í alla staði tímabært, að benda á í ræðu og riti hver áhrif þessar veiðar hafa þegar haft á tortímingu fiskungviðisins, fiskigegnd og fiskistöðu hér við ísafjarðardjúp. Jafnframt beinir sýslunefndin þeirri spurningu til fiskimála- stjóra, Davíðs Ólafssonar, hvað valdi þeim drætti er á er orðinn á rannsóknum í þessum efnum er hann hefur upplýst, að ákveðn ar hafi verið fyrir meira en ári síðan“. ELLIHEIMILI Þá mun vera í undirbúningi athugun á byggingu elliheimilis fyrir ísafjarðarkaupstað og N,- ísafjarðarsýslu, eða einhver Aðalfundur Slysa- varnadeildar Kópavogs. NÝLEGA hélt Slysavarnafélag Kópavogs aðalfund sinn í barna- skóla kaupstaðarins. Deild þessi var stofnuð í fyrra, 5. febrúar. Var þá kosin eftirtalin stjórn: Séra Gunnar Árnason formaður, Jóri Guðjónsson ritari, Hrafn- hildur Kjartansdóttir gjaldkeri, Guðmundur Guðjónsson, Georg Liiders og Inga Blandon. Baðst formaður undan endurkosningu og var kosinn formaður í hans stað Lárus Salómonsson, lög- regluþjónn. Stjórnina skipa nú, auk formanns: Árni Sigurjóns- son, Sigurður G. Guðmundsson, Georg Lúders, Halldóra Guð- mundsdóttir, Inga Blandon, og Gunnar Eggertsson. Aðalfundinn sat forseti Slysa- varnafélags íslands, Guðbjartur Ólafsson og kona hans. Félagsstarfið hefur verið blóm- legt, þetta fyrsta ár sem Slysa- varnadeild Kópavogs hefur starf- að. Merkjasala var á vegum deild arinnar á lokadaginn og gekk hún vel. Færir deildin öllum börnum sem að sölunni stóðu beztu þakk- ir fyrir. Margar ályktanir vorji gerðar á fundinum, m. a. varðandi lýs- ingu gatna í Kópavogi en einnig viðkomandi öðrum velferðarmál- um byggðarlagsins. úrbót í því nauðsynjamáli. — Kaus sýslunefndin þriggja manna millifundanefnd í þessu stórmáli. Þá voru og lögð ýmis önnur mál fyrir sýslunefndina til athugun- ar ,svo sem frumvarp um jarð- hita, sem liggur fyrir Alþingi, breyting á lögum um þrifaböðun sauðfjár og fleira. Fór fundurinn mjög vel fram og skipulega, undir öruggri stjórn sýslumannsins, Jóh. Gunnars Ólafssonar. —P. P. Tónlistarskóla Hafnorfjarðnr slitið TÓNLISTARSKÓLA Hafnarfjarð ar var slitið laugardaginn 11. maí. í skólanum voru s. 1. vetur alls 63 nemedur og eru það fleiri en nokkru sinni fyrr. Langflestir voru við nám í píanóleik, eða 54. — Aðrar kennslugreinar í skól- anum eru: orgel, fiðla, tónfræði og tónlistarsaga. Skólastjóri og aðalkennari er Páll Kr. Pálsson. Pólskur sendiherra hjá forseta Hinn nýi sendiherra Póllands á íslandi, Albert Morski, afhenti í gær (þriðjudaginn 28. maí 1957) forseta fslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um, að viðstöddum utanríkisráð- herra. Að lokinni athöfninni snæddu sendiherrahj ónin og utanríkisráð herra og frú hans hádegisverð í boði forsetahjónanna, ásamt nokkrum öðrum gestum. Sendiherra Póllands á fslandi hefur búsetu í Osló. Myndin hér að ofan var tekin á Bessastöðum í gær við athöfn þessa. ÆTTAÐUR FRÁ ÍSAFIRÐI Knud er 31 árs að aldri. Móðir hans er íslenzk, María Kristjáns- dóttir frS ísafirði, en hún gjftist dönskum manni og fluttust þau Knud Barnholdt út — Knud hefur reynt sitt af hverju. Hann lærði skipasmíðar á Helsingjaeyri, hefur verið múrari, kolamokari, leigubíl- HÆSTU EINKUNNIR O. FL. Forstöðukona gerði í aðaldrátt- um grein fyrir skólastörfum á liðnum vetri og frammistöðu námsmeyja á vorprófum. Á kennaraliði skólans urðu litlar breytingar frá fyrra ári. Umsjónarstúlka skólans og hringjari var Guðrún L. Ásgeirs- dóttir. Formaður skólafélags námsmeyja, Keðjunnar, var Mar- grét Ólafsdóttir. Fjórir bekkir skólans voru starfræktir í 8 bekkjadeildum. Hæstu einkunnir í bóklegum greinum hlutu. Guðrún L. Ás- geirsdóttir, Reykjavík, í 4. bekk, I ág.eink. 9.15; Kristín Bjarna- dóttir, Reykjavík, námsmær í 1. bekk, hlaut og ág.eink. 9.10. Af námsmeyjum 3. bekkjar hlaut Anneliese Peschel hæsta einkunn í þessum greinum 8.75, og í 2. bekk Ásta Björt Thoroddsen 8.87. Miðskólaprófi luku 38 náms- meyjar, 60 unglingaprófi og 60 prófi upp úr 1. bekk skólans. Sýning á hannyrðum og teikn- ingum námsmeyja var haldin í skólanum 19. og 20. maí. Sýning- una sótti fjöldi manns. Hefur sýningarinnar áður verið getið lofsamlega í Morgunblaðinu. VERÐLAUN Verðlaun fyrir bezta frammi- stöðu á liðnum vetri og við gagn- fræðapróf í bóklegum greinum hlaut Guðrún L. Ásgeirsdóttir, úr Minningarsjóði frú Thóru Melsted. Hannyrðaverðlaun skól- ans hlutu, úr Thomsens-sjóði Edda Björgvinsdóttir, Reykjavík, í 3. bekk, og Ásta Jónsdóttir, Fremra-Hálsi í Kjós, 4. bekk, úr Verðlaunasjóði Guðrúnar J. Briem. Síra Sigurbjörn Á. Gíslason stjóri, þjónn, járnsmiður, fiski- maður og flakkari. FERÐ UM ÍSLAND Fyrir tveim til þremur árum ferðaðist Knud Barnholdt um ís- land og kynntist hann þá m. a. Sigurði Björnssynl forstjóra Bókaforlags Odds Björnssonar. Síðan leið langur tími, þar til Sigurður fékk tilmæli frá Knud um leyfi til að gefa bókina út í forlagsins nafni. í bréfum sínum segir Knud, að ísland eigi hug hans allan. Hann langi til að flytjast þangað og taka sér þar bólfestu. Islenzku kveðst hann hafa lært að tala, en treysti sér ekki enn til að skrifa á hana. ÍSLENZK ÁHRIF I nýju bókinni hans „Kontrak- ten“ eru margar smásögur. Þar af eru fimm sögur, sem tengdar eru íslandi. Meðal bókmennta- gagnrýnenda, sem skrifað hafa um þetta byrjandaverk er Jacob Paludan, ritdómari Dagens Ny- heder. Hann segir, að hjá Knud (Barnholdt gæti bæði danskra og íslenzkra áhrifa. En íslenzku áhrifin eru sterkari og „Islanjls hjerte“, þar sem þau áhrif eru gleggst, er einmitt bezta saga bókarinnar. bað forstöðukonu að afhenda þeirri stúlku 4. bekkjar, er hæsta einkunn hefði í stærðfræði, sem var námsgrein sú, er hann kenndi, 500 kr. verðlaun frá sér í tilefni af kennslu-afmæli hans í skólánum. Verðlaun þessi fékk Asa Jónsdóttir frá Fremra-Hálsi. GESTIR, GJAFIR ÞEIRRA OG NÁMSSTYRKIR Árgangar námsmeyja braut- skráðra 1947 og 1952 voru við skólaslit. Færðu þær Systrasjóði, sem er styrktarsjóður efnalítilla námsmeyja, miklar peningagjaf- ir. Hópur námsmeyja, er námi lauk fyrir 10 árum, minntist með gjöf sinni látinnar bekkjar- systur, Guðrúnar Steinsen. For- eldrar Guðrúnar, Kristensa og Vilhelm Steinsen bankafulltrúi, sendu og Systrasjóði 2000 kr. minningargjöf um dóttur sína. En andlát Guðrúnar hörmuðu allir, er einhver kynni höfðu af henni haft. Frú Karítas Sigurðsson, Reykja vík, sem er gömul námsmær skólans,' færði Minningarsjóði frú Thoru Melsted peningagjöf. í lok vetrar var námsstyrkj- um úthlutað til efnalítilla skóla- stúlkna: Úr Systrasjóði 8000 kr., Styrktarsjóði hjónanna Páls og Thóru Melsted 1.400 kr. og úr sjóðnum Kristjönugjöf 1.400 kr. Alls 10.800 kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona, Rangheiður Jónsdóttir, gestum komuna, gömlum náms- meyjum vináttu og tryggð við skólann og gjafir þeirra í Systra- sjóð. Ávarpaði hún síðan gagn- fræðingana, er brautskráðir voru, og óskaði þeim allra heilla og blessunar. 83. starfsárl Kvenna- skólans lokið Látinnar námsmeyjar skólans minnzf KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið laugardaginn 25. maí að viðstöddum nemendum, kennurum og gestum. Var þetta 83. starfsár skólans. Meðal gesta var síra Sigurbjörn Á. Gísla- son, er hóf kennarastörf sín í Reykjavík við Kvennaskólann fyrir réttum 60 árum. Brautskráði skólinn að þessu sinni 41 gagnfræðing. I skólann settust í fyrrahaust 221 námsmær, prófum í vor luku 216, eða eru að ljúka, landsprófsstúlkur, sem eru 17 að tölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.