Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 6
f MOnCVNBlTlÐIÐ Miðvíkudagur 29. maí 1957 Thor Johnson segir: í tónlistinni snmeinnst þnð beztn I iortið og nútíð Sinfóníuhljómsveitir sýna oftast vel, hvað í þjóðunum býr 171Ð erum staddir niðri í Góð- w templarahúsi á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Það er hlé. Stjórnandinn Thor John- son hvílir sig þá litlu stund, sem hléð stendur yfir. Við notum tækifærið á meðan, göngum til hans og spyrjum, hvort við get- um fengið að rabba við hann að æfingu lokinni. Málaleitan okk- ar er vel tekið, maðurinn er framúrskarandi prúður og glað- legur og við finnum strax, að það er gott að vera í návist hans. Við spyrjum hann, hvort við megum taka mynd af æfingunni, og hann segir að ekkert sé sjálfsagðara. Sjöunda sinfónía Beethovens. Hljómsveitarstjórinn er tilbúinn, hljóðfæraleikararnir taka sér sæti og bíða eftir merki hans. Það má sjá á einbeittum svip þeirra, að þeir hafa fullan áhuga á því að komast í náið sam- band við stjórnandann og leggja sig fram um að túlka skapofsa hans og tilfinningar og sameina það hinni eilífu snilli meist- arans gamla, sem þeir ætla að túlka, af þeirri einlægni, sem hverjum listamanni er í blóð borin, einlægni þess, sem leitar fegurðar og þroska í gamalli reynslu. Hljómsveitarstjórinn tek ur til starfa og hljómsveitin töfr- ar fram þá leyndardóma, sem Beethoven einn þekkti — og kannski hann líka. Við höfum ekki komið hingað til að hugsa um það, heldur til að hlusta og sjá, hvernig mik- ill stjórnandi vinnur með góðri hljómsveit. Þegar illa tekst, hróp- ar hann ekki út í salinn ókvæð- isorðum, hann segir í hæsta lagi: Herrar mínir, þið leikið vel, en þið getið leikið miklu betur. Við heyrum setningar á stangli, það verður andartaks hlé, síð- an byrjar hljómsveitin aftur af fullum krafti og þetta stórkost- lega verk hljómar í hverju hjarta, og verður þar áfram. Gestur ljós- myndari tekur myndir af Maestro, annað hvort þegar til- finningarnar brjótast fram með ofsaþunga, eða þær liggja niðri eins og spegilsléttur hafflötur. Stundum grípur hljómsveitar- stjórinn til þeirra ráða, að ussa á þá hljómlistarmenn, sem spila of hátt, eða þá að hann stapp- ar niður fætinum, til að ná eins miklum krafti úr hljóðfærunum THOR Johnson, sem er hljóm- sveitarstjóri Cincinnati Symphony Orcestra, segir, þeg- ar við borðum kjötsúpu á Borg- inni nokkru eftir æfinguna: Fyrsta skipti, sem ég borðaði kjöt súpu hér, hélt ég að þjónninn væri að flýta sér. Hann kom með súpuna og kjötið og lagði hvort tveggja á borðið fyrir framan mig. En nú veit ég, að það er siður hér, að borða kjötið með súpunm. En við vorum ekki komnir til að ræða um kjötsúpu og íslenzka þjóðarsiði, heldur til að rabba stundarkorn um músík. Ég minnt ist á setninguna, sem hann hafði sagt ' við hljómlistarmennina: „The rhythm must always be clear“, og spurði dálítið um hrynj andi, og upp úr því fórum við að tala um hrynjandi í hljónnist. Hann segir að hrynjandi sé mjög einstaklingsbundin; sérhver hljómsveitarstjóri, segir hann, hefur sína ákveðnu skoðun á hrynjandi. Hrynjandin getur ver ið margvísleg og þess vegna er það auðvitað fyrsta skilyrðið, að hljómsveitin komist í kynni við þá hrynjandi, sem nýr stjórnandi leggur sig eftir. Alls staðar ann- ars staðar en hér, hef ég notað orðið Rotterdam, til þess að sýna hljómlistarmönnunum lengd hrynjandinnar, eins og ég vil hafa hana, en hér hef ég notað orðið Reykjavík í þessu skyni, það hef- ur gengið prýðilega og ég held að hljómlistarmennirnir skilji ná- kvæmlega, hvað fyrir mér vakir Það er aðalatriðið. MEÐ HLJÓMSVEIT TOSCANANIS Upp úr þessu förum við svo að ræða um hljómsveitarstjórn og Thor Johnson segir mér, að það sé hægt að stjórna hljómsveit á þrennan máta. í fyrsta lagi með augunum, í öðru lagi með hönd- unum og ef það dugar ekki„ þá er nauðsynlegt að nota munninn. Og svo er auðvitað til fljórða leiðin, en hún er sú ómerkileg- asta. Það er að nota fæturna! — Ég fór árið 1955, heldur hann áfram, með N. B. C. orkestranu til ýmissa landa Asíu. Eins og þér kannski vitið, var þetta hljómsveit Toscaninis. í henni eru 105 hljóðfæraleikarar. Við fórum m. a. til Japans og héldum þar fjölmarga hljóm- leika, einnig stjórnaði ég þar japönskum hljómsveitum. Það var mjög erfitt fyrst í stað að kom Thor Johnson: ast í samband við japönsku hljóm listarmennina með augunum, því þeir litu eklti á mann. Japönum er óeðlilegt að líta á menn, sem standa skör hærra en þeir sjálfir. Ég varð því að biðja þá sérstak- lega um að horfa á mig, það tókst og eftir það komst ég í ágætt sam band við þá. Við héldum m. a. hljómleika á íþróttavellinum í Japan. Þangað komu 35 þúsundir gesta til að hlusta á hljómleika okkar. í Kóreu fengum við einnig prýðisgóðar viðtökur, einnig í Bankok, Formósu og víðar, þar sem við lékum. Við vorum í níu vikur í ferðalaginu og ferðuð- umst yfir 35 þúsund mílur flug- leiðis. Hittum við marga merkis- menn, en minnisstæðastur er mér Syngman Rhee, hinn mikli leiðtogi Kóreumanna, sem er óbif andi í þeirri viðleitni sinni að sameina Norður- og Suður-Kór- eu í eitt ríki. Sjálfstæði Kóreu er hjartans mál hans og hefur alltaf verið og er hugrekki hans dæmalaust. Ég hitti þau hjónin á heimili þeirra og er mér sú stund einkar minnisstæð, þau eru alúð- leg, skemmtileg og mér fannst ég vera að tala við afa minn, þegar ég ræddi við þennan gamlá forseta Kóreumanna. Mér líkaði einnig ágætlega í Thailandi, þar er fólkið kannski ekki mjög ríkt, en það er ákaf- lega glaðlynt og ánægt með lífið. I Manillu hitti ég Magsaysay, fyrrum forseta, að máli, það er eitthvert mesta Ijúfmenni, sem ég hefi hitt, mikill unnandi tón- . . og regnið tekur undir á þakinu og endurnar á Tjörninni listar, hefur meira að segja for- kunnar fagran grammófón í svefnherbergi sínu til að hlusta fagra tónlist. Hann er ákaf- lega alþýðlegur og þjóðin elsk- aði hann fram úr máta, hús hans var opið hverjum manni. Það vakti sérstaka athygli mína, að hann hafði alltaf skyrtuna utan yfir buxunum, eins og siður er þeirra Filippseyinga. Vitið þér af hverju þessi siður stafar? Hann stafar af því, að á sínum tíma kröfðust Spánverjar þess, að allir Filippseyingar hættu að girða skyrtur sínar niður í bux urnar og átti að vera til að auð- mýkja þá. Síðan er það stolt hvers Filippseyings, að hafa skyrt una ógirta í buxurnar og meira að segja fór Magsaysay alltaf í leikhús svona klæddur. VIÐ snerum nú aftur tali okk- ar að hljómlistinni, og ég spurði Thor Johnson, hvort hann hefði samið hljómlist sjálfur. Hann svaraði: — Jú, auðvitað gerði ég það, eins og hver annar stúdent á sínum tíma, en ég er hættur því. Og hann bætti við: — Maður á ekki að gerast tón- skáld, nema maður geti ekki lif- að án þess. Ég segi alltaf við unga hljómlistarmenn, sem koma til mín og spyrja mig um, hvort þeir eigi að helga tónlistinni krafta sína: — Ef þið getið verið hamingjusamir í öðru starfi, þá shrifar úr daglega lifinu H ÉR fara á eftir þrjú skrif um óskyld efni frá lesendum: Fisksalinn minn notar Þjóðvilj- ann til að vefja um þorskinn, sem ég kaupi á morgnanna. Þanmg rakst ég á þessa klausu í laugar- dagsblaðinu: „Eitt kvöld í ágúst og unnt er. Hann er orðinn sveitt-1 verður hliðum í Kreml slegið upp ur áður en varir, áreynslan er geysileg, en þetta er ekki unnið fyrir gýg, því að ljóst er, að hljómleikamennirnir hafa náð sambandi við meistara sinn og engum dettur annað í hug, en Beethoven sé á næstu grösum. Nú varð einhverjum á í mess- unni. „The rhythm must always be clear“, segir hljómsveitarstjór inn. Síðan er haldið' áfram. Nú tókst það, og hann brosir og stjórnar og er glaður eins og barn. Sjöunda sinfonían hljóm- ar um allan salinn og regnið tek- ur undir á þakinu og endurnar á Tjörninni og allt verður að samfelldri hljómkviðu, stundum er hún eins og stormur, stundum eins og þytur í laufi, en alltaf ahrifamikil, því hér ríkir gagn- kvæmur skilningur milli Maestros og hljómsveitarinnar: ólíkar tilfinningar lúta sama valdi, og átökin eru mikil, en hér er það hljómsveitarstjórinn, iem ræður. Hann einn. fyrir gesti mótsins, sem munu leggja þetta gamla virki undir mikinn og alþjóðlegan grímudans leik.“ — Maður skyldi ætia að kúgun og ofbeldi kommúnista væri orðið nógu vel þekkt, til þess að þeim ætti að vera farið að skiljast, að þeir geta ekki falið sitt rétta andlit og innræti undir grímu. Allur heimurinn veit að kommúnistar eru stöðugt að dansa línu- og grímudans. En ef einhverjir unglingar verða ginnt ir þangað austur til að hylia höfuðstöðvar ofbeldisins, fara þeir ekki á það sem Þjóðviljinn kallar heimsmót æskunnar, held- ur fara þeir þá á æskumót heimsk unnar. Dóri í Dal. 17. júní lögskipaður hátíðisdagur 1 rj JÚNÍ. — Eftir tæpan mánuð X4 minnast íslendingar þjóðhá- tíðardagsins. Þá þarfblessuðríkis stjórnin enn þá einu sinni, að • biðja atvinnurekendur og kaup- menn að loka verzlunum sínum, svo starfsfólkið geti tekið þátt í hátíðahöldum dagsins. Þetta er orðinn árlegur viðburður. En hvernig væri nú, að háttvirtir al- þingismenn eða ríkisstjórnin, legðu fram frumvarp á Alþingl, um að löggilda 17. júní, sem þjóð- tíðisdag vor íslendinga, í eitt skipti fyrir öll. Að vísu erl7.júní lögskipaður fánadagur, en það er ekki nóg; almenningur verður að vita fyrirfram um frídaga sína, svo hann geti búið sig undir há- tíðahöldin, þar sem fagnað er frelsi þjóðarinnar og fullveldi. — Það er eftirtektarvert að marg- ar stéttir þjóðfélagsins eiga sína sérstöku löggiltu frídaga, en ÞJÓÐIN SJÁLF á engan lögskip aðan hátíðisdag. Ættu háttvirtir alþm. að ath. þetta áður en þeir fara heim aftur af lengsta Al- þingi, sem setið hefir frá land- námstíð. Ef þeir löggilda 17. júní, sem þjóðminningardag vor íslend inga, mundu þeir hljóta alþjóðar þakkir fyrir það framtak. Gamall glímumaður Sótið í þvottinum Sárreið þvottakona skrifar: HÉRNA um daginn þurfti ég að þvo dálítinn slatta af þvotti (slíkt er reyndar ekki í frásögur færandi). Úti var góður blástur, svo ég hugðist þurrka þvottinn minn fljótt og vel og hengdi hann því út á snúru. En viti menn, þeg ar ég kom til þess að taka hann inn, þá hafa þau undur gerzt að það sem ég hengdi út bláhvítt var allt orðið dökkgrátt (þetta eru engar ýkjur). Ég var bæði særð og undrandi. — hvað gat valdið þessu? Ég tók þvottinn niður og spurð ist fyrir í húsinu sem ég bý í hvernig gæti á þessu staðið. Jú, svarið var ofur einfalt, — það var suðvestan átt! Hvað kom það þvottinum mín um við, hvaðan vindurinn stóð? Jú, í suðvestan átt feykir vind- urinn sótinu úr reykháfi ná- granna míns beint á þvottasnúr urnar mínar. Mér finnst það blátt áfram vítavert að nokkur skuli leyfa sér að hafa slíka kyndingu sem sótar og eyðileggur þvott á snúr- um nágrannanna, svo ekki sé tal- að um hvernig öll gluggatjöld líta út, — sótið hangir í þeim. — Ber ekki borgarlækni að sjá um að svona kyndingar séu lagfærð- ar?------ skulið þið láta tónlistina eiga slg. — Sannleikurinn er sá, að það er mikið ábyrgðarstarf að semja tónverk, vegna þess að í þeim eigum við að skila framtíðinni aðeins því bezta í menningu okk- ar. Það bezta í menningu hvers tíma kemur fram í tónlistinnL En það er ekki nóg með, að í henni sé bezti arfur okkar geymdur, heldur knýjum við einnig fram það bezta í okkar eigin sál, þegar við leikum gamla tónlist. Hugsið þér yður bara, þegar við vorum að leika Beet- hoven í morgun: Það var ekki aðeins að við reyndum að kom- ast að sál Beethovens, komast í tengsl við horfinn tíma, túlka það bezta sem til var á öld gam- als meistara, heldur þurftum við einnig að knýja fram það bezta í sjálfum okkur. í tónlistinni sameinast því það bezta í fortíð og nútíð, og það fylgir því mikil ábyrgð að umgangast þetta fjör- egg menningarinnar. MEIRI REYNSLA — En er þá hægt að leika Beethoven nú á dögum eins og hann gerði sjálfur á sínum tíma? — Þetta var ágæt spurning. En ég spyr aftur: hvernig er hægt að leika eins og gert var fyrir 2—300 árum? Þetta hefur auðvitað verið reynt eftir beztu getu, gömul hljóðfæri hafa jafn vel verið tekin í notkun og menn hafa reynt að leika eins og áður var gert, en það er ekki hægt. Ef við ættum að geta leikið Beet- hoven, eins og gert var á hans dögum þá yrðum við fyrst að eyðileggja alla þá reynslu, sem við höfum hlotið frá því að hann var uppi. Við höfum hlotið mikla reynsln á þessum tíma og hún situr í okk- ur og kemur auðvitað fram, þeg. ar við leikum verk eftir Beet- hoven. Öll þessi reynsla hefur svo þjappazt saman í okkur: við erum afkvæmi hennar. Það er ekki hægt fyrir okkur að standa í sporum Beethovens og samtím- inga hans. Sjónarmiðin voru allt önnur á þessum árum, þá litn menn fram, þá fóru menn á tón- leika til þess að hlýða á nýja tónlist. Þannig var það, þar til á dögum Mendelsohns. Þá var fyrst farið að leika eldri tónlist á opinberum tónleikum ,og nú er það fremur regla en undan- tekning. Því miður, heldur Thor Johnson áfram, getum við ekki beðið 18. og 19. aldar menn að leika fyrir okkur tónlist Beet- hovens, en það væri eina leiðin! — Þessu er á annan veg farið með málverk; málverkið er eins og þegar meistarinn gekk frá því fyrir mörg hundruð árum. Það hefur ekkert breytzt. Að vísu sjáum við það ef til vill með öðrum augum en samtíðarmenn hans, en þetta er samt ekki sam bærilegt. — Það eina sem við getum gert, er að taka músíkarf okkar og reyna að ávaxta hann Frh. á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.