Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 8
MORClJKfíT 4ÐTÐ MiðviTojclagur 29. maí 1957 Vinstri stjórnin hefur höggvið tilfinnanlegt skarð í tekjur hvers einasta heimilis í landinu ÞEGAR þessar eldhúsumræður fara fram er vor í lofti. Og vorið er tími bjartsýnnar trúar á fram- tíðina, gróanda og þróunar. En því miður er óvenjulega dimmt og uggvænlegt umhorfs í íslenzk um efnahagsmálum og stjórnmál- um um þessar mundir. Því fer víðsfjarri að 8 mánaða þinghald hæstvirtrar ríkisstjórnar hafi leyst nokkurn vanda þjóðarinnar, eða komið örlagaríkustu málum hennar í örugga höfn. Á þessu timabili hefur það fyrst og fremst sannast, að þeir stjórnmálaflokkar, sem á undan- förnum árum hafa lifað á því að lofa öllum öllu hafa nú haft það helzt fyrir starfi að svíkja alla um all£» nema örfáa leiðtoga sina um nýjar stöður og bitlinga. Þjóðinni er nú einnig óðum að verða það ljóst, að hinir nýju valdhafar geta ekki réttlætt getu- leysi sitt og úrræðaleysi gagn- vart vandamálunum með því að staglast sífellt á því, að fyrrver- andi ríkisstjórnir hafi siglt öllu í strand. Þjóðin krefst þess, að þeir, sem tekizt hafa stjórn lands- ins á hendur og heitið henni nýjum leiðum og úrræðum sýni þessi úrræði svört á hvítu og vaxi síðan eða minnki af eigin afrekum, eftir því sem efni standa til. Slík hljóta að vera örlög allra ríkisstjórna í lýðræðislandi. TÆKIFÆRI VINSTRI STJÓRNARINNAR íslendingar hafa nú fengið nokkra reynslu af stefnu og úr- ræðum þeirra stjórnmálaflokka, sem undanfarin ár hafa verið í stjórnarandstöðu og hafa gagn- rýnt harðlega aðgerðir og stefnu Sjálfstæðismanna og samstarfs- manna þeirra. Vinstri stjórn hef- ur fengið sitt tækifæri. Þessir flokkar, Alþýðuflokkurinn og kommúnistaflokkurinn höfðu fyrst og fremst lofað þjóðinni að ráða niðurlögum dýrtíðar og verð bólgu, án þess að krefjast fórna af almenningi. Þeir höfðu jafn- framt lofað stórfelldum auknum umbótum í húsnæðismálum, og umfram allt réttlátri og frjáls- lyndari stjórnarstefnu. Á þeim stutta tíma, sem ég hefi hér til umráða, vil ég víkja nokkuð að þessum atriðum. ENGIN NÝ STEFNA Ef athugað er í stórum drátt- um, hvað gerst hefur á sviði dýr- tíðarmálanna, kemur það í ljós, að dýrtíð og verðbólga hefur far- ið ört vaxandi síðan vinstri stjórn in tók við völdum. Sprettur sú staðreynd fyrst og fremst af því, að í stað þess að marka nýja stefnu í efnahagsmálunum, eins og stjórnarflokkarnir höfðu lof- að, hafa þeir vaðið lengra út í fen uppbóta og styrkjastefnu, en nokkur önnur íslenzk ríkisstjórn hefur gert. Til framkvæmda þessari stefnu lögðu stjórnar- flokkarnir fyrir síðustu jól um 300 millj. króna í nýjum sköttum og tollum á almenning. Síðan hafa enn nýir skattar verið á lagðir. Það er mál út af fyrir sig, að útflutningsframleiðslan þarfnað- ist aukinnar aðstoðar. Hinir nýju stjórnarflokkar höfðu lofað „nýj- um úrræðum" til lausnar þeim vanda, og lýst því hátíðlega yfir að hækkun skatta og tolla á al- menningi kæmi ekki til greina. Þessar gífurlegu nýju skatta- og tollaálögur hafa haft í för með sér mikla hækkun verðlags og þungar byrðar á hverja einustu fjölskyldu og heimili í landinu. Þegar þessar byrðar eru athug- aðar nokkru nánar, kemur þetta í ljós: Hinor nýju nlögur nemn ntgjöldnm fimm mnnnn fjölskyldu til knupn n kjöti og kjötvörum, mjólk, mjólkurvúrum og feitmeti Ææða Sigurðar Bjarnasonar i útvarpsumræðunum i fyrrakvöld 9400 KR. BYRÐI Á HVERJA 5 MANNA FJÖLSKYLDU Miðað við svipaða fjölskyldu stærð og gert er ráð fyrir við útreikning vísitölu framfærslu kostnaðar nemur gjaldabyrð- in vegna hinna nýju skatta og tolla vinstri stjórnarinnar um það bil 9400 krónum á hverja fimm manna fjölskyldu í land inu. Við skulum nú, hlustendur góð- ir, athuga hvað þessi nýja út- gjaldabyrði þýðir fyrir heimili ykkar. Við skulum rannsaka, hvað hægt er að kaupa af al- gengustu nauðsynjum heimilanna fyrir þann útgjaldaauka, sem al- menningi hefur skapast með hin- um nýju skattaálögum ríkisstjórn arinnar. Ef við lítum fyrst á það magn, sem gert er ráð fyrir í vísitölu- útreikningnum, að fimm manna fjölskylda kaupi af kjöti og hvers konar kjötvörum, þá kemur það í ljós, að ársneyzla hennar af þessum þýðingarmiklu matvæl- um, kostar, miðað við verðlag 1. maí sl., um 4.550.00 krónum. Ef við athugum næst um mjólk, mjólkurvörur og feitmeti, kemur það í ljós, að það magn, sem reiknað er með að 5 manna fjöl- skylda neyti af þeim matvælum, kostar með verðlagi þessara vara 1. maí sl. rúmlega 4.900.00 kr. yfir allt árið. STÓRKOSTLEGT SKARÐ í TEKJUR HEIMILANNA Samtals kostar það magn af kjöti og hvers konar kjöt- vörum, mjólk, mjólkurvörum og feitmeti, sem reiknað er með i útreikningi framfærslu vísitölunnar, að 5 manna fjöl- skylda neyti á einu ári þann- ig um 9.450.00 krónur, eða álíka upphæð og vinstri stjórn in hefur gert þessari sömu fjölskyldu að greiða í nýjum tollum og sköttum! Á það skal ekki lagður dóm- ur hér, hvort þetta magn mat- vara, sem gert er ráð fyrir við útreikning framfærsluvísitölunn- ar er raunveruleg ársneyzla 5. manna fjölskyldu. Vel má verá að neyzla hennar sé nokkru meiri. En dæmið hér að ofan sýnir hverri einustu húsmóðir, sem kaupir daglega til heimilis síns, hversu stórkostlegt skarð hinn ar nýju skattaálögur hafa höggvið í tekjur heimilis hennar. Fyrir hinar nýju á- lögur, sem lagðar hafa verið á meðalfjölskylduna, hefði húsmóðirin getað keypt hvorki meira né minna en allt kjöt og kjötvörur, alla mjólk og mjólkurvörur og feitmeti til heimilis síns á heilu ári. HVAÐ ER HÆGT AÐ KAUPA FYRIR NÝJU ÚTGJÖLDIN Við skulum athuga nokkra fleiri liði vísitöluheimilisins. Miðað við verðlag 1. maí kostar það magn af fiski, nýjum, söltuð- um, hertum og niðursoðnum, sem gert er ráð fyrir að 5 manna fjölskylda neyti á ári kr. 1.084.00. Allar kornvörur og brauð þess- arar sömu fjölskyldu kosta með núgildandi verðlagi kr. 2.160.00, allir garðávextir og ávextir kr. Sigurður Bjarnason 543.00 og allar nýlenduvörur fjöl- skyldunnar kr. 1750.00. Samtals er gert ráð fyrir því við útreikning framfærsluvísu- tölunnar, að það magn, sem 5 manna fjölskylda kaupir af þess- um vörum kosti, miðað við nú- verandi verðlag rúmlega 5.500.00 krónum. En sú upphæð er aðeins rúmlega helmingurin af hinni nýju gjaldabyrði, sem hæstv. ríkisstjórn lagði á hvert ein- asta heimili fyrir síðustu jól. HLUTUR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Það þarf þess vegna mikil brjóstheilindi eða djúpa fyrir- litningu fyrir dómgreind al- mennings, þegar hæstvirtir ráðherrar koma fram fyrir al- þjóð og lýsa því yfir, að dýr- tíðin hafi ekki vaxið og lífs- kjör fólksins hafi ekki verið skert. Verstur er þó hlutur hæstvirts félagsmálaráðherra, Hannibals Valdimarssonar, í þessu efni. Hann beitti sér fyrir því, að síð- asta Alþýðusambandsþing lýsti því yfir sem stefnu sinni „að við þær aðgerðir í efnahagsmál- unum, er nú standa fyrir dyrum, sé það algert lágmarksskilyrði verkalýðshreyfingarinnar, að ekk ert verði gert ,er hafi í för með sér skerðingu á kaupmætti vinnu- launanna og ekki komi til mála að auknum kröfum útflutnings- framleiðslunnar verði mætt með nýjum álögum á alþýðuna". Með þennan reisupassa kom forseti Alþýðusambandsins á fund í hæstvirtri ríkisstjórn. Og verkin sýna merkin um það, hvernig hann hefur þar fram- kvæmt þá viljayfirlýsingu verka- lýðssamtakanna, sem hann sjálf- ur beitti sér fyrir á síðasta Al- þýðusambandsþingi. FÓLK Á AÐ HÆTTA AÐ BORÐA KJÖT OG FISK! Vel má vera að hæstvirt ríkis- stjórn segi sem svo: Ríkissjóður verður að fá sitt, hít dýrtíðarinnar verður að seðja, en almenningur í landinu getur hætt að borða kjöt og mjólk eða fisk, korn- vörur og ýmsar aðrar brýn- ustu nauðsynjar, sem nefnd- ar voru hér að framan. Árangurinn af aðgerðum stjórn arinnar í efnahagsmálum yfirleitt kemur svo einna gleggst í Ijós í því, að nú í þinglokin hafa einstakir þingmenn sjálfra stjórn arflokkanna lýst því hiklaust yf- ir, að sérstaklega vegna aðgerð- anna fyrir jólin sé gengislækkun nú orðin óhjákvæmileg. Á ég hér við ummæli háttvirts þingmanns Siglufjarðarkaupstaðar, Áka Jak- obssonar, á Alþingi fyrir nokkr- um dögum. En undir þá skoðun hans var í raun og veru tekið af formanni Alþýðuflokksins, Emil Jónssyni, hv. þm. Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Efnahagsmálastefna ríkisstjórnarinnar hefir þannig á örskömmum tíma beðið algert skipbrot. UPPGJÖFIN í HÚSNÆÐISMÁLUNUM En hvað þá um efndir þess loforðs að beita sér fyrir stór- auknum stuðningi við umbætur í húsnæðismálum þjóðarinnar. Fyrrverandi ríkisstjórnir höfðu undir forustu Sjálfstæðismanna beitt sér fyrir merkum nýmæl- um á þessum sviðum. Árið 1952 hófst starfsemi lánadeildar smá- íbúða, sem veitti á þremur árum um 1600 íbúðalán til efnalítilla einstaklinga um land allt. Var að þessu stórmikill stuðningur, enda þótt lánin væru lág. Árið 1955 höfðu Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn samvinnu um setn- ingu nýrrar löggjafar til stuðn- ings við íbúðarbyggingar. Sam- kvæmt henni skyldi hafin veð- lánastarfsemi til íbúðabygginga og lánin hækkuð mjög verulega frá því sem áður var, er lána- deild smáíbúða starfaði. Þessi nýja lánastarfsemi fór mjög vel af stað. Á árunum 1955 og 1956 voru veittar nær 100 milljónir króna, beint frá hús- næðismálastjórn, sem lán út á nýjar íbúðir, þar með talið fram- lagið til bygginga í sveitum. En samtals voru á þessu sama tíma- bili veittar til húsbyggingar í löngum lánum um 230 milljónir króna. Grundvöliur þessarar auknu lánastarfsemi til íbúðabygg- inga var hin aukna sparifjár- myndun í bönkum og lána- stofnunum. Vegna hennar gátu bankarnir lagt fram fé til hins nýja veðlánakerfis. SP ARIF J ÁRM YNDUN STÖÐVUÐ En um leið og vinstri stjórn- in settist að völdum á sl. sumri tók gersamlega fyrir sparifjár- myndunina. Og síðan má segja að starfsemi veðlánakerfisins hafi verið lömuð. Hæstvirtur félagsmálaráðherra og ríkisstjórnin í heild hefur gef- ist upp við framkvæmd íbúðalán- anna og svikið hrapalega loforð sitt um aukinn stuðning við hús- næðisumbætur í landinu. Vegna vantrúar almennings á efnahags- málastefnu stjórnarinnar hefur sparifjármyndun ,sem var hinn eðlilegi grundvöllur veðlánakerf- isins, stöðvast. TÓMUR STOFNSJÓÐUR Það er eitt gleggsta dæmið um yfirborðshátt hæstvirts félags- málaráðherra og kommúnista í þessum málum, að þeir hæla sér ákaflega af því að stofnsjóður svokallaðs byggingasjóðs, sem settur hefur verið á stofn, sam- kvæmt nýjum lögum, nemi rúm- um 118 millj. króna. En í sjóði þessum er við stofnun hans eng- inn eyrir til útlána. Meginhluti hans er varasjóður hins almenna veðlánakerfis, lán ríkissjóðs til lánadeildar smáíbúða og væntan- legur stóreignaskattur, sem inn- heimta á næstu 10 ár, en enginn eyrir hefur nú verið innheimtur af! PERSÓNULEGAR OFSÓKNIR En hæstvirt ríkisstjórn hefur talið sér nauðsynlegt að vinna sér fleira til frægðar og ágætis á fyrsta valdaári sínu en að hella yfir þjóðina nýju flóði dýrtíðar, og leggja drápsklyfjar tolla og skatta á hvert einasta heimili í landinu, auk þess, sem hún hef- ur gefist upp við, að framkvæma merkilega umbótalöggjöf á sviði húsnæðismála. í lok 8 mánaðar þinghaldsins, ákvað vinstri stjórn in að sýna lit á því loforði sínu að byggja stjórnarstefnu sína á réttlæti og frjálslyndi eða hitt þó heldur. Þetta gerði hún með því að flytja frumvörp um breyt- ingar á bankalöggjöf lands- manna, sem fyrst og fremst fela í sér persónulega ofsókn gegn nokkrum pólitískum and- stæðingum hennar ,en miða jafnhliða að því að tryggja nokkrum flokksmönnum hent ar, og þá einkum kommúnist- um, valdamiklar stöður 1 bönkunum. Undanfarin ár hefur því mjög verið haldið fram af núverandi stjórnarflokkum, að Sjálfstæð- ismenn misnotuðu aðstöðu sína 1 stjórn bankanna. Á þessu hefur verið þrástagast, þrátt fyrir þá staðreynd, að Sjálfstæðismenn hafa lengstum verið í algerum minnihluta í stjórn allra bank- anna, og að síðan þeir fengu meiri hluta í bankastjórn Landsbank- ans og Útvegsbankans, hefur það verið upplýst, að málum sé þar yfirleitt ekki ráðið til lykta með meirihlutavaldi, heldur með sam þykki allra bankastjóranna. ENGIN DÆMI UM MISNOTKUN Það er athyglisvert, að í umræð um þeim, sem fram hafa farið um bankamálin undanfarna daga hér á Alþingi, hefur ekki verið nefnt eitt einasta dæmi um það, að Sjálfstæðismenn hafi misnotað aðstöðu sína í bönkunum, flokki sínum til pólitísks framdráttar. Háttvirtir stjórnarsinnar hafa með þögninni orðið að viður- kenna að allar þeirra fullyrðing. ar um slíka misnotkun séu ger- samlega rakalausar. Tilgangurinn með breytingu bankalöggjafarinanr nú, er þess vegna sá, og sá einn, að tryggja kommúnistum og nokkrum Al- þýðuflokksmönnum nýjar stöður í lánastofnunum. í þessu sam- bandi má á það minna, að gild- andi löggjöf um Landsbankann er sett af Framsóknarflokknum á fyrsta þingi eftir að hann tók við stjórnarforustu 1928. Nú þarf að breyta þessari löggjöf til þess að leiða kommúnista til banka- stjórastaða í þjóðbankanum. Sama sagan mun síðan gerast í Útvegsbankanum. Það er mál út af fyrir sig, að Framsóknarflokkurinn skuli telja þjóðarnauðsyn til bera að setja kommúnista til æðstu valda og j áhrifa í lánastofnunum þjóðar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.