Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. maí 1957 innar. En hætt er við því, að ekki muni það verða til þess að auka traust og álit íslands erlendis, eða auka möguleika okkar til þess að íá erlent fjármagn til uppbyggingar íslenzkum bjarg- ræðisvegum. Sannleikurin ner auðvitað sá, að hér er verið að leika háska- legan leik, sem varla verður tal- inn samboðinn þeim tveim lýð- ræðisflokkum, sem eiga sæti í núverandi hæstvirtri ríkisstjórn. VEKUR ALMENNA ANDÚÐ Hvað segir svo íslenzkur al- meningur um þá stefnu, að við hver stjórnarskipti eigi að hefja „hreingerningar", innan bank- anna og annarra stofnana ríkis- ins, reka þá menn úr stöðum og embættum, sem valdhöfunum á hverjum tíma geðjast ekki að vegna pólitískra skoðana þeirra? Mundi það treysta grundvöll íslenzk lýðræðis og þingræðis, bæri það vott þroskaðri réttlætis- kennd eða frjálslyndri stjórnar- stefnu að hálfu þeirrar ríkis- stjórnar, sem þannig hagaði sér? Hver er skoðun þín, hlustandi góður? Ég held að fslendingar mundu ekki fagna slíkri stefnu. Þess vegna mun hin persónulega of- sókn á hendur nokkurra yfir- manna og starfsmanna í tveim- ur bönkum vekja almenna andúð og harða gagnrýni á núverandi ríkisstjórn. Fyrir henni vakir engin umbót á lánastofnunum þjóðarinnar, heldur aðeins það að bægja pólitískum andstæðingum frá störfum, sem þeir hafa unnið af óhlutdrægni og samvizkusemi, og koma pólitískum samherjum í sæti þeirra. Stofnun sérstaks seðlabanka og breyting Útvegsbanka íslands h.f. í ríkisbanka er algert aukaatriði í þessu sambandi, enda hafa eng- ar stórdeilur staðið um þá skipu- lagsbreytingu, "sem þó er alltof flausturslega undirbúin í þeim frumvörpum hæstvirtar ríkis- stjórnar, sem nú liggja fyrir Al- þingi. GLUNDROÐI OG UPPLAUSN Ég hefi hér aðeins drepið á ðrfá atriði í syndaregistri hæst- virtrar ríkisstjórnar. En í eldhúsi hennar er nú óþrifalegt umhorfs, þar ríkir glundroði og upplausn ásamt einstöku úrræða-leysi í öll- um helztu vandamálum þjóðar- innar. Ósamhentu liði hefur ver- ið hóað saman og helzta samein- ingarafl þess er óttinn við traust og fylgi Sjálfstæðisflokksins. En hvað vill Sjálfstæðisflokk- urinn í dag, spyrjið þið ef til vill hlustendur góðir, og enda þótt við séum í stjórnarandstöðu og eðlilegt sé að við gagnrýnum fyrst og fremst stjórnarstefnuna er þó rétt að fara einnig nokkrum €>rðum um stéfmi okkar og úr- ræði. VERND FISKIMIÐANNA Sjálfstæðisflokkurinn telur það 1 dag vera eitt mesta nauðsynja- mál alþjóSar, að baráttunni fyrir aukinni vernd fiskimiðanna verði haldið áfram af fullri festu. Einnig á því sviði hafa kommún- istar, sem nú fara með stjórn sjávarútvegsmála svikið loforð BÍn. Munu bæði Vestfirðingar og Austfirðingar minnast síendur- tekinna fyrri yfirlýsinga hæstv. Bjávarútvegsmálaráðherra, Lúð- víks Jósefssonar, og hæstvirts félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarssonar, um það að ekk- ert væri auðveldara en að færa fiskveiðitakmörkin út, hvenær sera íslendingar vildu. Nú hefur dregið niður í þessum herrum um þetta MORGVNBT 4D!Ð Geisla permanent er permanent hinna vand- látu. Vinnum nú aftur úr afklipptu hári. Hárgreiðslustofan PERLA Vitastíg 18A. Sími 4146. mikla mál. Á sl. vetri vildi haestvirtur sjávarútvegsmála- ráðherra engiu fyrirheit gefa um það hér á Alþingi, hvern- ig hagað yrði framkvæmdum á næstunni við útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. Vertíðin í vetur sannar það ekki hvað sízt, hvílík höfuðnauð- syn er á áframhaldandi baráttu fyrir vernd fiskimiðanna. Undir úrslitum þeirrar baráttu er efna- hagsleg afkoma þessarar þjóðar ef til vill komin í ríkari mseli nú en nokkru sinni fyrr. Við Sjálfstæðismenn teljum það ennfremur eitt þýðingar- mesta verkefni, sem við blasir í íslenzkum efnahagsmálum í dag að örfa þátttöku þjóðarinar í framleiðslustörfum til lands og sjávar. En einmitt nú í vetur hefur verið meiri skortur á fólki til þeirra starfa en nokkru sinni fyrr. Um það bil % hluti sjó- manna á fiskiskipaflotanum eru nú útlendingar og í sveitunum sverfur fólksleysið stöðugt að bændum í heilum landshlutum. Úr þessu verður að bæta, það verður að tryggja það, að fólk- íð sem vinnur að framleiðslunni oeri síst minna úr býtum heldur m þeir, sem vinna önnur og iéttari störf. UPPBYGGING SXÓRIÐNAÐAR Jafnhliða verður atvinnulíf þjóðarinnar að verða fjölbreytt- ara og ein líklegasta leiðin til þess er uppbygging stóriðnaðar, sem verði samkeppnisfær á er- lendum mörkuðum. Þá teljum við Sjálfstæðismenn að ljúka beri framkvæmd rafvæðingaráætlun þeirrar, sem gerð var undir for- ustu fyrrverandi ríkisstjórnar. I þessu sambandi má einnig á það benda, að nauðsynlegt er að ís- lendingar verði ekki utanveltu í þeirri víðtæku alþjóðlegu sam- vinnu, sem nú er hafin um hag- nýtingu kjarnorkunnar í þágu friðsamlegrar uppbyggingar og skapar möguleika til stórfeldra tæknilegra nýunga og framfara. HEILBRIGÐ FJÁRMÁLASTEFNA En því aðeins getur þessi litla þjóð haldið áfram uppbyggingu atvinnulífs síns til lands og sjáv- ar að jafnvægi skapist í efna- hagslífi hennar. Slíkt jafnvægi verður ekki skapað með neinum töframeðulum. Það næst aðeins með raunhæfum aðgerðum og skilningi alþjóðar á grundvallar- lögmálum efnahagslífsins. Þar skiftir mestu máli, að þjóðin miði lífskjör sín við afrakstur framleiðslu sinnar og raunveruleg efni. Heilbrigð fjármálastefna og efnahagsá- stand verður ekki skapað nema leiðtogar þjóðarinnar segi henni satt um hið raun- verulega ástand og þær leiðir, sem til greina koma við lausn vandamálanna. Það hefur nú- verandi hæstvirt rikisstjórn því miður ekki gert. Hún hef- ur þvert á móti reynt að dylja þjóðina sannleikans um eðli aðgerða sinna. RÉTTLÁTT og frjálslegt ÞJÓÐFÉLAG Við Sjálfstæðismenn vísum til framkvæmdar stefnu okkar á undanförnum árum. Af henni get ur þjóðin sjálf ráðið um afstöðu okkar til vandamála líðandi stundar, og þarfa framtíðarinnar. Við munum halda áfram að berj- ast fyrir frjálslyndri fram- kvæmdastefnu, sem byggir á framtaki einstaklingsins, við- skipta- og athafnafrelsi, en gegn höftum, hlutdrægni og hvers konar valdníðslu. Við viljum byggja upp réttlátt, frjálslegt og þróttmikið þjóðfélag, með því að gera einstaklingana sem andlega og efnal. sjálfstæðasta en gæta þess þó jafnframt að réttur hins minni máttar verði ekki fyrir borð borinn. í þessari baráttu beiðumst við liðveizlu og samvinnu allra frjáls lyndra manna á fslandi. Aðalleiksviðið í óperettunni „Sumar í Týról" — Samtal við Thor Johnson Framhald af bls. 6. af alúð, umgangast hann með þeirri auðmýkt, sem nauðsynlegt ei'. NÚTÍMATÓNLIST — En hvað þá um nútíma- tónlist, spyrjum við. — Um hana er auðvitað ýmis legt að segja, en þetta er kann- ski aðalatriðið: í staðinn fyrir það, að áður fyrr fóru menn eina leið, þá eru nú reyndir allir mögu leikar. Menn eru jafnvel farnir „að semja" musique concréte, eins og Frakkar kalla nana. Þessi tegund hljómlistar hefur náð all mikilli útbreiðslu í Þýzkalandi, hún er framleidd með ýmiss kon- ar elektrónum, hljóðin eru sett saman á ýmsan hátt, tæknin not- uð til hins ýtrasta, en ég er þeirr- ar skoðunar, að þessi tónlist eigi sér enga framtíð. Það vantar í | hana sálina. j— Djassinn? — Beztu tónskáld Bandaríkja- manna, eins og t. d. William Schuman, hafa hlotið hagnýta reynslu af því að semja djass- músík og það bezta í djassinum er einnig það bezta í nútíma- músík Bandaríkjanna. Tónskáld- in, sem skrifað hafa djassmúsik, eru hæfari og öruggari en hin. í framtíðinni verður svo reynt að sameina djassmúsík og konsert- músík, það verður reynt að flétta þetta saman. Og hann heldur áfram: — Á 18. öld skrifuðu tón- skáldin bæði skemmtimúsík og alvarlega músík. Bach og Mozart skrifuðu dansmúsík. Þegar vals- inn hélt innreið sína í danssal- ina skömmu fyrir miðja síS- ustu öld, þá klofnaði músíkin i tvær greinar: skemmti- músík (Strauss o. fl.) og alvarlega (Chopin, Bramhs o.fl.). Þannig þróaðist þetta í 75 ár, en 1925 var bilið orðið mjög breytt, t. d. í BandaríKjunum. Þá ákvað Gershwin, sem aðeins samdi skemmtimúsík, að semja „rapsó- díu", en það er eins og kunnugt er klassiskt form. Eftir það fór bilið að minnka. Djassistarnir fengu ýmislegt lánað úr klassikk- inni og öfugt ög nú er svo komið að þessar tvær greinar eru að sameinast aftur. 1940 semur Strawinski t. d. konsert fyrir klarinet og hljómsveit, sem hinn frægi djassleikari Woody Her- man flutti. Þar færir hann sér í nyt nýjustu djasstæknina. Við erum því að vissu leyti aftur kom in til 1840, en mikið hefur aunnizt og framtíðin er glæsileg Gershwin gegndi þarna braut- ryðjandastarfi og ef hann hefði ekki notað hin gömlu klassisku form, rapsódíuna (Rapsody in Blue, 1925), prelúdíuna (Prelú- diurnar fyrir píanó), konsertinn (Conserto í f-moll) og óperuna (Porgy and Bess), þá væri bilið senmlega enn óbrúað. — Ávinningurinn? Hann er aðallega sá, að nú hafa tónskáld- in tækifæri til að ná til allra án þess að tónlistinni hafi hrakað. En áður fyrr náðu tónskáldin ekki til nema lítils hluta fólksins. Þetta hefur orðið til þess að minnka snobbið, sem alltaf hefur viljað loða við tónlistina. — Nei, tónlistinni hefur ekki hrakað við þetta, því að báðir aðilar hafa lært sitt hvað af hinum. Ég álít, að ástandið í tónlistarmálum sé „heilsusamlegra" en áður. Síðan nefnir Thor Johnson tvö ágæt verk, sem eru afsprengi hinnar nýju stefnu í óperumúsík og eiga rætur í verkum Gershwins: Okla- hóma og South Pacific. • EG spyr hann nú um Koussevit- zky, lærimeistara hans. Hann svarar: — Hann var stórkostlegur tón- listarmaður. Og næstu spurningu svarar hann svo: — Það var alltaf grunnt á því góða milli þeirra Toscaninis og ég er sannfærður um, að ef þeir eru baðir í paradís, þá eru þeir sinn í hvoru hornii Það er ekki gott að segja um, hvor þeirra var snjallari, en ég tek Koussevitzky fram yfir Tosc- anini: hann var meira alhliða tón- listarmaður, átti fleiri tóna. Hann gat brugðið sér í ýmis gervi, ef hann lék Haydn, þá dró hann sig í hlé og lét Haydn njóta sín, ef hann lék Sibelius, þá var það ekki hann, heldur Sibelius, sem réði lögum og lofum. Toscanini vék aftur á móti ekki hársbreidd frá sínum persónulega stíl. Mað- ur getur þekkt hann, hvar sem er. Hann leitar ekki að sérkenn- um höfundanna, eins og Kouss- evitzky gerði sér svo mjög far um Ég get getið þess hér til gamans, að Koussevitzky ruddi Sibelíusi braut í Ameríku, fyrstur manna. Auk þess reisti hann sér óbrot- gjarnan minnisvarða, þar sem Tanglewood er. Þar er haldin hljómlistarhátíð á ári hverju, auk þess sem fyrirtækið styrkir tón- skáld og hljómlistarmenn. Þar hafa allmargir íslenzkir tónlist- armenn verið. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Síðan snerum við okkur að Sin- fóníuhljómsveit íslands. — Sin- fóníuhljómsveitin er ein hin yngsta í heimi og þarf að glíma við ýmis vandamál, sem krefjast úrlausna. En ég er sannfærður um að hún á fyrir sér eirihverja glæsilegustu framtíð af öllum hljómsveitum sem ég þekki. í hljómsveitinni eru margir af- burða einstaklingar og af heild- inni má mikils vænta. Allir ís- lendingar geta verið hreyknir af Birni Olafssyni, sem er einn bezti konsertmeistari, sem ég hef nokkru sinni unnið með. Þegar ég var heima i Bandaríkjunum, * ræddi ég við marga hljómlistar- menn, sem hér höfðu verið. Þeir töluðu allir með sömu hrifning- unni um fsland og íslenzka tón- listarmenningu. Þeir voru ekki sízt hrifnir af nánu sambandi hljómlistarmanna við gamla menningu landsins. Ef fólkið ,heldur áfram að hafa áhuga á starfi þeirra og þeir halda áfram að tileinka sér gamlan menning- ararf, þá er ég sannfærður um, að Sinfóníuhljómsveit íslands verður áður en varir „bezta út- flutningsvara" ykkar, sagði Thor Johnson, og bætti við að lokum: Sinfóníuhljómsveitir sýna oftaet vel, hvað í þjóðunum býr. — Kaffisala Kvenfélags laugarnessóknar Á MORGUN (uppstigningardag) messar séra Þorsteinn Björnsson í Laugarneskirkju kl. 2 e. h. og Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari syngur einsöng við guðsþjón- ustuna. Að guðsþjónustunni lokinni efnir Kvenfél. Laugarnessóknar til kaffisölu í kirkjukjallaranum. Hefir mikill viðbúnaður verið hafður og konurnar lagt sig all- ar fram, til þess að þeim sem koma mætti líða þar sem bezt. Hefir félagið unnið kirkju sinni stórmikið gagn á þeim 16 ára starfsferli sínum, sem liðinn er. — Og ágóðanum af þessari kaffisölu á morgun, ætla konurn- ar, eins og þær hafa gert áður, að verja til starfsemi sinnar fyr- ir aldraða fólkið í sókninni. Hefir sú starfsemi orðið bæði gamla fólkinu og konunum sjálf- um, sem að hafa unnið, til gagn- kvæmrar gleði og ánægju. Er vonandi að margir komi þarna að kaffiborðunum á morg- un. Þeir sem það gera, vinna tvennt: þeir eignast ánsegjustund, og þeir styðja hið nauðsynlega og góða starf kvenfélagsins fyr* elztu systkinin okkar, gamla fólk- ið. Garðar Svavarsson. Féll ekki reikningurinn NAPOLI — 15 ára piltur skaut á kennslukonu sína í kennslutíma i skóla einum vegna þess að honum leiddist reikningur. Kennslukonan stóð uppi við töfluna og var að útskýra Pytha- gorasregluna fyrir nemendum. Skyndilega dró piltur þessi, Pisacane að nafni, upp skamm- byssu og skaut fimm skotum á konuna. Aðeins eitt þeirra haeÍSi hana í aðra höndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.