Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 10
w MORCUNBLAÐ1Ð Míðvikudagur 29. maí 1957 Kœrleiksheimili sfyrkjastefnunn- ar og vestrœn efnahagssamvinna SNEMMA í maí-mánuði voru hér á ferð þrír fulltrúar frá OEEC — Efnahagssamvinnustofnun Evrópu — í París. Tilefni heim- sóknarinnar var undirbúningur sá, sem hafinn er innan stofnun- arinnar að því að koma á svo- kölluðu „fríverziunarsvæði Evr- ópu“. Áttu þeir félagar að kynna íslenzkum stjórnarvöldum við- horf stofnunarinnar og horfur í málinu og jafnframt að fræðast ffla viðhorf stjórnarvaldanna hér og um hin sérstöku vandamál, sem kunna að rísa í sambandi við þátttöku íslands, ef úr henni verður. Hér má fara fljótt yfir sögu um eðli fríverzlunarsvæðisins og örðugleika við að koma því í kring, enda hygg ég, að ýmsir áheyrendur mínir í dag hafi hlýtt á hið ágæta erindi, sem Mr. Cahan, form. sendinefndarinnar frá OEEC, flutti um það efni í háskólanum. FRÍVERZLUN OG SAMEIGIN- LEGUR MARKAÐUR Læt ég mér nægja að nefna, að með fríverzlunarsvæði Evrópu er stefnt að því, að þátttökuríki OEEC afnemi sín á milli tolla og önnur viðskiptahöft, hvert fyrir annars framleiðslu. Þessu má ekki rugla saman við hinn sam- eiginlega Evrópumarkað, sem einnig er, nú mjög á dagskrá. Sex af þátttökuríkjum OEEC — Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Beneluxlöndin þrjú, — undirrit- uðu í marz sáttmála í Róm um sameiginlega markaðinn. Þar er um að ræða algert tollabandalag — þessi sex ríki verða smám saman eitt tollsvæði — og ýmis- lega mjög nána fjárhagslega og pólitíska samvinnu aðra, enda fer það ekki dult, að þarna er bein- línis verið að stíga nýtt skref í áttina að því að koma á ríkja- sambandi milli þessara sex landa. Fríverzlunarhugmyndin geng- ur miklu skemmra, en nær jafn- framt til miklu fleiri ríkja. Þar er aðeins um að ræða, nánari efnahagssamvinnu en áður í beinu áframhaldi af fyrri við- leitni OEEC í þá átt. Hvert þátt- tökuríkjanna verður jafn óbund- ið og áður um afstöðu sína gagn- vart þeim ríkjum, sem utan sam- takanna standa, fara t. d. alveg að eigin geðþótta um það, hvort þau hafa tolla sína háa eða lága. Ýmisleg vandamál hafa koniið fram við undirbúning málsins, og hafa sérstakar nefndir verið skipaðar til þess að reyna að finna lausn á tveimur þeirra. Annað er það, hvort landbúnað- ar- og fiskiafurðir eigi að fá sérstaka meðferð og e. t. v. að vera að einhverju eða öllu leyti undanþegnar ákvæðunum um frí- verzlun. Hitt atriðið snertir þátt- töku þeirra ríkja innan OEEC, sem skemmst eru á veg komin í efnahagsþróun og þá einkum iðnvæðingu. Stefnan er sú, að leita að leiðum til þess að þau þurfi ekki að verða utangátta, enda þótt staða þeirra sé þannig, að þau geti ekki tekið á sig all- ar hinar almennu skuldbindingar að sama skapi eða jafnfljótt og aðrir. Það er þá og til athug- unar, að hve miklu leyti og hve fijótt þau geti notið hlunnind- anna. SÉRSTÖK VANDAMÁL ÍSLANDS Það er ijóst, að bæði þessi vandamál snerta ísland — og það jafnvel meira en nokkurt annað þátttökuríki. Annars vegar er um það að tefla, hvort svo að segja allur útflutningur íslands eigi að falla undir samnings- ákvæðin eða ekki, hins vegar um stöðu þeirra ríkja, sem erfið- ast eiga með að verða öðrum samferða um gagnkvæmar skuld- bindingar. Því er ekki að leyna, Erindi Péturs Benediktssonar bankasfjóra á abalfundi Vinnuveifendasambands íslands að þar hefir Island ævinlega ver- ið framarlega í flokki. I leitinni að heppilegri lausn fyrir ísland kemur ákaflega margt til greina og mörg flókin atriði þarf að kanna, áður en dómur er kveðinn upp um það, hvað okkur sé hentast. Hér er ekki tækifæri til að taka til meðferðar nema eitt þessara vandamála, en ég vil mjög hvetja menn til umhugsunar og opin- berra umræðna um sem flestar hliðar málsins. Afgreiðsla þess ætti ekki að bíða neinn hnekki af því, þótt ráðandi menn þessa lands legðu eyrun við þeim um- ræðum. — Ég vil aðeins nefna sum þeirra atriða, sem athuga þarf. NOKKRAR SPURNINGAR Hvaða tekjur á ríkissjóður að fá í stað þeirra tolltekna, sem hann missir, ef afurðir Vestur- Evrópu verða tollfrjálsar? Hvernig fer um viðskipti okk- ai við löndin utan fríverzlunar- svæðisins, og þá fyrst og fremst við Sovétríkin og önnur þau lönd, sem við skiptum við á j af nkeypisgrundvelli? Eru líkur til, að fríverzlun inn- an Vestur-Evrópu myndi auka markaðsmöguleika fyrir íslenzk- ar afurðir svo innan þessa svæðis, að nokkuð verulegt væri á sig leggjandi til þess að ná því marki? Og ef svo færi, að fiski- og landbúnaðarvörur yrðu und- anþegnar fríverzluninni, gætum við þá haft annað en skaða og skapraun af þessu brölti? Hvernig fer um íslenzkan iðn- að, ef hann á að missa vernd tolla og innflutningshafta? Hvernig færi um íslenzkan landbúnað, ef innflutningur á kjöti og mjólkurafurðum frá Vestur-Evrópu væri heimilaður og meira að segja tollfrjáls? Ég læt mér nægja að varpa þessum spurningum fram til yfir- vegunar. Hér ætla ég aðeins að ræða eitt atriði, styrkina — hvort sem þeir eru kallaðir út- flutnings- eða framleiðslustyrk- ir til útflutningsframleiðslu ís- lendinga. ENGIN SKYNDIBYLTING Áður en lengra er farið, vil ég þó slá einn varnagla. Forgöngu- mönnum þessa máls er það ljóst, að Róm var ekki byggð á ein- um degi. Þeir hugsa sér ekki heldur neina snögga gerbyltingu. Ef von á að vera um að ná var- anlegum árangri, þýðir ekki að ætla sér að- fella öll virki toll- múra og hafta með einni svipan. Þar eiga ýmsir ríkra hagsmuna að gæta, og það verður að gefa efnahagskerfi þátttökulandanna tíma til að laga sig eftir breytt- um aðstæðum. Því er gert ráð fyrir að það taki 12 eða jafnvel 15 ár að ná lokatakmarkinu. Aðalatriðið er það, að stefnan er mörkuð: Það er frjáls sam- keppni, frjálsir verzlunarhættir, aukið athafnasvið, hagnýt verkaskipting einstaklinga og þjóða, sem á að leiða til meiri og ódýrari framleiðslu og þar með aukinnar velmegunar alls almennings í þátttökuríkjunum. Á þessu stigi er of snemmt að spá nokkru um það, hvaða und- anþágur og sérréttindi lönd eins og ísland kunna að fá. Hitt virð- ist þó liggja í augum uppi, að undanþágurnar verði eícki svo víðtækar, að einstökum löndum verði leyft að njóta hlunnindanna en reka þó þveröfuga stefnu við hin þátttökuríkin. Það hlýtur að verða lágmarkskrafa, að þau stefni í sömu átt, þótt þau fái leyfi til að fara sér hægar. Pétur Benediktsson. STYRKIR OG KJARABÆTUR Það er vitanlega algengt víða um lönd, að reynt sé að vernda innlenda framleiðslu fyrir er- lendri samkeppni. Aðalvopnið í þessu efni eru verndartollar, sums staðar einnig innflutnings- höft. Beinir framleiðslustyrkir, neytendastyrkir eða útflutnings- styrkir eru ekki heldur óþekkt- ir, en oftast nær eru þeir þó bundnir við tiltölulega fáar vör- ur, — og þá einkum framleiðslu, sem af einhverjum ástæðum á erfitt uppdráttar. Hér á landi er nú svo komið, að langmestur hluti allrar út- flutningsframleiðslunnar er rek- inn með styrkjum eða verðbót- um af einhverju tagi. Erlendum áhorfendum kemur þetta kær- leiksheimili spánskt fyrir, þar sem allir styrkja alla. Þeir spyrja, hvernig þetta megi verða, og þar er ekki öðru að svara en: Sjá, það sem á sér stað, hlýtur að geta átt sér stað. Þótt öllum hugsandi mönnum sé kunnugt, hvernig þetta hefir atvikast, stig af stigi, sakar ekki að drepa aðeins á það. Svonefnd- ar kjarabætur alls almennings í þessu landi hafa verið hraðstíg- ari en svo, að útflutningsfram- leiðslan fengi risið undir þeim verðhækkunum, sem af þeim hef- ur leitt. Þá hefir verið gripið til þess úrræðis að greiða sumar þessar kjarabætur af almannafé, í fyrstu smámuni, síðan æ meira og meira, unz svo er komið sem dæmin sýna nú í dag. Ég talaði með vilja um „svo- nefndar kjarabætur“. Raunveru- legar kjarabætur allra lands- manna’ geta aðeins orðið með því móti, að meira komi til skipta, að heildartekjurnar aukist. Ein- stakar stéttir geta og unnið sér kjarabætur • á kostnað annarra, ef hlutur þeirra af þjóðarkök- unni verður hlutfallslega stærri en áður. í hvert skipti, sem eitt stéttarfélag gerir nýjan kjara- samning, lítur svo út í biíi, sem það hafi náð þessu marki, — en reynslan sýnir, að öll hin koma á eftir og fá svipaðar kjarabæt- ur. Hlutföllin raskast furðulítið frá ári til árs. HUNDRAÐ KRÓNUR LÁTAST VERA TVÖ HUNDRUÐ Þegar útflutningsframleiðs- unni er ætlað að bera meiri byrð- ar en hún fái risið undir, er gengislækkun sú leiðin, sem beinast liggur við til úrlausnar. En óvinsældir þeirrar leiðar meðal almennings, sem hlýtur að verða áhrifa hennar var mjög fljótt og mjög áþreifanlega hér á landi, vegna þess hve margar neyzluvörur eru fluttar inn frá öðrum löndum, svo og það, að átrúnaðurinn á eitt höfuðskurð- goð Islendinga, vísitöluna, dreg- ur mjög úr áhrifum gengislækk- unar, hefir orðið til þess að stjórnmálaflokkarnir hafa nú síðustu árin fremur kosið að fara styrkjaleiðina. Dæmið er ósköp ljóst. Tíu menn ætla að skipta með sér 1000 krónum. Ef hver þeirra léti sér nægja 100 krónur, væri þetta ekki flókið mál. En nú vill hver þeirra um sig fá 200 krónur. Þetta er líka framkvæmanlegt, ef þeir skattleggja sjálfa sig um þessar 1000 krónur, sem á vantar, og skipta síðan skattinum með sér sem styrk eða heiðurslaunum. * Það verkefni, sem íslenzk stjórnvöld setja sér í dag, er alveg tilsvarandi þessu, ef litið er á það frá heildarinnar sjón- armiði. Við fáum t. d. £ 1000 fyrir útflutning einhvers varn- ings. Þeim er skipt í banka fyrir rösklega 45 þúsund krónur, en þegar þau koma til skipta meðal almennings, er heimtað að þau þykist vera 60—70 þúsund krón- ur. Þetta er því aðeins fram- kvæmanlegt, að hinn sami al- menningur, leggi þessar 15—25 þús. kr., sem á vantar, í púkkið. Hvort það lendir á sömu einstakl- ingum eða öðrum kemur ekki málinu við í þessu sambandi. Kjarasamningar og skattapólitík eiga að leysa úr þeim vandamál- um, sem þar koma upp. SKATTAR EÐA FALSKAR ÁVÍSANIR Aðferðin er ankannaleg, en hún er hugsanleg og framkvæman- leg, ef menn vilja endilega kom- ast hjá því að viðurkenna, að gengið á gjaldeyxinum sé falskt. En það verður þá að vera skil- yrði, að skattar séu á lagðir fyr- ir öllu því sem á vantar. Út- flytjendur þyrftu ekki heldur að hafa af þessu annan ama en skriffinnskuna, ef þeir fengju fullar uppbætur á allan útflutn- ing og jafnar uppbætur, hvaða útflutning sem um væri að ræða. Ég vil skýra þetta orfurlítið nánara. Það atriði, að nýja skatta verði að leggja á fyrir styrkj- unum, liggur væntanlega nokkuð í augum uppi. Hver ætti annars að borga brúsann? Það mætti náttúrlega hugsa sér að gera það með lántökum, en þá væri bein- línis verið að velta skuldinni fyr- ir eyðslueyri dagsins í dag yfir á síðari tíma. Við værum að lifa á kostnað þeirra, sem eiga að erfa ríkið, í stað þess að búa í haginn fyrir þá. Ég geri varla ráð fyrir, að sú stefna ætti marga formælendur. Þó neita ég því ekki, að ég hefi heyrt radd- ii um það, að seðlabankinn ætti að hlaupa undir bagga, ekki að öllu leyti, en þó nægilega til að liðka allt kerfið, eins og þessir menn segja. En hver væri afleið- ingin af því? Fyrir hverjar 1000 krónur, sem útflutningsfram- leiðslan færir til landsins, á hún að gefa ávísanir á kaupmátt fyr- ir upp undir 1500 krónur. Þetta eru m. a. ávísanir á erlendan gjaldeyri, — ávísanir, sem engin leið er að greiða, því að inn- stæðuna vantar. Styrkjastefnan er ekki ein um að valda verð- þenslu í þessu land, og hér er ekki tækifæri til þess að rekja allar orsakir verðþenslunnar. En þótt engin önnur ástæða væri til þess að innheimta alla styrk- ina í sköttum jafnóðum og þeir eru veittir, væri það lífsnauðsyn til að vernda þann litla forða af erlendum gjaldeyri, sem við ráð- um yfir. Nettó-ágóði þjóðar- heildarinnar af styrkjunum verð- ur því enginn. Það sem þjóðin hefir upp úr krafsinu er hærra verðlag, annað ekki. Jú, annað til, þetta sem nú er farið að I kalla „eignatilfærslu milli stétta þjóðfélagsins“. Og það vill svo óheppilega til, að einmitt þessar „eignatilfærslur“ eru drjúgur þáttur í aukinni verðþenslu og veikja íslenzku krónuna út á við, og má hún þó sízt við því. Þetta er auðvelt að rökstyðja, þótt ég vilji ekki lengja mál mitt með því að sinni. MEGINREGLAN: JAFNAR VERÐBÆTUR FYRIR ALLAN ÚTFLUTNING Hitt kann ýmsum að virðast furðuleg fullyrðing, sem ég sagði áðan, að uppbæturnar ættu að vera jafnar á allan útflutning. Er ekki sjálfsagt, að þeir fái meiri styrk, sem meira þurfa á honum að halda? Hvers vegna að vera að styrkja þá útflutnings- framleiðslu, sem getur bjargað sér sjálf við núverandi aðstæð- ur? Væri það ekki hrein fjar- stæða að veitá t. d. styrk til út- flutnings á hvalafurðum eða brotajárni, þegar sagt er, að hvort tveggja megi enn reka án halla? En þarna er einmitt ein höfuð- hættan við styrkjastefnuna. Ef menn sofa nógu lengi undir fýlungafiðri í fjósbaðstofu, verða þeir samdauna umhverfinu, og það þarf utanbæjarmann til þess að segja þeim, að þefurinn af þeim sé ekki góður. Eins eigum við á hættu að verða samdauna við styrkjapólitíkina og fara að trúa því, að það sé raunveru- lega verið að „styrkja” útfkitn- inginn — þótt við hins vegar játum, að hann eigi „kröfu" á því. Og framhaldið af þessum hugs- anagangi er það, að farið er að styrkja vissar greinar útflutn- ingsframleiðslunnar á annarra kostnað, og þá þær mest, sem sízt skyldi, því að vitanlega er til útflutningsframleiðsla, sem á engan rétt á sér. „FRAMSÓKNAR-ÝSAN" Sami hugsanagangurinn breið- ist út stig af stigi. Menn heimta, að ríkið tryggi þeim „rekstrar- grundvöll", styrkirnir eiga að vera nægir til þess að allir nema alverstu skussarnir — og raunar helzt þeir líka, að þeirra eig- in áliti, — beri seemilega úr býtum. Togararnir hætta að vera atvinnutæki en verða í stað þess atvinnujöfnunartæki. Ef minna er upp úr einu að hafa en öðru, á það að jafnast með styrkjum. T. d. er styrkurinn miklu hærri fyrir smáfisk og þó einkum fyrir ýsu en fyrir gol- þorsk, af því að það borgar sig verr að framleiða það. Afleið- ingin hlýtur að verða sú, að menn fái tilhneigingu til að sækja styrkjamið í staðinn fyrir fiski- mið. Gamansamur vinur minn sunnan með sjó sagði mér í vet- ur, að hann væri þá stundina að gera báta sína út á „fram- sóknar-ýsu“. Meira en helming- ur af því sem hann dró var ríkis- styrkur. FLÍSIN f AUGUM FRAKKA Það er auðveldara að sjá flís- ina í auga bróður síns en bjálk- ann í sínu eigin. Ég ætla því að nefna eitt erlent dæmi. Frakk- ar hafa gengið mjög langt 1 þvl að styrkja vissar greinar inn- lendrar framleiðslu, en þó fram- ar öllu vínyrkjuna. Vínbændurn- ir eiga heimtingu á því að upp- skeran sé keypt af þeim við ákveðnu verði, sem tryggi þeim sómasamlega afkomu. Þótt mik- ið sé flutt út af frönskum vín- um og enn meira drukkið í land- inu, er ekkert við allt þetta vín að gera. Milljónum lítra verður anwað hvort að hella niður eða eyma þá í vínánda, sem síðan er fyrirskipað að blanda í bíla- benzínið. Þessi vínandi er seld- ur fyrir lítið brot af kostnaðar- verði, en gerir benzínið bæði dýrara og verra. Ég veit ekki betur en að þessu sé enn haldið áfram, en þarna er ljóst dæmi um það, hvernig styrkjastefnan getur orðið til þess að láta menn framleiða einskisnýta hluti þjóð- arheildinni til mikils kostnaðar- auka. Síðan flytja Frakkar inn milljónir af Norður-Afríkumönn- um, Pólverjum og ítölum til hinn ar grófari vinnu t. d. í námum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.