Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 11
MiðvTkudagur 29. maí 1957 MORGVNBLAÐIÐ M og verksmiðjum. Minnir þetta okkur á nokkuð, sem hér er að gerast? HÚSBÆNDUR A SÍNU EIGIN HEIMILI Ef við ætlum að taka þátt í fríverzlunarsvæði Evrópu, tel ég engan vafa á því, aS við verð- um að hætta þessari styrkja- pólitík, sem við rekum nú. Og ég tel enga eftirsjá að henni. í fyrsta lagi þurfa útgerðar- menn að stefna að því að losna undan hrammi ríkisvaldsins og verða húsbændur á sínu eigin heimili. Þegar þeir eiga afkomu sína undir náðarbrauði ríkis- stjórnarinnar, getur svo farið iyrr en nokkurn varir, að þeir verði ekki annað en ráðsmenn hálf- eða alþjóðnýttra fyrirtækja. Þeir mega ekki gleyma því, að áhættan er kaupverð þess að vera frjálsir menn. VINNA OG VERÐMÆTI í öðru lagi miðar núverandi stefna beinlínis að því að hvetja menn til að stunda það, sem fær- ir þjóðarbúinu minni arð á kostnað þess sem arðvænlegra er. Það er hin argasta villu- kenning að verðmæti hlutar þurfi að vera í réttu hlutfalli við þá vinnu, sem í hann hefir verið lögð, og að öll vinna skapi verðmæti. Hún getur skapað þau, en gerir það ekki nauðsynlega. Allir þekkja þjóðsöguna um sandinn, sem sagt er að sjúkling- arnir á Kleppi beri úr kjallaran- um upp á háaloft og helli þar niður um lúgu og renni ofan í kjallarann aftur. Þeir leggja nóga vinnu á sig, en skapa ekkert verðmæti. Verðmætið fæst með því að beina vinnunni að því, sem mönnum finnst eftirsóknar- verðast, vilja endurgjalda hæstu verði. Þess vegna fáum við sem þjóð- arheild mest í aðra hönd með því að hætta alveg við.útflutn- ingsstyrki og greiða útflytjend- um rétt gengi eða — ef enginn fæst til að hengja bjölluna á köttinn og koma því á — með því að halda styrkjunum en hafa þá fasta hundraðstölu af öllum útflutningi. RÉTT BÖKHALD í ÞJÓÐAR- BÚINU Það er ekkert svar við þessu að ekki sé nein ástæða til að styrkja framleiðslu, sem er sjálfbjarga, eins og t. d. hval- vinnslan. Það væri ekki verið að gefa þessum aðiljum neitt, heldur aðeins verið að gjalda þeim þeirra eigin eign, það sem þeim ber að fá, ef þeir eru jafn- réttháir öðrum þegnum þjóð- félagsins. En hvaða vit væri í því að láta þessa aðilja fá stór- gróða í beinhörðum peningum úr ríkissjóði? Þannig kynni ein- hver að spyrja, og ég myndi þá svara: Hér er um það að ræða að koma á réttu bókhaldi í þjóð- arbúinu, bókhaldi, sem sýndi mönnum skýrt og greinilega, hvað borgar sig vel og hvað miður eða ekki. Og ég myndi bæta við: Hefir þú aldrei heyrt talað um fjármálaráðherrann? Heldur þú að hann yrði í vand- ræðum að krækja í sinn skerf af gróðanum, þar sem um veru- legan ágóða væri að ræða. ÖRÐUGLEIKAR A NÝBREYTNI Ég hefi minnzt á aðalgallana á núverandi styrkjapólitík. En margt er ótalið enn. Eitt er það, að aukin fjölbreytni í atvinnu- háttum er íslendingum mikil nauðsyn. Það væri okkur til mikils gagns að geta skapað nýj- ar greinir útflutningsframleiðslu. Eins og nú háttar, verða menn að leggja árar í bát með allar tilraunir í því efni, ef varan er ekki á styrkjalistanum hjá ríkis- stjórninni. Kunníngi minn einn, forstjóri stórs fyrirtækis, sem hefir góða aðstöðu um útflutn- ing, nefndi mér nýiega tvö dæmi þess, að hann varð að hætta við tilraunir til útflutnings á varn- ingi, sem hefði getað orðið álit- legur, ef han hefði notið sömu styrkja og algengast er um sjávarafurðir. Margar smáar til- raunir í því efni geta á sínum tíma leitt til góðs árangurs, en menn leggja ekki út í þær án styrkja, þegar allur tilkostnaður hér miðast við hið háa innlenda verðlag, en þeir verða að selja þann gjaldeyri, sem þeir kunna að afla, á opinberu gengi." Og ekki er allt talið enn, sem finna má styrkjastefnunni til foráttu. Fram að þessu hefi ég að mestu lagt það að jöfnu, hvort komið væri á réttu gengi eða jöfnum útflutningsuppbótum, sem væri nægilega háar til þess að gera aðal-útflutningsfram- leiðsluna arðvænlega. Ég hefi nefnt kostnað og leiðindi af skriffinnskunni í sambandi við síðari leiðina sem einn aðalgalla hennar. Þetta er hvort tveggja bagalegt, en samt má fleira til tína. Eitt er það, að viðbótar- skattarnir, sem ætlaðir eru í styrkina, verða að vera a. m. k. jafnháir styrkjunum, ef vel á að fara, — menn verða að fara að eins og maðurinn með 100 krón- urnar, sem ég nefndi að fram- an, og skattlagði sig um 100 krón- ur til þess að látast fá 200. Þeg- ar til þessarar skattheimtu kem- ur koma alls konar annarleg sjónarmið. DEKUR VIB VÍSITÖLUNA Við höfum dæmin fyrir okkur í bjargráðalögunum. Þar var yfirleitt lagður 16% skattur á allan seldan gjaldeyri. Samt er gerð ein aðal-undantekning fyr- ir ýmsar brýnar nauðsynjar framleiðslu til sjávar og sveita, Þarna er vitanlega aðeins um dulbúna styrki að ræða, — verið að leyna því, hve mikinn styrk útflutningsframleiðslan raun- verulega þarf. En 16% gjald- eyrisskatturinn hrekkur skammt Gamla „bátagj aldeyris-álaginu" er breytt í ný innflutningsgjöld, og þau yfirleitt hækkuð mjög verulega frá því sem áður var. Nokkrar undantekningar eru gerðar frá hinum stórfelldu hækkunum, fyrst og fremst til að dekra við vísitöluna. En hið hækkaða gjald lendir samt á f jöl- mörgum vörum, sem nú mega teljast til nauðsynja svo að segja hverrar fjölskyldu í landinu. GJALDEYRISBRUNNURINN ÞURRAUSINN En þrátt fyrir allar þessar álögur og þrátt fyrir það, að bankarnir hafa tekið á sig ámæli opinberra aðilja og skiljanlegar óvinsældir almennings af því að reyna að hamla á móti straumn- um, fer því fjarri að tekizt hafi að vinna bug á verðbólgunni. Þótt nýju álögurnar séu háar, er það ennþá óvíst með öllu, hvort þær nægja til að standa undir þeim styrkjum, sem lofað hefir verið. Og á öðrum sviðum held- ur stefna peningaþenslunnar áfram. Eftirspurnin eftir, erlend- um gjaldeyri, og einkum frjáls- um gjaldeyri, fer langt fram úr því, sem nokkur tök eru að sinna. Æskilegasta lækningin væri sú að geta stöðvað verðbólguna innanlands og komið á heilbrigðu gengi, en hætt er við að það verði ekki gert í einni svip- an. En unz það verður gert, verð- ur að finna önnur ráð til að draga úr innflutningnum. En þar hefir styrkjastefnan komið okk- ur í einkennilega sjálfheldu. Ef stöðvaður er innflutningur á því, sem við mættum helzt án vera, eru það einmitt vörurnar, sem drýgstan skilding gefa í út- flutningssjóð, og þá stöðvazt styrkirnir að sama skapi. En það verða menn að gera sér ljóst, að tskmörk eru fyrir því, hve lengi unnt er að dæla vatni úr þurr- ausnum brunni. Ef ekki er reynt að beina rás viðburðanna á rétta braut í tæka tíð, hlýtur svo að fara, að ekki verði unnt að hafa stjórn á henni og að at- vikin sjálf taki enn óþyrmilegar í taumana en þurft hefði að vera. Um sýningu Kristjárís Davíössonar ÞEGAR ég leit í Morgunblaðið í dag og rakst á „presentasjón" blaðsins á Kristjáni Davíðssyni, þá kom mér í hug að ekki alls fyrir löngu sá ég kvartað undan því á prenti, að ísland ætti engan portretmálara. Þessi umkvörtun stafar af vissri tegund seigdrepandi nær- ingar, því ísland á portretmál- ara og var búið að eiga hann í mörg ár, þegar kvörtunin var látin á þrykk út ganga. Til þess að ganga úr skugga um, að Krist- ján hefði ekki vent sínu kvæði í kross í millitíðinni, þá skrapp ég niður í Aðalstræti til að at- huga sýningargluggann. Slíkt reyndist óþarfi, en ferðin borg- aði sig engu að síður. í þessum málverkum sínum er Kristján dálítið upp á kant við skynsamlegar aðferðir til að búa til málverk, en það virðist ekki koma að sök, þótt viðbúið sé að einhver skarpur hugsuður kunni Gullfobs leggur frá landi. „Guilfoss" hefir flutt 43 þús. far- þega milii landa ÞEGAR ms. „Gullfoss" fór frá Kaupmannahöfn laugardag. 25. þ. m., má telja að hann byrji átt- unda siglingaárið, því í maí 1950 lagði hann upp frá -Kaupmanna- höfn í fyrstu ferðina til íslands. í þau sjö ár, sem skipið hefur verið í förum, hefur það nær ein göngu siglt milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með viðkom- um í Leith. Þó var skipið leigt frönsku fyrirtæki einn vetur 1950 —1951 og var þá í förum milli Bordeaux og Casablanca og eina ferð hefur skipið farið til Mið- jarðarhafslanda með farþega og vörur. Eins og drepið hefur verið á, hafa ferðir ms. „Gullfoss" eink- um verið milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar, þar til á síðastliðnu hausti að áætl- un skipsins var breytt nokkuð þar sem útflutningur á sjávaraf- urðum til meginlands Evrópu hafði aukizt svo verulega að þau skip Eimskipafélagsins, sem sér- staklega var beint til slíkra flutn inga og byggð eru með frystilest- um gátu ekki annað flutningun- um og varð því að ráði að breyta áætlun „Gullfoss" sem einnig er byggður með frystilest, á þann veg að fella niður viðkomur í Leith á leið til Kaupmannahafn- ar en láta skipið þess í stað koma við í Hamborg. Með því fyrir- komulagi þótti sýnt, að nýta mætti betur frystilest skipsins, sem og reynd hefur á orðið, auk þess sem annað lestarrými skips- ins hefur flutt skreið, fiskimjöl og aðrar útflutningsvörur til Hamborgar. í sumar verður hins vegar aft- ur tekið upp sama fyrirkomulag á ferðum m.s. „Gullfoss" og und- anfarin ár, þannig að skipið siglir milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar. Yfir sumar- tímann eru farþegaflutningar meginatriði og er skipið þá jafn- an fullt með farþegum. Þrátt fyr- ir auknar og bættar flugsamgöng ur virðist sá hópur manna alltaf stór sem fremur óskar, sér til hvíldar og ánægju að ferðast sjó- leiðis. Þetta má bezt marka af því, að sl. ár voru farþegar með .Gullfoss' fleiri en nokkurt ár síð an skipið hóf siglingar og nú eft- ir sjö ára siglingar hafa 43 þús. farþegar ferðazt með skipinu landa á milli. Þetta virðist ekki styðja þá skoðun að flugvélarnar muni í náinni framtíð leysa skip- in af hólmi með flutning farþega, enda er oft svo yfir sumarmán- uðina að ekki er unnt að verða við beiðnum allra þeirra sem eftir farplássum óska með „Gull- foss" og eru þá jafnan margir sem skráðir eru á biðskrá skips- íns ef vera kynni að einhverjir (þeirra sem farpláss hafa) hættu við ferðina. í sumar eru flestar ferðir „Gullfoss" fullbók- aðar farþegum og fækkar nú óð- um þeim farþegarúmum sem enn hefur ekki verið ráðstafað. Þeim, sem hugur leikur á farþegarúmi með skipinu hefur því verið ráð- lagt að tryggja sér farmiða með- an enn kunni að vera möguleikar á að verða við óskum þeirra. Vöruflutninga annast „Gullfoss" jafnframt farþegaflutningum eins og áður er sagt og hefur skip ið yfirleitt verið með fullfermi af vörum til landsins. Sl. ár voru vöruflutningar „Gullfoss" stór- um meiri en nokkurt annað ár, samtals hafði skipið flutt um síð- ustu áramót 130 þús. tonn af vör um frá því að það hóf siglingar, þar af 27. þús. tonn á sl. ári. að leiða hið gagnstæða í Ijgs, þegar minnzt varir. Mig ráíiöfr eitthvað í að hafa séð mynd eftir Kristján, er hann nefndi Smáljón í prófíl. Eitt sinn olli sú mynd mér dálitlum heilabrotum um lífið og tilveruna og þótt skömm sé frá að segja, hafði ég lista- manninn stöðugt grunaðan um að snúa bæði myndinni og nafn- inu öfugt, a. m. k. var eitthvað gruggut við þá mynd. T.d. var prófíll ljónsins áberandi frjáls- lega teiknaður, en það skal tekið fram myndinni til málsbóta, að hún hafði ekkert við sig, sem stangaðist á við þá kenningu að mynd geti verið falleg, þótt hún sé af litlu sem engu. Menn hafa réttilega bent á að málverk af engu hljóti að geta verið fallegt fjrst ómerkileg hundaþúfa á borð við Eskihlíðina hefur verið bendluð við fegurð, svo ekki sé minnzt á Esjuna og öll hin fjöll- in. Hugmyndin er að vísu ískyggi lega stórbrotin, en hún er þó alltént skínandi vitnisburður um, að náttúrunni skeikaði ekki í undursamlegustu smíð sinni, mannsheilanum. Taglhnýtingur þessarar kenningar er sú stað- reynd, að menn eru ekki á eitt sáttir um, hvað sé fegurð. Fyrir bragðið vill brenna við að allar hugleiðingar um list og fegurð endi á heilabrotum um fjöll og fossa og jafnvel vísindi, unz menn gerast blátt áfram kjaft- forir og skipa hver öðrum upp í sveit að skoða landslagið, lang- lundargeð málarans gagnvart náttúrunni er þá þrotið sem eðli- legt er. Hlutir sem liggja fyrir hvers manns fótum er óþarfi að mála, auk þess teflir skynsemi málarans ekki á tvær hættur, þar sem ljósmyndavélin er ann- ars vegar, þótt eineygð sé. Kristján virðist ekki hafa haft fjölskrúðugar fréttir af þróun myndlistarinnar, ellegar að hann ögrar gervöllu mannkyninu af ásettu ráði og þróun myndlist- arinnar ofan í kaupið. Hann mál- ar fólk, hvað sem tautar og raul- ar, enda þótt ekki verði þverfót- að fyrir fólki og er viss með að þrjóskast við meðan nokkur hræða er uppistandandi í heim- inum. Slíkir menn eru ekki á hyerju strái. Einu sinni birti „........" þá spurningu á forsíðu, hvers vegna menn máluðu. Það er víst til- fellið að mismunandi ástæður knýja menn til að mála. Suma 1 langar víst til að verða frægir, aðrir hugsa um fjárhagshliðina, þótt undarlegt megi virðast, og enn aðrir um hvorttveggja og meira til. Einstaka maður fæst við að bjarga því sem bjargað verður af heimslistinni, en rúss- r.esku sósíalrealistarnir láta sér ekki nægja minna en mannkynið og heimsmenninguna á einu bretti, enda hefur aldrei heyrzt annað en að þeir hefðu nóg fyrir stafni. í einfeldni minni lagði ég þessa spurningu fyrir nokkra kunn- ingja mína meðal málara, en út- koman var alltaf sú þunglyndis- lega fullyrðing, að þeir máluðu sjálfum sér til ánægju. Loksinp fann ég það út að með pMB orða spurninguna dálítið öðru vísi, gat ég komið þessum sömu kunningjum mínum í bobba. Ef maður spyr málara þeirrar spurn ingar, hvers vegna hann sýni, þá vefst honum oftast tunga um tönn og a. m. k. tveir sem ég hef spurt, tóku þetta heldur óstinnt upp. Við lifum á varhugaverðum Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.