Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 13
MíSvíkudagur 29. maí 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Grundvöllur stjórnarinnar er kosningalaga- og stjórn- Herra forseti, háttvirtu áheyrendur. Allir eldri hændur muna glöggt þau fjárhagslegu vandræði sem þeim voru búin í tíð vinstri stjórnarinnar fyrri — hallæris- stjórnarinnar 1934—’39. Þá urðu bændur almennt að vinna kaup- ■laust og alltaf gekk á lítinn höf- uðstól. Unga fólkið flúði til bæj- anna. Fjöldi jarða lagðist í auðn. í síðustu kosningum spáði ég og fleiri því, að allt þetta mund- um við fá aftur ef slík stjórn yrði endurreist. Þetta er farið að ræt- ast og stefnir ört í þá átt eins og við mátti búast. Þegar verð- festingarlögin voru sett í byrjun september sl., þá tóku bændur því almennt vel, þó það skerti þeirra hag í bili. Þeir sáu, að þar var stefnt í rétta átt, ef skynsam- legt framhald hefði á orðið. En þessu var ekki alveg að heilsa. Eftir fáa mánuði voru tollar og skattar hækkaðir gífurlega. Vísi- tölunni var sleppt lausri enn á ný. Verð á öllum aðfluttum vör- um hefir stórhækkað. Þar á með al á sumum helztu rekstrarvör- um landbúnaðarins, benzíni, olíu, kolum, áburði o.fl. Mörg stéttar- félög hafa fengið hækkuð laun og stefnir óðum áfram á þeirri leið. Kostnaður við allar fram- kvæmdir vex. Framræsla og ræktun um minnst 20%. Bygg- ingakostnaður sömuleiðis, vega- lagningar og hvað annað. Aðeins eitt er bundið. Það er afurðaverð bændanna. Það má ekkert hækka fyrr en 1 september næst. Bænd- ur verða að taka við allri hækk arskrárbrot „Þess er ekki að vœnta að upp úr slíkri jörð komi neinn nyfjagróður", sagði Jón Páimason í eldhúsdagsumrceðunum á mánudagskvöid flokkamenn þorað að kannast við verkið. Nokkuð var þetta lagað í meðförum Alþingis, en eitt að- alatriðið mátti ekki koma til greina. Móti því komu allar hend ur stjórnarflokkanna, þegar við Sjálfstæðismenn fluttum tillögu um það. Þetta var hækkun til Byggingarsjóðs sveitanna um 2,5 millj. króna svo unnt væri, að hæklta lán til íbúðarhúsabygg- inga upp í 100 þús. kr. á hús að minnsta kosti. Lán til kaupa á jörð, bústofni og vélum er það sem frumbýlinga skortir mest og hefir svo lengi verið. En þetta hefur eigi fengizt lagað nema að litlu leyti. Nú var ætlun milli- þinganefndarinnar, að bæta úr þessu með 5 milljóna kr. frám- lagi á ári til Veðdeildar Búnað- arbankans. Það hefir ekki feng- izt. Tillögur okkar Sjálfstæðis- manna ekki teknar til greina og ekkert fé hefir Veðdeildin enn fengið þó þar liggi 300 umsóknir óafgreiddar. BÆNDUR OG SVEITAMENN OLNBOGABÖRN Nú er talið, að ætlunin sé, að lána Veðdeildinni 5 milljónir uninni og fá' ekkert í staðinn Ég I króna úr Atvinnuleysistrygging- , , _ 01 QT'ClASi rnm -PÓL-lr O 1 í 11 í i segi svo, þó 7 aurar fengjust 1 vetur til verðjöfnunar á mjólk, því sú upphæð nægir engan veg- inn til þess að bændur vestan- lands, norðan og austan fái það verð fyrir sínar afurðir, sem verðgrundvöllurinn gerir ráð fyr ir. Samsvarar það því, að launa- menn fengju ekki launin sín nema með miklum afföllum. Þó gert sé ráð fyrir verðhækkun á landbúnaðarvörum í haust, í samræmi við aukinn tilkostnað, þá þykir mér trúlegt, að áður verði komin önnur bráðabirgða- lög eða aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þá hækkun. FRUMVARPI STUNGIÐ UNDIR STÓL Áður en þetta gerðist, þá vissu bændur að ekkert samræmi var milli afurðaverðs og launa, enda engin leið að reka búskap með aðkeyptu vinnuafli, nema með miklum halla. Það sanna reikn- ingar ríkisbúanna ár eftir ár. En kað ,er fleira en þetta sem gengur í sömu átt og sem sannar bændum hvert stefnir með þeirra hag. Sú milliþinganefnd, sem fyrr- verandi landbúnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur um bættan hag frumbýlinga og ný- bylamanna og sem í voru meðal annars tveir meiri háttar Fram- soknarmenn: Skólastjórinn á Holum og formaður Búnaðarfé- lags Islands, hún skilaði sínu áliti um miðjan nóvember sl. með tveimur frumvörpum. Öðru þeirra um aukið fé til Veð deildar Búnaðarbankans frum- yhngum til gagns, var stungið undir stól. 6 VEÐDEILDIN ENN FÉVANA Það mátti ekki koma fram. Hitt var tætt í sundur af skúma- skotamönnum stjórnarflokkanna áður en það var, að mörgum mán uðum hðnum, lagt fyrir Alþingi Er það einsdæmi í þingsögunni um frumvarp frá milliþinga- nefnd, enda hafa engir stjórnar- arsjóði, sem fékk 21 milljón i fjárlögum. Er þetta að vísu þakk arvert, það sem það nær. En öfug streymi finnst mér í öllu þessu, þegar vitað er, að helzta ráðið til að fá verkafólk til landbún- aðar eða á fiskiskipin er að fá það frá öðrum löndum, Færeyj- um og víðar að. Hið eina er máli skiptir, og gert hefur verið land- búnaðinum til gagns í öllu flóð- inu, er aukið framlag til nýbýla og ræktunar á þeim jörðum, sem hafa minnst túnin. Er það gott út af fyrir sig. En það er ekki rækt- unarkostnaðurinn, sem er örðug- ast með þeim f’-amlögum er áður voru lögfest. Heldur eru það byggingarnar og hinn gífurlegi kostnaður við að stofna til bú- skapar. Það er öllum ungum sveitamönnum þungt í skauti og hrekur marga þeirra til bæjanna. Þeir sjá að bændur og sveita- menn eru olnbogabörnin eins og nú er að unnið. Við í milliþinganefndinni ætl- uðum okkur að fá nokkurn létti fram við byggingu íbúðarhúsa á nýbýlum með 25 þús. kr. fram- lagi á hús og má segja að nokkur bót sé þar að. En síðan við flutt- um þá tillögu hefur byggmga- kostnaðurinn verið aukinn, sem þessu svarar. Auk þess var fram- lagið til þessa lækkað um Va svo það nægir aðeins handa 60 mönn- um þó 80—100 eigi rétt á að fá það. Sannast á öllu þessu, að meira hefur verið um annað hugsað, þó víða séu kvartanir, en það, að bæta úr va.ndræðum sveitanna. Það er líka augiýst meira af jörðum til kaups nú en verið hefur síðustu 16 árin og líkur fyrir, að margar þeirra fari í auðn, meðal annars í beztu héruðum landsins á Suðurlandi. Af þessu og mörgu öðru má sjá að þeir bændur og sveitamenn, sem kusu Hræðslubandalagið i síðustu kosningum létu illa blekkjast, sjálfum sér, sinni stétt og þjóðinni alln til mikils ógagns. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði marga galla eins og allar sam- steypustjórnir hafa. En ef hún hefði verið enn, þá væri ástandið gagnólíkt og miklu betra en nú er orðið. HVER VITLEVSAN REKUR AÐRA Öllum landslýð er líka að verða það ljóst að hver vitleysan hefur rekið aðra í starfi núver- andi ríkisstjórnar. Hinni stævstu neyddust mennirnir sjálfir til að snúa frá, eftir að hafa orðið þjóð- inni til minnkunnar um allan hinn vestræna heim. Af henni mun þjóðin þó lengi súpa seyðið. Hinar smærri verða eigi upp- taldir á lítilli stundu, en yfirleitt stefna þ ær til vaxandi vand- ræða, því það er augljóst, að stjórnin er að leiða þjóðina út í þá mestu fjárkreppu, sem þekkzt hefur síðan vinstri stjórnin fyrri var við völd. Mun þess skammt að bíða að það komi glöggt ljós. SAMIÐ OG SVIKIÐ Á VÍXL Þegar við lítum til fjármála- sögu þjóðarinnar síðustu árin, þá leitar hugurinn til þess, að nú- verandi fjármálaráðherra, Ey- steinn Jónsson, lét allra manna verst yfir hinni voðalegu fjár- eyðslu nýsköpunarstjórnarinnar, þegar Pétur Magnússon var fjár- málaráðherra. Þá átti allt að vera að sökkva. Þá var Eysteinn Jónsson og fleiri Framsóknar- menn óðir af vandlætingu út af öllu sukkinu, sem þeir kölluðu. Þá var ekkert eins nauðsynlegt, á hans máli sem það, að afnema óstjórn íhaldsins á fjármálum. En hvað voru öll gjöldin þá? Þau komust hæst samkvæmt sjóðsyfir liti á ríkisreikningi 1946 í 228 milljónir króna. Síðan hefur nú- verandi fjármálaráðherra ailtaf verið í ríkisstjórn. Hann hefur samið á víxl og svikið á víxl. Hvort sem hér er Alþýðufiokks- stjórn, Framsóknarstjórn, Sjálf- stæðisstjórn eða kommúnista- stjórn, þá getur Eysteinn Jóns- son verið í þeim öllum. Hann tekur stefnuna „frá degi til dags“, eins og einu sinni var eftir hon- um haft. Jón Pálmason. STAKSTEIMAR Eldhús fullt af reyk. ELDHÚSDAGSUMRÆÐURNAR fóru að þessu sinni fram að sum- arlagi. Munu þess fá eða engin dæmi á síðari áratugum að þær hafi farið svo seint fram. Það, sem helzt einkenndi þessar um- ræður var doði og drungi stjórn- arliðsins. Það var eins og eldhús þess væri fullt af reyk og það reikaði um rammvillt og úrræða- laust. Útvarpshlustendur fundu greini leg merki hinnar málefnalegu nppffjafar í ræðum ráðherranna og aðstoðarmanna þeirra. Þrauta úrræði þeirra var að skamma fyrrverandi ríkisstjórnir. Jafn- vel Framsóknarmenn , sem setið hafa í velflestum ríkisstjórnum s.l. 30 ár, reyndu að bjarga sér á því að kenna fyrrverandi ríkis- stjórnum vöxt dýrtíðarinnar og annað það, sem aflaga hefur farið. FJÁRMÁLASNILLI EYSTEINS Hvernig hefur honum svo tek- izt, að laga óstjórn Péturs Magn- ússonar, sem hann svívirti mest forðum. Þannig að á þessu ári eru útgjöld ríkissjóðs og útflutn- ingssjóðs, sem líka er ríkisstofn- un, áætluð samtals yfir 1200 milljónir króna. Þar með fylgja hliðstæðar álögur. Þar á ofan er svo bætt 80 milljóna króna stór- eignaskatti svo útkoman nálgasí 1300 milljónir króna. Hin mikla umbót hjá helzta forystumanni „umbótaflokk- anna“, fjármálaráðherranum, er því sú á rúmum 10 árum, að hækka útgjöldin og álögurnar frá 1946 um 400—470%, eftir því hvort stóreignaskattsböggullinn er tekinn með eða ekki. Hámarksgjöldin frá tið Péturs Magnússonar eru þannig milli 5 og 6 földuð. Það er þetta sem bezt sýnir fjármálasnilli núver- andi, fyrrverandi og oftverandi fj ármálaráðherra, Eysteins Jóns sonar. GJALDABAGGINN STÆKKAR Hlut að þessu hafa að visu margir átt, stéttir og flokkar. En fjármálaráðherrann hefur haft forystuna. Og ef um einhverja ábyrgð væri hægt að tala á þessu sviði, þá ber hann ábyrgðina öðr- um fremur. Það er og alkunnugt. að grobbið og skrumið hefur hann fengið og það ótæpt úti látið á síðum Tímans og úr munni Fram- sóknarmanna. Sjálfur þykist þessi maður hafa ráðið mestu í öllum stjórnum. En þegar hann er í stjórn með Ólafi Thors, þá er allt illt kommúnistum að kenna, en þegar hann er i stjórn með kommúnistum, þá telur hann allt illt Ólafi Thors að kenna. Síðasta afrek þessa herra er svo það að hækka útgjöldin og álög- urnar um nærri 400 milljónir kr. síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Það má segja nú á tímum að ekki muni mikið um árið. Það hefur þó þjóðin fundið, að sið- asta árið er nokkuð dýrt fxá því að hið heimskulega þingrof var ákveðið í fyrra. En kannske munar það ekki miklu, þó sami fjármálaráðherra verði eitt árið enn. Fari samt svo, að á því ári verði enn bætt 300— 400 milljónum króna ofan á allan gjaldabaggann eins og þetta síð- asta ár, þá mundi kominn hæfi- legur tími til að óska Framsóknar mönnum til hamingju með þann fjármálasnilling, sem þeir hafa mest grobbað af. INNBYRÐA KRATAR FRAMSÓKN? Það er kunnugt, að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að stjórn málaflokkar okkar lands væru of margir. Þeim þyrfti að fækka o; ættu helzt ekki að vera nema tveir. Nú stefnir nokkuð í þá átt, ef stjórnarliðið gengi í einn flokk. Að minnsta kosti líkur fyr ir, að um einn geti fækkað. — Framsóknarflokkurinn fékk lang fæst atkvæði í síðustu kosning- um. Það sannaðist líka að fyrii liðsmenn hans í sex stærstu kaup stöðunum og fimm sveitakjör- dæmum kusu upp til hópa Al- þýðuflokkinn. Meðal annars er víst, að 7 þeirra þingmanna sem nú teljast Framsóknarmenn kusu frambjóðendur Alþýðuflokksins. Þar á meðal báðir núverandi ráð- herrar, forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann. Mundi þetta ekki geta boðað það, að Alþýðu- flokkurinn legði Framsókn gcmlu undir sig fyrir fullt og allt innan skamms? Það gæti skapað tölu- vert hreinni og eðlilegri pólitík. Væri líka skiljanlegt framhald af því, sem gerðist í síðustu kosn ingum. Þá væri líka einum færra fyrir eignarréttartnenn landsins að berjast við. Og um leið nokk- uð hreinni málefnabarátta og eitt Framh. á bls. 23 Bra^ðdaufur forsætis- ráðherra. Ræða Hermanns Jónassonar í þessum umræðum var með allra bragðdaufasta móti. Hann minnt- ist ekki einu sinni einu orði á „klæðnað veiðimanna“. Er hann þó sérfræðingur í þeim „fræð- um“ og veit allt um liti slíkra fata, og ekki síður um landslagið, sem menn veiða í !! Nú lét þessi gamli kappi sér nægja að jóðla eitthvað um að „ríkisstjórnir Sjálfstæðismanna“ hefðu alltaf sett dýrtíðarskriður af stað. En hann gleymdi að geta þess að Framsóknarmenn hafa setið í nær öllum þessum „rikis- stjórnum Sjálfstæðismanna". En auðvitað bera þeir Hermann og Eysteinn ekki ábyrgð á neinu, sem gerzt hefur á þeim árum. Ætli þeir ráði þá aldrei neinu, vesalings Framsóknarmennirnir, þegar þeir eru í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum? Þá veit maður það. Ráðherrar Framsókn- ar sitja þá bara upp á „punt“ í ríkisstjórnum með Sjálfstæðis- mönnum, en ekki til þess að ráða þar neinu !! Hefur dýrtíðin ekki vaxið? Ráðherrar kommúnista héldu því enn fram í þessum umræðum að dýrtíðin hefði ekki vaxið neitt undanfarna mánuði. Þeir segjast alltaf vera að vinna „sigra“ á henni. Skárri er það nú „sigurgang- an“ hjá þessum blessuðum mönn- um. En ætli þeir séu ekki frekar lausir í tengslum við almenning í landinu? A. m. k. sér fólkið ekki þessa „sigra“, sem þeir Lúðvík og Hannibal eru alltaf að vinna á dýrtíðinni. Almenningur finnur hins vegar ekki betur en að allt sé stöðugt að hækka og hvert skarðið á fætur öðru sé höggvið í launatekjur þess. Tveir heimspekingar reikna. En þeir Lúðvík og Hannibal éru orðnir svo miklir heimspek- ingar, að þeir hugsa ekki um svo hversdagslega hluti sem hækkun verðlags á algengustu nauðsynj- um fólks. Þeir láta bara nefndir sínar og „stjóra" reikna út á pappírnum, lækka verzlunar- álagninguna og segja svo fólkinu að það vegi upp á móti þeim hækkunum, sem leiða af hækk- un tolla og skatta. Það eru glúrn- ir karlar, þeir L. og H. ! Eldhúsdagsumræðumar voru mjög gagnlegar. Þær hafa gefið almenningi á íslandi enn eitt tækifæri til þess að sjá út í hve einstakt öngþveiti vinstristjórn Hermanns og kommúnista hefur leitt þjóðina á 10 mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.