Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 14
u MORGUNBLAÐlf* MiöVikudagur 29. mai 1957 Mannlýsing ómennis JANOS KADAR, núverandi lepp- íorsætisráðherra Rússa í Ung- verjalandi er persóna undarlega íull af mótsögnum. Hann var einn helzti ofsækjandinn í póli- tísku réttarhöldunum, en sjálf- ur varð hann síðan fórnardýr þeirra. Hann lét myrða menn sem höfðu bjargað lífi hans og hann sveik beztu vini sína. Eftir fjög- urra ára einangrunarvist í fang- elsi stalinistanna, var hann sjálf- ur harðari stalinisti eftir en áður. Nú virðist hann falla vel inn í eyðilegt og ruglingslegt umhverfi Búdapest-borgar með útbrunn- um skriðdrekum, slagorðum, sem máluð eru á veggi húsa en eru óviðeigandi eftir að húsin hrundu, — kirkjugarður byltingar. En hvernig á að lýsa honum fyrir fólki sem lifir í eðlilegum heimi mannlegra vera? Hvernig á að lýsa hinum „hlutlausa kvalara" með hæglátu framkomuna? Eða fyrirlitlegri ragmennsku manns, sem stundum var hugdjarfur? — Hvernig á að gefa mynd af „vís- vitandi geðklofnun"? Það fer svo að lokum, að þetta verður ekki aðeins mann lýsing, heldur vitnisburður um það, hvernig siðferðisvit- und er umbreytt í siðræna geðveiki og manni sem er búinn mannlegri skynsemi er breytt í duttlungafulit úrhrak. Það er aðferðin til að skapa kommúníska leiðtoga. • Ungur járnsmiður gengur í hinn ólöglega Kommúnistaflokk. Þar lærir hann kennisetningar Marxismans, áður en hann hefir lært að hugsa. Hann leiSist inn í heim hugmynda meðan hann er enn fáfróður um sjálfan þann heim sem hann lifir í. Og ekkert annað fær að komast að hjá hon- um. Félagarnir verða að hlýða ströngum flokksaga. Flokkurinn fylgist með þér, hvað sem þú gerir. Bráðlega fer að þróast með þér þín eigin hugræna flokks- kennd. Á efstu hillu þíns eigin hugar tekur sér sæti örsmár ör- yggisvörður, sem hefur eftirlit með þér. Nú getur flokkurinn treyst þér. Janos Kadar ávann sér skjótt traust flokksins. Við byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar var hann orðinn minniháttar flokks- foringi. Þar eð flokkurinn var enn ekki við völd, hafði enginn ágreiningur skapast milli einka- hugsana hans og opinberra yfir- lýsinga. Á styrjaldarárunum varð Eítir George Foloczi-Eorovaih menn handtóku hana og pyntuSu hana til að láta hana ljústra upp um flokksforingja kommúnista. Eftir styrjöldina þegar flokkurinn komst til valda héldu þeir Kadar og Rajk vináttu sinni og ung- versku kommúnista-leifftog- arnir, Rakósi og Gerö, sem þá komu frá Moskvu, veittu þeim inngöngu í innsta hring Stalínsvaldsins. • I innsta hringnum er hugsjóna- fræði kommúnismans ýmist tek- in alvarlega eða ekkert tillit tek- ið til hennar, — allt eftir því Þar verða menn að laera hina miklu kenningu Stalinistanna: — Það er réttlætanlegt að drepa nokkur þúsund manns til þess að byggja upp hamingjusama fram- tíð fyrir milljarða hinna komandi kynslóða. Þá framtíð er aðeins hægt að byggja á grundvelli æ styrkari Sovétríkja Rússlands; enda eru hagsmunir Sovétríkj- anna og mannkynsins eitt. víkja fyrir ofsóknarstjómar- fari kommúnista, varð fyrsta siðferðilega klofnunin. í einka lífi sínu leitast maður við að vera heiðvirð sál, hollur vin- um sínum, andvígur svikum, þjófnaði, baknagi og morðum. En hið opinbera sjálf manns fellst þó á alla þessa glæpi, ef þeir eru framdir fyrir vel- ' ferð og hamingju komandi kynslóða, — það er að segja í þágu hins mikla Sovét-rúss- neska föðurlands. Árið 1947 var Kadar einn af fremstu foringjum flokksins. Hann var álitinn gæfur, hugrakk hvað heppilegt er í hvert skipti. lur og iðjusamur maður. En þeir sem áður höfðu þekkt hann sáu þó verulega breytingu á honum. Á andlit hans hafði færzt ein- hver undarlegur hlutlaus star- andi svipur. Einu sinni hafði hann „tignað manninn". Nú hafði sú tilbeiðsla breytzt í einhverja óraunhæfa tilfinningu: — hann tignaði nú ekki manninn, eins og hann er í dag, heldur eins og hann verður einhverntíma í fram HÖFUNDUR þessarar greinar, Geroge Paloczi-Horvath var í höpi ungversku rithöfundanna, sem hleyptu af stað október-byltingunni 1956. Hann hefur verið blaðamaður, skáldsagnahöfundur og sagnfræðingur. Hlaut hann menntun sína fyrir stríð við háskólann í Vínarborg og í Bandaríkjunum. Hann varð einn kunnasti and-nazista rithöfundur Ungverjalands, en varð að flýja land 1941. Starfaði hann á stríðsárunum fyrir brezka útvarpið BBC. Eftir styrjöldina fluttist hann að nýju heim til Ung- verjalands og gekk í nngverska kommúnistaflokkinn. En tveimur árum síðar var hann handtekinn. „Játaði" hann eftir margra mánaða pyntingar og var dæmdur í 15 ára fangelsi. Þegar 90 þúsund pólitískir fangar voru leystir úr fangelsum Ungverjalands 1954 hlaut hann einnig frelsi og varð hann einn af forustumönnum ungverska rithöfunda- félagsins og Petöfi-félagsins. Þegar Rússar bældu bylting- una niður flýði hann enn land með konu sinni og syni. En þessi stórbrotnu baráttumið flokksins má ekki birta múgnum. Hann verður að vinna á band flokksins með réttum baráttuað- ferðum. Kadar varð framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Búdapest, um þær mundir sem Rajk var innan- rikisráðherra. Kadar sætti sig við greiningu milli baráttumiða og aðferða. Hann sætti sig við að einkasannleikur hans fjarlægðist Laszlo Rajk „játar" fyrk pólitískum dómstóli kommúnista. Kadar einn af 10 m'nnnum i stjórn Kommúnistaflokks Búdapest. Foringi þessa ólög- lega flokks var Laszlo Rajk, sem varð vinur Kadars og fyrirmynd, maður upprunninn úr verkamannastétt, er hafði hlotið háskólamenntun, hetja úr spænsko borgarastyrjöld- inni. Kona Rajks hafði bjarg- að lífi bæði Kadars og eigin- manns síns, pegar Gestapo- hinn opinbera sannleika. Þ. e. áróðurslinu folkksins. En Rajk átti erfitt með að sætta sig við það. • Nú þegar fór að gaeta hjá Kadar, eins og hjá svo mörg- um öðrum háttsettum flokks- mönn um, alrarlegrar geðklofn unar, milli einkasálarlífs hans og opinbers sálarlífs. Þegar margflokkakerfið varð að tíðinni. Samtímis þessu var hann orðinn undarlega tilfinningalaus gagnvart þeim mönnum sem lifa nú í dag, gagnvart samlöndum sínum. • Árið 1948 tók Kommúnista- flokkurinn sér alræðisvald í Ung verjalandi. Kadar varð varafram kvæmdastjóri flokksins. En Rak- ósi einræðísherra taldi hina út- völdu í æðstu stjórninni á að fallast á þær grimmdarlegu að- gerðir ,sem nú fylgdu í kjölfarið. Þegar flokkurinn er búinn að taka völdin breytir hann um stefnu. í staðinn fyrir fortölur, loforð og bætt launakjör, verður nú að píska verkamennina áfram með ógnunum til aS vinna. Til þess að tryggja sigur kommún- ismans um heim allan, verða kommúnistaríkin aS koma upp stórfelldum þungaiðnaði og sigra í vígbúnaðarkapphlaupinu. En verkamennirnir vilja hækkuð laun og bætt lífskjör og þeir vilja fá það nú þegar. Þess vegna er óhjákvæmilegt að þvinga þá með ógnunum til að fórna ölluni hagn- aði ævi sinnar fyrir komandi kynslóðir. Kadar féllst á þetta Rajk veitti mótspyrnu, þrætti og barðist gegn því. Hann var lækkaður í tigií, sviptur stöðu innanríkis- ráðherra og gerður utanríkisráð- herra. Eftírmaður hans var Janos Kadar. Persónulega voru þeir enn góðir vinir. Vorið 1949 61 frú Rajk son. Við nafngiftina sem fór fram af sovézkum síð var Janos Kadar guðfaðir barnsins. Fáum vikum síðar lét hann handtaka Rajk og með honum tngi og síð- ar hundruð af gömlum kommún- istum, hetjum úr Spánarstyrjöld- inni og vel þekktnm marxist- JANOS KADAR nm. Þeir vorn kallaðir Rajk- njósnahringurinn. Kadar for- dæmdi Rajk opinberlega sem fyr- irlitlegan njósnara, heimsvalda- sinna og flugumann Xítós, og sem fyrrverandi handbendi Horthy- lögreglunnar, Gestapó og frönsku og bandarísku leyniþjónustunn- ar. Þegar hann gaf þessa yfirlýs- ingu átti frú Rjak, sem sex ár- um áður hafði bjargaS lifi hans, í kvalastríði í fangelsi öryggis- lögreglunnar. Bóiga hafði hlaup- ið í brjóst hennar, vegna þess að nýfætt barniS hafði verið tekið frá henni. Við sem hýrð- umst lengi í sama fangelsi og hún héldum lengi, að þar með væri talið allt hlutverk þessa guðföðurs barnsins. Nokkrum ár- um síðar komumst við að því að ekki voru öll kurl komin tíl grafar. • Árið 1951 var Janos Kadar sjálfur handtekinn. Hann var maðurinn sem vissi of mikið. Handtakan hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir hann, en þó ekki komið honum á óvart. Kadar vissi fullvel, að saga allra kommún- istaflokka sem ná völdum er endalaus röð af pólitiskum réttar höldum, yfir háum sem lágum. Sú venja að efna til „gagnrýni og sjálfsgagnrýni" á öllum svíð- um þjóðlífsins, er ekkert annað en játningarréttarhöld í smækk- aðri mynd, þar sem flokksmenn bera fram ákærur gegn sjálfum sér og gera sjálfa sig þannig á- byrga fyrir öllum mistökum. Stóru pólitísku réttarhöldin gegna því hlutverki næstum því reglulega, að losna við þá sem skara fram úr. Samtímis eru þau notuð til að útbreiða hina nýju pólitísku línu og viðhalda ótt- anum. Flokksmenn, jafnvel þeir sem hafa verið háttsettir eru pýndir, svívirtir, kúgaðir og beitt ir brögðum til að fremja sið- ferðilegt og líkamlegt sjálfsmorð, sem leiðir af játningum þeirra um glæpi 'sem aldrei hafa verið framdir. Kadar sjálfur var lostinn með takmarkalausri grimmd. Eftir að honum var sleppt lýsti hann því fyrir miðstjórn kommúnistaflokksins, hvern- ig hann hefði verið pyndað- nr. Þar á meðal var lýsing- in af því, að liðsforingi í ör- yggislögreglunni (Avói) Vladi mir Farkas hafði slegið hann þar til leið yfir hann. Hann raknaði aftur úr rotinu við það að Farkas stóð yfir hon- um og leysti þvag í andlit hans. • Hann sat nokkra mánuði svefn leysis og pyndinga í fangelsínu, unz réttarhöld fóru fram yfir honum 11. des. 1951. Ég sat þá einnig úttaugaður eftir meðferð lögreglunnar í sama fangelsinu og var nú valinn ásamt hinum kunna rithöfundi Paul Ignotus að bera vítni gegn Kadar. Að sjálfsögðu höfðum við orðið illan bifur á manninum, því að undir hans lögreglustjórn höfðum við báðir verið pyndaðir. En þrátt fyrir þaS vorum við ekki reiðu- búnir aS fara að hjálpa fjölda- morðingjanum Rakósi til að losna við einn helzta samsektar- mann sinn. Svo að við þessi rétt- arhöld gáfum við ekki þau svör, sem við var búizt, heldur töluð- um aðeins almennt um málið, en nefndum hvergi nafn Kadars né meðákærða. Við þetta tækifæri sá ég Kadar og hina meðákærðu. Haf ði þekkt þá alla áður. Einn meðákærðu, Sandor Harazti, gamall byltingarmaður, hafði verið harður og frekar til- finningalaus starfsmaður flokksins, Nú hafði andlits- svipur hans — eftir marga mánaða pyntingar og martröð — orðið undarlega bjartur og mannlcgur. Andlit Kadars, sem eitt sinn hafði verið frítt var nú afmyndað. En svipur hans var fullur ótta og ein- hvers æðis. Eftir réttarhöldin dvaldi hann þrjú ár í einangrunarklefa. En slíkt er hinn ægilegasti hreins- unareldur. Yfirleitt er hægt fyrir menn að.iðrast og snúa frá fortíðinni. Það er hægt fyrir mann sem hefur verið kommún. isti, að snúa aftur til almennrar skynsemi og almenns siðgæðis. En einangrunarvistin með hinni algeru niðurlægingu og heilu út- hafi af þjáningum verður aldrei afmáð úr vitund mannsins. í hug- um sumra stofnar hún takmarka lausa siðgæðislega fullkomnun, í hugum annarra kveikir hún óslökkvandi hatur og þrá um hefnd. Þessi seínni manntegund álítur að fyrri þjáningar þeirra helgi öll meðöl til að geta komið fram hefndinni. • Fangelsi og pyntingar höfðu blönduð áhrif á Kadar. Árið 1954

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.