Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. maí 1957 MORCTJWfír 4fílÐ 15 varð Imre Nagy í fyrra skipti forsætisráðherra Ungverjalands og reyndi að þræða stigu nýrrar stefnu, sem síðar hefur verið nefnd „Gomulka-stefnan‘“, það er að segja kommúnisma án hinn ar algjöru ógnarstefnu. Þetta var barátta milli Stalinista og and- stalinista. Imre Nagy tókst að leysa úr haldi um 90 þúsund pólitískra fanga, þeirra á meðal Janos Kadar og frú Rajk. Eftir lausnina úr fangelsinu heimsótti Kádar frú Rajk og ját- aði fyrir henni að hann hefði samkvæmt fyrirskipun Rakósis talið Laszlo Rajk á að leika það hlutverk, sem hann gerði í rétt- arhöldunum gegn sér. Hann bað frú Rajk íyrirgefningar á þessu. Frú Rajk svaraði, — eins og hún síðar sagði mér: — Ég fyrirgef þér ein- læglega. Maðurinn minn hefði hvort sem var verið myrtur. Það höfðu Stalin, Bielkin hershöfðingi og Rakósi ákveðið. Hefðir þú ekki fengizt til þess, hefði sköllótti morðinginn (svo er Rakósi almennt kallað- ur í Ungverjalandi) fundið önnur viljug verkfærl. Rétt á eftir bætti hún við: — En geturðu sjálfur fyrirgefið þér? .... Ef þú villt lifa áfram sem heið- virður maður, þá ættirðu að skýra allri ungversku þjóðinni, öllum heiminum, — frá leyndardómnum við Rajk-réttarhöldin og frá þínu hlutverki við þau. Kadar svaraði ekki. Hann hvarf á braut eftir fáeinar mínútur. Og hann gerði ekkert. Uppljóstranir hans hefðu orðið ægilegt áfall, eftirmaður, vegna þess að hann hefði setið í fangelsi. En Rakósi fékk upplýsingar um þetta og tók til sinna ráða. Á næsta fundi miðstjórnar flokks ins tók hann til máls. Hann gerði nokkrar stuttar athugasemdir varðandi þá óskynsamlegu fram- komu félaga Kadars, að ganga í lið með vissu fölki, sem krefðist þess að hinir ábyrgu fyrir Raj'k- réttarhöldin, yrðu látnár sæta refsingu. Svo var skyndilega, samkvæmt merki Rakósis komið inn í salinn með segulbandstæki, og þeir sem viðstaddir voru, um 50 manns, hlýddu á með furðu og hryllingi. Þeir þekktu þessar tvær radd- ir. Það var rödd Laszlo Rajks, sem var myrtur fyrir sex árum og rödd Janos Kadars. Þetta hófst inni í miðju samtali, sem greinilega hafði farið fram í að- albækistöðvum Avóanna. Kad- ar var að hvetja bezta vin sinn, Rajk, að vera nú ekki að sýna mótþróa, heldur játa allt það sem Bielkin, yfirmaður rússn- esku leynilögreglunnar (MVD) og Avóarnir vildu að hann ját- aði. ★ Kadar kvaðst ekki láta sér til hugar koma, að Rajk hefði fram- ið neitt refsivert. Hann staðhæfði aðems, að kommúnistahreyfingin þarfnaðist játningar hans. „Þetta er eina leiðin til að úthrópa Tító“, sagði hann. Og hann minnti Rajk á, að hann ætti með glöðu geði að fórna sér fyrir flokkinn. Hann hefði ábyggilega oft verið reiðubúinn að fórna lífi sínu fyrir flokkinn. Nú væri þess ekki einu sinni krafizt. Hann ætti að leggja fram minni fórn, aðeins siðferðislegt sjálfsmorð. Kadar hélt því fram í þessu samtali, að einvörðungu for- tíð Rajks yrði svert, aðeins nafn hans mryndi deyja. Það yrði tilkynnt að hann hefði Frú Rajk og sonur hennar sumarið 1956, þegar líflátnum manni hennar var veitt full uppreisu. ekki aðeins fyrlr Rakósi, heldur einnig fyrir stalíhistana í Moskvu. En hann brast hugrekki. ★ Árið 1955 hóf Rakosi gagnsókn gegn Imre Nagy. Kadar beitti aldrei áhrifum sínum til að bjarga Nagy, sem þó hafði leyst hann úr fangelsi. Nagy var svipt- ur völdum og vikið úr flokknum. En næsta vor, 1956, jókst and- stalinista-hreyfingin. Meðlimum æðsta ráðsins og flokksstjórnar- innar varð nú ljóst, að þeir urðu að fórna Rakósi, ef þeir vildu bjarga sjálfum sér. Þá ímynduðu þeir sér, að Kadar væri tilvalinn verlð hengdwr, en í stað þess yrði hann og kona hans flutt eftir réttarliöldin á hressing- arhæli á Krímskaga. Þar fengju þau að jafna sig og ekki myndi líða á löngu, þar til honum yrði fengið þýðing- armikið flokksembætti á fjar- lægtum stað. Segulbandsupptakan bar það með sér, að Rajk átti ekki auð- velt með að trúa þessum mar- traðarrökum, —. þrátt fyrir margra vikna pyntingar. ★ Eftir að segulbandið hafði ver- ið leikið til enda sat Kadar hreyf x Janos Kadar hefur náð tindinum. Húsbóndinn í Kreml, Nikita Krúsjeff fagnar honum. ingarlaus, þögull og álútur. Fyrir nokkrum árum hafði hann orðið að þola niðurlægingu í fangelsi Avóanna. En nú hafði fortíð hans sótt að honum og niðurlægt hann í annað sinn að fimmtíu manns viðstöddum. Hann hlaut að við- urkenna, að pólitískur ferill hans væri á enda, því að brátt myndi gervöll ungverska þjóðin vita um afbrot hans. En þá greip tilviljun, eða þá örlögin sjálf aftur í taumana, og nú í mynd Eriks Molnar, dóms- málaráðherra, fylgismanns Rak- ósis. Hann bað um að fá að heyra byrjunina aftur og starfsmaður- inn, sem stjórnaði segulbandinu lét það renna til baka. En nú fór eitthvað öðru vísi en ætlað var. Því að þegar segulbandið var aft- ur sett á stað, hófst það ekki í miðju samtali, heldur á byrjun þess, þegar Kadar ávarpaði Rajk: — Kæri vinur minn Laci. Ég kem til þín fyrir hönd félaga Rakósis. Hann bað mig um að skýra fyrir þér aðstöðuna, sem þú ert kom- inn í. Að sjálfsögðu vitum við allir, að þú ert saklaus. En félagi Rakósi vonar, að þú skiljir. Aðeins mikil- hæfir félagar fá slíkt hlut- verk. Félagi Rakósi bað mig um að segja þér, að með því inntirðu af hendi sögulega þjónustu við kommúnistahreyfinguna“. Þegar þessi orð heyrðust sót- roðnaði Rakósi af reiði. En ekk- ert sérstakt gerðist. Ef hópur venjulegs fólks hefði heyrt þess- ar uppljóstranir, hefði niðurstað- an aðeins getað orðið ein, sam- þykkt hefði verið að láta hand- taka bæði Rakósi og Kadar. En miðstjórnin var ekki samkoma venjulegs fólks. Þeir sáu aðeins, hvaða afléiðingar þessar upp- ljóstranir gátu haft fyrir þá sjálfa, því að margir þeirra gátu búizt við fleiri slíkum uppljóstr- unum um þá sjálfa. Því var mál- ið þar með útrætt. En uppljóstranirnar breiddust samt út um landið. Meðlimir mið stjórnarinnar sögðu nánustu vin- um sínum frá þeim, og þeir svo aftur vinum sínum, þar til öll þjóðin vissi það. Þær voru ein af mörgum undirrótum bylting- arinnar í október 1957. ★ Þegar frelsisbylting ungversku þjóðarinnar brauzt út var Janos Kadar gerður að leiðtoga Komm- únistaflokksins. Hann átti sæti í ríkisstjórn Imre Nagys. í útvarps ræðu, sem hann flutti 30. okt. lýsti hann því yfir, að hann og flokkur hans fylgdu algerlega stefnu Nagy-stjórnarinnar. Hann kallaði Imre Nagy þá „hinn mik- ilsvirta samlanda sinn“. Þann 1. nóv. lýsti hann því yfir, að komm únistaflokkurinn hefði verið leystur upp, en nýr flokkur yrði stofnaðUr. „Gamli flokkurinn“, sagði Kadar „hafði úrkynjast, svo að stefna hans var aðeins orðin að viðhalda einræði og þjóð arþrælkun". En að kvöldi 1. nóv. læddist Kadar úr ríkisstjórnarbygging- unni yfir til bækistöðva Rúss- anna. Og 4. nóv., þegar rússnesk- ir skriðdrekar hófu að bæla nið- ur frelsi Ungverja, myndaði hann leppstjórn þeirra. Þann 21. nóv. ginnti hann Imre Nagy til að yfirgefa sendiráð Júgóslava í Búda- pest, en þar hafði Nagy leit- að hælis. Hann gaf út með eig in hendi skriflega ábyrgð og loforð um grið til hins „mikils virta samianda síns“ og jafn- skjótt lét hann ræna honum. Og nú kallar hann Imre Nagy svikara, gagnbyltingarmann, handbendi heimsvaldastefn- unnar. Öryggislögregla hans hand- tekur byltingarmenn í þúsunda tali. Ungar stúlkur og drengir eru hengd og sýniréttarhöld eru haldin. Frú Rajk, sem eitt sinn bjargaði lífi hans, eiginkona mannsins, sem hann lét myrða er enn á öruggum stað, í fangelsi. Janos Kadar getur ekki hætt á það, að þurfa aftur að mæta augnaráði hennar. ★ Já, Kadar hefur komizt áfram. Hann hefur náð æðsta stigi geð- klofnunar, sem hægt er að nefna „vísvitandi geðklofnun". Hún er sambland sjálfsblekkingar og blygðunarlausrar kaldhæðni, sambland hrifnæmi og tækifæris- eðlis. Margir stjórnmálaleiðtog- ar eru haldnir henni. Þeir sjálf- sefja sig upp í þann ákafa tilfinn inga og ofstækistrúar, sem þeir áttu er þeir voru ungir, og ein- faldir. Meðan þeir eru nú farnir að iðka tvöfeldni í hugsun og orð- um, hafa tilfinningar þeirra ekki FjöltefliFriðriks í Keflavík KEFLAVÍK, 27. maí: — Friðrik Ölafsson skákmeistari tefldi hér í bænum fjöltefli á sunnudaginn á vegum Taflfélags Keflavíkur. Teflt var á 35 borðum og vann Friðrik 27 skákir, gerði fimm jafn tefli og tapaði þrem skákum. Þeir sem unnu voru þeir Skúli H. Skúlason, Þórhallur Þorsteinsson og William Bills, Bandaríkjamað- ur. Má geta þess að ein kona var meðal þátttakenda. Mikill fjöldi áhorfenda var á taflmótinu, enda er skákáhugi hér mjög mikill. — I. aðeins orðið tvöfaldar heldur þrefaldar eða fjórfaldar. tír þess- um hrærigraut skapast hin „kommúniska sálsýki". Aflvaki alls þessa haturs er þorstinn í hefnd og vald. Kad- ar hafði verið niðurlægður í fangelsinu. Síðan var hann niðurlægður fyrir framan þjóðina. Nú getur hann hefnt sín. Hann hefiur valdið. En í öllu þessu landi sem er undir járnhæl ofsóknarlög- reglu, í landi þar sem allir búa við ótta um skyndihand- töku og líflát, er þó enginn sem vildi skipta og taka við hhitverki Janos Kadars. Hann hefur náð tindinum. Hann er mikill kommúnistaleiðtogi. Ætlaði oð drepa 100 TEHERAN — Vikublaðið „Teher- an Moussawar" skýrir frá því, að nýlega hafi verið handtekinn í Persíu leigubílstjóri einn, sem hafði strengt þess heit að ráða 100 stéttarbræður sína af dög- um, en var sem betur fer ekki búinn að myrða nema 16, þegar hann var handtekinn. — Ástæðan var sú, að leigubílstjóri einn, sem morðinginn þekkti ekki, hafði ráðizt á móður hans og systur. Krúsjeff sefur illa Scarborough. Ef Krúsjeff svæfi í góðu og notalegu rúmi, mundi stórlega draga úr við- sjám milli Aust urs og Vesturs, kalda stríðinu mundi ljúka, fullyrða enskir húsgagnasmið- ir. Mál þetta var tekíð til um- ræ§u á fundi í samtökum enskra húsgagnasmiða og hóf forseti sambandsins, Charles Cook, máls á því. „Ef Krúsjeff vildi leyfa okkur að smíða rúm fyrir sig, mundi það eitt bera meiri árang- ur en margar alþjóðaíáðstefnur,“ sagði forsetinn. „Aðeins fakírar geta leyft sér að sofa illa. Ef allir svæfu vel, mundi hamingja heimsins aukast að miklum mun.“ Framköllun Kopiering Fljót og góð vinna. — Afgr. i Orlof sbúðinni, Ilafnarstræti 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.