Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1957, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 29. maí 1957 Fram Reykjavíkurmeisiari 1957 ÞÓ SKAMMT sé liðið á knatt- spyrnutímabilið í ár, er Reykja- víkurmeistaramótið í meistara- flokki þegar til enda leikið. í úr- slitaleiknum, sem fram fór í fyrra kvöld mættust Fram og Valur og fóru leikar svo að Framarar fóru með sigur af hólmi skoruðu 2 mörk, en Valsmenn ekkert. Framarar léku undan allsterkri golu fyrri hálfleikinn, samt vorti það Valsmenn, sem í fyrstunni virtust fljótari að boltanum, enda betra að reikna út og hemja knött, sem sendur er móti vind- inum en undan. Fjörleg tilþrif sáust á báða bóga. Reynt að leika stutt og koma af stað spili sem þó bar ekki allt of mikinn árangur. Fyrstu 5 mínúturnar voru Vals- menn sæknari, síðan hefst Fram- kafli. Einar Halldórsson missir knöttinn framhjá sér til Skúla á kantinum, sem fær óvænt gott færi, en Halldór Halldórsson var á verðinum og spyrnti á burt. Á 8. mínútu berst knötturinn upp eftir miðjunní og að marki Vals, voru þeir að verki, Karl Berg- mann og Björgvin, sem skaut góðu skoti, á mark en nafni hans í Valsmarkinu sló knöttinn burt, svo að úr varð hornspyrna. Á 15 mínútu fá Frammarar auka- spyrnu á _Val skammt fyrir utan vítateig. Úr henni berst knöttur- inn fyrir Valsmarkið og í fang markvarðar, er missir knöttinn fyrir fætur annars bakvarðar sírrs, sem ekki hefst að, en Fram- arar fylgja ekki eftir, svo að hætt an leið hjá af sjálfu sér. Úcspyrn- ur Björgvins í Valsmarkinu voru margar ekki góðar og höfnuðu oft hjá mótherjunum. Upp úr einni slíkri fá Framarar dágott færi á tómu markinu, en spyrnt er hárfínt framhjá. Á 18. mínútu ná Valsmenn góðri sókn upp hægri væng. Ægir leggur fyrir Gunnar Gunnarsson innan víta- teigs, en Gunnar er of fljótfær, notar ekki góðan möguleika til að leika nær og spyrnir í fljót- færni sinni nær viðstöðulaust framhjá. Valsmenn eiga nú dá- góða sóknarkafla og eru oft nær- göngulir við vítateig, en þar rann sóknarþungi þeirra oftast út í sandinn mest fyrir það að leikm. tóku það ráðið að leika mjög þvert og auk þess var frekar spyrnt hæðarspyrnum en leikið með jörðu. Slíku er jafnan auð- veldara að verjast, enda átti Framvörnin auðvelt með það. Á 22. mín er Gunnar Gunnarsson enn frammi í skotfæri, sondir fastan knött að Frammarkinu, sem Geir í markinu varði vel. Enn sækja Valsmenn upp hægri kantinn og of t tekst þeim vel upp þeim megin Gunnari Herði Björg vin, en allt strandar á vítateign- um. Lausum knetti er spyrnt að Frammarkinu, sem Geir missir til hálfs, en enginn fylgdi. Báðir markverðirnir voru sýnilega eitt- hvað tugaóstyrkir í fyrri hálf- leiknum. Margár útspyrnur Björg virís vofu misheppnaðar og Geir í Frammarkinu verður að temja sér að halda knettinum betur hjá sér, þegar hann grípur ínn í Framarar fá enn aukaspyrnu á Val rétt utan vitateigs, sem ekki nýfist. Á 39. minútu fær Hörður Felixsson dauðafæri fyrir miðju marki eftir mistök í vörn Fram- ara, en spyrnir iangt yfir markið. Tveim mínútum síðar ná Vals- menn skemmtilasta upphlaupi leiksins. Knötturin gengur frá manni til manns, stuttur sam- leikur, upp hægri kantinn og inn í vítateiginn til Björgvins, sem sá Hörð Felixsson í betra færi og gaf honum knöttinn, en hann skaut langt yfir af vítateig. Skömmu fyrir lok hálfleiksins spyrna Framarar í horn að óþörfu en ekkert verður úr. Upp úr því SÍgraði Val 2:0 hefst sóknarlota að Valsmarkinu með hornspyrnu og nokkri pressu, en ekki nýtast færin. Strax á 2 mínútu síðari hálf- leiks fá Valsmenn hornspyrnu á Fram. Knötturinn þæfist á víta- teignum og spyrnt er að lokum frá markinu. Framarar ná betur að leika stutt saman, en Valsvörn in er þétt fyrir og tengingin rofn ar. Sótzt er á sitt á hvað og marg- ar spyrnur tilviljunarkenndar. Á 6 mínútu leiksins kiksar Hörður Felixsson í góðu færi á vítateig. Framarar gerast nú ágengir og er Dagbjartur tvisvar hættulegur með allgóð skot. Á 28. mínútu á Skúli Nielsen í höggi við varnar- mann Vals. Honum tekst að leika á hann og virðist leiðin að mark- inu opin, er varnarmaðurinn gríp ur til þess ráðs að halda Skúla með þeim afleiðingum, að dæmd er vítaspyrna á Val. Skúli Niel- sen framkvæmdi spyrnuna örugg lega með vinstra fæti og fékk Björgvin ekki að gert. Við mark- ið færðist aukinn kraftur í bæði liðin. Valsmenn breyta liði sínu og senda Einar Halldórsson í fremstu víglínu, en Halldór Hall- dórsson í vörnina, en allt kemur ur. Víst er hægt að leika. „Kick and rush" með frábærum ár- angri, en slík leikaðferð krefst jafnvel enn meirí nákvæmni í sendingum en stutta spilið. Þessi lið Fram og Vals, sem þarna mætt ust eru mjög lík að styrkleika og áður en mörkin tvö voru orðin að raunveruleika var ógerningur að geta, hvorum megin sigurinn myndi lenda. Spenningurin var upp á það bezta hjá áhorfendum allan tímann og með nokkurri heppni, eða betri nýtingu á góð- um skotfærum hefðu allir glaðir sætt sig við jafntefli. LIDIN Framararnir eru vel að sigri sínum komnir t þessu móti. Liðið hefir að vísu sýnt nokkuð mis- jafna leiki og ekki tekizt upp á sama máta og búizt var við. Stutti samleikurinn, sem eftir Víkingsleiknum að dæma átti að vega mottó liðsins var ekki fram- kvæmdur á sama máta í seinni leikjum liðsins, en hann kemur ef til vill í íslandsmótinu. Sterk- asti maður liðsins er Reynir Karls son sem jafnframt er þjálfari þess. Hann er jafn traustur í sókn og vörn. Byggir upp allt í kring- Reykjavíkurmeistarar Fram. Myndin er tekin að afloknum leiknum við Val. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Leósson, Reynir Karlsson, fyrirliði og þjálfari, Geir Kristjánsson, Guðmundur Guðmundsson, Karl Bergmann. — Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Óskarsson, Björgvín L. Arnason, Dagbjartur Grímsson, Hinrik Lárusson, Skúli Nielsen, Hatldór G. Lúðvíksson. — Ljósm. I. N. Dagbjartur sækir á. Kinar Halldórsson og Björgvin sameinast í vörninni og Magnús er við öllu búinn. — Ljósm. I. N. fyrir ekki. Framarar eru ágengari og á 36. mínútu leikur Skúli mjög fallega á tvo varnarmenn og skýtur af vítateig föstu skoti, sem smýgur yfir þverslá. Mínútu síð- ar eru Framarar enn á ferðinni upp hægri kantinn. Dagbjartur vinur þar af dugnaði og sendir knöttinn til Karls Bergmann, sem vippar honum yfir markvörð Vals og varnarmann og í mark- inu hafnar knötturinn. Nú er leik staðan orðin 2 mörk gegn engu og 8 mínútur til leiksloka. Bæði liðin sækja. Gunnar Gunnarsjon og Einar eiga skot á markið, en ýmist fer knötturinn yfir eða markvörður nær að grípa inn í. Leikið var af miklum hraða allan tímann og drógu leikmenn hvergi af sér. Mátti af þessum leik ráða, að úthald skortir ekki. Hins vegar er það gamla sagan leiknin lætur á sér standa. Oft brá fyrir mjög skemmtilegum stuttum samleiksköflum, en þeir runnu eiginlega af sjálfum sér út í sandinn vegna þess að alltaf þurftu einhverur að grípa til loftspyrnanna og þar með var draumurinn búinn eins og stend- um sig er óþreytandi. Skúli og Dagbjartur eru stoðir framlín- unnar og Hinrik framvörður sí- vinnandi og stöðugt vaxandi leik maður. Bakverðirnir Gunnar og Guðmundur hata báðir sýnt góða leiki í þesu móti. Gunnar byrj- aði illa í leiknum við Val, en sótti sig mjög er á leikinn leið og greip oft vel inn í á miðjunni. Halldór er sterkur á miðjunni, en getur með meiri hreyfingu bundið vörn ina betur saman. Liðið sem heild verður nú að telja fullmótað. Það er búið að undanförnu að tala um svo m'arga menn þess, sem unga og efnilega og eftir sigunnn í þessu móti verða meiri kröfur gerðar til liðs ins en áður. Lið Vals sýndi mikinn baráttu- vilja allan leikinn, enda titillinn í húfi. Vörnin er sterkari huti iðsins með Einar Hadórsson og Magnús sem sterkustu menn. — Nýiðinn Björn er líka leikmað- ur, sem vert er að veita athygli. Framlínan er aftur á móti hvergí nærri eins fastmótuð og vörnin. Innherjarnir eru fcáðir mistækir og hafa ekki fundið mottóið a. m. k. ekki í þessu móti. Hörður Felix son fer oft á tíðum mjög laglega með knöttinn, en einhvern veg- inn bíður maður alltaf eftir því að hann „springi út". Gunnar og Matthías á köntunum eru báðir mjög virkir leikmenn og hættu- legir uppi við markið. Halldór Halldórsson er sterkur kraftur, hvaða stöðu sem hann leikur á vellinum. Með meiri samstillingu er þetta lið Vais hættulegt hvaða liði sem er. Verðlaunaafhending fór fram að leik loknum. Ekki lét krakka- skríllinn og nokkuð slangur fuli- orðinna það hafa nein áhrif á sig, þó þeim tilmælum væri beint til áhorfenda að halda sig utan hlaupabrautarinnar og var það látið fylgja, að ef svo yrði ekki gert, myndi verðlaunaafhending- in fara fram annars staðar. Fjórir lögregluþjónar og álíka margir vallarstarfsmenn reyndu lítillega að hafa áhrif á hinn aðsteðjandi hóp, sem auðvitað þusti inn á völlinn, en allt kom fyrir ekki. Og viti menn, verðlaunaafhend- ingin fór fram engu að síður. Ekki er svona yfirborðshótun lík leg til þess að hafa heillavænleg áhrif á regluna innan vallarins, heldur þvert á móti hið gagn- stæða. Hefur nú krakkaskríllinn sannað ótvírætt algjör yfirráð sín innan vallartakmarkanna. LANDSLEIKIRNIR Meðal knattspyrnuunnenda eru leikirnir í heimsmeistarakeppn- inni sem framundan eru aðal- umræðuefnið. Eins og við er aS búast eru aldrei allir ánægðir með val landsliðsins, og margar útgáfur af sterkasta liðinu eru þegar fyrir hendi í umræöum manna á meðal. Þó ég freistist til þess eins og Frímann, að koma, með mína útgáfu af landsliðinu, eins og ég myndi velja það, „ef allir væru heilir", er ekki ástæða til annars en að óska hinu út- valda liði góðs gengis og alls hins bezta. Það verður fylgzt með hér heima og samnefnari ís- lenzkra knattspyrnumanna er landsliðið. — Góða ferð! Mín tillaga um landsliðið er svona: Helgi Daníelsson, Halldór Hall- dórsson, Magnús Snæbjörnsson, Einar Sigurðsson, Einar Hall- dórsson, Guðjón Finnþogason, Dagbjartur Grírrisson, Ríkharður Jónsson, Þórður Þórðarson, Reyn- ir Karlsson, Skúli Nielsen. Hannes. Hjörtur Sæmundsson frti Ögri Minningarorð í DAG er til moldar borinn i Hrísey, Hjörtur Sæmundsson frá Ögri við ísafjarðardjúp. Ha»n var fæddur að Galtahrygg 16. október árið 1882 en fluttist tveggja ára gamall með foreldr- um sínum að Hörgshlíð í Mjóa- firði og ólst þar upp. Tvítugur að aldri fluttist hann að ögri og átti þar síðan heimili í hátt á fjórða áratug. Þar giftist hann árið 1918, Láur Stefánsdóttur frá Selárdal, ágætri og traustri konu. Hún lézt árið 1930. Hjörtur Sæmundsson stundaðl framan af æfinni fyrst og fremst sjómennsku. Var hann í margar vertíðir formaður, bæði á ára- bátum og síðar vélbátum. Hann var harðduglegur og ósérhlífinn maður, drengur hinn bezti, vel greindur góðviljaður og hjálpfús. Eiga ekki hvað sízt allir ungling- ar, sem voru samvistum við hann eða kynntust honum, góðar end- urminningar um þennan hógværa og greiðvikna mann, sem öllum vildi gott gera. í Ögursveit var Hjörtur Sæ- mundsson virtur og vel látinn af ungum og gömlum. Þegar hann fjutti frá Ögri norður í Hrísey árið 1946, var hans almennt saknað. Þar eignaðist hann einnig gott heimili og athvarf hjá syst- ursyni sínum, Sæmundi Bjarna- syni skólastjóra og Guðrúnu konu hans. önnuðust þau hann á hinum efstu árum hans eins og góð börn ástríkan föður. Þannig vildi Hjörtur einnig vera þeim. Þessi heiðursmaður er nú horf- inn yfir hina miklu móðu. Hana lézt í sjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí s. 1. Hafði hann um skeið átt við vanheilsu að búa. Hinir mörgu vinir og venzla- menn Hjartar frá Ögri þakka honum samfylgdina og tryggð og vináttu. S. Bj. AKRANESI, 11. maí: — Hingað kom togarinn Bjarni Ólafsson í gærmorgun með 323 lestir af fiski, Er það allt þorskur nema 33 lest- ir af karfa. Bjarni veiddi á „nafn lausa bankanum" og Friðriksens- banka. Togarinn var 7 daga aá veiðum í blíðu veðri, logni og sól- skini. Var þó við frostmark aí nóttinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.