Morgunblaðið - 29.05.1957, Síða 18

Morgunblaðið - 29.05.1957, Síða 18
18 MORCUNTir 4Ð1Ð Míðvikudagur 29. maf 1957 Sigrsín Kntrín Guðmundsdóttir SIGRÚN KATRÍN GUÐMUNDS- DÓTTIR fæddist að Botni í Mjóa- firði 8. sept. 1885. Foreldrar henn ar voru hjónin Salome Þórarins- dóttir og Guðmundur Níelsson. Voru þau bæði komin af góðum bændaættum, sem átt höfðu bú og bólfestu um langan aldur í Reykjarfjarðar- og Ögurhrepp- um. Guðmundur, faðir Sigrúnar, andaðist er hún var á barnsaldri. Hélt móðir hennar við búi á Botni og giftist nokkru síðar Jóni Guðmundssyni. Bjuggu þau um hríð í Botni. Fluttust þaðan til Bolungarvíkur og bjuggu nokkur ár að Hanhóli í Hóls- hreppi. Frá Hanhóli fluttu þau Salome og Jón á Bolungarvíkur- Malir. Keyptu þar snoturt hús, að þeirra tíðar hætti, en Jón stund- aði sjó á eigin skipi. Var hann heppinn og harðsækinn formað- ur. Nákvæmur um alla hluti, mikill hugareikningsmaður, manndóms- og mætismaður, en Minningarorð þau hjónin samvalin um mynd- arskap og forsjálni. Sigrún giftist 1. desember 1906 Bárði Jónssyni (Örnólfsson- ar) frá Miðdal í Bolungarvík. Reistu ungu hjónin fyrst bú að Grundum í Bolungarvík. Lét Bárður reisa þar hús og átti hluti í vélbát, í sameign við þá Magnús Tyrfingsson á Hóli, Berg Kristj- ánsson, síðar hreppstjóra, og Bjarna Bárðarson frá Hóli, sem nú er einn lífs þeirra félaga. Um 1913 fluttust þau Sigrún og Bárður að Ytribúðum í Bolung- arvík. Þegar bú þeirra efldist hætti Bárður sjómennsku, en sinnti aðallega búi sínu. Var hann góður búþegn og farsæll, og þau hjón samhent í bezta máta, svo bú þeirra blómgaðist flestum betur. Jafnframt vann Bárður að vorinu að vegalagn- ingum innan hrepps, sem verk- Húsbyggjendur! Getum bætt við okkur raflögnum í nokkur hús. Önnumst einnig nauðsynlegar teikningar. Vönduð vinna —;— Sanngjarnt verð. Júlíus Friðriksson lögg. rafv.m. Bræðraborgarst. 8 B — Sími 4038 — Bolli Sigurhansson rafvirki Laugavegi 93 — Sími 1995 — Bókhald Stórt fyrirtæki óskar að ráða mann til bókhaldsstarfa. Góð menntun nauðsynleg. Umsóknir ásamt meðmælum, er til eru, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld 31. þ.m. og merkist: Bókhald — 5204. íbúð íbúð Vantar strax 2ja, 3ja eða 4ra herb. íbúð. Má einnig vera í Árbæjar- eða Seláslandi. — Upplýsingar í síma 2719 og gegnum síma í Selás í dag og á morgun. ^ eS* OWUÍU& 04} SJvOÍt/Uuf, o<j - hán tA ed/j’i. & DODCE 7955 Höfum til sölu Dodge fólksbifreið, smíðaár 1955. Fasfeignasalan VATNSSTÍG 5, Sími 5535. Opið kl. 1,30—7. stjóri. Fórst honum það vel úr hendi. Bjuggu þau Sigrún og Bárður með rausn og sæmd að kvæntur Sigríði Runólfsdóttur; DÚsettur í Reykjavík. Salome, dó ung. Guðumndur, dó ungur. Guðbjörg, gift Halldóri Gunn- irssyni skipstjóra. Ásdís, dó úr spönsku veikinni 1918. Ásgerður, dó uppkomin. Jón örnólfur, kaupmaður, svæntur Salome Guðmunds- lóttur. Sigrún, búsett á Akranesi. Jóhanna, gift Grími Jónssyni oftskeytamanni. Öll eru börn þeirra vel gefin jg dugnaðarfólk. Sigrún Guðmundsdóttir var ágæt móðir og mikilhæf hús- :reyja. Hún var ágætlega greind, ;n skólamenntunar naut hún íngrar. Hún var mikil verk- manneskja, bæði innan og utan- húss. Með hug og dug gekk hún að hverju verki, er til þurfti að taka. Heimili sínu fórnaði hún allri orku sinni og taldi engri fyrir- höfn ofaukið til þess að auka vel- ferð barna sinna og eiginmanns. Hún var öllum hlý og hjartagóð og vék mörgum góðu. Trygg og göfug kona, sem vann sér virð- ingu allra, sem henni kynntust. Barnabörnum sínum var hún einstaklega góð og dvöldust þau hjá afa og ömmu oft lengri og skemmri tíma. Sigrún andaðist 29. okt. s.l., í sjúkrahúsi ísafjarðar eftir langa sjúkdómslegu. Mun Sig- rúnar lengi minnzt verða sem góðrar og mikilhæfrar konu í hvívetna. Bárður, maður Sigrún- ar, andaðist 7. febr. 1954, eftir langa sjúkdómslegu, ýmist heima eða í sjúkrahúsi. Kom þá ljóst fram kjarkur Sigrúnar. Hún bar sig sem hetja, og stóð fast á hverju sem bjátaði. Því mun lengi verða bjart um minningu Sigrúnar K. Guðmundsdóttur. Isafirði, 30. des. 1956. Arngr. Fr. Bjarnason. Ytribúðum þangað til 1941. Seldu þau þá bújörð sína og fluttust til ísafjarðar. Byggðu sér lítið hús við Fjarðarstræti 33, sem var eign Halldórs Gunnarssonar og Guðbjargar, dóttur þeirra. Þau Sigrún og Bárður áttu níu Bjarni í Brekkubæ sextugur börn: Ragnar, trésmíðameistari, Athugið Hver getur lánað mér góðan bíl, fólksbíl eða jeppa út á land dagana 7.—11. júní. Borga háa leigu, ef samið yrði strax. Tilboð skilist á afgr. Mbl. fyrir 1. jún£ á- samt upplýsingum merkt: 7.—11. júní 5010“. Þvegnir STORESAR og blúndudúkar stifaðlr og strekktir. FLJÓT AFGREIÐSLA Einnig tekið zig-zag i 44 SÍMI 5871 Jeppakerra Nýjar jeppakerrur kr. 6 þús. og lausar skúffur á jeppak^rrur kr. 2.500,00 (á- sett) fyrirliggjandi. Enn- fremur miðstöðvirkatlar til húsaupphitunar í flestum stærðum, kr. 1100,00 pr. fer- meter. VerkstæðiS Borgarholts- braut 39, Kópavogi, sími 80047. Hinir Ijúffengu HONIC Súputeningur gera hið rétta bragð af matnum Heiidsölubirgðir: Eggert K.'istjánsson & Co lif. ÞANN 10. maí varð Bjarni Bjarnason, bóndi og söngstjóri, Brekkubæ í Nesjum 60 ára. Það mun því miður vera of fátítt, að hinar dreifðu byggðir þessa lands, eigi jafnfjölhæfum dugnaðar- og gáfumönnum að skipa og Bjarni er. Ég minnist þess alltaf, er ég fyrir röskum 20. árum kom fyrst að Brekkubæ. Ég vissi áður, að Bjarni hafði mikla söngödd og kunni vel með hana að fara, einnig að hann var afburða-áhugamaður sönglistar- mála yfirleitt, en hitt var mér síður kunnugt, hve afkastamikill bóndi hann var. Hann var þá efnalítill einyrki, með börn í ómegð, þó var hann þá þegar búinn að afkasta ótrú- lega miklu jörð sinni til hagsbóta, búinn að byggja reisulegt íbúðar- hús, gripahús og áburðargeymsl- ur, og slétta og rækta út stðrt tún. Stundum er þó sagt um Bjama, að þá tónelska gesti beri að garði á Brekkubæ — sem er ósjaldan, þá verði bóndastað- an og þau verk sem henni fylgja, að víkja fyrir hljómlistinni og satt er það, að oft er þar spilað og sungið langt á nótt fram, en þó Lítil þriggja herbergja íbúð til leigu £ steinhúsi við miðbí- n. — Herbergi til leigu á sama stað. Tilboð með upplýsing- um -endist blaðinu fyrir föstudagskvöld merkt: „Skólavörðuholt — 5199“. VÉLSKÓFLA til leigu. Gröfum húsgrunna og skurði í ákvæðisvinnu. — Hreinsum mold úr lóðum. Útvegum mold í lóðir. Upp- fyllingar í plön, grunna o. fl. Uppl. í síma 80338 frá kl. 10—7 alla virka daga. mun eignarjörð Bjarna þola full- kominn samanburð við önnur byggð ból, þar sem húsbændurn- ir hafa færri hugðarefni og smærri tómstundastörf en þeir sem Brekkubæ byggja. Um kvöldið, fyrir þessum 20 árum, þegar Bjarni að loknu dags verki, settist við hlið volduga hljóð færi sitt, spilaði og söng langt fram á nótt, en ég hlustaði sem bergnuminn, og horfði á hinar sigghörðu bóndahendur seyða fram undratóna, þá varð mér það fyrst ljóst, að Bjarni var rækt- unarmaður í tvenns konar merk- ingu. Hann var og er ágætur jarðræktarmaður og með starfi sínu í þágu söngmála er hann, ef svO mætti að orði komast, — sál- ræktarmaður —, því hann gróður- setur í hug og hjarta hvers þess mánns sem á hann hlustar, og sem móttækilegur er fyrir það, sem gott er og fagurt þvi: „Söng- urinn göfgar, hann lyftir í ljóma lýðanna kvíðandi þraut“ og „hism- inu breytir í heilaga dóma hrjóstr inu í skínandi lund“. Ég tel mér óhætt að fullyrða, að með starfi sínu í þágu söng- mála um áratuga skeið, standi menningar- og félagslíf Austur- Slcaftfellinga í ómetanlegri þakk- arskuld við Pjarna. Með óþreyt- andi elju og kostgæfni, hefir hann í hjáverkum haldið uppi og æft kóra í Nesjasveit, tekið ungmenni á heimili sitt til kennslu í orgel- leik, ferðazt milli kirkjugóra sýslunnar til kennslu og leiðbein- ingar, jafnframt þvi sem hann hef ir verið organisti Bj amarneskirkju um langt ?keið. Megi sýslungar hans bera gæfu til þess að honum enn um mörg ár auðnist að láta tónaregn sitt auðga hinn andlega sálargróður þeirra, þá er vel farið. Þá hefir Bjarni á seinni árum unnið mikið að ættfræðirannsókn- um og mun eiga skráðan eftir sig mikinn fróðieik í þeirri fræðigrein. Bókamaður mikiil er Bjami og á gott bókasafn. Hann er sögu- maður ágætur, og mjög vel heima í fornbókmenntum okkar, en hugljúfust honum hygg ég vera ritverk o skoðanir dr. Helga Péturss, sem hann að vonum dáir mikið. Bjarni er kvæntur hinnl ágætu konu Ragnheiði Sigjónsdóttur, sem hefir verið styrkur og trygg- ur förunautur í hans fjölþættu ævistörfum, þau eiga þrjú mynd- arbörn, sem komin eru til fullorð- insára. Ég vil, með þessum fátæk- legu flýtislínum, færa Bjarna, og þeim hjónum báðum, á þessum merku tímamótum á ævi hans, mínar hjartans þakkir fyrir sam- fylgd liðinna óra, já fyrir ógleynt anlegar ótal yndisstundir me® þeim heima og heiman, og ósk* þeim Guðs blessunar á óförnum ævibrautum. — Ben. S*.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.