Morgunblaðið - 29.05.1957, Page 20

Morgunblaðið - 29.05.1957, Page 20
20 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 29. maí 1957 |A ustan Edens eítir John Steinbeck 46 * 3. Athygli Adams beindist sérstak lega að Bordoni-búinu, hálfri mílu fyrir sunnan King City. Nánar tiltekið, mitt á milli San Lucas og King City. Bordoni-hjónin áttu nú 400 ekr ur lands eftir ai' 50000 ekrunum sem langafi frú Bordoni hafði fengið að léni frá spænsku krún- unni. Sjálfur var hr. Bordoni frá Sviss, en kona hans var dóttir og erfingi spænskrar fjölskyldu, er hafði tekið sér bólfestu í Salinas- dalnum, endur fyrir löngu. Og eins og hjá flestum fjölskyldum öðrum, saxaðist smátt og smátt á landareign þeirra. Sumt tapaðist í fjárhættuspilum, sumt var selt til lúkningar á sköttum og nokkr- ar ekrur voru öðru hverju sneidd- ar af, til að kaupa munaðarvörur fyrir, hest, gimstein eðafríðakonu. Þessar 400 ekrur, sem eftir voru, voru kjarni hinnar upphaflegu —□ Þýðing Sverrir Haraldsson □------------------□ Sanchez-landeigr.ar og jafnframt bezti hluti hennar. Þær lágu upp í hlíðardrögin, beggja megin ár- innar, því að þarna er dalurinn þröngur, en breikkar svo aftur. Híð upprunalega íbúðarhús var enn sæmilega nothæft. Það var gert úr höggnum, sólhertum leir og stóð í litlu dalverpi inn á milli ásanna — dalverpi, sem var eins og :.mækkuð mynd af Salinas- dalnum sjá'.fum. Sígræn eikartré skýldu byggðinni og jarðvegurinn var þar auðugri og frjósamari en víðast hvar annars staðar. Vegg- ir hins lága húss voru fjögurra feta þykkir og sívölu þakraftarnir Fokheldur ofanjarðarkjallari (geymslupláss) óskast til kaups. Tilboð sendist Rauða Krossi íslands fyrir 3. júní nk. 21 fonna bátur til sölu á hagkvæmu verði og góðum greiðsluskilmálum. Mb. Bjarni Ólafsson SI. 51 er til sölu. Báturinn er nú í Dráttarbraut Siglufjarðar til hreinsunar. — Tilboð óskast send fyrir 20. júní nk. undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar varðandi ásig- komulag bátsins og annað varðandi kaupin. Siglufirði 22. maí 1957. Þórarinn Dúason, hafnarvörður. Símar: 219 og 137. Aðstoðarráðskona óskast. — Upplýsingar í síma 81440 klukkan 1—5 daglega. voru reyrðir fastir með lengjum úr ógörfuðu nautsleðri, e bleytt- ar höfðu verið. Þegar svo leður- bönd þessi þornuðu aftur, skorpn- uðu þau og skruppu saman og urðu járnhörð og nánast óslítandi. Þessari byggingaraðferð fylgir I aðeins einn ókostur. Mýs og rott- \ ur naga sundur nautsleðrir, sé ekki haft vakandi eftirlit með því. Gamla húsið virtist helzt hafa vaxið þarna upp úr jörðinni og það var fallegt. Bordoni notaði það fyrir fjós og hlöðu. Hann var Svisslendingur, innflytjandi, gædd ur hinum sterku eiginleikum þjóð ar sinnar — þrifnaði og hreinlæti. Hann vantreysti hinum þykku leirveggjum og reisti sér timbur- hús þar skammt frá, en kýrnar hans ráku nausana út um glugga gamla Sanchez-hússins. Bordoni-hjónin voru barnlaus og þegar konan dó í hárri elli fór maðurinn að þrá ákaft Alpafjöll æsku sinnar. Hann vildi selja bú- ið og flytja á bernskuslóðir sínar. Adam neitaði að ganga frá kaup- unum í flýti, en Bordoni setti upp hátt verð og notaði þá söluaðferð að láta sem sér væri það ekkert kappsmál að selja jarðeign sína. Bordoni vissi, að Adam myndi kaupa jörðina. — vissi það löngu áður en Adam sjálfur. Þar sem Adam tók sér bólfestu, þar ætlaði hann sér að búa og þar ætlaðist hann til að hið óborna af- sprengi sitt byggi. Þess vegna vildi hann ekki flana að ueinu eða gera fljótfærnisleg kaup, sem hann kynni seinna að sjá eftir, en alltaf var það samt þessi forna landareign sem freistaði hans mest. Nú, þegar þau Cathy áttu von á barni, sýndist honum lífið svo heillandi bjart og framtíðin fögur. En hann yfirvegaði allt vel og fór að engu óðslega. Hann ók og reið og gekk yfir hvern ein- asta fermetra jarðarnnar. Hann boraði niður í gegnum grassvörð- inn, til þess að skoða neðri jarð- lögin og þefa af þeim. Hann spurð ist fyrir um hinn lágvaxna villi- gróður úti á enginu, frammi á ár- bökkunum og uppi í hlíðunum. Á votlendum stöðum kraup hann niður og aðgætti hin sýnilegu spor villidýranna, — spor fjallaljóns og dádýrs, úlfa og villikattar, þef- dýrs og þvottabjörns, hreysikatt- ar og kanínu. Hann tróð sér í gegnum pílviðarkjarr, mórberja- runna og brómberjalyng. Og hann fór höndum um stofna eikar og lárviðar. Bordoni gaf honum nánar gæt- ur og hellti óspart í glas hans rauðvíni, er hann hafði sjálfur pressað úr vínberjunum í litla garðinum uppi í hlíðinni. Bordoni hafði þann fasta sið að hressa sig á rauðvíni hvert kvöld og Adam, sem aldrei hafði smakkað vín, féll það strax vel í geð. Adam spurði Cathy aftur og aftur um álit hennar á staðnum. Leizt henni vel á hann? Myndi hún una sér vel hér? Og hann tók ekki eftir hikinu í svörum hennar. — Hann taldi alveg víst, að hún væri jafnhugfangin og hann sjálfur. 1 forsal gistihússins ræddi hann við mennina er söfnuðust umhverf is arininn og lásu dagblöðin, er þangað voru send frá San Francisco. „Það er vatnið, sem ég er að hugsa um“, sagði hann eitt kvöld. „Hvað skyldi þurfa að grafa djúpa brunna hér?“ Einn mannanna krosslagði fæt- urna: „Þér ættuð að fara og tala við Sam Hamilton", sagði hann. „Sam veit meira um vatn en nokk- ur annar hér um slóðir. Hann er aðalbrunngrafarin hér. Hann getur frætt yður um allt, er þér viljið fá að vita. Hann hefur graf- ið meira en helming allra brunna hér í dalnum". Félagi hans hló. „Samúel hefur fulla ástæðu til að hugsa um vatn“, sagði hann. „Það finnst nefnilega ekki svo mikið sem einn dropi í landareign hans“. „Á hann heima langt í burtu?" spurði Adam. 4ra herb. íbúðarhœð í Norðurmýri til sölu. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 81546. Laust starf Opinbera stofnun vantar mann í fulltrúastarf á skrif- stofu og til að annasl eftirlit með störfum utan skrif- stofu. Æskilegra er að umsækjandi hafi lögfræðimenntun. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 3. júní nk. merktar: „Eftirlit —5193“. ------ M ARKÚS Eftir Ed Dodd ~ ❖❖•>❖❖❖ ❖❖❖❖❖❖❖❖•:~>--«.>*x 1) — Markús, ég býst við, að þú undrist hvers vegna pabba er svo meinilla við Indíánana. — Já, ég varð satt að segja dá- lítið hissa. 2) — Ég get ekki heldur skilið það. Mér geðjast svo vel að þeim. Það er í rauninni eina ánægjan mín, hérna úti í auðnunum að hjálpa þeim og hjúkra. 3) — En þetta er stöðug bar- átta mín og pabba og hann vill aldrei segja mér, hvað hann hefur á móti Indíánunum. SUEE... I MAVEN'T FLOWN A PLANE IN Y6AES, BUT I'D UIKE TO TEY/ 4) — Viltu taka við stjórn á flugvélinni. Það er ofur auðvelt. — Jú, takk. Það er langt síðan ég hef stjórnao flugvél. „Ég þarf sjálfur að skreppa til hans og fá hann til að smíða nokk ur kverkjárn fyrir mig. Yður er velkomið að verða mér samferða, ef þér kærið yður um. Þér munið áreiðanlega kunna vel við hr, Hamilton. Hann er alveg prýðileg- ur maður“. 4. Þeir Louis Lippo og Adam óku heim til Samúels Hamilton í hest- vagni Louis. Gjarðajárnin skröltu undir ekilssætinu og stórt kjötlæri vafið í blauta segldúkspjötlu, hossaðist og skoppaði ofan á járn- unum. 1 þá daga var það venja, að maður tæki með sér einhvern vænan matarbita í gjöf, þegar far- ið var í heimsókn, því að maður varð að þyggja miðdegisverð, ef ekki átti að móðga húsráðendur. En nokkrir gestir gátu hæglega étið upp matarforða heillar viku, ef þeir bættu ekki upp það sem sem af var tekið. Louis hafði út- vegað lærið, en Adam eina viskí- flösku. „Eitt er bezt að ég segi yður strax“, sagði Louis. „Hr. Mamil- ton mun fúslega þiggja sopann, en frú Hamilton er mjög á móti öllu slíku. 1 yðar sporum myndi ég geyma fölskuna undir sætinu og svo þegar við ökum til smiðj- unnar — nú, þá gætuð þér seilzt til hennar. Þannig förum við allt- af að því“. „Leyfir hún ekki manni sínum að fá sér í staupinu?" „Nei“, sagði Louis. „Og þó hún sé ekki neitt mikil fyrir manni að sjá, þá er hún aldeilis ekki neitt lambið að leika sér við. Bezt að geyma flöskuna undir sætinu“, Þeir fóru út af dalveginum og fylgdu niðurgröfnum hjólförum, er hlykkjuðust inn á milli berra og nakinna hæða. Hestarnir rykktu og toguðu f dragólamar og vagn- inn hossaðist og hristist. Veður- farið hafði ekki verið milt þarna uppi í hæðunum og þótt nú væri komið fram í júní, þá var jörð- in skrælþurr og steinar og möi stóðu hvarvetna upp úr grunnu og gróðurlausu jarðlagi yfirborðs- sfllltvarpiö Miðvikudagur 29. maí. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,.30 Óperulög (plöt ur). 20,30 Erindi: Frá Norður- Afríku (Jón Magnússon frétta- stjóri). 20.55 Einsöngur: Kirsten Flagstad syngur lög úr óperum eftir Wagner. 21.15 Þýtt og end- ursagt: Úr endurminningum konu Dostojevskís; fyrri hluti (Arn- heiður Sigurðardóttir flytur). 21, 40 Tónleikar: Tvær stuttar sónöt- ur eftir Bach (plötur). 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22.30 Frá úrslitum í danslaga- keppni Félags íslenzkra dægur- lagahöfunda (Hljóðritað I Þórs- café í fyrra mánuði). J.H.-kvint- ettinn og KK.-sextettinn leika. —■ Söngvarar: Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason og Sigurður Ólafsson. 23.30 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. maí: (Uppstigningardagur). Fastir liðir eins og venjulega, 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Óskar J. Þorláks- son. Organleikari: Jón G. Þórar- insson). 15,00 Miðdegistónleikar. 19,00 Tónleikar (plötur). 20,20 Tónleikar (plötur). 20,40 Náttúra íslands; VII. erindi: Gróður af akri Njáls bónda á Bergþórshvoli (Sturla Friðriksson magister). —• 21,05 Musica sacra tónleikar Fé- lags íslenzkra ofanleikara í Laug- arneskirkju 12. f.m. (Hljóðr. á segulband). Kirkjukór Laugarnes- sóknar syngur; Kristinn Ingvars- son stjórnar kórnum og leikur ein- leik á orgel. Undirleikari með kórnum: Páll Halldórsson. 21,45 Upplestur: Valdimar V. Snæ- varr les frumorta og þýdda sálma. 22,10 Þýtt og endursagt; Ur endurminningum konu Dosto- jevskís; síðar' hluti (Arnheiður Sigurðardóttir flytur). 22,35 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23,15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.