Morgunblaðið - 29.05.1957, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.05.1957, Qupperneq 24
VeðriC Suðvestan kaldi. Dálítil rigning eða súld. irrdpjfstMðMfr KADAR Sjá bl». 14. 119. tbl. — Miðvikudagur 29. maí 1957 -■ ----- - - — — —V Nýir saitmingar við 16 stéttaifélög á ilöfinni ¥TM þessar mundir standa yfir eða eru á döfinni, eftir því sem vJ Mbl. er kunnugt um, samningar við 16 séttafélög. — Hefúr sáttasemjara ríkisins verið falin málamiðlun í sumum þessara mála. Það er að segja frá samninga- umleitunum við stéttafélög yfir- manna á kaupskipaflotanum, að fundir hafa ekki verið haldnir frá því á fimmtudaginn var. Enn mun lítt hafa þokazt í samkomu- lagsátt. Ekki hafa heldur farið fram viðræður um nokkurt skeið milli atvinnuveitenda og Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, en stjórninni hefur verið veitt verkfallsheimild eftir 3. júní. Þá eru Félag framreiðslumanna, Sveinafélag pípulagningarmanr.a, Málarafélagið, Séttarfélag verk- fræðinga, Félag matreiðslu- manna, Félag starfsfólks í veit- ingahúsum. Yfirstandandi eru samningar milli prentara og prentsmiðja og eins samningar við hókbindara, en vinnustöðvun hefur verið böðuð í prentsmiðj- um hinn 1. júní. Þá hefur Mjólk urfræðingafélagið sagt upp samn ingum og eins þeir Dags- brúunarmenn sem hjá Mjólk- ursamsölunni starfa. Ekki er kunnugt um að þessir aðilar hafi enn boðað til vinnustöðvunar, sem hafa myndi í för með sér algera stöðvun Mjólkursamsöl- unnar, og einnig mjólkurbúanna miklu á Selfossi og í Borgarnesi. Mikil síldveiði AKRANESI, 28. maí. — Gífttirleg síldveiði er her í Faxaflóa. í dag barzt hingaS hvorki meira né minna en 1426 tunnur síldar með 10 bátum og voru þeir með mest- an afla Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Þorlákur, 180 tunn- ur hvor. Þessi síld fer nær öll í frystingu fyrir erlendan markað, og voru í dag frystar í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar & Co 1076 tunnur. Stórkostlegir vatnavextir í BessastaSaá í Fljótsdal Þessa mynd tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, skömmu eftir að kópurinn kom til nýju „fósturforeldranna". Hann hlaut þar hjartanlegar móttökur, eins og sjá má á myndinni. Það er önnur hcimasætanna, Sigríður Guðbjartsdóttir, sem faðmar þarna kópinn að sér og virðist hann kunna því vel. Þess má geta, að Sigríður litla var ein af þeim börnum sem vann að mosaik-mynd- inni sem Mbl. birti mynd af í gær. Koiia í ökuævin- týri á Suður- götunni í gær KONA NOKKUR, sem ekki mun hafa öðlast mikla leikni í bíldkstri slapp ótrúlega vel hér í bænum í gærmorgun, er hún ók í gegnum grindverk I Suðurgötunni, og fór í bílnum niður snarbratta brekk- una sem liggur ofanúr Suðurgötu og niður í húsgarðana sem standa við Tjarnargötuna, fyrir sunnan slökkvistöðina. Hvorki götu- né rannsóknarlög- reglan gat gefið blaðinu uppl. um þessa ökuför, en fullyrða má að ekkert slys hafi orðið á fólki. Hvað það var sem olli þvi að konan sem bílnum stjórnaði, lenti í þessu ævintýri, er ekki vitað. En um leið og komið er inn fyrir grindverkið snar- hallar brekkan niður. Konan hefur senilega misst vald á sjálfri sér og yfir bilnum, er þetta gerð- ist, en þó tekizt að halda honum þannig að han fór beint niður brekkuna, og valt þvl ekki, og nam staðar, festist i dálitlum mat- jurtargarði við húsið Tjarnargötu 18, aðeins um 2 metra frá hús- horninu. Bíllinn var svo dreginn upp brekkuna aftur og upp á Suður- götu og var ekið burtu, en hér var um Pobedabíl að ræða, og varð hann ekki fyrir neinum veru- legum skemmdum. Skriðuklaustri, 27. maí: EFTIR langvarandi kuldatíð gerði mikla hláku nú umhelgina. Urðu stórfelldir vatnavextir í Fljótsdal í gær. Á sunnudag kom mikið hlaup í Bessastaðaá og telja kunn ugir að frá 1930 hafi slíkt hlaup ekki komið. Flóði áin yfir veginn beggja megin brúar og gerði djúpa gjá gegnum veginn með- fram melunum að sunnan. Enn- fremur er vegurinn stórskemmdur utan við brúna, en þar var önnur brú minni yfir kvísl og örlaði ekki á brúna í flóðinu. Vegasambandið héðan er nú gjörsamlega rofið áin flóði yfir neðstu hluta túnsins á Bessastöð- um, á Eyralandi og fór svo gjör- samlega yfir öll nesin frá Ham- borg út hjá Melum. Aðeins örl- aði á bakkarandir meðfram Jökuls á. — Enn er stórvöxtur í öllum vötn- um og verður ekki enn sagt um hve miklum spjöllum þetta hefur valdið. Klakahrannir lágu um eyrarnar í gær, ofan við veginn. Ceysi flóð var í Jökulsá og Kelduá. 1 þessum hlýindum hefur gróður þotið upp og eru birkiskógarnir nú að laufgást. Sauðburður stendur víða sem liæst og gróður að vera sæmilegur fyrir fé í úthaga, nema tvilembur sem þurfa gjöf eða túnbeit. — J.P. Ffórír islenzkir málarar taka þátt ■ alþjóðlegri listsýningu í París SíIdarverksm iðja n á Eyri flutt lil Seyðis- fjarðar GJÖGRI, 29. maí: — Arnarfell er statt á Eyri við Ingólfsfjörð og er það að sækja vélar úr síldar- verksmiðju ríkisins þar, sem ver- ið er að rífa. Á að flytja verk- smiðjuna til Seyðisfjarðar. Mikil óánægja ríkir meðal Ár- neshreppsbúa vegna þessarar ráð- stöfunar að flytja verksmiðjuna burtu, úr byggðarlaginu. Talsvert hefur borið á atvinnuleysi hér, sérstaklega hjá sjómönnum og verkamönnum. — Regína. HINN 9. þ.m. var opnuð í Balzac-salnum, 12, Rue Beaujon í París, alþjóðleg listsýning í tilefni þess, að út er komin bók um nú- tímalist, er nefnist „Dictionnaire de la Peinture Abstraite", og búin er til prentunar af hinum þekkta listfræðingi, Michel Seuphore. Allir þeir listamenn, sem getið^ er um í bók þessari, fengu boð um að senda eitt verk á þessa sýningu, en hún stendur til 12. júní. Fjórir íslenzkir málarar fengu þetta boð og taka þátt í sýningunni. Eru það: Nína Tryggvadóttir-, Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason og Valtýr Pétursson. Þeir, sem skipulagt hafa þessa sýningu, eru útgefendurnir Fernand Hazan & Cie ásamt Galerie Raymond Creuze í París. Er hér um mikinn heiður og viðurkenningu að ræða fyrir þá listamenn, er hlut eiga að máli. Nýir kristniboðar til Konso í NÝÚTKOMNUM Bjarma, sem er blað Kristniboðsfélaganna, er frá því skýrt meðal annars, að hafinn sé undirbúningur að því að leysa frá störfum sér til hvíld- ar og hressingar hér heima, hina ungu kristniboðendur suðux í Kosso í Ethiopiu, Felix Ólafsson og konu hans Kristínu Guðbjarts dóttur. Eiga þau að koma heim næsta sumar. Það er ákveðið að þangað suð- ur fari til að leysa af þau Bene- dikt Jasonarson og kona hans Margét Hróbjartsdóttir. Er ráð- gert að þau fari héðan í júlímán- uði næstkomandi, þar eð þau þurfa að vera suður í Konso í eitt ár, til þess að læra mál hinna innfæddu og fá sem gleggsta kynningu af staðháttum öllum. Hinir nýju kristniboðar verða vígðir til kristniboðsstarfsins á kristniboðaþingi, sem haldið verð ur í lok júnímánaðar uppi í Vatnaskógi. Sambandið rofið? DAGS-MENN á Akureyri skrifa feitletraða klausu undir þessari fyrirsögn í síðasta blaði sitt, um boðsferð þá er blaðamenn fóru með annarri hinna ifýju flugvéla Flugfélags fslands hf. á dögunum og láta í ljósi mikla óánægju. Þeir segja m.a.: „Allir blaðamennirnir voru frá Reykjavík, og hefði þó mátt ætla, samkvæmt sögu flugfélagsins, uppruna þess og ennfremur vegna áhuga Norðlendinga og stuðnings þeirra við flugmálin fyrr og síðar, að blaðamenn hér nyrðra yrðu ekki sniðgengnir svo áberandi, sem hér var gert. — Það er mjög óskynsamlegt að gera tilraun til að rjúfa hið nána og mikilsverða samband og sam- stöðu landsbyggðanna til flug- mála, og skal þó meira þurfa til. ÞÚFUM, 14. maí: — Tíðarfar hefur verið gott hér daglega, en gróðri fer lítið fram sökum kulda. Túnaávinnsia er langt komin. Yf- irleitt eru ær í húsi en sauðburður er ekki byrjaður. Niðurjöfnun útsvara í Reykja- fjarðarhreppi er lokið. Jafnað var niður rúml. 51 þús. kr. á 45 gjald- endur. — P.P. Selkópurinn frá Húsavík tek- inn til fósturs í Skerjafirði í GÆR, um hádegisbilið, kom norðan-bílstjóri nokkur inn á afr ■" greiðslu Morgunblaðsins og varpaði nýstárlegri byrði á borðið. Var þar kominn kópurinn litli frá Húsavík, sem nú hefur verið tekinn til fósturs í Skerjafirði. Hafði bílstjórinn lagt af staff dag- inn áður frá Húsavík með kópinn, sem hafðist við í framsætinu í bílnum. Þeir gistu í Skagafirði í fyrrinótt og komu til Reykjavíkur rétt fyrir hádegið. Kópurinn var hinn brattasti eftir ferðalagið. Morgunblaðið hafði milligöngu um að koma kópnum í fóstur, og útvegaði það honum samastað hjá Guðbjárti Aðalsteini Guð- bjartssyni, Þvervegi 2B í Skerja- firði, en börn Guðbjarts ætla að annast „uppeldi“ hans. Var þegar farið með Kobba á hið væntan- lega heimili hans, en þar var hon um tekið af mikilli alúð, af hús- ráðendum og börnum þeirra. Fréttamaður Mbl., sá er tók á móti kópnum er hann kom að norðan, skrapp suður í Skerja- fjörð seinna í gærdag til að vita hvernig Kobbi litli kynni við sig. Hafði honum þá verið búin sæng í barnarúmi með rimlum, sem hægt er að opna. Hann hafði „háttað“ strax eftir komuna, og sofið fram eftir degi. Lystarlít- inn sögðu börnin hann vera eftir ferðalagið, þó hefði hann nærzt á ofurlitlum volgum mjólkur- sopa. Selkópur þessi er landselur. Hann mun nú vera um viku- gamall. Hann var tekinn með Góð fíð á Slröndum GJÖGRI, Strandasýslu, 28. maí: — Síðastliðna viku hefur verið sér staklega góð gróðrartíð. Tún eru farin að grænka að mun og lítur mjög vel út með sprettu eins og i er. Veðurfar var ekki gott framan af vorinu, kuldar og strekkingar, og má því segja að breytt hafi mjög skyndilega um. Sauðburður hefur gengið vel fram til þessa. Óvenjulega margar ær eru tvílembar í vor og nokkr- ar eru þrílembar. Er það mjög sjaldgæft hér. — Regína. „keisaraskurði“, eftir að móðir hans hafði verið skotin úti á rúm- sjó. Kópurinn er röskur metri að lengd og hinn þroskalegasti. — Maður sá er náði honum frá kæp unni, var Þorgrímur Maríusson, og telur hann að hann muni hafa vantað um eina viku upp á full- an meðgöngutíma. Kópar þessir fæðast ekki í „reyfi“ og eru ósyndir í um það bil 2 vikur, en eftir það fara þeir að synda og þá fljótlega að ná sér í fæðu úr sjónum. Sigmimdur Hall- dórsson verður bygoingafulltr. TVEIR menn sóttu um starf byggingarfulltrúa Reykjavíkur- bæjar er því var slegið upp fyrir nokkru en umsóknarfrestur er nú útrunninn. Á síðasta fundi bæjar- ráðs var tilk. um það hverjir sótt hefðu, en það voru þeir Kjartan Sigurðsson arkitekt Hagamel 38 og Sigmundur Halldórsson arki- tekt Víðimel 41, forstöðumaður Á- haldahúss Reykjavíkurbæjar, er gegnt hefur þessu embætti um nokkurt skeið. Bæjarráð sam- þykkti að mæla með því við bæjar- stjórn að Sigmundur yrði skip- aður í byggingafulltrúastarfið. Blaðamannafélagið BLAÐAMANNAFÉLAG íslands heldur fund að Hótel Borg á fimmtudaginn kl. 2 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.