Morgunblaðið - 16.06.1957, Page 1
20 slour og Lesbolt
44. árgangur l32- tbl. — Sunnudagur 16. júní 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsíu*
Persónulegur sigur fyrir Eisenhower
Öldungadeildin samþykkfi nu óbreyffa
beiðni hans um aðstoð við erlend ríki
WASHINGTON, 15. júní. — Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur
samþykkt að verja rúmlega 350,000 millj. dollurum til stuðnings
við erlend ríki. Mikið hefur verið rætt um aðstoð Bandaríkjanna
við erlend ríki og þegar stjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið
i vetur fór þingið þess á leit við stjórnina, að hún drægi úr að-
Listkynning Mbl.
stoðinni við erlend ríki.
® ® ®
Eftir að þesi liður hafði ver-
ið endurskoðaður taldi stjórn-
in sig einungis geta dregið úr
aðstoðinni sem næmi um 227
millj. dollara — og lagði Eisen
hower rika áherzlu á það að
þingið samþykkti frumvarpið
í þeirri mynd. Kvað hann það
mundu veikja heimsfriðinn til
muna, ef þingið reyndi enn að
skera niður aðstoðina.
Enda þótt margir þingmenn
mótmæltu harðlega nú sem
fyrr hinni háu aðstoð, tóku
forystumenn republikana og
demokrata höndum saman og
börðu alla andstöðu niður.
Er þetta talinn mikill sigur
fyrir Eisenhower, því að hann
hefur barizt með oddi og egg
fyrir því að aðstoðin yrði ekki
skorin niður meira en nú er.
Nú mun fulltrúadeild þings-
ins ræða mátið.
Bnndnrífcin munu ekki leynu
uð heftu verzlunorviðskipti
Bretu og Kínverju
Pétur Friðrik
Sigurðsson
I»ESSA viku verða verk eftir
einn af yngri listmálurum okkar
til sýningar á vegum Listkynn-
ingar Morgunblaðsins. Er það
Pétur Friðrik Sigurðsson, sem er
Reykvíkingur að ætt og uppruna,
fæddur 15. júlí 1928.
Pétur hóf að mála þegar í barna
skóla 12 ára gamall, en hóf list-
nám í Ilandíðaskólanum 1943, og
var þar í þrjú ár. Hélt hann sýn-
ingu 17 ára gamall, skömmu eftir
að hann lauk námi í Handíða-
skólanum. Haustið 1946 sigldi
Pétur til Kaupmannahafnar og
stundaði nám við Kunstakadem-
íið í 3 ár. Var kennari hans Kræ-
sten Iversen prófessor.
Að námi loknu kom hann aftur
heim til íslands og hefur haldið
tvær sjálfstæðar sýningar, aðra
1950 og hina 1951, hin fyrri var
sýning á vatnslitamyndum, en hin
síðari á olíumálverkum. Hann
hefur ennfremur tekið þátt í
þremur sýningum hér heima og
norrænni samsýningu í Helsinki.
Pétur sýnir nú fimm listaverk
í sýningarglugga Morgunblaðsins,
tvær vatnslitamyndir og þrjú
olíumálverk. Ekkert verkanna er
til sölu.
Flugslys"
WASHINGTON, 15. júní. — 1 ræðu, sem Eisenhower Bandarikja-
forseti hélt í gær lét hann svo um mælt, að sambandi Bandaríkj-
anna annars vegar og Bretlands og Japans hins vegar væri síður
en svo styrkur að því, að Bandaríkjamenn reyndu að spyrna
gegn því, að þessi tvö lönd leituðu verzlunarsambanda við komm-
únistaríkin. Bretland og Japan væru lönd lítil að flatarmáli, þau
byggðu atvinnulíf sitt á iðnaði og útflutningur iðnaðarvarnings
væri þeim lífsnauðsyn.
Ekki drap Eisenhower sérstaklega á ákvörðun Breta um aukin
verzlunarviðskipti við kínverska kommúnista, en hins vegar telja
fréttamenn, að í orðum hans hafi falizt þegjandi samþykki við
þeirri ákvörðun.
Flúði til
Tyrklands
ISTANBUL, 15. júní: — í
morgun lenti einsmanns rúm-
ensk herflugvél á tyrkneskri
grund. Bað flugmaðurinn um
hæli sem pólitískur flóttamað-
ur. Kvað hann skotið hafa
verið úr loftvarnabyssum á
flugvélina, er hann flaug yfir
Bulgaríu.
Gomulka krefst þess, að rússneski
landstjórijm*’ í Póllandi verði
kvaddur heim
99'
ALLT bendir tii þess, að rúss-
neski ambassadorinn í Varsjá
Ponomarenko, verði kvaddur
Átti Vz millj.
dollorn, en
svalt
LONDON, 15. júní: — Útvarpið
í Varsjá tilkynnti í morgun, að
níu manns hefðu látið lífið, er
pólsk farþegaflugvél steyptist til
jarðar skammt utan við Moskvu
skömmu fyrir miðnætti sl. Meðal
þeirra, sem fórust, voru tveir
Bandaríkjamenn og fjórir af á-
höfninni. Alls voru í flugvélinni
13 manns. Flugvél þessi var eign
Pólska flugfélagsins og var í á-
ætlunarferð. Nefnd, skipuð Rúss-
um og Pólverjum, hefur verið
sett á laggirnar til þess að rann-
saka orsök slysins.
NEW YORK, 15. júní: —
Ekkja ein níræð, sem lézt í
New York á dögunum og lifði
í sárri fátækt alla tíð er nú
komin í heimsfréttirnar. Ekki
vegna þess, að hún átti aldrei
málungi matar og svalt heilu
hungri síðustu ár ævinnar,
heldur vegna þess, að hún átti
í fórum sínum hálfa milljón
dollara. Við leit í herbergi
hennar, sem skemmdist af
eldi, fundust f jármunirnir,
helmingurinn í bankaseðlum,
sem hún geymdi í pappaköss-
um hér og hvar í herbergj-
unum.
heim innan skamms samkvæmt
óskum pólsku stjórnarinnar. Ef
svo fer sem horfir mun það verða
vægast sagt athyglisvert, því að
það verður í fyrsta skipti, sem
stjórn leppríkis hefur sýnt slíka
dirfsku að krefjast þess, að rúss-
neskur ambassador verði kvadd-
ur heim. Orsökina má rekja til
þess, að Maslennikov, fulltrúi
við rússneska sendiráðið í Varsjá
var „sendur heim“ á dögunum.
— O —
Er Gomulka var í leyniför sinni
í Moskvu á dögunum, er það haft
fyrir satt, að hann hafi krafizt
þess, að Maslennikov yrði kvadd-
ur heim, þar sem Rússinn hefði
blandað sér í innanríkismál Pól-
verja og þar með farið „út fyrir
verksvið sitt“. — Maslennikov
studdi með ráðum og dáð stalin-
istana, andstöðumenn Gomulka,
í valdabaráttunni í haust. Er
hann sagður hafa reynt að efna
til mótmælafunda í pólskum bæj-
um gegn Gomulka og stjórn hans.
Það er ekkert leyndarmál, að
Ponomarenko ambassador var
mjög andvígur heimköllun Masl-
ennikov — og meira að segja bar
Frahkor ætla að grafa skipaskurð inn í Sokaro
PARÍS, 15. júní: — f hinni
nýju frönsku ríkisstjórn á í
fyrsta skipti sæti ráðherra,
sem fer eingöngu með Sahara-
mál. Svo sem kunnugt er, eru
mikil auðævi fólgin í eyði-
mörkinni og Frakkar gefa
henni vaxandi gaum. Þessi
nýji ráðherra hefur heldur en
ekki látið hendur standa fram
úr ermum síðan hann hlaut
ráðherrastólinn, því að í morg
un var tilkynnt, að Frakkar
ætluðu að grafa mikinn skurð
frá Miðjarðarhafi inn í salt-
vatn eitt stórt, sem er á landa-
mörkum Tunis og Alsír. Það-
an verður sjó veitt yfir eyði-
mörkina. Vænta Frakkar þess,
að þeir geti á þann hátt auðg-
að gróður eyðimerkurinnar
auk þess sem þeir ætla að
sigla skipum inn í mörkina
til þess að flytja góðmálma
og önnur verðmæti Sahara á
markaði. Verður skurðurinn
6 sinnum meira mannvirki en
Súez-skurðurinn og kostar um
100 milljónir sterlingspunda.
ambassadorinn fram opinber mót
mæli við Gomulka vegna heim-
kvaðningarinnar.
— O —
Það er heldur ekkert leynd-
armál, að Póllandi hefur verið
stjórnað frá rússneska sendi-
ráðinu í Varsjá. Sendiráðið
hafði til skamms tíma pólska
kommúnistaflokkinn í hendi
sér — og flokkurinn var
„pólskur“ að nafninu til. Þar
réðu engin pólsk sjónarmið.
Þar réðu Rússar. Miklum
áfanga náði Gomulka og hans
menn er þeim tókst að hrekja
Alltaf við
sama hey-
garðshornið
LONDON, 15. júní: — Fyrir-
lesari Moskvaútvarpsins í
fréttasendingu þess á ensku til
N-Ameríku í morgun lét svo
um mælt, að rússneska þjóðin
hefði engan áhuga á að sjá
og heyra bandaríska forystu-
menn í sjónvarpi í Rússlandi.
Sem kunnugt er var farið að
ræða um að Rússar og Banda-
ríkjamenn skiptust á sjón-
varpsefni, er Krúsjeff kom
fram í sjónvarpi í Bandaríkj-
unum á dögunum. Fyrirlesar-
inn rússneski sagði m.a., að
rússneska þjóðin vildi ekki sjá
DuIIes flytja and-rússneskan
áróður og sjá bandaríska her-
málasérfræðinga skýra frá
því hvernig rússneskar borgir
og bæir yrðu lagðir í eyði.
Hjónum difið
í fjöru og velf upp
úr fiðri
VÍN, 15. júní: — Óháða aust-
urríska hægriblaðið „Bilder-
telegraf“ skýrir frá illri með-
ferð á tékkneskum kommún-
istum, sem sakaðir hafa ver-
ið um svik við flokkinn. Segir
blaðið, að undanfarið hafi
borizt margar hrollvekjandi
sögur frá Tékkóslóvakiu um
það hvernig öryggislögreglan
ómisþyrmir og limlestir fólk,
sérstaklega flokksbundna
kommúnista, sem grunaðir eru
um að hafa yfirgefið flokks-
línuna. Segir ennfremur, að
hinn 27. apríl hafi tékknesk-
ur starfsmaður kommúnista-
flokksins flúið yfir til Aust-
urríkis ásamt konu sinni. Voru
þau bæði aðfram komin vegna
illra meðferðar, sem þau
höfðu hlotið í búðum öryggis-
lögreglunnar. Hafði þeim
báðum verið difið niður í
tjöru og síðan velt upp úr
fiðri.
RÓM 15. júní — Ítalíuforseti,
Giovanni Gronchi, hefur farið
þess á leit við forseta öldunga-
deildar þingsins, Merzagora, að
kanna möguleika til stjórnar-
myndunar.
Rokossovsky úr embætti varn-
armálaráðhcrra og yfirmanni
hersins, því með því voru
sterkustu tengsl hersins við
Kreml rofin. Nú virðist Gom-
ulka hafa einsett sér að rjúfa
einnig á sama hátt tengsl
flokksins við Kreml.
— O —
Ef höfðingjarnir í Kreml
verða við óskum Gomulka og
Ponomarenktt
kveðja Ponomarenko hebn
blandast enguin hugur um
það, að forustan í Kreml ótt-
ast sífellt meira styrk
Gomulka og stefnu hans
— og þorir ekki að reyna
að brjóta hann á bak aft-
ur af ótta við nýja j pp-
reisn og blóðuga bardaga. Því
að svo mikið er víst, að Pono-
marenko er enginn venjuleg-
ur starfsmaður utanríhnsþjón-
Frh. á bls. 19.