Morgunblaðið - 16.06.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 16.06.1957, Síða 6
V MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. Mní 1957 10. landsmót UMFl á Þingvöllum 29. júní Mótstjóri verður Þorsteinn Ein arsson íþróttafulltrúi ríkisins, Þórir Þorgeirsson íþróttakennari Laugarvatni mun stjórna fim- leikasýningunum, frú Sigríður Valgeirsd. íþróttakennari mun verða dansstjóri vikivakanna. Hátíðarnefnd skipa fimm menn _ • u. F it ' t 2 eru fulltrúar IJMFÍ, þeir Stefán Pai mmnst 50 ara afmælis UMFI Ól. Jónsson kennari og Axel Jóns son sundlaugarvörður, aðrir í nefndinni eru, Þórir Þorgeirsson íþróttakennari, frá Héraðssam UNGMENNAFÉLAG íslands heldur hátíðlegt 50 ára afmæli sitt á 14). landsmóti sínu, dagana 29. og 30. júní n. k. Hátíðahöldin fara fram á Þingvöllum og hefjast kl. 9 árd. báða dagana. Sundkeppni fer fram í Hveragerði laugardaginn 29. og hefst hún kl. 14,30. Dagskrá mótsins verður í stór- um dráttum þesi. Laugardagur: Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir skrúðgöngu iþróttafólks forseti íslands hr. Ásgeir Ásgeirsson flytur ávarp, keppt verður í frjálsum íþróttum karla og kvenna. Um kvöldið verður haldinn útifundur, þar munu flytja framsöguræður nokkrir þjóðkunnir menn. Um kvöldið verða dansaðir vikivakar og almennur dans stiginn á 300 fermetra palli. Á sunnudag hefst dagskráin með skrúðgöngu íþróttafólks og framhaldið verður íþróttakeppni frá deginum áður, til hádegis. Eftir hádegið hefst aðal hátíðar- dagskráin með guðsþjónustu sr. Eiríks J. Eiríkssonar formanns UMFÍ., síðan setur Stefán Jóns- son form. hátíðarnefndar mótið, þá verður hópsýnig í fimleikum, lúðrasveitin leikur, Bernharð Stefánsson aiþingism. flytur ræðu, almennur söngur, sr. Jó- hann Hannesson flytur ræðu, Kristinn Hallsson syngur einsöng, ávörp erlendra fulltrúa, þá fer fram bændaglíma, þar sem Ung- mennafélag Reykjavíkur mætir flokk manna utan úr landsbyggð- inni, íþróttakeppni, dansaðir viki- vakar og knattspyrnukeppni. Lokþáttur mótsins, um kvöld- ið, hefst með ávarpi formanns UMFÍ, þá fer fram verðlaunaaf- hending og mótinu lýkur með al- mennum dansi. Tékkarnir og Valur leika á þriðjudaginn Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ Ieika tékknesku knattspyrnu- irnir sem hingað koma í boði Víkings, sinn fyrsta leik. _ Máeta þeir þá Islandsmeisturum Vals. Valur leikur með óstyrktu liði. Þetta tékkneska lið sem kemur hingað flugleiðis í dag, er skipað mönnum 23 ára og yngri. Er það úrvalslið tékk- neska knattspyrnusambandsins, sterkt lið sem verið hefur í keppnisför í Þýzkalandi, Englandi og lék í gærkvöldi í Kaupmannahöfn við úrvalslið Kaupmannahafnar. Það verð- ur gaman að sjá þetta tékkneska landslið yngri manna. Akranes vann Val 4:1 5. LEIKUR Islandsmótsins, milli Vals og Akraness, var mun betri en sá 4., en þó engan veginn góð- ur þegar litið er á hann sem heild. Akranesliðið byrjaði leikinn vel, svo vel að þeir hafa ekki í annan tíma í sumar leikið betur. Knött- urinn gekk frá manni til manns og leiðir fram var fundin með samleik í stað að berjast í návígi. Það voru oft mjög laglegir sam- leikskaflar fyrsta hálftímann, svo að leikmenn Vals stóðu ráðþrota oft á tíðum er hinir léku fram- hjá. En dýrðin stóð stutt 20 mín til hálftíma og eftir það var uppi á teningnum þóf, árangurslitlar eða árangurslausar tilraunir ein- staklinga til að komast í gegn- um varnarmenn, samleikurinn gleymdist og þar með var draum- urinn búinn. En á meðan dýrðin stóð mátti margt skemmtilegt sjá. Fyrsta markið skoruðu Akurnesingar á 11. mínútu. Fékk Ríkharður knöttinn um 20—25 m frá marki eftir laglegt upphlaup og spyrnti dúndurskoti sem lenti í stöng og inn — án nokkurs möguleika fyr- ir markvörð að verja. Tveim mín síðar fékk Þórður Þórðarson knöttinn um 15 m frá marki Vals og fékk óhindrað að leggja hann vel fyrir sig og skoraði laglega. Þegar samleiksgleðin rann af Skagamönnum fórtu Valsmenn að láta meira að sér kveða, þó sókn- artilraunir þeirra væru án mikils þunga og mikillar hættu. Á 37. mín tókst þeim að skora. Gunnar Gunnarsson gaf fyrir frá hægri og Sig. Sigurðssyni tókst að skalla inn. Þann knött átti Helgi að geta tekið, en var úr jafn- vægi og staðan var 2:1 í hálf- leik eftir að Björgvini markverði Vals hafði tekizt að bjarga tveimur hörkuskotum á síðustu mínútum hálfleiksins. Síðari hálfleikur stóð langt að baki hinum fyrri og það var þessi gamli svipur einhæfni og lítt já- kvæðrar knattspyrnu sem ein- kenndi leikinn sem svo marga leiki ísl. liða. Akranesliðið gerði þó það sem gert var ásamt Elíasi Hergeirs- syni v.framvarði Vals sem stóð sig af mikilli prýði. Valsliðið var orðið eins og vængbrotinn fugh Páll Aronsson farin út af og Ein- ar Halldórsson haltrandi út á kanti Akranesliðið réð mestu á vellinum og með svipuðum sam- leik og þeir áttu í upphafi og ágengni í skotum á mark hvenær sem færi gafst, hefði þeim án efa tekzt að skora fleiri mörk, en þeir völdu aðra leið, návígið sem ekki gaf mikinn árangur. Á 18. mín hálfleiksins sendi Þórður Jónsson sendingu fyrir mark Vals, Björgvin sló til knattar- ins með hendinni en hélt honum ekki og Helgi Björgvinsson sendi hann í netið. Skömmu fyrir leiks lok komst Þórður Þórðar inn fyr- ir og skoraði mark sem Björgvin átti að geta tekið. Akurnesingar fengu mörk sín heldur ódýr einkum í síðari hálf- leik. En tækifærin voru flest þeirra megin og þó munurinn í mörkum væri ef til vill heldur mikill þá var Akranesliðið mjög vel að sigri komið. — A.St. Syndið 200 metra bandinu Skarphéðni, Ármann Pét ursson skrifstofum., frá Ung- mennasambandi Kjalarnesþings og Skúli H. Norðdahl afkítekt, frá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Ungmennafélag íslands hefur látið gera mjög fallegt merki í tilefni þessara tímamóta, merkin eru nú til sölu um land allt, í Reykjavík hjá verzl. „Bækur og ritföng" Austurstræti 1 og Bóka- búð Norðra Haínarstræti 4, salan hefur gengið mjög vel. Margvíslegur undirbúningur hefur farið fram undir mótið íþróttafólkið hefur þjálfað vel en gert er ráð fyrir að um 300 manns taki þátt í íþróttakeppn- inni. Keppt verður um marga glæsilega verðlaunagripi. Föstudaginn 28. júní verður haldið 20. sambandsþing UMFÍ, í Valhöll á Þingvöllum, þar verða tekin fyrir og rædd ýmis menn- ingarl. þjóðmál eins og venja hef- ur verið á öllum undanförnum þingum. — Þingið hefst kl. 10 Þar verður m.a. rætt um liand- ritamálið og þátt ungmennafél. í örnefnasöfnun. Nýr íþróttavÖllur vígður í Njarðvík KEFLAVÍK 14. júní. — Sunnu- daginn kemur 16. júní verður vígður nýr glæsilegur íþrótta- völlur í Njarðvíkum, er Ung- mennafélag Njarðvíkur hefur lát ið gera. Er íþróttavöllur þessi fullkomn asti og bezti íþróttavöllur, sem tekinn hefur verið í notkun á Suðurnesjum. Stendur völlurirm sunnan við samkomuhús Njarð- víltinga. Það var árið 1950 sem félagar úr Ungmennafélaginu hófust handa með gerð vallarins undir stjórn Ólafs Sigurjónsson- ar, en hann er formaður Ung- mennafélagsins og Óskari Krist- jánssyni form. íþróttavallarnefnd ar. Svæðið sem tekið var undir völlinn er 4 hektarar að stærð. Á þessu svæði voru gerðir tveir vellir malarvöllur og grasvöllur, sem eru að stærð 105X70 metrar. Þá er 400 metra hlaupabraut og tvær stökkgryfjur. Það var Gísli Halldórsson arkitekt sem teiknaði völlinn og hefur hann ásamt Þor- steini Einarssyni íþróttafulltrúa verið félögunum til leiðbeining- unnið hefur verið á hverju ári síðan verkið hófst. Kostnaðarverð vallarins er 415 þúsund krónur og hefur Njarð- víkurhreppur árlega lagt fé til framkvæmdanna. Eins og gefur að skilja hafa félagar lagt mikla sjálfboðaliðs- vinnu, en félagar í Ungmenna- félaginu eru nú 135. Hefur íþróttalíf jafnan verið öflugt innan félagsins ávetrum. Þessi nýi iþróttavöllur mun ekki aðeins hafa mikil áhrif á íþróttalíf þeirra Njaðvíkinga heldur á allt íþrótalíf Suðurnesja, þar sem hér er um að ræða eina grasvöllinn fyrir fótbolta hér syðra. Á vígsludaginn verða ýrnsar keppnir í íþróttum. Verður fyrst keppni í knatt- spyrnu milli Njarðvíkur og Gerð- ar. Þá verður bæjarkeppni milli Kefiavíkur og Hafnarfjarðar og handknattleikur milli Njarðvik- ur og Sandgerðis. Lúðrasveit Keflavíkur mun leika milli at- riða og verða veitingar á staðn- um. Um kvöldið verður svo dans ar um framkvæmd verksins, enað I samkomuhúsinu. — Ingvar. 17. júní háfíðahöldin í Keflavík HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní i Kefla vík hefjast að þessu sinni með því aðsafnast verður saman við kirkj- una kl. 1 og paðan mun verða gengið í skrúðgöngu um bæinn og verður Lúðr-esveit Keflavíkur í fararbroddi ásamt skátum. KL 1,50 verður hátíðin sett í skrúð- garðinum af Kristjáni Guðlaugs- syni formanni 17. júnínefndar. Kl. 2 verður þjóðhátíðarfáninn dreginn að hún en síðan syngur karlakórinn og kirkjukórinn þjóðsönginn með undirleik lúðra- sveitarinnar. Kl. 4 verður messa í garðinum og flytur séra Jón A. Sigurðsson prédikun. Þá flytur Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri minni dagsins. Karlakór syngur undir stjórn Guðm. Norðdahl. Þá verð- ur gamanþáttur er Klemenz Jóns son ásamt fleirum flytja. Guð- mundur Jónsson óperusöngvari syngur. Þá verður knattspyrna og frjálsar íþróttir og mun lúðra sveitin leika milli atriða. Kl. 8,30 um kvöldið hefst svo dans á Hafnargötunni verði veður hagstætt annars verður dansað í samkomuhúsunum. — Ingvar. Umdæmísstjóri Rotary á Islandi SÉRA Sigurður Pálsson prestur á Selfossi, var kosinn umdæmis- stjóri 126. umdæmis, sem er eina umdæmi Rotary International á íslandi, á 48. ársþingi Rotary. Hann mun taka við störfum 1. júlí og starfa til jafnlengdar næsta ár. A þessu ári mun hann heim- sækja alla klúbbana og veita leiðbeiningar og aðstoð. Séra Sigurður Pálsson hefur verið meðlimur Rotary-klúbbs Selfoss síðan 1948 og hefur verið forseti þess klúbbs. Rotary International nær nú til 99 landa hins frjálsa heims og er stöðugt vaxandi þjónustufélags- skapur. Meira en 9300 Rotary- klúbbar hafa innan vébanda sinna 442,000 meðlimi, sem vinna saman að framgangi Rotary-hug- sjónarinnar um félagslegar um- bætur, siðgæði í viðskipta- og at- vinnulífi, og eflingu alþjóðlegs skilnings, góðvilja og friðar. shrifar úr daglega lífinu kÁ er komið að þjóðhátíðardeg-um, að fara um helgar á ýmsa sveitabæi og hjálpi heimafólki við heyvinnu. Það geta allir haft gott af þessu. Fólk hangir hér unnvörpum í bænum yfir helgi, og veit oft á tíðum ekki hvað það á af sér að gera. Þetta á vissulega aðallega við fólk sem á ekkert farartæki til þess að komast á út úr bænum. Þetta yrði vitanlega sjálboða- vinna, nema hvað ég reikna með að allir vinni fyrir mat sínum og svo konu sinnar og barna ef það verður með, sem yrði í fiestum tilfellum. Ég og kona mín höfum mikinn áhuga fyrir því að komast í samband við annað ungt fólk sem hefði áhuga fyrir þessu, og væri til í að stofna samtök um þesa bændahjálp, sem ég reikna vitaskuld með að bændur verði himinlifandi yfir. Við Reykvík- ingar og annað bæjarfólk gerum of lítið af því að leiða huga okkar upp til sveita þessa fallega lands og ættum að gera okkar til að hjálpa sveitafólki við störf sín, fyrir utan það að í góðu veðri hafa allir bæjarbúar gott af því, að komast út í sveitir landsins burt frá borgarrykinu og marg- menninu. Þetta er í aðalatriðum bað sem ég átti við með þessu bréfi mínu og vona nú að þér komið þessu á framfæri I þætti yðar og með til- Sönn þjóðhátíð AÐ þesu sinni verður mikið um dýrðir að venju. 17. júní er sannarlega orðinn mesti hátíðis- dagur ársins og þá á ég ekki við það að hann sé það að formi og efni til heldur er hann það í hjört um fólksins. Það sér maður bezt á hinni almennu þátttöku í há- tíðahöldunum, og þeim hugarblæ sem yfir deginum hvílir. Jafnvel kaldhæðnustu menn hefi ég séð hrífast og næstum komast við á þeim eina degi ársins. Og það fer líka vel vegna þess að það veitir sannarlega ekki af því að menn eigi þó þann dag einan sameiginlegan, svo margt sem á milli ber í voru landi. Og ekki þarf að efast um að svo verði líka á morgun. Úr kaupstað í heyskap KÆRI Velvakandi, Það er svolítið sem mig lang- ar að koma á framfæri. Svo er mál með vexti að ég hefi mikinn áhuga á því að komast að raun um hvort ungt fólk hér i bæ hefði ekki áhuga fyrir þvi að hjálpa bændum svolítið við hey- annir yfir sumarið. Það sem ég á við, er að menn taki sig »aman stuðlan yðar gætum við hjónin svo komizt í samband við þá, sem áhuga hafa á þessu. Virðingarfyllst, Stefán G. Ásbjörnsson. Velvakandi vill mjög gjatnan gegna því hlutverki og biður þá sem hafa áhuga á þessu að hringja eða skrifa dálkunum um það. Útvarpsþulir OFT hefir mig langað til að vekja athygli á smávægilegu atriði varðandi kynninguþulanna hér hjá Ríkisútvarpinu á lögum almennt. Að sjálfsögðu eru þau kynnt áður en þau eru leikin og t.d. ef um sönglag er að ræða hver syngi, hver leiki undir og eftir hvern kvæðið sé. Og að um 3 mínútum liðnum, eða að lagi loknu, er sama romsan þulin upp aftur. Þessar endurtekningar ættu með öllu að leggjast niður nema um stór tónverk sé að ræða, enda eru þær flestum mjög hvim leiðar og tilgangslausar. Slíkt fyr- irkomulag tíðkast yfirleitt ekki hjá erlendum útvarpsstöðvum, enda álitið óþarfi, sem það reyndar er. — Vil ég nú beina þeim tilmælum til þulanna að hætta þessum endurtekningum nema, eins og fyrr segir, um sé að ræða löng tónverk. — G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.