Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. júní 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 Sjú Eri-Laí segir frá einhverju. mesta blóðbaði sögunnar TOKYO, 28. júní. | SJÚ EN-LAÍ forsætisráðherra Kína hélt langa ræðu við setningu kínverska „alþýðuþingsins“ í fyrradag og sagði þá frá því, að eitt stórfelldasta blóðbað sögunnar hafi átt sér stað í Kína síðan kommiínistar tóku völd þar. Síðan 1949 hefur sjötti hver maður, sem sakaður var um „gagnbylt- ingarstarfsemi“, verið tekinn af lífi. Sjú gaf ekki neinar ákveðnar tölur, en dró enga dul á, að blóðbaðið hefði verið mjög mikið. Maó Tse-Tung gaf þær upplýsingar í Varsjá fyrir skömmu, að 800.000 manns hefðu verið líflátnir í Kína. Hann viðurkenndi, að ríkið væri hrjáð af innri togstreitu og valdabaráttu, en uppörvaði menn til gagnrýni á störfum ríkisins og framkvæmd bylt- ingarinnar. HEIMSVALDASINNAR Sjú, sem er einnig utanríkis- ráðherra, sagði að alþjóðaástand- ið hefði yfirleitt þróazt í átt frið- ar og samlyndis. En hins vegar stæði friðinum stöðug ógn af stefnu heimsvaldasinna og víg- búna'ði, og væru Bandaríkin þar í broddi fylkingar. FYLGJANDI NÝRRI RÁÐSTEFNU Hann hét fullum stuðningi stjórnar sinnar við nýja ráð- stefnu, sem tæki vandamál Kóreu til endurskoðunar. For- sætisráðherra Norður-Kóreu kom fram með tillögu um Meirihluti dauðadómanna var kveðinn upp milli „frelsunar" Kína árið 1949 og ársins 1952, og var þessi hreinsun þá óhjá- kvæmileg nauðsyn, sagði Sjú með áherzlu. 16,8% af „gagn- byltingarsinnum" voru teknir af lífi, 42,3% sendir í þrælkun, 32% „settir undir eftirlit", og afgang- urinn náðaður og látinn laus eft- ir að farið hafði fram rækileg „enduruppfræðsla". MARGAR MILLJÓNIR Þeir, sem bezt þekkja til, eru þess hins vegar fullvissir, að tala hinna líflátnu í hreinsuninni í Kína skipti mörgum milljónum. INNRI TOGSTREITA í ræðu sinni gat forsætis- ráðherrann þess jafnframt, að á liðnu ári hefði Kína brðið fyrir einhverjum mestu nátt- úruhamförum síðustu áratuga. slíka ráðstefnu 21. júní s.l. Sjú réðist á Bandaríkin fyrir að hafa brotið vopnahléssátt- málann í Kóreu og sagði, að heimsvaldastefna þeirra mundi fá sömu endalok og stefna annarra heimsvalda- sinna. ÁNÆGÐUR MEÐ UNGVERJALAND Sjú-En-Laí lýsti yfir því, að atburðirnir í Ungverjalandi hefðu eflt, en ekki veikt samlyndið milli kommúnistaríkjanna. — Þessir atburðir hefðu sýnt, að ekki væri hægt að rjúfa einingu hins alþjóðlega kommúnisma, sem væri byggður á jafnrétti, enda þótt verstu ráðum væri beitt. Sjú En-Laí Fimm hetjur skotnar Vínarborg, 28. júní. — Frá Reuter. IT'JÓRAR ungverskar frelsis- hetjur, meðal þeirra ung stúlka, voru líflátnar í dag, samkvæmt fregnum Búda- pest-útvarpsins. Þrjú hinna líflátnu, Ilona Toth, sem var 25 ára gömul og læknastúd- ar, var dæmdur til dauða fyr ir að hvetja aðra til að reyna að drepa einn af uppreisnar- mönnum, sem hann grunaði um svik við byltinguna. Hann var upprunalega dæmdur í 15 ára fangelsi ,en í fyrri viku breytti hæstiréttur dómnum í líflátsdóm. STAKSTflM/VR Aumkvunarverður sigur Öðru hverju skýtur sú stað- hæfing upp kollinum í blöðum Framsóknar og Alþýðuflokksins að bandalag þeirra í síðustu kosn- ingum hafi þá unnið mikinn sig- ur. En sá „sigur“ var vissulega aumkvunarverður. Þessir tveir flokkar, sem fengu 37,5% at- kvæða við kosningarna r 1953 hröpuðu sumarið 1956 niður i 33,8% atkvæða. Árið 1953 hlutu þessir flokkar samanlagt nokkru hærri kjós- endatölu en Sjálfstæðisflokkur- inn. En í kosningunum sumarið 1956 fengu þeir hvorki meira né minna en sjö þúsund atkvæöum færra en Sjálfstæðisflokkurinn. Á sama tíma, sem Framsókn og Alþýðufl. töpuðu nær 5% af fylgi sínu bætti Sjálfstæðis- flokkurinn við sig rúmlega 5% atkvæða og fékk nú 42,4% í stað 37,1% árið 1953. Þetta er það, sem málgögn og leiðtogar Hræðslubandalagsins kalla „sigur“ sinn. Þeir tapa þús- undum atkvæða og hlutfallstala þeirra stórlækkar. Það heitir svo „sigur“ á máli blaða þeirra!! Á svona háu stigi er sjálfsblekk ingin hjá Hræðslubandalags- mönnum. Danir samþykkja loft- könnun yfir Grænlandi Khöfn, 28. júní. DANSKA stjórnin hefir tilkynnt Bandaríkjastjórn, að hún sé reiðu búin að leyfa, að norðurhluti Grænlands verði á svæðinu, sem komið hefur til greina sem fyrsta loftkönnunarsvæöi stórveldanna. Svar Dana er svipað því, sem Norðmenn gáfu varðandi Norður- Noreg, en báðar ríkisstjórnir taka það fram, að málið verði ekki endanlega útkljáð, fyrr en þær hafi fengið í hendur og athugað gaumgæfilega tillögurnar, sem undirnefnd afvopnunarnefndar- innar mun ræða í London. FYRIR NORÐAN 68. GRÁÐU Tillagan, sem um er að ræða, er síðasta tillaga Bandaríkjanna, en í henni er gert ráð fyrir að öll landsvæði fyrir norðan 68. breiddargráðu verði undir gagn- kvæmri loftkönnun Rússa og Bandaríkjamanna. Landsvæðin, sem um er að ræða, eru þá norð- urhluti Kanada og Alaska, norsku eyjarnar í íshafinu: Spitzbergen, Jan Mayen og Bjarn arey ásamt nyrzta hluta Noregs, og loks eru það nyrztu héruð Rússlands, að mestu steppur, en þar er Hka flotahöfnin í Múr- mansk. KRÚSJEFF VANTRÚAÐUR Hvað úr þessu verður, er erfitt SIDNEY, 28. júní. — Bandaríkja- stjórn hefur tryggt bandarískum flugfélögum réttinn til þess að hefja flugferðir yfir suðurheim- skautið. Undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður með Ástralíumönnum og Bandaríkja- mönnum um þetta og hafa þeir síðarnefndu tryggt sér lendingar- leyfi í Ástralíu á leið yfir suður- heimskautið. Þá hafa Bandaríkja- menn einnig fengið réttindi til lendingar í Ástralíu á flugleið- um til S-Afríku og Asíu. í stað- inn hafa Ástralíumenn fengið rétt hidi til þess að fljúga yfir Banda- ríkin með viðkomu bæði á vest- að segja nú. Krúsjeff lýsti því yfir opinberlega í Finnlandi, að hann hefði ekki mikla trú á til- lögunni, en e. t .v. verður hún vísir annarrar og víðtækari áætl- unar um gagnkvæma loftkönnun. LONDON, 28. júní. — Lundúna- blaðið Daily Mail staðhæfir, að eitt aðalvarnarvopn Breta, rak- ettan „Firestreak“ sé ónothæft í regnveðri og þoku. „Firestreak“ er skotið frá flug- vél og á að stjórna sér sjálft í skotmarkið, sem er óvinaflugvél eða flugskeyti. Innrauðir geislar frá skotmarkinu eiga að stjórna rakettunni og leiða hana í mark. ent, Ferenc Gönczi, 25 ára gamall og fyrrverandi liðsfor- ingi í hernum, og Miklos Gyd- engyösi, 28 ára, höfðu verið dæmd til dauða fyrir að drepa mann úr öryggislögreglunni, sagði í frétt útvarpsins, en hinn fjórði, Ferenc Kovacs, 25 ára gamall og fyrrverandi meðlimur öryggislögreglunn- Nú staðhæfir Daily Mail, að regn og þoka dragi svo mjög úr geisl- unum, að „Firestreak“ verði al- gerlega stjórnlaust, ef því sé skot- ið í slíku veðri. Segir blaðið og, að brezkir sérfræðingar séu önn- um kafnir við að reyna að finna bót á þessu. Þessi veiki hlekkur í vörnum Bretlands sé landinu mjög hættulcgur. Hin þrjú voru dæmd til dauða í apríl í fyrstu meiri háttar rétt- arhöldum leppstjórnarinnar yfir frelsishetjunum. Fengu þau dóma sína um leið og rithöfundarnir tveir, sem hafa nú fengið aftöku sinni frestað og fá e. t. v. dóm- inum breytt vegna þeirra al- mennu mótmæla, sem dómar þeirra vöktu um allan heim. SÁ FIMMTI BÆTIST 1 IIÓPINN Seint í kvöld bárust fréttir um, að fimmta hetjan hefði verið líf- látin í dag. Var það Jozsef Petrus, sem hafði verið dæmdur fyrir að stjórna hópi manna, sem reyndi að egna fólk til upp- reisnar í marz s.l. í bænum Pecs í Suðvestur-Ungverjalandi. 21 meðlimur hópsins fékk fangelsis- dóma allt upp í 15 ár. “Miss Ewrope4fc er hollenzk BADEN-BADEN, 28. júní. — t keppninni um „Miss Europe“- titilinn, sem haldin var í Baden-Baden, varð „Miss Hol- land“, Corine Rottschaefer 19 ára gömul, hlutskörpust. — Önnur varð fulltrúi Finnlands, þriðja fulltrúi Þýzkalands, fjórða fulltrúi Frakklands og fimmta „Miss England". "Tirpitz,, TROMSÖ — Saga þýzka orrustu- skipsins „Tirpitz“ er nú senn á enda. Norðmenn eru nú að höggva það upp og um þessar mundir er verið að brytja niður stjórnturninn, sem vegur um 200 lestir. 167 hvalir veiddir AKRANESI, 28. júní — 167 hval- ir eru nú veiddir í Hvalfjarðar- stöðinni með þeim fjórum, sem eru á leiðinni til stöðvarinnar í dag. Liðinn er nú tæplega þriðj- ungur af hvalvertíðinni, eða 41 dagur, en hvalveiðinni er venju- lega hætt 21. september. í fyrra veiddust 400 hvalir, sem er mesta veiði á einu ári hingað til hjá hvalstöðinni. Bendir margt til að sett verði nýtt hvalveiðimet í ár. —Oddur. Kosningasvindlið var eina haldreipið Eina haldreipi þessara flokka í kosningunum var svindl þeirra og brot á kosningalöggjöf og stjórnarskrá. í skjóli þess fékk Alþýðuflokkurinn uppbótarþing- sæti út á atkvæði Framsóknar, sem þó fékk miklu fleiri þing- sæti en hún átti rétt á sam- kvæmt kjósendafylgi sínu. Og það er athyglisvert, að án banda- lagsins við Framsókn hefði AI- þýðuflokkurinn að öllum líkind- um engan þingmann fengið kjör- inn og sennilega þurrkast út úr þinginu. Þegar á þetta er litið verður það auðsætt, hve Alþýðuflokk- urinn er nú gersamlega orðinn háður Framsókn. Hann er nú nokkurs konar pólitískur próv- entukarl hinnar gömlu maddömu. Tveir f^arpar draga í land A meðan þeir „seminaristinn frá Jonstrup“ og Lúðvík Jósefs- son voru í stjórnarandstöðu töl- uðu þeir hresssilega um það, að tafarlaust bæri að lýsa yfir nýrri útfærslu fiskveiðitakmarkanna. Töldu þessir garpar, að það væri hinn mesti slóðaskapur af fyrr- verandi ríkisstjórn að hefjast ekki handa um þessar aðgerðir. Nú hafa garparnir setið nær eitt ár í ríkisstjórn. Og ekkert bólar á að þeir færi út landhelg- islinu eða fiskveiðitakmörk. Þeir halda gersamlega að sér höndum. Lúðvík Jósefsson lýsti því meira að segja yfir á Alþingi í vetur, að hann teldi ekki tímabært að gefa neinar upplýsingar um á- form sín í þessu mikla hagsmuna- máli sjómanna og þjóðarinnar í heild. Þannig éta kommúnistar ofan í sig öll sin fyrri hreystiyrði. Forysta Sjálfstæðis- manna. Sjálfstæðismenn höfðu á stjórn arárum sinum giftudrjúga for- ystu um útfærslu fiskveiðitak- markanna. Þeir munu halda á- fram baráttu sinni fyrir frekari vernd fiskimiðanna. Með skyn- samlegum og rökföstum málflutn ingi af hálfu fulltrúa tslands í ýmsum alþjóðlegum samtökum hefur aðstaðan til nýrra aðgerða stórbatnað undanfarið. Onassis hjálpar Nasser KAIRÓ, 28. júní. RÍSKI skipakóngurinn Aristoteles Onassis kemur til Kaíró í næstu viku til að ganga frá samningum við egypzk yfirvöld um byggingu á olíuleiðslum meðfram Súez- skurðinum. Er þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum. Þá er og frá því sagt, að Onassis hafi í hyggju að setja á stofn sérstakt hlutafélag, sem byggi olíuleiðslurnar og reki þær. Onassis átti tveggja stunda viðræður við forstjóra egypzka efnahagssjóðsins á fimmtudagskvöld. Munu viðræður verða teknar upp að nýju á fimmtudag og verða þá einstök smá- atriði rædd. Onassis kom fram með tillöguna um að byggja olíuleiðslur meðfram Súez-skurði fyrir tveimur árum, þegar hann heim- sótti Kaíró. Fyrr á þessu ári lét hann þess getið, að samn- ingar um slíka leiðslu gætu ekki hafizt, fyrr en þúið væri að hreinsa Súez-skurðinn algerlega. Leiðslan mundi auka mjög siglingar um skurðinn, því hún mundi hafa það í för með sér, að hin gríðarstóru nýju olíuflutningaskip, sem rista mjög djúpt, geta farið frá Persa- flóa inn í Miðjarðarhaf hálfhlaðin, og síðan mundu þau taka fullan farm í Port Said. Hið fyrirhugaða hlutafélag verður aðallega rekið fyrir erlent fé, en egypzka Súez-félagið mun einnig eiga hlut að því. Ástraiskar umhverfis ur- og austurströndinni. Astr- I taRa fimrn sólarhringa og fimm alska flugfélagið Quantes er því > stundir. "Firesfreak" þolir ekki vœtu flugvélar joröma fyrsta flugfélagið, sem hlýtur a stöðu til þess að fljúga umhver: jörðina með viðkomu í öllu heimsálfum. Hefur stjórn félaj ins upplýst, að slík ferð mu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.