Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 14
14 MOPr.TiiynT 4fíjf) Laugardagur 29. jðni 1957 BRÚSN MIKLA Guðmundur L. Fribfinnsson, Egilsá: NÚ mun endanlega afgreitt frá Alþingi mál sem hefur verið að bögglast fyrir valdamónnum og róggjafa af og til nú undanfarin ár og mun um ýmislegt einstætt sinnar tegundar. Á ég við hið svo- kailaða „brúarmal“, en svo hefur það oftast verið kailað hér í sveit manna á meðai, enda þótt sú hin mikla, óbyggða brá, er hér kem- ur við sögu, verði aðeins líður í vegakerfi, sem í íramtíðinni hef- ur ekki einungis þýðingu fyrir viðkomandi hérað, heldur og sem aukavegur á hinni fjölförnu Norðurlandsleið. I>ar eð mál þetta hefur valdið deilum og að vonum vakið nokkra athygli bseði innan hér- aðs og víðar, þykir mér rétt að menn fái að vita á því nokkru nánari skil en verið hefur til þessa, og mun ég greina frá eins og ég veit sannast. Ég hef áður rætt mál þetta í tveim blaðagreinum, einungis með það fyrir augum að benda á staðreyndir, eer æfla mátti að ókunnugum væru ekki nægilega ijósar. En með því að nókkuð er nú um liðið, mun ég rifja hér upp örfáa aðaldrætti málsins, að öðru leyti vísast til gréinargerð- ar vegam.stj., er birtist hér á- samt þessari grein. FORSAGA Líklega eru nú liðin hartnær tuttugu ár síðan að ég gerði fyrstu tilraun til að koma hreyf- ingu á það mál, að byggðin hér framan Norðurár yrði leyst úr aldalangri einangrun með brú á Hús til sölu Húsið Steinholt í Seyðis- fjarðarkaupstað er til sölu. Húsið er tvílyft timburhús á steinsteyptum kjallara ofanjarðar. — Tún getur fylgt. Uppl. gefur Guð- mundur Guðjónsson Seyðis- firði, sími 56. Vanur meiraprófsbíistjóri óskar eftir „einhverri" VINNU í 2—3 vikur. Kvöldvinna um lengri eða skemmri tíma kemur til greina. Uppl. sími 81797. Vil kaupa milliliðalaust 2ja til 3ja herb. íbúð, eða lítið einbýl- ishús. Útb. fremur lág. — Greiðsla mjög örugg. Tilboð sendist. afgr. blaðsins fyrir 5. júlí, merkt: „Örugg greiðsla — 5666“. Fyrri hlufi Norðurá og tilheyrandi vegi. Kom þá þegar í ljós að alvarleg- ur ágreiningur mundi verða um, hvar brú þessi skyldi koma, enda viðhorf allt önnur meðan hestur- inn var að verulegu leyti notaður sem flutninga- og farartækí. Töldu Kjálkabændur það loft- kastala eina og draumsjónir að brú kæmi í okkar tíð á Héraðs- vötn vestur af Kjálka. Eftir sjón- armiði þess tíma var krókurinn inn á Gvendarnes veruleg leið og því ekki eðlilegt að Kjálkabænd- ur gerðu sig ánægða með það vegarsamband eitt, ef hugmynd- in um Héraðsvatnabrúna yrði ekki að veruleika. En smám saman tóku tímarnir að breytast, bíllinn var aðal flutn inga- og farartækið. Vegarspotti, sem áður var talinn talsverð leið, var nú farinn á fáum mínútum og takmarkið með hringveg ura innanvert héraðið, færðist nær. Ei að síður héldust skoðanir Kjálkamanna í sama horfinu hvað þetta snerti, og vildu þeir ekki heyra annað vegarsamband nefnt en um brú á Norðurá hjá Skeljungshöfða. Varð því að eins konar þegjandi samkomulagi að minnast aldrei á þetta okkar í milli, þar eð málið var viðkvæmt., en góð vinátta hafði ávallt hald- izt milli heimilanna hér á Norð- urárdalnum oð þeirra granna okk ar á KjálkanUm, enda taldi ég þar mína beztu vini. Gekk mér að m:nnsta kostr ekki annað tit þagnarinnar en að forðast þýð- ingarlausar deilur, sem ég hef aldrei haft mætur á og tel að jafn an scu til að valda sárum og auka c-rfiðleika í meðferð og af- greiðslu móla. Er tímar liðu tóku hins vegar báðir aðiljar að ræða málið við valdamenn. Var það frá minni hendi á þeim grundvelli, að mál- ið yrði leyst í einu, sundurskorin byggð sameinuð og vegurinn lægi Skemmtiferffafólk, sem kemur frá Italíu lætur illa yfir kuldum og vosbúff, sem því hafi veriff búin þar, en hvaff mega þá íbúarnir sjálfir segja, sem orðið hafa fyrir hamförum náttúrunnar. — Mynd- in hér aff ofan er Fódalnum. Sést þar hvar bændur eru aff reyna aff bjarga heyi sínu á þurrt eftir aff áin hefir flætt yfir völlinn. Aronstrong Siddley smíffár 1947, lítið keyrður og vel með farinn. Ford Pre- fect smíSaár 1946 í ágætu Iagi og AuHtin 8 sendiferSa- bifreiS, ódýr, eru til sýnis og sölu aS BergstaSastræti 41. Sími 82327 frá kL 1—6 í dag. meðfram öllum bæjunum, eða svo nálægt þeim, er við yrði kom ið. Taldi ég mig geta fært rök að því, að í framtíðinni ylði þetta hagkvæmasta, öruggasta og ódýr- asta lausnin en engum til óþurft- ar, er fyrirhugað vegarkerfi yrði komið á. Taldi ég sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að þetta vegakerfi kæmist á sem fyrst. Ræddi ég málið ekki held- ur við Blöndhlíðinga þar eð ég taldi, að það snerti þá fremur lítið og mun þeim hafa verið það næsta ókunnugt eins og síðar kom í ljós, og alls ekki vitað, að hér væri um neitt viðkvæmt á- greiningsefni að ræða.. RÓTTÆKAR AÐGFRHIR Á sumri 1955 barst mér sú fregn, að grannar mínir af Kjálk anum hefðu þá að undanförnu ekið út um alla Blönduhlíð kvöld eftir kvöld og tekizt að ná undir- skriftum mjög margra Blöndhlíð- inga og jafnvel fleiri manna, með kröfu um þá lausn málsins, er þeir óskuðu, og fengið loforð af Steingrími Steinþórssyni, þáv. ráðherra og 1. þm. kjördæmísins um a§ brúin skyldi byggð hjá Skeljungshöfða. Síðar fengu þeir fundarsamþykkt um saina efni, og er hún þannig til komin, að boðað var til almenns hrepps- fundar um allt annað og óskylt mál og ekkert annað tilgreint í íundarboði. En í fundarlok, er Reynslan segir Þær eru sparneytnar, ein- faldar í meðförum, léttar, og ganga MOBILA miðstöðvardælur Fást afgreiddar frá Svíþjóð meff stuttum fyrirvara. Iðjukaupinn hf. EINHOLTI 10 — REYKJAVÍK r.okkrir fundarmenn voru farnir, var borin upp tillaga um brúar- málið í samræmi við fyrrgreint Kjálkasjónarmið, og samþykkt af einhverjum, en ókunnugt er mér hve mörgum, enda var ég ekki mættur á fundi þessum. Um hina raunverulegu og sönnu afstöðu Blöndhlíðinga til máls þessa vil ég segja þetta: Blöndhlíðingar hafa nær því engra hagsmuna að gæta í sam- bandi við brú á Norðurá. Þeir eiga þarna mjög sjaldan leið um. Að vísu munu sjö Blöndhlíðingar eiga hluta i eyðijörðinni Ábæ í Austurdal, og einhverjir þeirra hafa ef til vill hug á að reka þang að búfé. Um þetta er það að segja, að með bættum samgöng- um er líklegt að Ábær, sem er góð jörð, komist í ábúð í fram- tíðinni. Verði það hins vegar ekki, er augljóst að Austurdals — og Kjálkabændum veitir ekk- ert af þessu upprekstrarlandi, er býlum fjölgar og bústofn eykst á þessu svæði. Þá hefur og heyrzt að einhverjir Blöndhlíðingar væru haldnir ótta við að aðalleið- in milli landshluta muni ekki verða um Blönduhlíð eftir að hringvegur er kominn um innan- vert héraðið og Skagafjarðarveg- ur hefúr verið tengdur við Norð- BLAÐASKRIF Þrátt fyrir fyrrgreinda við- leitni granna minna að efla flokka um málið, ^gerði ég enga tilraun að fara sömu leið. Hef ég ávallt lítið á slíka innsveitis- flokkadrætti sem óheillavænlega leið, hvað sem sigurmöguleikum líður. í stað þess skrifaði ég stutta blaðagrein sumarið 1955, skýrði málið í fáum orðum og færði fram rök. Fór ég ekki út í neitt persónulegt, en sló út í meinlaust gaman í lok greinar- innar, því að margt skoplegt hef- ur gerzt í sambandi við mál þetta þótt ekki verði það rakið hér. Þetta varð til þess, að piltur nokkur, Gunnar að nafni, sonur æskuvinar míns, réðst fram á rit- völlinn með undarlega fáránleg mishermi staðreynda og orð- bragði, sem sennilega varða við lög. Svaraði ég grein þessari málefnalega og rakti gang máls- ins, en lýsti því þá þegar yfir, að ég mundi leiða hjá mér persónu- legt nart, svo sem frekast yrði við komið. Litlu eftir réttir þetta sama haust, birti svo Björn nokkur Egilsson, bóndi að Sveinsstöðum urlandsveg í Silfrastaðafjalli, og ! í Lýtingsstaðahreppi, greinar hefur mikið kapp verið lagt á að rangtúlka hér aðlútandi ummæli mín, og lauma því inn hjá sveit- ungum mínum, að skoðanir mín- ar i þessu efni væru hagsmun- um þeirra andstæðar. Þykir mér ólíklegt að margir hafi tekið þær fjarstæðukenndu og órökvísu dylgjur alvarlega. Hef ég hrakið þetta áður og læt nú nægja að vísa til meðfylgjandi greinar- gerðar vegamálastjóra, er sannar að sú lausn málsins, er ég hef fylgt, er engan veginn til að vinna héraðinu tjón heldur þvert á móti. Enda vita nú allir, að mjög bráðlega kemur hringvegur um innanverðan Skagafjörð, og er það ekki annað en sjálfsögð og eðlileg þróun og héraðs- og þjóð- arþörf. 1 þessu sambandi skiptir engu hvar Norðurá verður brúuð. Aukavegur Norðurleiðar getur aldrei legið um Blönduhlíð. Þetta sjá nú allir enda ber ég það traust til dómgreindar sveitunga mmna, að fáir mundu hafa til orðið að skipa sér undir Kjálkamerkið, ef þeim hefffu verið allir málavextir kunnir, og einhliða túlkun ekki komið til. korn um þetta sama mál. Verður að líta á Björn sem eins konar málaliðsmann þeirra Kjálka- manna þar eð stefna min gat síður en svo orðið sveit hans til óþurftar, og ég hafði aldrei sveigt að manni þessum á nokkurn hátt. Björn hefur áður birt nokkrar fréttagreinar og skrifar ekki ó- laglega, en grein þessi finnst flestum stinga mjög í stúf við annað, er Björn hefur ritað. Var þar ráðizt af ósvinnlegri hvatvísi og á persónulegaii hátt að mér og fleiri mönnum, þar á meðal að fyrrv. vegamálastjóra, en reynt að hylja málið sjálfsryki annar- legra og óraunhæfra staðhæfinga þótt ófimlega færist. Enda þótt grein þessari væri ei svarað, skrifaði ég þó stutta grein í móti. Ekki varð þó af birtingu greinarinnar svo skjótt, enda kom nú einn góðvinur minn að máli við mig og mæltist til, að ég léti niður falla frekari blaða- skrif um sinn, í þeirri von að hægt yrði að fá ró um málið, enda rök öll fram komin, og greinar peirra svarabræðra, Gunnars og Björns svo órökvísar og gjörsheyddar allri prúð- mennsku að enginn sómi var fyr ir sveit og hérað að slíku væri á lofti haldið. Bezt ai augSýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.