Morgunblaðið - 02.07.1957, Síða 20
VEÐRIÐ
N.-A. stinningskaldi, þurrt veð-
ur og léttskýjað með köflum.
Svíakonungur
í Þjóðminjasafninu. Sjá bls. 8.
Arnarhreiður iundið
í Dýraiirði
ÞINGÉYRI, 1. júlí. — Um síð-
ustu helgi fannst arnarhreiður
hér í Dýrafirði. Yöru tveir ungar
í því, státnir og bústnir. Voru það
skátar af 5. skátamóti Vestfjarða,
sem haldið var hér í Botni í Dýra-
gert i.okkurn usla í varpi bænda
og jafnvel ráðizt á lömb, þykir
Dýrfirðingum þó vænt um fund
hreiðursins og hyggja ekki á að
hrekja arnarhjónin á braut.
— Fréttaritari.
A sunnudagskvöldið var hátíða-
sýning I Þjóðleikhúsinu. Sýnt var
Gullna hliðið. — Áður en sýning
hófst voru konungshjónin hyllt
þar sem þau voru í forsetastúk-
unni ásamt forsetahjónunum. —
Hér sjást þeir á Þjóðleikhúströpp
unum forsetinn, konungurinn og
þjóðleikhússtjórinn.
Enn græðir Hamrafellið!
Siglir fyrir miklu hœrri
farmgjöld en almennt
gilda á markaðnum
Lúðvík gerði einnig háa samninga við
vini sína Rússa
SÍÐAN 6. júní hafa flutnings-
gjöld fyrir svartolíu verið í
kringum 28 sh. 10 pence miðað
við leiðina Svartahaf—Reykja-
vík. Frá því Súez-skurðurinn
opnaðist hafa flutningsgjöld á
hreinum olíum verið um 33 sh. 6
pence. Þær olíur eru nú fluttar
með „Hamrafellinu“ skv. hinum
Sóður afli í Dýrafirði
ÞINGEYRI, 1. júlí. — Trillubátar
hafa fiskað vel undanfarið, en
síðustu dagana hefur þó dregið
talsvert úr aflanum. Þegar mest
veiddist var aflinn að meðaltali
um ein lest á mann eftir sólar-
hringsróður. Fiskurinn er frem-
ur smár. Bátarnir hafa róið hér
út úr firðinum. Vinna er með
mesta móti. — Fréttaritari.
nýgerða samningi fyrir 65 sh. eða
tæplega tvöfalt markaðsverð.
Munar þarna um 72 kr. á hverja
smálest eða 1 milljón 150 þús. ísl.
krónum á hvern Hamrafellsfarm.
Þá hefur Lúðvík Jósefsson gert
samning við vini sína Rússa um
flutninga á svartolíunni fyrir 60
sh. á hverja smálest. Er það álíka
mikið hærra á hverja smálest en
markaðsverðið er nú, eins og hjá
Hamrafellinu. Græða því hvor
um sig góða milljón á hverri
ferð.
Laxá óvenju fær
ÁRNESI, S-ÞING. 1. júli. —
Laxá í Þingeyjasýslu er nú óvenju
tær og vatnslítil. Lax er nú geng-
inn upp alla ána. Veiði hefir þó
verið fremur treg til þessa, en
laxveiðimenn telja útlitið gott.
Sumarför Varðar um Árnes-
Skreiðin fSutt beint til
Atríku
¥ GÆRKVÖLDI var lokið við að ferma þýzkt skip skreið hér á
1. höfninni. Skipið siglir með farminn beint til Nigeriu, og mun
það vera í fyrsta skipti, sem' skreiðarfarmur er fluttur beint frá
íslandi suður til markaðslanda í Afríku.
Fimm manns slasast í
bílslysi hjá Akranesi
Bíllinn raksf á símasfaur, kasfaðisf yfir veginn
og niður í skurð
Akranesi, 1. júlí:
LA U S T fyrir kl. 10 í gærkvöldi, varð bílslys hér skammt fyrir
utan kaupstaðinn. Fólksbíll héðan frá Akranesi sem í var sex
manns ók á símastaur, hentist yfir veginn og niður í djúpan skurð.
Fólkið slasaðist allt meira og minna, nema einn maður sem gat
náð í hjálp. Fólkinu var ekið í sjúkrahúsið hér og var þar gert að
sárum þess.
firði sem fundu hreiðrið, er þeir
voru að ganga á f jallið. Var
hreiðrið alveg uppi undir brún
fjallsins í klettabelti vestanvert
við botn fjarðarins.
Arnarhjón þessi eru búin að sjást
á hverju ári hér í Dýrafirði mörg
undanfarin ár. Hafa þau senni-
lega átt hréiður þarna á hverju
vori, þótt ekki hafi verið komið að
því fyrr. Þótt örnin hafi stundum
Fólkið ætlaði á dansleik í Bif-
röst þetta kvöld. Voru fjórar
stúlkur í bílnum og tveir karl-
menn. Hafði ein stúlkan fengið
bílinn að láni hjá föður sínum
og ók hún. Mun bíllinn hafa lent
í lausri möl á veginum og rakst
hann all harkalega á símastaur.
Við áreksturinn kastaðist bíllinn
skáhallt yfir veginn, lenti á ræsis-
brún og stakkst síðan beint á end
an niður í djúpan skurð.
Sem fyrr segir slapp annar
karlmannanna óslasaður. Tókst
honum að opna hurðina og hjálpa
hinu fólkinu út úr bílnum. Hljóp
hann síðan í logandi spretti, til
þess að ná í sjúkrabíl. Hitti
hann fljótlega vörubíl á veginum
og ók hann þegar til Akraness
til þess að ná í sjúkrabíl. í milli-
tíðinni hafði annan vörubíl borið
að slysstaðnum. Tók hann slas-
aða fólkið og ók því til sjúkra-
hússins. Mætti sá bíll sjúkrabíln-
um á leiðinni og snéri honum við.
í sjúkrahúsinu var gert að sár-
um fólksins. Karlmaðurinn sem
slasaðist skarst mikið í andliti,
einkum á nefi. Þurfti að sauma
skurðina saman. Stúlkan sem
bílnum ók fótbrotnaði og marðist
einnig mjög mikið á fótum. Önn-
ur stúlka marðist einnig á fótum,
þriðja stúlkan hlaut stóran skurð
á vinstra gagnauga og sú fjórða
stóran skurð á höfuðið. Ekki voru
meiðsli fólksins þó talin lífshættu
leg og fékk það allt að fara heim
til sín nema stúlkan sem fót-
brotnaði. Hún liggur í sjúkra-
húsinu. Bíllinn stórskemmdist.
— Oddur.
Þetta þýzka skip heitir Anton
Castens og er frá Hamborg. Hafa
G. Helgason og Melsted og Þór-
oddur E. Jónsson tekið skipið á
leigu til flutninganna, en þessir
tveir aðilar hafa tryggt sölu á
skreiðinni til Nigeriu. Skipið er
1,000 lesta og flytur í þessari ferð
tæplega 10,000 skreiðarböggla
eða um 450 lestir.
Samkv. upplýsingum, er full-
trúar G. Helgas. og Melsted gáfu
blaðinu, hefur skipið fermt skreið
á mörgum höfnum á Norðurlandi,
Vestfjörðum og hér sunnaniands.
Skipið heldur héðan til Lagos og
Port Harcourt í Nigeriu. Að þessu
sinni hefur farmurinn ekki verið
seldur einni dreifingarmiðstöð,
eins og yfirleitt áður, heldur
fjölda kaupmanna. Á þann hátt
er frekar tryggt, að verðsveiflur
verði ekki á markaðinum, þegar
stórir farmar berast.
Hafa útflytjendur þessir aflað
markaðs fyrir mun meira skreið-
armagn og verður þessum útflutn
ingsháttum haldið svo fremi að
nægilegt magn verði fyrirliggj-
andi hér til útflutnings.
Auðsætt er, að mikill hagur
mun vera að því að flytja skreið-
ina beint á markaðinn miðsð við
það, að hingað til hefur henni
verið skipað upp í höfnum á meg-
inlandinu. Bæði er uppskipunar-
kostnaður mikill og dýrara að
flytja hana þannig — með tveim
skipum. Auk þess eru ekki á
hverju strái skip, sem hægt er að
fá til flutninganna frá megin-
landinu til Afríku.
t>ing n.k. sunnudag
HIN ÁRLEGA skemmtiferð Varðarfélagsins verður farin næst-
komandi sunnudag, 7. júlí. Að þessu sinni verður feröazt um
Árnesþing.
Sumarferðir Varðar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum
árum. Hafa þessi ferðalög verið mjög eftirsótt og verið stærstu
hópferðir sumarsins. Fjöldi fólks á því hinar ánægjuiegustu endur-
minningar frá ferðum þessum svo sem förinni um sögustaði Njálu
og förinni um Borgarfjörð á síðastliðnu sumri. Það munu því
margir hugsa gott til þeirrar ferðar um Árnessýsiu, sem nú er
ákveðin.
Er það ekki að ófyrirsynju, því að óvíða er að finna slíka náttúru-
fegurð og hvergi þá sögustaði landsins, sem merkari eru þeim,
sem farið verður um í för þessari.
Ekið verður um ölfus, Flóa, Skeið og inn í Þjórsárdal. Þar verða
skoðaðar rústirnar í Stöng, Gjáin og Hjálparfoss. Þaðan verður
svo ekið upp Hreppa að Brúarhlöðum. Komið verður við í Skál-
holti og skoðuð hin nýju mannvirki þar. Þaðan verður ekið um
Grímsnes upp með Sogi og umhverfis Þingvallavatn.
Kunnugur leiðsögumaður verður með í förinni.
Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu klukkan átta fyrlr
hádegi stundvíslega. Gert er ráð fyrir að koma heim fyrir mið-
nætti.
Farmiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu næstu daga í skrifstofu
félagsins, sem verður opin til kl. 7 e. h. Verði er mjög stillt í hóf
og kostar farmiðinn aðeins kr. 150.00. Innifalið er hádegisverður
og kvöldverður.
Ráðlegast er fyrir fólk að tryggja sér farmiða tímanlega.
Myndin var tekin í gærkveldi á þilfari „Anton Castens", þegar
verið var að ljúka við að ferma skipið. Fremri lestin er þegar
full, eins og myndin sýnir. * (Ljósm. Studio).