Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 8
 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. ágúst 1957 Otg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÓVÆNLEGAR HORFUR utAn úr heimi 1 - Naktir brennuvargar til Sovétríkjanna SUMARIÐ, sem nú er tekið að styttast í hefur ver- ið eitt hið fegursta og bezta, sem menn muna. í öllum landsfjórðungum hefur ríkt veð- urblíða. Grasspretta var góð um nærri allt landið og nýting heyja með ágætum. Heyskap lýkur því óvenjusnemma um land allt. Sumarið hefur þannig verið bændum og búaliði einkar hag- stætt. Af fjalli mun í haust koma fleira fé en oftast áður. Sauð- fjárbúskapurinn er nú loks að ná sér verulega eftir niðurskurð og vandræði hins langa fjárpseta- tímabils, sem valdið hefur bænd- um og þjóðinni í heild gífurlegu tjóni. Til sjávarins hefur sumarið einnig verið hagstætt að því er veðurfar snertir. Á síldarmiðun- um fyrir Norðurlandi hafa gæft- ir verið óvenjugóðar. Dimmir skuggar grúfa yfir En þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir einmunatíð til lands og sjávar um hábjargræðistímann grúfa þó svartari skuggar yfir íslenzku atvinnulífi og þjóðaraf- komu en oftast áður. Fjárhagur landsins er.að komast á heljar- þröm. Gjaldeyrisskortur sverfur að Og nauðsynlegustu vörur fást ekki fluttar inn. Sjávarútvegur- inn horfir fram á stórkostlegar þrengingar, iðnaðinn er farið að skorta hráefni og bændur kvíða erfiðleikum á að koma vaxandi framleiðslu sinni í verð. Dýrtíð og verðbólga magnast í landinu. Víðtækar kauphækkanir til fjölda launþegasamtaka sýna að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags er ennþá í fullum gangi. Allt bitnar þetta á almenn- ingi á margvíslegan hátt, m.a. með stórfelldum nýjum álög- um af hálfu ríkisvaldsins. Þjóð in er, þrátt fyrir góða afkomu undanfarin ár, að sligast und- an ofurþunga skatta og álagna. Framtak einstaklings- ins og sparnaðarhvöt er meira og minna lömuð til stjórtjóns fyrir þjóðarheildina. Gjaldþrota stjórnar- stefna Sú staðreýnd verður ekki snið- gengin, að núverandi stjórn landsins ber verulegan hluta á- byrgðarinnar á því, hversu þung- lega horfir nú um fjárhag þjóð- arinnar og afkomu almennings. Það er að sjálfsögðu ekki hennar sök að síldveiðin fyrir Norður- landi hefur enn einu sinni brugð- izt og valdið miklu tjóni. — En vinstri stjórnin hefur reynzt þess gersamlega vanmegnug að leysa nokkurn vanda, sem að hefur steðjað. í efnahagsmálunum hef- ur hún vaðið lengra út í fen styrkjastefnunnar en nokkur önn ur ríkisstjórn hefur gert. Jafn- framt hefur hún lagt á hærri skatta og tolla en nokkur önnur ríkisstjórn. Vinstri stjórnin ber því höfuð- ábyrgðina á því vonleysis- og upplausnarástandi sem er að skapast í landinu. Allur heil- brigður atvinnurekstur er að komast í þrot. Framleiðendur eru jafnvel farnir að óttast þá fram- leiðsluaukningu, sem orðið hefur á undanförnum árum. Er það þó auðsætt að aukin framleiðsla hlýtur jafnan að skapa lands- mönnum mesta og raunhæfasta möugleika til þess að bæta hag sinn. Þannig hefur vinstri stjórn- in, sem lofað'i nýjum og raun- hæfum úrræðum í baráttunni gegn dýrtíð og verðbólgu, gei- samlega gefizt upp við að sýna minnsta lit á að efna loforð sitt. Hún eygir það úrræði eitt að leggja á nýja skatta og álögur. Lántaka hjá Rússum? Það er nú á almannavitorði, að það úrræði, sem ríkisstjórn Her- manns Jónassonar og kommún- ista hefur nú helzt i huga til þess að fleyta sér enn um skeið yfir erfiðleikana, er stórlán hjá Rúss- um. Kommúnistar halda því mjög að samstarfsflokkum sín- um að þiggja slíka aðstoð sovét- stjórnarinnar. Benda þeir þá gjarnan á, að þeir hafi samþýkkt lántökur stjórnarinnar hjá Banda ríkjunum, sem að verulegu leyti hafi verið endurgreiðslur fyrir samninginn um áframhaldandi dvöl varnarliðsins á íslandi. Þannig er þá komið fyrir höf- undum Hræðslubandalagsins, sem átti að heita stofnað til þess að klekkja á kommúnismanum á íslandi. Kommúnistar sitja í ríkis stjórn og eru á góðri leið með að gera íslenzku þjóðina gersamlega háða hinu rússneska herveldi, pólitískt og efnahagslega! Sýrland og ísland Á íslandi hafa á þessu veður- blíða sumri gerzt ekki ósvipaðir hlutir og í Sýrlandi. Hrikalegum áróðri hefur verið haldið hér uppi af hálfu Sovétríkjanna og leppríkja þeirra. Stórfé hefur verið ausið í þennan áróður i ýmsu formi. Hann hefur meira að segja að verulegu leyti verið studdur í skjóli íslenzks ríkis- valds. í Sýrlandi hafa leppar Rússa nú þegar tekið völdin algerlega í sínar hendur. Hér á íslandi er þróunin ekki komin eins langt áleiðis. En hún stefnir rakleitt í sömu átt. Vilja íslendingar þetta? Vilja íslendingar að framvinda mála þeirra verði slík. Áreiðanlega ekki. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar horfir með ugg og kvíða á það, sem er að gerast. Ríkisstjórn kommúnista og Her- manns Jónassonar er að koma fjárhag landsins í kaldakol. Síð- an ætla kommúnistar sér að iáta Sovétríkin bjóða í þrotabúið. Á yfirborðmu á það að gerast sem efnahagsaðstoð í formi stórra eyðslulána. En í raun og veru verða þessi ián greiðsia fyrir upp- töku íslands í hagkerfi og á- hrifasvæði Rússa. Sovétstjórn in lánar íslendingum ekki stórfé í góðgerðaskyni. Hún vill hafa töluvert fyrir sinn snúð. Reynsla annarra þjóða sannar, hvað það er, sem hún sækist eftir. Allt þetta verður íslenzka þjóðin að gera sér ljóst fyrr en síðar. Ungur ofviti! vilja komast BREZK hjón, sem fyrir nokkrum árum fluttust búferlum til Ástralíu, hafa nú orðið að snúa aftur til Englands, vegna þess að 6 ára gamall sonur þeirra, John Knee, er alltof vel gefinn fyrir ástralska skóla. Hann er í raun- inni einstakt fyrirbæri: hann gat sagt fyrstu orðin, þegar hann var 5 mánaða gamall; var farinn að ganga 10 mánaða gamall; og lesið gat hann 16 mánaða gamall. Það varð að taka hann af dagheimili þegar hann var tveggja ára, og tveimur árum síðar var hann sett ur í barnaskóla. Þá kom I ljós, að hann var betur gefinn en öll 8 ára börn, svo að hann var settur í bekk með 12 ára börnum, en hann tók þeim líka fram — og þá gáfust skólayfirvöldin í Ástralíu upp. Það var ekki hægt að láta hann sitja á skólabekk I 6 ár, þar sem hann vissi ekki að- eins meira en öll börn í skólan- um, heldur vissi hann líka miklu meira en kennrrairir. Nú er Knee-fjö'skyldan komin tii F.nglands, og John litli heoir verið settur í sérstakan skóla fyr- ir óvenjulega vel gefin börn. Fað- ir hans er nú að leita sér að at- vinnu í Englandi. Undrabarmð, sem í daglegu lífi er hvorki öldurhyggið né sérlega óvenjulegt, talar frönsku með á- gætum, getur stafað erfiðustu visindaorð eins og ekkert sé og hefur lesið nokkrar alfræðiorða- bækur spjaldanna á milli. John er líka sérfræðingur í vegakerfi og áætlunum járnbrauta og lang- ferðabíla um gervallt England. Hann getur reiknað erfiðustu brotadæmi og svarað öllum spurn ingum í landafræði og sögu. En sjálfum finnst honum ekki mikið til um lærdóm sinn. Þegar John var spurður, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann væri orðinn stór, þ.e.a.s. eftir 12 til 13 ár, sagði hann án þess að hugsa sig um: „Ég hef rannsakað möguleikana og komizt að raun um, að hagfræðingur, sem vinnur hjá ríkinu, fær um 5000 ensk pund árlega í Englandi". Yfirvöldin I héraðinu British Columbia í Kanada geta bráðlega andað léttar, en rússnesk yfir- völd munu hins vegar fá ný vandamál við að stríða. Hinn furðulegi sértrúarflokkur Dmcho- bor, „Synir frelsisins", er eins konar trúarlegur stjórnleysis- flokkur, sem árum saman hefur valdið yfirvöldunum í British Columbia miklum erfiðleikum með því að rísa upp gegn lögum og siðgæði á allan hugsanlegan hátt. Þessir menn hafa brennt hús sín í mótmælaskyni við af- skipti yfirvaldanna, haldið börn- unum heima frá skólum, dansað naktir á almannafæri og tætt af sér fötin í réttarsölunum. Nú hafa þeir ákveðið að flytjast bú- ferlum frá Kanada og setjast að í Sovétríkjunum, sem þeir kalla nú „land frelsisins“, svo undar- lega sem það kann að hljóma. Þessi sértrúarflokkur fór frá Rússlandi fyrir 60 árum, eftir að hann hafði valdið rússneskum stjórnarvöldum miklum vanda með trúarlegu ofstæki sínu og alls konar fáránlegum uppátækj- um. Nú eru um 300 slíkir ofstæk- ismenn í Kanada, sem fylgja Duchobor-kenningunum út í æs- ar, og það eru þeir, sem nú vilja komast til Rússlands. Þeir hafa þegar sent Umsókn um landvist- arleyfi til Moskvu, og má búast við, að rússneska stjórnin taki vel í það, vegna þess að hér er um ágætt áróðursefni að ræða. Trúarflokkurinn hefur, að eigin sögn, verið ofsóttur og fangels- aður í Kanada, og nú leitar hann frelsis og öryggis í Sovétríkjun- um. Slíkt efni getur Moskvu-út- varpið hagnýtt sér mánuðum saman. Hitt er svo annað mál, að með því að taka á móti þessu fólki skapa Rússar sér mikil vandamál, sem fróðlegt verður að sjá, hvernig þeir ráða fram úr. í Sovétríkjunum hefur fram á þennan dag lifað lítið brot aí á- hangendum Duchöbor-flokksins, sem hefur verið yfirvöldunum mjög refiður viðureignar, neitað að hlýða lögunum og ráðizt á rússneska embættismenn. Fyrsti hópur þessara óðu manna kom til Kanada árið 1899. Nú eru taldir vera þar í landi 25.000 þeirra, sem enn játa Duchobor- trú, en hinn ofstækisfulli kjarni þeirra er um 3000 og býr í British Columbia. Það er úr þessum hópi, sem „uppreisnaröflin" koma og hafa hvað eftir annað vakið furðu heimsins með siðvenjum sínum og öfgafullum trúarlær- dómum. Fyrir þremur árum kom til al- varlegra átaka milli kanadískra stjórnarvalda og trúflokksins, sem hafði þá um langt skeið neit- að að senda börn sín í skóla auk þess sem hann hafði hneykslað íbúana í British Columbia með frjálsu ástalífi og berstrípuðu svalli sínu. Þegar hersveitir voru sendar til þorpa þeirra, kveiktu ofstækismennirnir I húsum sín- um, klæddu sig úr öllum fötum og réðust gegn hermönnunum allsnaktir í vitfirrtri reiði. Níutíu af börnunum voru tekin frá þeim og sett á sérstakar uppeldisstofn- anir, þar sem foreldrarnir fá að- eins að heimsækja þau endrum og eins. Að sjálfsögðu er þetta hryggileg ráðstöfun, þótt hún sé nauðsynleg, og áróðursmenn Rússa munu eflaust gera mikíð veður út af henni. Yfirvöldin í British Columbia vonast til þess, að Rússar taki við trúflokknum. Með því lýkur und arlegum og óhugnanlegum kafla í sögu héraðsins. Aftur á móti fá Rússar nýtt og kærkomið áróð- ursefni — en einnig ný vanda- mál, sem rússneskir embættis- menn og flokkserindrekar eiga eftir að glíma við um mörg ó- komin ár. Þegar nöktu trúarofstækismennirnir kveiktu i þorpi sínu til að mótmæla afskiptum yfirvaldanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.