Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 12
» MORCVNBL AÐIÐ Fimmtudagur 29. ágúst 1957 • A ustan Edens eftir John Steinbeck 117 ar til að sjá þig. Ég hef svo margt að segja þér, sem ekki er hægt að skrifa í bréfi. Kæri Charles, skrifaðu mér nú hréf og segðu mér allar fréttir að heiman. Ég þykisi vita að margt hafi gerzt sem í frásögur er færandi, síðan leiðir okkar skildi. Nú eru eflaust margir af gömlu kunningjunum dánir. Þann ig er það, þegar maður er farinn að eldast. Skrifaðu mér nú fljótt og segðu mér hvort þú munir koma. — Þinn einlægur bróðir Adam“. — Hann sat með hréfið i hendinni og sá fyrir sér andlit bróður síns, dökkt yfirlitum með örið á enn- inu. Adam sá í huganum hið ugg- D- -O Þýðing Sverru Haraldsson □---------:------□ vænlega leiftur I hrúnu augunum og samtímis sá hann varirnar á bróðurnum herpast saman svo skein í tennurnar og hið hlóð- þyrsta villidýr ráði honum á sitt vald. Hann hristi höfuðið, til þess að losa sig við þessa hugarsýn og hann reyndi að minnast andlits bróður síns, eins og það var, þeg- ar hann brosti. Hann reyndi að muna eftir enni hans, eins og það leit út áður en örið spillti því, en Aðeins lítið eitt nægir... þvi rakkremib er frá Gillette Það freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gillette rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel . . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni, sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Reynið eina túpu í dag. Gillette „Bnishless“ krem, einnig fáanlegt. Heildsölubirgðir: Globus h/f. Hverfisgötu 50, sími 7148. það vildi ekki heppnast. Hann greip pennann og skrifaði neðan við nafn sitt: —- P.S.: Ég hef aldrei hatað þig fyrir neitt, Charles. Ég unni þér alltaf, af því að þú varst bróðir minn“. Adam braut saman bréfið og braut jaðrana fast saman með nöglunum. Svo bleytti hann lím- röndina á umslaginu með tungu- broddinum og lokaði því. — „Lee“, kallaði hann. — „Lee“. Kínverjinn gægðist samstundis inn um dyrnar. „Lee, hvað er bréf lengi á leið- inni austur til Connecticut?" spurði Adam. „Ég veit það ekki með neinni vissu“, sagði Lee. — „Kannske tvær vikur — kannske lengur". 29. K/.FLI. I. Þegar Adam hafði sent bróður sínum fyrsta bréfið í tíu ár, beið hann óþolinmóður eftir svari. — Hann mundi eKki hvað langt síðan hann hafði sent bréfið og þegar það var í mesta lagi komið til San Francisco, sagði hann svo hátt að Lee heyrði: — „Hvers vegna ætli hann svari ekki. Hann er kannske reiður mér fyrir að hafa ekki skrif að fyrr. En hann skrifaði ekki heldur. Nei — hann vissi ekki hvert hann átti að senda bréfið. Kannske hann sé fluttur eitthvað í burtu“. Lee sagði: — „Bréfið hefur bara verið fimm daga á ferðinni. Ailt krefst síns tíma“. „Skyldi hann annars vilja koma hingað?“ spurði Adam sjálfan sig og hann spur.'ö einnig sjálfan sig hvort hann langaði raunverulega til þess að Charles kæmi. Nú, þeg ar bréfið hafði verið sent af stað, var Adam hræddur um að Charles kynni að taka boðinu. Hann var líkastur eirðarlausum krakka, sem ekki getur látið neitt óhreyft ná- lægt sér. Hann þreytti tvíburana með sífelldum spurningum viðvíkj andi skólagöngu þeirra. „Jæja, hvað lærðuð þið nú í dag?“ „Ekki neitt“. „Svona nú. Eitthvað hljótið þið að hafa lært. Lásuð þið upphátt?" „Já, sir“. „Hvað lásuð þið?“ „Það var gamla sagan um engi sprettuna og maurinn". „Jæja, það var gaman að heyra". „Það er önnur saga um örn sem stal litlu barni". „Já, ég man eftir henni. En ég er bara næstum búinn að gleyma henni". „Við erum ekki komnir svo langt í bókinni ennþá. Við höfum bara skoðað myndirnar". Drengirnir þreyttust á þessu sí- fellda spumingasuði. Einu sinni, þegar Adam /arð gripinn þess- ari föðurlegu umhyggjusemi, fékk Cal lánaðan vasahnífinn hans og vonaði að hann myndi gleyma að ganga eftir honum. En jurtasaf- inn var farinn að streyma hindr- unarlaust um greinar og stofn pílviðarins, svo að börkurinn losn- aði auðveldlega af þeim. Adam fékk hnífinn sinn aftur, til þess að kenna drengjunum að búa til pilviðarflautur, hluti sem Lee hafði kennt þeim að telgja þrem- ur árum áður. Og þó var hitt verra, að Adam hafði alveg gleymt þvi hvar skera skyldi gatið. Ha.in gat ekki fram- leitt hið minnsta hljoð með flaut- unni. Dag nokkurn um nónbil kom Will Hamilton með dyn og skrölti upp eftir veginum í nýrri Ford- bifreið. Vélin gekk af fullum krafti og húsið á henni gekk í bylgjum eins og skip í stórsjó. — Allt glampaði og glóði þetta öku- tæki eins og það væri úr skínandi gulli. Will kippti í handbremsuna, sneri kveikjaranum beint niður og hallaði sér aftur á bak I leður-- búnu sætinu. „Hérna er hann svo kominn", kallaði Will með uppgerðar ákafa. Hann hafði -negnustu óbeit á Ford-hifreiðum, en þær juku samt auð hans og efni með degi hverj- um. • Adam og Lee störðu í undnn á vél bifreiðarinnar, meðan Will, stynjandi undan þunga hinnar ný fengnu ístru, útskýrði fyrir þeim aðalatriðin í þeiir vélabúnaði, sem hann kunni engin skil á. Það er erfitt nú á dögum að gera sér í hugarlund hversu tor- velt var að læra ið gangsetja, aka og annast bifreið. Það var ekki einungis það að allar aðferð ir væru svo flóknar, heldnr varð maður líka fortakslaust að byrja með tvær hendur tómar. Börn vorra daga anda að sér frumregl- unum, venjum og sérkennum hinn ar innri brennsluvélar þegar í vöggunni. En í þá daga byrjaði maður í þeirri blindu trú að vél- in myndi alls ekki hafast í gang og oft varð manni að trú sinni. Maður þarf aðeins tvennt að gera, til þess að gangsetja vélina í nýtízku bifreið: snúa lykli og snerta ræsinn. AUt annað gerist á vélrænan hátt. Áður fyrr var þetta allt stórum flóknara. Það krafðist ekki aðeins góðs minnis, sterkra arma, sérstaks rólyndis og ódrepandi vonar, heldur og líka allmikillar æfingar í töfrabrögð- um. Þannig var það altítt að mað- ur sem hamaðist að snúá sveif- inni á bifreið sinni sást hrækja á jörðina og tauta töfraþulu fyr- ir munni sér. Will Hamilton útskýrði fyrir fyrir þeim alla leyndardóma bif- reiðarinnar, byrjaði sivo að nýju og útskýrði allt aftur. Viðskipta- vinir hans stöi’ðu opnum augum, aðgætnir sem völskuhundar og námsfúsir fram úr hófi og þeir gripu aldrei fram í fyrir honum, en þegar Will byrjaði á útskýring unum í þriðja skiptið, varð hann þess áskynja að það hvorki gekk né rak fyrir honum. „Ég skal segja ykkur nokkuð", sagði hann fjörlega. — „Þetta :r nú ekki beinlínis mín starfsgrein, skiljið þið. Ég vildi bara að þið sæjuð gripinn svo að þið keyptuð ekki köttinn í sekknum. Nú fer MARKtfS Eftir Ed Dodd WHAT ON EARTH COULD YOU DO IN A HORSE SHOW WITH A BLINP COLT, MISS DAVIS? I DON'T NEED TO WAIT...IT'S ABSURD.' YOU'RE WASTING YOUR ENTRANCE FEE, AND YOU'RE ALSO FORGETTING THAT MARK TKAIL 13 TRAINING MY COLT/ 1) — Hvað heldurðu að það þýði fyrir þig, að koma á sýning- una með blindan fola. 2) — Við skulum sjá það, ætli folinn verði ekki erfiður keppi- nautur. — Virkilega. — Annars skal ég segja þér það hreint út, þetta er það heimskulegasta, sem ég hef nokkurn tíma vitað. 3) — Við skulum ekkert ræða það hérna, heldur bíða og sjá hvað setur. 4) — Ég þarf ekki að bíða eft- ir neinu. Þú ert að kasta þátttöku gjaldinu á glæ. Þú gleymir því ííka, að Markús sefir1 minn fola. ég aftur til borgarinnar og á morg un sendi ég svo bifreiðina ásamt sérfróðum manni, sem getur út- skýrt meira fyrir ykkur á fimm mínútum en ég á heilli viku. Ég vildi bara sýna ykkur hana“. Will hafði gleymt nokkrum af sínum eigin fyrirsögnum. — Hann hamaðist stundarkorn með sveif- ina, í sveita síns andlits, en fékk svo lánaðan hest og vagn hjá Adam og ók til borgarinnar, en hét því að senda þeim vélfræðing þegar næsta dag. 2. Það kom ekki einu sinni til tals að senda tvíburana í skólann dag- inn eftir. Þeir hefðu heldur alls ekki fengizt til að fara. Fordinn stóð, hár og tignarlegur, undir eikartrjánum, þar sem Will hafði skilið við hann. Hinir nýju eigend ui hans gengu í kringum hann og komu aðeins við hann öðru hverju, á líkan hátt og maður kemur við hættulegan hest, til að sefa hann. „Ég hefði gaman af að vita, hvort ég venst honum nokkum tíma“, sagði Lee. „Auðvitað venjizt þér honum", sagði Adam án sannfæringar. — „Áður en nokkurn varir verðið þér farinn að aka honum um land ið þvert og endilangt". „Ég ætla að reyna að skilja allan útbúnaðinn", sagði Lee — „en ég ætla mér aldrei að aka hon um“. Drengirnir skutust inn í bifreið ina, til þess að taka í eitt eða ann að og hlupu jafnskjótt út úr henni aftur. „Til hvers er þetta handfang, pabbi ?“ „Komið þið ekki við það“. „En til hvers er það?“ „Ég veit það ekki, en þið skuluð ekki snerta það. Þið vitið ekki, hvað kynni að koma fyrir“. „Sagði maðurinn þér það ekki?** „Ég man ekki Iivað hann sagði. Svona nú, drengir. Farið þið nú í burtu, annars verð ég að senda ykkur í skólann. Heyrirðu hvað ég segi, Cal? Komdu ekki við þetta". Þeir höfðu farið mjög snemma á fætur um morguninn. Um klukk an ellefu greip þá eitthvert eirðar leysi. Vélfræðirgurinn kom ak- andi í litla eineykisvagninum um hádegisbilið. Hann var í brúnum skóm með hvítum táhettum, þröng um buxum og víðum jakka, sem náði næstum niður að hnjám. Við hlið hans í sætinu Iá taska, þar sem hann geymdi vinnuföt sín og verkfærin. Hann var nítján ára gamall og tugði tóbak. Og að Ioknu þriggja mánað.. bifreiða- námskeiði hafði hann tileinkað sér djúpa og lítilláta fyrirlitningu á mannlegum verum. Hann spýtti og kastaði aktanmunum til Lee. „Farðu burt með þessa hey- SHtltvarpiö Fimmtudagur 29. ágúst: Fastir 'iðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Finnbörg Ömólfs- dóttir). 19,30 Harmonikulög (plötur). 20,30 Erindi: Dönsku lýðháskólarr.ir og handritamálið (Bjami M. Gíslason rithöfund- ur). 20,55 Tónleikar (plötur). — 21.30 Útvarpssagan: „Hetjulund" eftir Láru Goodman Salverson; XI. (Sigríður Thorlacius). 22,10 kvöldsagan: „ívar hlújám" eftir Vralter Scott; XXX. (Þorsteinn Hannesson). 22,30 Sinfónískir tón leikar (plötur). 23,10 Dagskrár- lok. — Föstudagur 30. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Létt lög (plötur). — 20,30 „Um víða veröld". Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn. 20,55 ís- lenzk tónlist: Lög eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson (plötur). — 21,20 Upplestur: Andrés Björnsson les kvæði eftir Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni. 21,35 Tónleikar (pl.). 22,10 Kvöldsagan: „Ivar hlújárn" eftir Walter Scott; XXXI. (Þor- steinn Hannesson les). 22,30 Har- monikulög: Franco Scarica leik- ur (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.