Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 1
Myndin er frá komu Kekkonens Finnlandsforseta tii Kaup- mannahafnar á þriðjudaginn, en þar hefur hann verið í opin- berri heimsókn. Friðrik konungur, klæddur búningi flugfor- ingja, býður Kekkonen velkominn á Kastrup-flugvellinum. Heimsókninni lauk í gærkvöldi, og hefur Kekkonen nú boðið dönsku konungshjónunum að heimsækja Finnland. Gaillard er fastur fyrir Vopnasendingar og friðarhjal Rússa í litlu samræmi PARÍS, 5. sept. — Franski for- sætisráðherrann, Bourges-Maun- oury, átti í dag viðræður við leið- toga hinna 103 þingmanna Ihalds- flokksins í því skyni að fá þá til að fallast á málamiðlunartil- lögu um landbúnaðarstefnu stjórnarinnar. íhaldsmenn hafa stutt stjórnina, en urðu hræddir, þegar þeir sáu fram á, að þeir kynnu að missa atkvæði bænda. Þeir hafa þess vegna stutt kröf- ur bændasamtakanna um hærra verð á hveiti og mjólk og um að þing verði kvatt saman til auka- funda innan 14 daga. Bændasamtökin halda því fram, að þau hafi tryggt sér stuðning rúmlega 200 þingmanna, en á þinginu sitja alls 579 menn. Talið er, að komið geti til mála, að stjórnin falli vegna stefnu sinnar í verðlagsmálum, ef ekki tekst að komast að einhverju samkomulagi við bændurna, sem hafa hótað „verkfalli" og kröfu- göngum eftir 15. september. Felix GaiIIard fjármálaráð- herra birti í dag yfirlýsingu þar sem hann ræðir kröfur bænda um hærra verð. Þar segir m. a.: „Bændurnir vilja, að ég auki tekjur þeirra, en hvaða ánægju mundu bændurnir fá af meiri peningum fyrir haustuppskeruna af hveiti, ef það leiddi til þess, að aftur yrði nauðsynlegt að fella gengi frankans? Með meiri pen- ingum mundu bændurnir bara verða fátækari. Ég berst fyrir frankann“. Gaillard, sem fengið hefur auknefnið „kletturinn" vegna festu sinnar, vann nýlega sigur í heitum umræðum um verulega lækkun á fjárlögunum. Stjórn- málafréttaritarar telja það ekki útilokað, að hann vinni líka bar- dagann við bændurna. En þótt honum tækist það, á hann samt eftir að stemma stigu við æ há- værari kröfum um launahækkun af hálfu verkamanna og vinna bug á óánægju iðnaðarins með verðlags- og launastefnu stjórn- arinnar. —Reuter-NTB. Washington, 5. sept. Loy Hender- son, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Washing- ton á miðvikudag'og lagði fram skýrslu um för sína til landanna við austanvert Miðjarðarhaf. Hann heimsótti Tyrkland, Jórd- aníu, Irak og Líbanoi. og ræddi við ráðamenn þar ’im ástandið í Sýrlandi. 1 skýrslu Henderson segir, að Vesturveldin geti lítið eða ekkert gert í Sýrlandi, þar sem Rússar séu búnir að ná fótfestu. En hann leggur ríka áherzlu á skjóta hjálp til Jórdaníu, væði efnahags- segir formæíandi brezka utanríkisráðuneytisins LONDON, 5. sept. — Það er áberandi ósamræmi milli stefnu Rússa við austanvert Miðjarðar- haf og hinnar nýju tillögu rúss- nesku stjórnarinnar til Vestur- veldanna þess efnis, að stórveldin gefi út yfirlýsingu um, að þau muni undir engum kringumstæð- um beita valdi á svæðinu, sagði formælandi brezka utannkis- ráðuneytisins í dag. — Tillaga Rússa fólst í orðsendingum, sem sendar voru bandarísku, brezku og frönsku stjórnunum á þriðju- daginn. Formælandinn sagði, að hinar miklu rússnesku vopnasendingar til Egyptalands, Sýrlands og Jemens sem og tilraunir Russa til að koma af stað misklíð milii rikisstjórnanna og fólksins í löndunum, sem aðild eiga að Bagdadbandalaginu, væru oræk- ar sannanir þess, að Rússar rækju stefnu, sem miðaði að því BELGRAD, 5. sept. — Brezki ut- anríkisráðherrann Selwyn Lloyd, sem er í 4 daga opinberri heim- sókn í Belgrad, ræddi í dag um ástandið í alþjóðamálum við júgóslavneska utanríkisráðherr- ann, Popovic. Þegar Lloyd kom til Belgrad í gær kvaðst hann búast við að ræða samband austurs og vest- urs, afvopnunarmálin, öryggi Ev- rópu og ástandið við austanvert Miðjarðarhaf við júgóslavneska leiðtoga. f boði hjá Popovic sagði Lloyd, að í samskiptum Breta og Júgóslava væru engin meii'i hátt- ar vandamál, aðeins örfáir minni háttar erfiðleikar. Ríki okkár hafa ólíkt stjórnarfyrirkomulag, og þess vegna hlutumst við ekki til um innanríkismál hveriv ann- arra. Sambandið milli Breta og Júgóslava er í rauninni ágætt dæmi um friðsamlega sambúð ríkja, sagði Lloyd. Hann sagði ennfremur, að Bretar væru rciðubúnir að verja hagsmuni sína og taka á sig áhættu í þágu friðarins. Það er Bretum ekki í hag, að milli nokkurra tveggja ríkja sé mis- klíð, og þess vegna munu Bretar fagna því, ef Júgóslövum tekst að bæta sambúð sína við hvaða lega og hernaðarlega. Leggur hann m. a. til, að gerð verði ,,loftbrú“ til Jórdaníu, þar sem það muni sanna ríkjunum við aust anvert Mið'arðarhaf, að Banda- ríkjamönnum sé full alvara að stöðva ásælni Rússa í þessum löndum. Sagt er, að milli 30 og 40 skrið drekar af Patton-gerðinni séu til- búnir til flutnings, en þeir verða hluti af þeirri 10 milljón dollara aðstoö, sem Bandaríkin hafa heit ið Jórdaníu. Þá segir AFP-frétta stofan, að í ráði sé að veita Jem- en og Súdan efnahagsaðstoð. að tefja, en ekki flýta, lausn vandamálanna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Reginfirra Hvorki meðal Sameinuðu þjóð anna né í löndunum við austan- vert Miðjarðarhaf munu menn samþykkja þá yfirlýsingu Rússa, að deilan milli ísraels og Araba- ríkjanna sé lítilvæg, sagði for- mælandinn. Hins vegar getur slík afstaða kannski að einhverju skýrt þá staðreynd, að Rússar hafa ekkert gert til að styðja þá viðleitni S. Þ. að hjálpa um milljón manna, sem nú eru flótta- menn við austanvert Miðjarðar- haf. Sýndartillaga Formælandinn sagði, að orð- sendingar Rússa væru nú til gaumgæfilegrar athugunar í Washington, London og París, en bætti því við, að þær virtust ekki hafa nein ný tíðindi að land sem er, sagði hann. — Af þeim sökum mun sambúð þeirra við Breta ekki versna, enda trú- um við því, að Júgóslavar muni halda fast við sjálfstæði sitt, eins og þeir hafa hvað eftir ann- að sýnt í verki. Stjórnmálafréttaritarar túlka þessi ummæli Lloyds á þá lund, að Bretar hafi ekkert við það að athuga, að Júgóslavar auki og efli samband sitt við Rússa. — Reuter-NTB. - í Arkansas WASHINGTON, 5. sept. — Deil- ur um blökkumannabörnin, sem skólayfirvöldin í Little Rock í Arkansas-fylki hafa neitað um aðgang að skólum, eru nú komn- ar á það stig, að til stórvandræða og jafnvel blóðsúthellinga horf- ir, samkvæmt ummælum fylkis- stjórans, Orval Faubus. í dag sendi Faubus símskeyti til Eisenhowers forseta, þar sem hann mótmælir því, að yfirvöld- in í Arkansas reyni að afnema aðgreiningu kynþátta með þving- unum, en hæstiréttur Bandaríkj- anna og dómsmálastjórnin í fylk- inu hafa lýst slika aðgreiningu ólöglega. Jafnframt segir fylkisstjórinn, sem hefur kallað hermenn úr „þjóðvarnarliði“ fylkisins til að koma í veg fyrir, að börn blökku manna komist til skólanna, að hann liafi öruggar heimildir fyr- ir því, að stjórnarvöld fylkisins hafi í hyggju að taka hann fast- an. Hann biður Eisenhower for- seta að beita áhrifum sínum í þá átt, að hann (Faubus) sem æðsti maður sjálfstæðs fylkis, eins og flytja. Þá vék hann að þeirri til- lögu Rússa, að öll meðlimaríki Öryggisráðsins skuldbindi sig til að flytja ekki vopn til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og sagði, að slík tillaga væri vita- gagnslaus meðan ríkin í Austur- Evrópu geta haídið áfram að selja Aröbum vopn án nokk- urra takmarkana. Búizt er við, að Vesturveldin vísi tillögum Rússa á bug á þeim forsendum, að með þeim séu Rússar einungis að leitast við að breiða yfir hina stórauknu und- irróðursstarfsemi og vopnasend- ingar til landanna við austan- vert Miðjarðarhaf. — Reuter-NTB. Fréttir i stuttu máli BÚDAPEST, 5. sept. — Tveir starfsmenn brezka sendiráðsins í Búdapest, báðir fæddir í Ung- verjalandi, hafa verið handtekn- ir án nokkurra skýringa, og hef- ur brezka stjórnin mótmælt slík- um aðförum. JAMAICA, 5. sept. — í hinu hræðilega járnbrautarslysi, sem varð á eynni Jamaica um síð- ustu helgi, létust 205 manns sam- kvæmt síðustu fréttum, og enn eru margir í tvísýnu. Um 400 manns voru lagðir inn á sjúkra- hús, og margir þeirra berjast nú við dauðann. BELGRAD, 5. sept. — Hin nýja bók Milovans Djilas, fyrrverandi varaforseta Júgóslavíu, sem nú situr í fangelsi, hefur verið bönn- uð í Júgóslavíu. Bókin nefnist „Hin nýja stétt“ og hefur vakið mikla athygli á Vesturlöndum. Handriti hennar var smiglað úr Iandi í Júgóslavíu rétt áður en Djilas var hnepptur í þriggja ára fangelsi. hann orðar það, geti beitt rétti sínum og valdi í samræmi við stjórnarskrána til að halda uppi lögum og reglu. Ef yfirvöldin í Arkansas halda áfram að skerast í leikinn, get ég ekki tekið ábyrgð á afleið- ingunum, segir hann. Renni blóð, bera stjórnin í Washington og yfirvöldin í Arkansas ábyrgð á þvi, segir í símskeytinu. —Reuter-NTB. Rússneskt hœttusvœði OSLÓ, 5. sept. — Norski utan- ríkisráðherrann birti í dag til- kynningu til allra norskra fiski- báta og annarra skipa um að fara ekki inn á hættusvæði það, sem rússneska landvarnaráðuneytið hefur afmarkað í sambandi við her- og flotaæfingar Rússa á austanverðu Barents-hafi og á Kara-hafi. Á þessu svæði verð- ur bæði flugvélum og skipum allra þjóða hætta búin á tima- bilinu 10. sept. til 15. október. —NTB. „Loftbrú44 til Jórdaníu? Brefar ekki mótfallnir nánari samvinnu Júgóslava og Rússa Eg ber ekki ábyrgð á blóð baðir segir fylkisstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.