Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVISBL 4 ÐIÐ Föstudagur 6. sept 1957 i i 0tg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar K.ristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjald kr 30.00 á mánuði ínnaniands. í lausasölu kr 1.50 eintakið. NU SKELLA ÞEIR ALLRI SKULD- INNI Á ÞORSKINN OG SÍLDINA! HINN 5. ágúst sl. lýsti við- skiptamálaráðherra komm únista og vinstristjórnar- innar eftirfarandi hátíðlega yfir í útvarp á hátíðisdegi verzlunar- manna: „Gjaldeyriserfiðleikar okkar stafa ekki af neinu óvæntu at- viki eða óhöppum". Pað er rétt að menn hafi þessa yfirlýsingu í huga, þegar menn lesa nú skýringar stjórnarblað- anna á því öngþveiti, sem við blasir í efnahagsmálum þjóðar- innar. Gjaldeyrisaðstaðan hefur á einu ári, sem vinstri stjórnin hefur farið með völd, versnað hvorki meira né minna en um 300 millj. króna. Sjálfur við- skiptamálaráðherrann, sem gerst á að þekkja þessi mál, lýsir því yfir frammi fyrir alþjóð, að þetta stafi ekki af neinu „óvæntu at- viki eða óhöppum" fyrir réttum mánuði síðan. Svo koma öll stjórn arblöðin í einum kór og segja þjóðinni það fullum fetum, að allir gjaldeyriserfiðleikar og vandkvæði íslenzkra efnahags- mála yfirleitt um þessar mundir spretti af aflabresti á vetrarver- tíð og síldarvertíð á þessu sumri. Þeir skella sem sagt allri skuld- inni á öngþveitisástandinu á þorskinn og síldina! Tvær vertíðir Það er vitanlega rétt að bæði vetrarvertíðin við Suð-Vestur- land og síldarvertíðin fyrir Norð urlandi voru mjög lélegar á þessu ári. En það er staðreynd að út- flutningsverðmæti vetrarvertíð- arinnar nú var ekki mikig minna en á næsta ári á undan. Aflinn var að vísu töluvert minni en þá. En miklu meira var fryst af honum heldur en á vetrarvertíð- inni 1956. Það þýðir hins vegar það að útflutningsverðmæti afl- ans varð verðmeira. Minna af honum var saltað og hert. En í þessu sambandi ber að taka það með í reikninginn að viðskiptum þjóðarinnar er nú beint ennþá meira í vöruskipta- átt en áður. Með því að hrað- frysta meira af fiski, sem seldur er í vöruskiptum, fæst minna af frjálsum gjaldeyri. Á það að sjálfsögðu sinn þátt í gjaldeyris- erfiðleikunum nú. Um síldarvertíðirnar sumarið 1956 og á þessu sumri, sem báðar eru á valdatímabili núverandi ríkisstjórnar, er það að segja, að aflabresturinn á þeim hefur eng- an veginn verið eins alger eins og á næstu árum þar á undan. Viðskiptamálaráðherra kommúnista hefur þess vegna aldrei þessu vant ratast satt orð á munn, er hann lýsti því yfir hinn 5. ágúst sl. að „gjald eyriserfiðleikar okkar stafa ekki af neinu óvæntu atviki eða óhöppum“. Tíminn lýsir öngþveit- inu Hér í blaðinu hefur undanfarið verið skýrt satt og rétt frá því, út í hvaða ógöngur þjóðin sé að komast undir forystu kommún- ista og meðreiðarmenn þeirra. Málgögn ríkisstjórnarinnar hafa ýmist leitt þessar frásagnir hjá sér eða talið þær ýkjur einar og fjarstæður, sem hin vonda stjórn arandstaða væri að hræða þjóð- ina með. En í fyrradag bregður svo við að málgagn sjálfs for- sætisráðherrans, Tíminn, birtir forystugrein þar sem ástandinu er lýst með ennþá dekkri litum en Morgunblaðið þó hefur gert. Málgagn forsætisráðherrans segir fulium fetum að víst megi telja að „tekjur ríkissjóðs og útflutn- ingssjóðs verði all miklu minni en gert var ráð fyrir. Vel geti því farið svo að nokkur halli verði hjá ríkissjóði og verulegur halli á útflutningssjóði“. Greiðsluhalli hjá ríkinu Stjórnarblaðið lýsir því með öðrum orðum yfir að greiðslu- halli sé yfirvofandi hjá ríkis- sjóði og að útflutningsjóð muni bresta fjármagn til þess að standa við skuldbindingar sínar gagn- vart útflutningsframleiðslunni. Þannig er þá komið á miðju ári eftir að vinstri stjórnin setti löggjöf sína um „hinar nýju leiðir og úrræði í efna- hagsmálum íslendinga“. — Greiðsluhallabúskapur hefur haldið innreið sína hjá ríkinu, útflutningssjóður getur ekki staðið við skuldbindingar gagnvart framleiðslunni og þjóðina skortir gjaldeyri til brýnustu þarfa. Ný stöðvun framundan Það sætir sannarlega engri furðu þótt málgagn forsætisráð- herrans og vinstri stjórnarinnar sé ekki sérlega bjartsýnt, þegar þannig er komið. Það kemst líka að þeirri niðurstöðu að verði ekki gerðar „nægilega róttækar ráð- stafanir" í tíma, þá sé „ný stöðv- un framundan í atvinnu- og efna- • hagslífinu". Fyrir alþingiskosningarnar í fyrra sumar sögðu Framsóknar- menn að þeir ættu mörg og snjöll úrræði til þess að ráða með nið- urlögum dýrtíðar og annarra efnahagsvandamála íslendinga. En þessum snjallræðum væri að- eins ekki hægt að beita í sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn þyrfti að- eins að fá heiðarlegri, óeigin- gjarnari og hugsjónaríkari stjórn málamenn og flokka til samstarfs við sig. Þá væri hægt að lækna öll mein. í stjórn með útvöldum f eitt ár hefur hinn mikli veiði- maður setið í stjórn með útvöld- um, kommúnistum og Alþýðu- flokksmönnum. Að því ári loknu verður sjálfur Tíminn að játa að öngþveiti og upplausn blasi við í þjóðfélaginu. Þannig fór um sjóferð þá. Vlnstri stjórnin, sem lofaði öllum öllu, og þóttist kunna ný ráð við öllum vanda, stendur uppi afhjúpuð og ráða laus. IITAN UR HEIMI «>- Að tesa milli tínanna í TILEFNI þeirra skrifa, sem blóm og Undén hló í fyrsta sinn orðið hafa um hina frægu grein á 10 árum. Minnisstæð stund“. hann „lotið fram til að fá ekki vængi sögunnar í hausinn". Þetta vitnar leiðaraskrifarinn í og spyr, áður en hann byrjar upptalninguna: „Hvað segja menn svo um eftirfarandi?" í „Se“ um sænsku konungsheim sóknina, bæði í sænskum og ís Kunna að lesa milli Bréf lenzkum blöðum, hefur ritstjóri blaðsins, Rune Moberg, ritað forustugrein, sem birtist í „Se“ 23.—30. ágúst. Fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu, þar sem rétt þykir, að sjónarmið „Se“ komi líka fram á íslenzkum vett- vangi: ★ ★ ★ „íslendingar hafa orðið gram- ir vegna greinar „Se“ um sænsku konungsheimsóknina. Hún var skrifuð af Gits Olsson, og hann hefir eins og venjul. siglt fram hjá blindskerjum viðtekinna forskrifta í fallegum sveigjum. Engin sól „brýzt fram“ í grein hans, enginn fagnandi fólksskari „jaðrar vegina". Hann hefur Sænsku konungshjónin og íslen; herrabústaðarins. Myndin birti: persónulegan stíl, sem fær þokka sinn af hinu létta handbragði, hin um glæsilega samleik milli aðal- atriða, milli djarfra lita og stemn ingarmynda í daufum litum. Og allt er þetta fram borið á eins konar upphöfnu Stokkhólmsmáli. Við skiljum, að það getur verið , erfitt, ef ekki ómögulegt, að þýða ’ það á íslenzku án þess það týni blæbrigðunum. Það sem er fynd- ið og dálítið djarft getur orðið dónalegt, það sem er skemmtilegt útflúr getur orðið gróft. Hafi slík mistök átt sér stað, þá erum við fyrstir til að harma það. En hver só, sem lesið getur sænsku, hlýtur að sjá, að Gits Olsson hefur ekki gert sér leik að því að særa íslendinga. öll greinin hefur undirtón elsku á eynni og efninu, sem hann fjall- ar um, og hann getur naumast farið fram hjá nokkrum, sem kann málið (sænsku). „Konungsheimsókn sem hefur alveg sérstaka töfra“, segir hann í upphafi greinar sinnar. Mikil- fengleiki íslenzkrar náttúru er ríkulega rómaður í greininni; ís- land sem vagga norrænnar menn ingar er einnig hyllt. Og grein- inni lýkur með orðum, sem a. m. k. hver réttsýnn Svíi hlýtur að taka sem yfirlýsingu um það, að heimsóknin hafi verið sérlega vel heppnuð: „Það var stundin, þegar kon- ungurinn og drottningin tíndu línanna. En sem sagt, við skiljum, að íslendingum hefur veitzt erfitt að fylgjast með hinum sænska spretti. Hér og þar hefur Gits Olsson hreyft við þeirri stað- reynd, að ísland er lítið land, þar sem ýmislegt í opinberum rekstri er mjög smávaxið. Og hann hefur ekki gert það með góðlátlegu klappi á öxlina, sem lítilmaganum þykir stundum svo þægilegt, hversu móðgandi sem það er, heldur með því að gefa íslendingum hressilegt oln- bogaskot að hætti góðra félaga. Hefðu íslendingar getað lesið sænskuna rétt, þá hefðu þeir ekki orðið eins særðir af þessu oln- bogaskoti og af öllum undrunar- stununum yfir því, að til voru bæði bílar og leikhús á eynni. i forsetahjónin á tröppum ráð með forystugreininni í „Se“. fslendingar eru nefnilega þjóð, sem kann að lesa á milli línanna. Hins vegar verður maður stund um að efast um getu Svía til að gera slíkt hið sama. Göteborgs- Posten frá 11. ágúst birtir tveggja dálka leiðara með yfir- skriftinni „Þorparaleg blaða- mennska". Það er Gits Olsson sem er þorparinn. Þorparaskap- urinn kemur samkvæmt yfirlýs- ingu leiðarans skýrast fram í því: að „Se“-blaðamaðurinn leyfði sér að lýsa því yfir, að maðurinn, sem leigir út rauða dregilinn, hafi staðið lengst í burtu við dregil-endann; að ráð- herrabústaðurinn hafi verið tveggja hæða hús með bárujárni; að lögreglumaður nokkur sé kallaður hinn leynilegi Jónsson íslands; að forsetafrúin var köll- uð „en bredbent köttbulls- mamma“; að konungurinn hafi verið vel á vegi með að spyrja íslenzku embættismennina „í hel“ og fái því líklega viður- nefnið „Gústaf hinn spuruli Adolf“; að leikritið, sem sýnt var á íslenzku í Þjóðleikhúsinu, hafi líklega verið jafnánægjulegt fyr- ir kónginn og „að eta grjóna- velling með bandprjónum"; að sagt er frá því, að „Laxness hafi búið reglulega vel um sig heima hjá sér síðan hann tók við nóbels- peningunum" og að þegar kon- ungurinn hlustaði á fyrirlestur hjá prófessori nokkrum hafi ræðismannsins Hann vitnar líka í bréf, sem hann hefur fengið frá Gunnar Rocksén „ræðismanni“ á íslandi, en bak við þann fína titil stend- ur starfsmaður sænska sendiráðs ins í Reykjavík. Hann skrifar m.a.: „Er hægt að hugsa sér nokkuð lágkúrulegra og grófara hjá sænskum blaðamanni. Ég hef per sónulega orðið að þola mikla önn fyrir þetta, því eins og þú veizt legg ég mig mjög fram um að efla samvinnuna milli þjóðanna. Svo er það rifið til grunna af bjánum meðal sænskra blaða- manna . . . .“ En leiðaraskrifari Göteborgs- Posten getur huggað ræðismann- inn: „Það, sem blaðið „Se“ skrif- ar, spyr enginn um í okkar landi (Svíþjóð). Enginn, sem við höf- um rekizt á, hvorki í blaðamanna heiminum né utan hans, hefur séð greinina eða heyrt um hana talað. — (,,Se“) er fulltrúi lé- legrar blaðamennsku, sem við hér í Svíþjóð fyrirlítum . . .“ Og þá vita íslendingar það. „Se“ er að heita má óþekkt blað, sem enginn les. Því er stjórnað af þorpurum og bjánum, sem hafa sérstaka ánægju af að vera lágkúrulegir og grófir. Bygging hins gagnkvæma skilnings Það er svona, sem menn eiga að skrifa, vilji þeir ávinna sér virðingu. Leiðarahöfundurinn getur verið alveg rólegur yfir íslenzku þýðingunni, því í máli hans eru ekki til blæbrigði. Ef- laust eru til góð íslenzk orð yfir þorpara og bjána. Jafnframt fá íslendingar ágætt dæmi um sænskar málefnaumræður í hin- um virðulegu blöðum okkar. Og ræðismaðurinn getur beygt sig yfir brotin og farið að byggja aftur. Við verðum því miður að játa, að við höfum ekki mikla trú á þeirri byggingu gagnkvæms skilnings, þar sem hann er húsa- meistarinn. Hefði hann verið dug andi fulltrúi Svíþjóðar í öðru landi, þá hefði hann reynt að skýra það fyrir fslendingum, að þeir hefðu látið glepjast af mis- skilningi og blæbrigðalausum þýðingum, og hann hefði getað fullvissað þá um, að grunntónn greinarinnar er vinsamlegur, enda þótt hann sé hispurslaus. Því hefði hann ekki komizt að raun um það við lestur greinar- innar, þá ætti hann ekki að leggja hart að sér við að efla gagnkvæman skilning, helaur við að læra að lesa á milli lín- anna. En skal þetta ítrekað: „Se“ harmar það, að íslendingar hafa talið nærri sér höggvið. Við hörmum það líka, að málstaður íslands er ekki í hærri vegum hafður hjá Götéborgs-Posten en svo, að fyrir hann er barizt með kastslöngum vígorðanna í stað þess að beita hinu blikandi sverði skilningsins". Synd/ð 200 mntra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.