Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. sept. 1957 MOFnrTKfíT 4Ð1Ð II Æ FRAMTIÐIN FRA S.U.S. RITSTJÓRI: ÞÖRIR EINARSSON Magnús Þórðarson stud. jur.: MÓTIÐ í MÖSKVU að fullnægja þörfum og þrám þjóðanna". Að þessari „ópóli- tísku“ ræðu lokinni urðu geysileg fagnaðarlæti, og ekki sízt meðal þeirra, sem ekkert orð höfðu heyrt. Mér datt í -hug erindi úr Paradísarmissi, Satan fylkir liði: III. grein: Fyrstu kynni af rússneskum I stirðbusahætti Strax fyrsta kvöldið fengum við að kenna á skipulagsleysinu eða kannski ofskipulagningunni, sem einkenndi mótið í ríkum mæli. Vagnstjórarnir ætluðu aldrei að finna hótel okkar, og mjög erfiðlega gekk að raða fólki í herbergi, enda var bæði til rússnesk og íslenzk áætlun um niðurröðunina. Sigraði sú ís- lenzka eftir tvísýna baráttu. Okk- ur var ætlaður bústaður á fimmtu hæð í gífurlega stórri byggingu. Þótt hótelhverfið væri beinlínis reist handa erlendum túristum fyrir stuttu síðan, þá fyrirfundust hvergi lyftur í hús- unum. Rússarnir vildu, að við bærum föggur vorar þegar í stað upp í herbergi úr forsalnum niðri, en menn voru svangir og vildu seðja hungur sitt fyrst. Litlu máli virðist skipta, hvort fyrst var gert, en Rússar voru nú einu sinni búnir að ákveða í hvaða röð hlutirnir skyldu fram kvæmdir og voru ekki aldeilis á því að láta sig. Þannig mátti aldrei hnika til neinu smatriði, án þess að það kostaði langt rifrildisþras við leiðsögumenn- ina, sem álitu bersýnilega, að allt skipulagið hlyti ella að hrynja í rúst. Nú stilltu Rússar sér í þéttan hnapp við töskurnar, með Ivanoff fyrrv. sendiráðsritara hér heima í broddi fylkingar, og vörnuðu mönnum útgöngu. ís- lendingar stóðu í kös í stigunum og æptu: „We want to eat, eat, eat!“ Einhver hrópaði fyrirskip- un efst úr stiganum um að menn ættu að hlýða íslenzku farar- stjórninni en ekki hlusta á Rúss- ana. Loks brast okkur þolinmæð- ina, enda var þrýstingurinn á þeim, sem neðst stóðu, orðinn í- skyggilegur, og þrengdum okkur framhjá bálreiðum túlkunum. Að máltíð lokinni keifuðu menn svo í rólegheitum með töskurnar upp alla stigana. Nú vildu margir taka sér bað, en það var hæg- ara sagt en gert. í þessu ný- tízku hóteli voru ekki nema sex karlaböð og eitt kvennabað fyrir mörg hundruð manns. Frágang- ur hússins var mjög lélegur, enda minntist jafnvel einn Norðmann- anna á það í blaðinu „Festival“. Opnunarhátíð'in Næsta morgún söfnuðust þátt- takendur allra þjóða saman á torgi einu norðarlega í borginni. Okkur var hrúgað upp á vöru- bíla, og síðan ekið í gríðarlangri lest til Lenin-cirkussins, sem er syðst í Moskvu. Fáklæddum meyj um með fána í höndum var ekið á mótorhjólum milli bílanna. Göturnar, sem við ókum um, voru bókstaflega troðfullar af fólki, sem veifaði okkur af mikl- um innileik og hrópaði ýmist mír eða drúsba. Við vissum að mír þýðir friður, en drúsba höfð- um við ekki heyrt áður. Sumum heyrðist fólkið æpa „krúska!" og kölluðu það á móti. Seinna frétt- um við, að drúsba merkti „vin- átta“. Annað veifið ókum við fram hjá kallhópum, sem hróp- uðu „Reykjavík — Moskva, Reykjavík — Moskva“, og stóð ekki á fslendingum að taka und- ir. Almenningur virtist hafa mjög gaman af að taka í hend- urnar á okkur og fagna okkur enda hefur fæst af honum séð út Festivalið lendinga fyrr á ævi sinni. Það má því nærri geta, hvert ævintýri þetta hefur verið fyrir folkið. Mér var sagt, að um hálf milljón manns hafi komið til Moskvu ut- an af landi til þess að vera við- statt hátíðahöldin. Nálægt Lenin-leikvanginum vorum við látin stíga niður af bílunum, því að ætlunin var að ganga seinasta spölinn í skipu- legri fylkingu. Illa gekk að fylkja íslendingum, og sögðu finnskir þátttakendur, sem ekki nenntu að taka þátt í opnunar- hátíðinni en kusu heldur að horfa á hana í sjónvarpi, að skemmti- legasta atriðið hefði verið að sjá okkur fylkja liði. Meðan á þessu stímabraki stóð, gengu ýmsar fylkingar fram hjá okkur, þeirra á meðal Egyptar, sem báru tröll- aukna mynd af Nasser ofursta fyrir sér. í sama mund gengu Indverjar fram hjá okkur hinum megin. Hristu Egyptar þá Nasser sinn og hrópuðu „Nehru — Nass- er, Nehru — Nasser". Indverjar urðu hálfhvumsa við, en brostu þó vandræðalega við Egyptum. Að lokum seig flokkurinn af stað, fremstir þeir, sem ætluðu að ganga inn á sjálfan völlinn, en aftast þeir okkar, sem ætluðu einungis að vera áhorfendur. Iv- anoff átti að vísa okkur til sætis. Þegar inn í cirkusinn kom, hvarf hann okkur þó sjónum, og sá ég ekki betur, en að hann gengi með íslendingum inn á völlinn. Lentum við nú í miklum villum og þrengingum undir forustu rússneskra leiðsögumanna, sem ekkert vissu, en tróðust með okk ur út og inn. Að lokum tókst að finna eihhver sæti handa okk- ur, þó ekki hin réttu, og var þá lítil drúsba eftir í okkur. Hver þjóð gekk inn undir fána sínum. Ekki veit ég, hve margar þjóðir áttu „fulltrúa“ þarna. Festivalblaðið segir 29. júlí, að þær hafi verið 149, en í sama tbl. stendur á öðrum stað, að þær hafi verið 122. 12. ágúst telur blaðið þær vera 131, en á öðrum stað í sama blaði eru þær sagð- ar 120. 14. ágúst eru þær orðnar 127. Mér er nákvæmlega sama, hve mörg þjóðerni voru þarna á vellinum, en þetta dæmi sýnir Ijóslega þá erfiðleika, sem Rúss- ar virðast eiga við að stríða, þegar þeir eiga að gefa upp rétta tölu. „Friður og vinátta" Þegar ísraelsmenn gengu inn á völlinn, höfðu Egyptar tekið sér stöðu í skugga Nassersmyndarinn ar. Þegar Gyðingar nálguðust þá, öskruðu hinir síðarnefndu: „Nasser, Nasser", og skóku mynd ina grimmilega framan í ísrael- íta, sem námu staðar og felldu fána sína, meðan þeir ráðguðust saman. Krúsjeff stóð á fætur í stúku sinni og hefur sjálfsagt verið órótt, enda ekki þokka- legt afspurnar ef nýtt heimsstríð brytist út á þingi friðar og vin- áttu. Að lokum tókst að sefa Nass eræskuna, svo að Gyðingar hættu við að yfirgefa völlinn. Frá einhverju Mið-Ameríku- ríkjanna var aðeins einn þátt- takandi. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl inn á völlinn, seild ist hann ofan í vasa sinn, dró það- an upp rytjulega dúfu, sem hann þeytti upp. í loftið. Hún fleygðist dauðskelkuð upp í himininn og sóst aldrei síðan, en mannfjöld- inn laust upp geysilegu friðar- orgi (þarna voru eitthvað á ann- að hundrað þúsund manns)>A- líka skemmtiatriði höfðu margir þátttakendur í frammi, og alltaf þótti mönnum jafngaman. Þegar allir voru komnir inn, hófust ræðuhöld, og var mér sagt, að sá, sem talaði fyrir hönd evrópskrar æsku, hefði ekki gleymt að barma sér yfir Kefla- víkurflugvellinum í tölu sinni. Síðastur talaði Vorosjiloff. Við sátum innan um eintóma Rússa, og sá ég ekki einn einasta þeirra hlusta á forseta Æðsta ráðsins, heldur rópuðu þeir á milli og spjölluðu saman. Fólk skemmti sér við að búa til pappírsskutlur og þeytti þeim á milli sín, og var það einna bezta skemmtiatriðið á hátíðinni. Vorosjiloff sagði m. a., að Rússar hefðu „aldrei og myndu aldrei neyða skoðunum sínum og hugsjónum upp á aðra“ (!) Hann kvað sigra sósíalismans ekkert undarlega, því að þeir væru skv. „lögmáli, sem stjórnar hinni sögulegu þróun þjóðfélags- ins, og sósíalisminn er framfara- sinnaðasta þjóðfélagskerfi ver- aldar, sem hentar bezt til þess „Gall þá geysihvellt glymjandi málmur, og herinn hrópaði: húrra! gjörvallur.......... Nú urðum við að hrökklast úr i sætunum og þvældumst allt nið- ur á botn cirkusgryfjunnar, og einhver stærsta cirskussýning ver aldar hófst. Ógurlegum dúfna- fjölda var sleppt lausum á áhorf- endur úr búrum sínum. I 13. tbl. „Festivals" eru þær taldar yfir 40 þúsund, en í 18. tbl. eru þær ýmist taldar 25001 eða 27001. Flestar voru hvítleitar, en marg- ar ærið skuggalegar, og var það ' að vonum. Leiksýningunni er ó- gerlegt að lýsa. Alls konar leik- fimiflokkar úr Sovétríkjunum sýndu listir sínar klukkutímum saman á vellinum, sem sýndist vera grasvöllur en var gerður úr grænum flóka. Strákar brun- uðu um á mótorhjólum, stúlkur röðuðu sér upp með alla vega litar tuskur og mynduðu ýmis helgitákn, aðrir sprikluðu á slám í háalofti og sífellt voru einhverj- ir að æða um völlinn þveran og endilangan með fána og blóm- vendi. Eina atriðið, sem mér þótti einhvers virði, var þjóðdansa- sýning ýmissa þjóða Sovétríkj- anna. Hátt í lofti sveif loft- belgur en neðan í honum hékk gervitungl, og var merki festi- valsins markað á. Hávær tónlist hljómaði úr gjallarhornum. Þar blandaðist saman sígild tónlist, hergöngumarzar og lög eins og „Sixteen tons“ og „Johnny is the boy for me“. Hið síðarnefnda er áreiðanlega langvinsælasta dæg- urlagið í Moskvu, en auðvitað með rússneskum texta. Opnunar- hátíðin var mjög langdregin og afar hrikaleg í sniðum. Allir voru sammála að lokum um, að hún hefði eflt friðinn í heiminum al- veg óskaplega mikið. Sami cirkusblærinn setti mark sitt á mótið allt. Allri auglýsinga tækni Rússa var beitt til þess að sýna friðarást þeirra, en á þann hátt áð ekki var nokkur leið að taka hana alvarlega. Ljósaauglýs ingar og hátalarar sannfæra eng- an. Á turni einum við Gorki- stræti gekk gríðarstór plastdúfa eftir hringspori, vaggaði stéli, blakaði vængjum og hneigði höf uðið svo hjákátlega, að enginn fékk varizt hlátri. Á öll hús með- fram helztu umferðaæðum voru strengdir renningar með ' friðar- auglýsingum og á gluggarúðurn- ar voru límd spjöld og pappírs- dúfur, svo að alrokkið hlýtur að hafa verið inni fyrir. Hrörleg- ustu húsin fengu ríkulegasta skerfinn af skrautlegum auglýs- ingum. Alls konar karnivöl, vatnahá- tíðir, dansskemmtanir, skógar- skröll og vináttufundir voru á hverjum degi. Einhvern veginn vantaði alla „stemmingu" í gleð- skapinn, allt var undirbúið fyrir- fram. í Gorki-menningargarðin- um (af hverju hann er kenndur við „menningu", veit ég ekki) var eitt kvöldið stórkostlegt karnival. Fólk rápaði um og „gláptist önd- vert á“. Stundum mynduðust smáhópar, þar sem fólk reyndi að tala saman, en venjulega var það t.d. eitthvað á þessa leið: You are from? . . . -me von Italia . . . Roma? . . . njet, Milano . . . Scala Opera . . . si si . . . Musso- lini schlecht . . . da da, aber nun dead . . . gut, sehr gut . . . . . . Moskva gut? . . . ja ja, very good, very fine, people good - . .. Frieden, peace . . . mir, mir. Svo var skipzt á heimilisföngum og samtalinu var lokið. Allir reyndu þó að bjarga sér, sem bezt þeir gátu, en stundum gat meinlegur misskilningur komið til sögunn- ar. T.d. var sagt, að Skagfirð- ingur einn hefði ætlað að fræða stúlkur frá írak á því, að í Skaga firði væri mikið um hesta- og kvennamenn, og sagði: „We in Skagafjordur are great horses and women-men“. í Gorkigarðin- um léku margar hljómsveitir, og vörubílar með karnivalfólki óku innan um fólkið til þess að auka kátínuna. Mikill friðareldur brann á kyndli einum, en þegar betur var að gáð, voru þetta lit- aðar blæjur flóðlýstar. Gervi- gras, gervitungl og gervieldur. Kvöldinu lauk með stórkostlegri flugeldasýningu. Annað kvöld var haldinn vináttufundur með nýlenduþjóðum í Ostankinogarð- inum. Öll ræðuhöld drukknuðu sem betur fór í hávaða frá jazz- hljómsveitum. Fólk gekk um skóginn, sem var troðfullur af hermönnum, eða settist niður og drakk bjór. Myndatökumenn frá rússnesku blöðunum gengu um og létu svertingja og hvíta menn stilla sér upp í faðmlögum, síðan var smellt af, og eftir það hélt hver sína leið. Á morgnana voru oft haldnir „vináttufundir" með alls lconar þjóðum. Einu sinni áttu nokkrar þjóðir að vingast við fslendinga í bátsferð á Moskvufljóti. Sú ferð var svo snilldarlega skipulögð, að hver þjóð sigldi sér á báti, og veif- aði svo hver til annarrar. Einn morguninn átti að tengja íslend- inga og Vestur-Afríkumenn ó- rjúfanlegum vináttuböndum, og var_ nokkur ástæða til þess, því að íslendingar söfnuðu saman fé hér heima til þess að styrkja þá til fararinnar. Þakklætið var þó ekki meira en það, að þeir svörtu létu ekki sjá sig, hafa líklega verið orðnir leiðir á vináttufund unum eins og fleiri. Á kvöldin þyrptist Komsomolæskan niður í miðborgina og reyndi að hefja dansleiki á torgunum. Lítil þátt- taka varð ,þó í dansinum. Aðrir hópar voru látnir hefja alls kon- ar hópleiki, en þeir voru ekki skemmtilegri en það, að Rússar voru einir um að leika sér. í líkliúsinu Eitt „prógrammið" var pfia- grímsganga í grafhýsi þeirra Leníns og Stalíns. Geysilöng bið- röð er alla daga á Rauða torg- inu, og þegar við fórum, voru sendinefndir frá mörgum þjóð- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.