Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVISBl A ÐIÐ FJSstudagur 6. sept. 1§57 !A t I i ustan Edens eftir John Steinbeck 124 □- —n irtn hennar með víða, fellda pils- inu, var úr lamavoð og í hálsmál- inu hafði hún brjóstnál með orð- inu: „Mamma“, letruðu gyl’ltum stöfum. Litla, skemmtilega herbergið hennar var hvort tveggja í senn, setustofa og svefnherbergi og það var yfirfullt af ijósmyndum, eau de cologneglösum, nálapúðum, kömbum og burstum og alls kon- ar silfur-og postulínsmunum, sem allt voru afmælis- og jólagjafir frá liðnum árum. Á veggnum hékk stór, lituð mynd af. Samúel. Hún bar ein- hvern kuldalegan yfirlætissvip, sem aldrei hafði einkennt hann í lifanda lífi. 1 andlitinu á mynd- inni sást ekki ein einasta bros- hrukka, ekki minnsti vottur aí hinni leiftrandi lífsgleði hans. — Myndin hékk þarna í logagylltum og viðamiklum ramma og hverju barni til hinnar mestu furðu, fylgdi hún því með augunum, hvar sem það gekk eða stóð í her- berginu. Á tágaborði við hlið Lizu stóð páfagauksbúr Pollyar. Tom hafði keypt páfagaukinn af sjómanni. Hann var gamall fugl, sem var jafnvel talinn fimmtíu ára að aldri og hann hafði lifað hrakn- rngssömu lífi og lært hið versta orðbragð af skipshöínum margrar ■kútunnar. Þjátt fyrir margend- urteknar tilraunír Lizu gat hún aidrei kennt honum ritningar- ®reinar eða sálmavers. PoIIy hallaði undir flatt, skotr- aði augunum til Adams og klóraði gtetilega fjaðrirnar við nefræturn ar nel klúnni. — „Komdu ef þú þoirir,' hóruunginn þinn“, sagði Þýðing Sverru Haraldsson □----------------------n Polly. Liza hleypti brúnum: — „Skammastu þín, PolIy“, sagði hún í áminningarrómi. „Bölvaður hóruunginn", sagði Polly með auknum ákafa. Liza lét sem hún heyrði þetta ekki. Hún rétti fram litla og beina bera hendina. „Hr. Trask", sagði hún. — „Það var gaman að sjá yður. Fáið yður sæti“. „Ég átti leið héma framhjá og þá langaði mig til að votta yður samhryggð rnína". „Við fengum blóm frá yður“. Og hún mundi líka eftir hverjum einasta kransi og blómsveig. Adam hafði sent yndislegan krans úr eilífðaiblómum. „Það 'ilýtur að vera erfitt fyr- i: yður að byrja svona nýtt líf á gamals aldri“. Lizu vöknaði um augun og hún kreisti þunnar varirnar fast sam- an. „Það er kannske ekki rétt af mér að ýfa upp söknuð yðar“, sagði Adam. — „En ég sakna hans svo mikið“. Liza vék sér til, svo að Adam sá ekki í andlit henni: — „Hvern- ig hefur búskapurinn gengið hjá ykkur?“ spurði hún. „Þetta virðist ætla að verða gott ár. Gnægð af vatni. Það er mjög gott útlit með akra og engi“. „Já, það hefur Tom líka skrif- að okkur", sagði hún. „Haltu saman á þér þverrif- unni“, sagði páfagaukurinn og Liza leit til hans me' umvöndunar svip, eins og hún hafði jafnan lit- ið til barna sinna, þegai þau voru óþæg eða eitthvað baldin. „1 hvaða erindagerðum komuð þér hingað til Salinas, hr. Trask?" spurði hún. „Svona ein og önnur viðskipti". Hann settist í tágastól og það brakaði í honum undan þunga Adams: — „Ég hef verið að hugsa um að flytja hingað. Ég held að það gæti verið gott fyrir drengina. Þeir eru, held ég, dálít- ið einmana í fámenninu heima í sveitinni". „Við vorum aldrei einmana þar“, sagði hún stuttlega. „Ég hélt líka að skólarnir kynnu að vera betri hérna. Það gæti verið gott fyrir tvíburana". „Olive dóttir mín kenndi í Peachtree, Pleyto og Big Sur“. Eöddin gaf það til kynna, að betri skólar en þessir væru alls ekki til. Adam fór að finna til viðkvæmr- ar aðdáunar a þessari járnhörðu hugprýði. „Ég var nú bara svona að hugsa um þetta", sagði hann. „Börn hafa bezt af því að al- ast upp í sveit“. Það var staðreynd og hún gat sannað hana með börn um sínum. Svo vék hún beint að efninu: — „Eruð þér að skyggn- ast um eftir hús’ handa ykkur hér í Salinas?" „Ja, kannske væri hægt að segja það“. — „Þér ættuð að tala við Dessie dóttur mína“, sagði hún. „Dessie ætlar að flytja heim á jörðina til Toms. Hún á lítið, snoturt hús, rétt við hliðina á Reynauds-brauð gerðarhúsinu". „Það skal ég svo sannarlega gera", sagði Adarn. — „Ég fer strax og tala við hana. Mér þykir vænt um að sjá, að yður líður svona vel“. „Já“, sagði hún. — „Mér líður bara vel“. — Adam var kominn á leið til dyranna, þegar hún sagði: „Hr. Trask, sjáið þér Tom son minn nokkurn tíma?“ „Nei, þal er langt síðan ég hef séð hann. Ég hef ekki oft farið út fyrir landareign mína“. „Mér þætti vænt um, ef þér vilduð fara og hitta hann“, sagði hún og bar ört á. — „Ég held að hann sé óttalegur einstæðingur". Kún þagnaði eins og hún blygð- aðist sín fyrir klökkvann, sem heyra mátti í rödd hennar. „Það skal ég gera. Það skal ég áreiðanlega gera. Yerið þér sæl- ar, frú Hamilton". Um leið og hann loka*i hurð- inni á eftir sér, heyrði hann páfa gaukinn segja: — „Haltu saman á þér þrerrifunni, bölvaður hóru- unginn þinn“. Og Liza svaraði: „Polly, ef þú talar svona, skaltu fá að kenna á vendinum". Adam gekk út úr húsinu, án þess að gera frekar vart við sig og hélt í áttina til Main Street, í rökkrinu. Við hliðina á Reynauds brauðgerðinni sá hann hús Dessie í litlum snoturlega hirtum garði, sem var svo fullur af trjágróðri, að hann huldi nærri húsið. Snot- urlega málað skylti var fest á hliðið: — „Dessie Hamilton, saumakona". San Francisco Chop House stóð á homi Main Streets og Central Avenue og gluggar þess sneru út að báðum götunum. Adam gekk inn til þess að fá sér miðdegis- verðarhita. Will Hamilton sat við eitt hornborðið og borðaði rifja- steik. „Komið þér og sitjið hérna hjá mér“, kallaði hann til Adams. — „Eruð þér hér ’ viðskiptaerind- um?“ „Já“, sagði Adam. — „Ég heim- sótti móður þína, rétt áðan". Will lagði gaffalinn frá sér: — „Ég verð bara hérna í Salinas í tæpa klukkustund og ég fór ekki heim til hennar vegna þess að það æsir hana bara upp. Og Olive systir mín hefði sett allt húsið á annan endann, til þess að búa til sérstak an miðdegisverð handa mér. Ég kærði mig ekkert um að raska svo ró heimilisins. Auk þess verð ég að fara héðan undir eins aft- ur. Þér skuluð biðja um rifjasteik. Hún er ágæt hérna. Hvernig líð- ur mömmu?“ „Hún er sannarlega bæði hraust og hugrökk", sagði Adam. — „Ég get ekki annað en dáðst sífellt meira og meira að henni". „Já, hún er það. Ekki skil ég hvernig henni tókst að ráða við okkur krakkana og pabba“. „Rifjasteik, þökk fyrir", sagði Adam við þjcr.inn. „Vel steikta". „Kartöflur?" „Nei-jú annars, brúnaðar, — Móðir yðar hefur áhyggjur út af Tom. Hefur hann það ekki sæmi- legt ?“ Will skar fituna af einu rif- beininu og ýtti henni út á jaðar disksins: — „Hún hefur ástæðu til þess að vera áhyggjufull", sagði hann. „Það gengur áreiðan- lega eitthvað að Tom. Hann hang- Ungur maður sem unnið hefur í verzlun og er vanur afgreiðslu, óskar eftir verzlunar eða skrifstofusfarfa Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 10. sept. 1957 merkt: „Verzlunarstarf — 6388“. Aðvörun Greiðendur söluskatts og útflutningssjóðs- gjalds í Kópavogi eru hérmeð aðvaraðir um, að heimild til stöðvun- ar atvinnurekstrar verður beitt hinn 10. þ.m. við þá gjaldendur, sem ekki hafa fyrir þann tíma gert full skil á söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi fyrir fyrsta og annan ársfjórðung 1957. Kópavogi, 3. september 1957. BÆJARFÓGETÍNN. H afnarfjörður Unglinga eða eldri menn, vantar til að bera blaðið til kaupenda. Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna, Strand- eötu 29. 1) Um kvöldið ríður Lalli á laun frá búgarðinuru. 2) Hann bindur hestinn sinn | 3) Og finnur það sem hann leit s ammt frá bæjarhúsununt að ar að. Týndu skóguin * 4) — Héma, vinurinn, er góð- ur matur handa þér. Komau, karl- inn. — ir þarna á jörðinni aðgerðalau* og lætur sér bara leiðast“. „Hann var víst mjög háður Samúel ?“ „Allt of mikið", sagði Will. —• „Allt of mikið. Hann virðist ekki ætla að komast yfir það. Tom er stórt barn að mörgu leyti". „Ég ætla að fara og heimsækja hann. Móðir yðar segir al Dessie ætli að flytja aftur heim í sveit- ina“. Will lagði hnífapöi'in niður á borðdúkinn og starði á Adam. — „Það getur hún ekki gert“, sagði hann. — „Ég myndi aldrei leyfa henni að gera slikt". „Hvers vegna ekki?“ Will stillti orðum sínum nú meira í hóf: — „O, hún á mjög arðvænlegt fyrirtæki hér“, sagði hann. — „Það væri bæði synd og skömm að kasta slíku frá sér“. Hann tók aftur upp hnífapörin, skar stykki af fitunni og stakk því upp ' sig. „Ég ætla heim með lestinni kl. átta“, sagði Adam. „Ég Iíka“, sagði Will. Hann var skyndilega orðinn þögull og virt- ist ekki lengur kæra sig um að tala. 32. KAFLI. Dessie var eftirlætið í fjölskyld unni, Mollie yndislegur kettlingur, Olive hin viljasterka, Una sem gekk með höfuðið uppi í skýjun- um — allar Voru elskaðar, en Dessie samt heitast og viðkvæm- ast. Hún hafð: bP í augum og hlátur sem smitaði eigi síður en baiTiabóla og það var lífsgleði hennar, sem gaf ’iverjum degi lit sinn og tmeiddist út ti' annarra manna, svo að þeir tóku hana með sér. Ég get lýst þessu á eftirfarandi hátt: — Frú Clarence Morrison í Church Sti'eet 122, Salinas, átti þrjú börn og eiginmann, sem rak vefnaðarvöruverzlun. Við morgun verðarborðið kom það fyrir, að Agnes Morrison sagði: — „Ég þaj'f að fai'a til Dessie Hamilton seinnipartinn í dag, til þess að máta kjól------- Börnin urðu svo kái, að þau spöi'kuðu með táhlífunum í borð- fæturna, unz þeim var sagt að hætta. Og hr. Morrison nex'i sam- an höndunum og hélt til verzlunar sinnar og vonaði að einhver um- ferðasalinn myndi rekast inn til hans þann dag. Og hver sá um- fex-ðasali sem kom þangað, mátti verá viss im að fá góða vörupönt un. Kannske gleymdu bæði börnin o*;' hi'. Morrison því, hver það var sem gerði daginn svona bjai'tan og ábatasaman. ailltvarpiö Föstudagur 6. septeniber: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). — 20,30 „Um víða veröld". Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn. — 20,55 Islenzk tónlist: Lög eftir Helga Pálsson (plötur). 21,20 Upplestur: Hólmfríður Jónsdóttir flytur frurn ort kvæði. 21,35 Tónleikar (pk). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; II. (Elías Mar). 22,30 Harmoniku lög: Toralf Tollefsen leikur (pl.). 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 7. september: Fastir liðir eins or venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstui.daþátt- ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Einsö-igur: Marcel Wittrisch syngur (plötur). 20,30 Kórsöngur: Roger Wagner kórinn syngur lög eftir Stephen Foster (plötur).. 20,45 Upplestur: „Heil- agui* Nikolaj", lappnesk þjóðsaga færð í letur af Robert Crottet (Haraldur Björnsson leikari þýð- ir og les). 21,10 Tónleikar (pl.). 21,35 Leikrit: „Húsið er óhæft til íbúðar" eftir Tennessee Williams, í þýðingu Sverris Thoroddsen. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár- lok. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.