Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 15
Föstudagur 6. sept. 1957 Moncuivni4 niÐ 18 - Kvikmyndir Framh. af bls. 6 Hún heldur dagbækur um eftir- litið, og kennir þar margra grasa. Meðal annars má þar sjá, að milli 30% og 50% af öllum sýndum myndum í Reykjavík hafa verið bannaðar unglingum innan einhvers aldurs. í fyrst- unni var aðeins einn aldursflokk ur „innan 16 ára“, en á síðari árum hefur flokkunum fjölgað og eru aðalflokkamir nú „innan 12“, „innan 14“ og „innan 16“ ára. Aðalbjörg segir mér ennfrem- ur að „allar glæpamyndir“ séu bannaðar yngri en 16 ára og „ljótar ævintýramyndir“ séu bannaðar börnum yngri en 14 ára. Flestar myndir, þar sem fyrir komi „grimmd og pynding- ar“ séu bannaðar unglingum yngri en 16 ára svo og myndir, þar sem líflát er sýnt „ef það er ekki með skikkanlegum hætti“, segir hin skelegga barna- verndarkona. Myndir, sem sýna návígi, sært fólk og lemstrað, og voðalega ljótar stríðsmyndir finna ekki heldur náð fyrir aug- um eftirlitsins. Enn verra er að fást við myndir, þar sem kynlif er sýnt eða tæpt á, en allar myndir, þar sem íauðgun er sýnd, eru afdráttaralust bannað- ar börnum og unglingum. Þess vegna varð „Salka Valka“ fyrir barðinu á Aðalbjörgu. í viðtalinu við Aðalbjörgu benti ég á, að mér fyndist persónulega ósam- ræmi í því að banna „Sölku Völku“ en leyfa „Fannirnar á Kilimanjaro", þar sem ungling- um er gefin kostur á að sltoða hina hryllilegustu limlestingu og blóðbað í Spánarstyrjöldinni. Bað ég hana um að rökstyðja úr- skurð sinn, til þess að lesendum gæfist kostur á því að kynnast forsendum þess að banna eða banna ekki. Hér kemur svar Að- albjargar: „Mér er ánægja að svara þess- ari spurningu, ef svarið gæti orð- ið til skýringar á einhverjurr. atriðum kvikmyndaskoðunarinn- ar. Báðar þessar kvikmyndir eru teknar eftir heimsfrægum skáld- sögum Nobelsrithöfunda, þær eiga það líka sameiginlegt að vera hreint ekki ætlaðar börnum og unglingum. Því er þá önnur myndin bönnuð, én hin leyfð? Fyrst og fremst er þá það, að enda þótt Salka Valka sé ekki barna eða unglingamynd, þá mátti búast við að hér á Islandi yrði hún sótt af unglingum, þar sem hún gerist hér á landi og skáldsagan mjög þekkt og um- deild. Eg verð nú að segja, að mér fannst myndin öll óþarflega ruddalega tekin, en það sem réði úrslitum um bannið var þó ein- göngu nauðgunarsenan, sem er svo raunhæf, að hljóðin í barn- inu (Sölku Völku) hljóma í eyr- um manns lengi á eftir. Eg myndi yfirleitt aldrei leyfa að sýna nauðgun eða tilburði til hennar á kvikmynd, mætti ég ráða. Um Fannirnar á Kilimanjaro er það að segja, að það er ágæt- lega tekin mynd eftir skáldsögu Hamingways, en þó engan veg- inn líkleg til að verða eftirsótt af börnum og unglingum. Eina atriðið í þessari mynd, sem get- ur gefið tilefni til banns eru myndirnar frá Spánarstyrjöld- inni. Nú er þetta atriði vissulega lótt, en þó ekki ljótara en stríðs- fréttamyndir margar, sem oft eru sýndar í aukamyndum á undan sýningum kvikmyndahúsanna, og alls ekki er unnt fyrir nokk- urt eftirlit að koma í veg fyrir að börnin sjái meira eða minna. Nauðgun er aftur á móti aldrei sýnd í fréttamyndum. Stríðs- myndir eru vitanlega yfirleitt bannaðar, enda er þungamiðja þeirra venjulega skelfingar styrjaldanna og fátt annað ber fyrir augun, en í þetta sinn fannst mér ég ekki geta bann- að unglingum að sjá ágæta mynd bæði með tilliti til efnis og upp- töku, vegna þessa stutta kafla, ef þeir á annað borð hefðu smekk fyrir hana, ung börn myndu ekki einu sinni nenna að horfa á hana, enda gjörsamlega utan við þeirra hugmyndaheim." Þetta var viturlega mælt eins og Aðalbjargar var von og vísa. En ég er ekki sammála um að leyfa hefði átt „Fannirnar--“ í krafti þess „að ung börn myndu ekki nenna að horfa á hana“ og að myndin væri „engan veginn líkleg til að verða eftirsótt af börnum.“ Alter Ego. — Mótið i Moskvu Framh. af bls. 11. um í henni. Venjulegir Rússar voru lútnir fara aftur fyrir. All- ar þjóðir nema fslendingar báru stóreflis blómsveiga til þess að leggja við inngang líkhússins. Ekki held ég, að túlkunum hafi líkað léttúðug framkoma sumra landanna í biðröðinni, því að Rússar dýrka líkin eins og heil aga hluti. Sumir sungu „Ríkir slen í Rússa her, rauði Lenin fall inn“ og jafnvel „Það var kvöld eitt að Kötu ég mætti“ eða reyndu að gera sér biðina létt- bæra með öðru móti. Ekki má hafa neitt með sér inn í graf hýsið, og það er fullt af hermönn um með brugðna byssustingi. Gömlu mennirnir liggja í gler- skápum ,og varpa rauðmálaðar ljósaperur rómantískum bjarma á andlit þeirra. Fólk hafði orð á því, hve Stalín væri frískleg- ur og blómlegur, en aftur á móti virtist vera farið að slá í Lenín, því að hann var ósköp grár og gugginn. Undir eyrunum sýndust hafa myndazt raufar, en kannski hefur mölur komizt í hann. Uppreisnin á Kúbu fœrist í aukana Itf.s. Tungufoss lestar vörur til Húsavíkur í dag. IVI.s. Reykjafoss fer frá Reykjavík þriðjudaginn 10. sept. Vestur og Norður. — Viðkomustaðir: Patreksf jörður Þingeyri Isaf jörður Hólmavík Siglufjörður Dalvik Hrísey Akureyri Vörumóttaka á mánudag. — H.f. Eimskipafélag íslands. Sími 1-85-80. Bílamálun — ryðbætingar. réttingar — viðgerðir. BÍLVIRKINN, Síðumúla 19. LOFTU R h.t. Ljósmyndastofan Ingólfsstræti 6. Pantið tíma I síma 1-47-72 Karna- og heimamvndatökur Sækið gamlar ball- og jólatrés- myndir. — Stjörnuljósmyndir, Víðimel 19. Sími 23414 Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 11875. EGL-ERT CLAESSEN og CÚSTAV A. SVEINSSON hæuaréttarlögnienn. Þórshamri við Templarasund. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaftur. Aðalstræti 8. — Sími 11043. i KEFLAVÍK Hárgreiðsludama verður stödd þennan -nánuð að Suðurgötu 52. — Sími 309. HAVANA, 5. sept. — Fimm ára einræði Batista hershöfðingja á Kúpu riðaði til falls í dag, þegar uppreisnarmenn undir stjórn Fidel Castro gerðu árás á Cien- fuegos, um 225 kílómetra frá Ilavana. Sá orðrómur gekk, að herir Batista væru á leiðinni til borgarinnar, þar sem uppreisn- armenn áttu að hafa lagt undir sig lögreglustöðina og fólkið streymdi fagnandi um göturnar og hrópaði: „Batista er fallinn!“ í Havana var erfitt að greina á miili orðróms og staðreynda, og stjórnarvöldin gerðu ekkert til að varpa Ijósi á málin. Þá var það tilkynnt, að flug- vélar stjórnarinnar hefðu varp- að sprengjum á Cienfuegos, og þá einkanlega flotahöfnina þar, en hún er talin vera í höndum uppreisnarmanna. Allt síðan Batista gerðist alger einvaldur í marz 1952 hefur Fidel Castro stjórnað uppreisnarmönn- um á Kúbu. Menn hans hafa öðru hverju lent í kasti við stjórnar- herinn, sem hefur reynt að reka þá upp í fjöllin, Síðasti bardag- inn var 2. ágúst, og tilkynnti stjórnin þá, að 10 uppreisnar- menn hefðu verið drepnir. Sam- kvæmt óstaðfestum fregnum á flotinn að hafa gengið í lið með uppreisnarmönnum. Útvarpsstöðvar í New York til- kynntu, að 18 sprengjur hafi sprungið á Kúbu síðustu 24 tím- ana, 11 þeirra í Havana. Síðustu fregnir í kvöld hermdu, að enn væri barizt harkalega í Cien- fuegos og að stjórnarherinn ætti í vök að verjast. —Reuter-NTB. Fréttir í stuttu máli NEW YORK, 5. sept. — Hamm- arskjöld framkvæmdastjóri S. Þ. gaf það í skyn í dag, að æskilegt væri, að S. Þ. hefðu yfir að ráða herafla, sem gæti gripið til vopna með litlum fyrirvara. Hann var spurður að því á blaðamanna- fundi í dag, hvort nokkuð hefði verið gert til að gera öryggis- sveitir S Þ. við austanvert Mið- jarðarhaf að fastaher. Hann sagði, að málið væri til umræðu og að reynslan af öryggissveitunum fyrir botni Miðjarðarhafs væri nú til athugunar í sérstakri nefnd. Eins og stæði væru þess- ar sveitir undir vopnum sam- kvæmt sérstökum samningum við einstök meðlimaríki, en þess- ir samnmgar gætu orðið grund- völlur fyrir myndun fastahers, sagði hann. Æskilegast væri að geta kvatt út hersveitir í skyndi, ef þörf krefði, og benti hann í því sambandi á atburðina við Súez-skurðinn í fyrra. AÞENU, 5. sept. — Grikkir eru reiðubúnir að ræða Kýpur-málið hvenær sem vera skal, sagði gríski forsætisráðherrann Kara- manlis í dag við hóp erléndra blaðamanna, sem nú eru í heim- sókn í Aþenu. Hann lagði hins vegar áherzlu á, að skilyrðið fyr- ir alþjóðaráðstefnu um Kýpur væri það, að slík ráðstefna væri svo vel undirbúin, að hún leiddi til endanlegrar lausnar á vanda- málinu. Karamanlis vísaði á bug tillög- unni um að skipta Kýpur. Grikk- ir og Tyrkir hefðu lifað saman mjög lengi, og ef landinu yrði skipt milli þeirra, mundi það leiða af sér fólksflutninga og hafa illar afleiðingar fyrir efna- hagslífið á eynni, sagði hann. Mitt innilegasta þakklaeti sendi ég öllum nær og f jær, sem sendu mér hlýjar kveðjur og margvíslega vinsemd á 70 ára afmælisdegi mínum 14. ágúst sL Sigríður Jónsdóttir, ísafirði. Vinna Tek að mér hreingeritingar, sem undanförnu. — óskar E. SigurSsson, ,ími 18386. Félagslíl Ftirfuglar BerjaferS í Þjórsárdal, um helgina. Skrifstofan er á Lindar- götu 50. Opin kl. 8,30—10 í kvöld. Ármenningar! Sjálfboðavinna í Jósefsdal um helgina. Farið laugardag kl. 2,30 frá Lindargötu. Skíðadeild Ármanns. Alúðarþakkir flyt ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt minntust mín og föður míns í sambandi við átt- ræðisafmæli mitt og afhjúpun myndastyttu af föður mínum Jörundi Jónssyni í Hrísey. Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Jörundsdóttir, frá Hrísey. Ég þakka innilega öllum, er sýndu mér margs konar sæmd og vináttu — með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum — á 70 ára afmæli mínu hinn 3. þ. m. P.t. Reykjavík, 5. sept. 1957. Sigtryggur Jónsson, Hr appsstöðum. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjö- tugsafmæli mínu 24. ágúst sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Þórður Olafsson, Innri Múla, Barðastrandarsýslu. Alúðarþakkir færi ég fyrir þá miklu rausn, sem syst- kinin Ingibjörg Karlsdóttir og Steingrímur Karlsson sýndu okkur hjónunum á sjötugs afmæli mínu. Stefán G. Stefánsson. Alúðarþakkir færi ég frú Kristínu Eiríksdóttur, Berg- staðarstræti 7, fyrir mikla vinsemd til okkar hjóna frá upphafi og glaðninginn á sjötugs afmæli mínu. Þá þakka ég öllum þeim öðrum er minntust mín á annan hátt á afmælisdaginn. Stefán G. Stefánsson. Flugbjörgunarsveitin Þórsmerkurferð laugard. 7. september. Tilkynnið þótttöku í síma 23453 fyrir kl. 8, föstudag- inn 6. september. Farið frá birgðastöðinni kl. 2. — Nefndin. AUSTIN 10 4ra manna, i góðu lagi, til sölu og sýnis í dag. Hag- stæðir greiðsluskilmálar, ef um góða tryggingu er að ræða. Einn'. Hudson ’47. Skipti á góðum vörubíl eða jeppa, koma til greina. Bifreiðasalan Niálsg. 40. Simi 11420. Skrifstofur okkar verða lokaðar eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar. ísarn hf. Landleiðir hf. Jarðarför eiginmanns míns EYÞÓRS EINARSSONAR, sem lézt 27. ágúst, fer fram frá Útskálakirkju laugardag- inn 7. september. — Athöfnin hefst með bæn að heimili hans Gerði, Sandgerði, klukkan 2 e. h. Fyrir hönd vandamanna Ólafía Ólafsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðartör móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Steinþór Eiríksson, Guðmundur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.