Alþýðublaðið - 08.10.1929, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 08.10.1929, Qupperneq 2
a AbÞÝÐUBftAÐIÐ SjöðpnrA Elnars H. Jónassonar. Eins og lesendum Alþbl. er kunnugt, var Einari M. Jónassynj vikið frá sýslumannsembætti 28- nóv. 1927. Við frávikninguna neit- aði hann að afhenda bækur, skjöl og peninga, sem embættinu áttu að fylgja, en kvað í þess stað Hpp úrskurð þann, sem landfræg- ur er orðinn. Úrskurð þennan símsendi hann tafarlaust „Morg- unblaðinu", og birti blaðið úr- skurðinn með feitu letri og fjálg- leik miklum. Síðan varð að senda sérstakan mann, Hermann Jónas- son, núverandi lögreglustjóra, til þess að taka embættisbækur og skjöl úr vörzlum E. M. J. og af- henda þau Bergi Jónssyni sýslu- manni. Þegar farið var að gera upp fjárreiður E. M. J. kom það í ljós, að hann myndi skulda ríkis- sjóði nokkuð á annað hundrað þúsund krónur af fé því, sem hann átti að hafa i vörzlum sín- um fyrir ríkissjóð, sýslusjóði og dánar- og þrota-bú. Ekki fékst E. M. J. til þess að greiða, neitt af þessari skuld sinni, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur. Varð það því úr, að fjármálaráðuneytið lét leggja löghald á eignir hans í marz 1928, til tryggingar greiðsl- unni. Síðan var mál höfðað gegn E. M. J. hér í Reykjavík til greiðslu á skuldinni. 1 máli þessu höfðaði E. M. J. gagnsök og krafðist þess, að ríkissjqður greiddi sér rúmar 90 þús. krón- ur. Þessu máli lauk á þann veg fyrir gestarétti Reykjavíkur 15. ágúst 1928, að E. M. J. var dæmdur til þess að greiða ríkis- sjóði kr. 65 112,02 áuk vaxta, en tveimur kröfuliðunum var vísað frá dómi. 1 gagnsökinni var rík- issjóður sýknaður algerlega. Út af þessum dómi gerðj „Mgbl.“ harða. árás á ríkisstjórn- ina og málaflutningsmann hennar í málinu, Stefán Jóh. Stefánsson. Undirréttardómur þessi, sem kveðinn var upp af þáverandi bæjarfógeta, Jóh. Jóhannessyni, hafði einnig viðhaft þá fáheyrðu aðferð í forsendum dómsins að ávíta stjórnina fyrir að láta ekki innheimta skuldina hjá E. M. J. með sákamálarannsókn, og virtist mörgum, að dómurinn væri árás- arskot á stjórnina. Þá var og hér í blaðinu bent á það, að „Mgbl.“ hefði gert Jóh. Jóhannes- syni bjarnargreiða með því að birta þennan einkennilega dóm, Sem að vanda var „Mgbl.“ nógu fávíst til þess að reyna að gera dóminn að árásarefni á stjórnina og Stefán Jóhann, þó að dómur- inn væri auðsæilega óþægileg- astur fyrir þann, er kvað hann upp. En ekki undi E. M. J. við þenn- an dóm. Hann áfrýjaði málinu til hæstaréttar og lauk því á þann veg, að hann var þar dæmdur til þess að greiða ríkissjóði kr. 61 192,47 auk vaxta og kostnaðar og var þar fylgt kröfum ríkis- stjórnarinnar um lækkun kröf- unnar vegna upplýsinga, sem fengist höfðu. Hins vegar tók rétturinn ekkert mark á gagn- kröfum E. M. J. Til þess að flýta fyrir úrlausn málsins ákvað fjármálaráðuneytið að höfða mál að nýju fyrir hin- um frávísuðu kröfuliðum. Dómur í því máli gekk á þá leið, að E. M. J. var dæmdur til að greiða rikissjóði kr. 59 457,52 auk vaxta og málskostnaðar, og virtist nú- verandi undirdómara, Birni Þórð- arsyni lögmanni, engin vand- kvæði á því að dæma kröfurnar á aðra lund en fyrirrennari hans hafði gert. Þessum dómi áfrýjaði E, M. J. og var dómur uppkveð- inn í því máli 30. sept. s. 1. i hæstarétti á þá leið, að E. M. J. var dæmdur til þess að greiða ríkissjóði kr. 56 935,45 auk vaxta og málskostnaðar og var það varakrafa fjármálaráðuneytisins. Hæstiréttur hefir þannig dæmt E. M. J. til þess að greiða sam- tals kr. 118127,92 auk vaxta og málskostnaðar og er þar með fenginn úrskurður æðsta réttar landsins um skuld E. M. J. við ríkissjóð. En vafalaust er „Mg- bl.“ óánægt yfir þvi, að svona illa skyldi takast til fyrir skjól- stæðingi þess, E. M. J., og aðhið mikla mál skuli hafa verið út- kljáð á svo skömmum tíma og í fullu samræmi við kröfur ríkis- stjórnarinnar, og að aðferðin, er Jóh. Jóhannesson vítti í dómi sín- um, skyldi reynast svo greiðfær, sem raun er á orðin. Fjárnám hefir nú þegar verið gert í eignum E. M. J. fyrir nokkrum hluta skuldarinnar og verður þess vafalaust ekki langt að biða að hægt verði að ganga að eignum hans til þess að greiða ríkissjóði skuldina, að svo miklu leyti, sem þær hrökkva til. Þess má að lokum geta, að E. M. J. höfðaði mál gegn ríkis- stjórninni og krafðist þess, að ó- gild yrði dæmd frávikning hans úr embættinu, að ríkisstjórnin yrði að viðlögðum 200 kr. dag- sektum dæmd til þess að setja hann inn í embættið að nýju með sömu launakjörum, og að ríkissjóður yrði auk þess dæmd- ur til að greiða honum 200 þús. kr. í skaðabætur fyrir álitshnekki og lánstraustsspjöll. Dómar í þessu máli hafa nú þegar verið kveðnir úpp bæði í undir- og hæsta-rétti og ríkis- stjórnin algerlega sýknuð af kröf- unum, en sumum vísað frá dómi, Er því þannig hæstaréttardómur fyrir því, að rétt hafi verið að víkja E. M. J. úr embætti án skaöabóta. Þannig fór um sjóferð þá. íhaldsstjórnin fyrverandi hélt verndarhendi sinni yfir E. M. J. Á fimtudaginn var kom danska þingið saman. Lagði stjórnin þá fram, auk fjárlaganna, tillögu, sem gengur í þá átt að breyta skuli her og flota í varðlið á sjó og landi. Tillaga þessi er lík þeirri, sem meiri hluti Fólks- þingsins samþykti 1926. — Auk og lét honum haldast uppi fá- heyrða vanrækslu og sukk með fé ríkissjóðs og búa. En þegar gerð var sú sjálfsagða ráðstöfun núverandi stjórnar að víkja E. M. J. úr embætti, birti „Mgbl.“ varnir hans með miklum fjálg- leik og amaðist við því á allan hátt að reynt væri að bjarga fé ríkissjóðs. Sýnir það vel um- hyggju ihaldsins fyrir almannafé. Frá sjómönnunutn. Flateyri, FB., 7. okt. Liggjum á önundarfirði. Ágæt líðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Ara“. Hljómleikar Kristjáns Kristjánssonar og Árna Kristjánssonar fóru fram á laug- ardagskvöldið fyrir fullu húsi á- heyrenda. Kristján er þegar kunn- ur reykvískum söngvinum frá því, er hann söng hér fyrir tveim- ur árum. Rödd hans hefir tekið töluverðum breytingum síðan þá, og er Kristján nú orðinn söngv- ari í ósviknum ítölskum stíl, Röddin er ekki bylmings-mikil, ,en hefir þó nægilegt hljómmagn til þess að fylla í stórum sal, og hún er svo létt og sveigjanleg, að englr „tekniskir" erfiðleikar geta lagt henni hömlur. Það var un- aður á að hlýða, hvernig hann lék sér að tónunum í ítölsku lögunum. Árni hefir ekki komið hér fram opinberlega áður, en viðkynning- in við hann var engu síður á- nægjuleg. Hann hefir ekki allfáa af þeim eiginleikum, sem píanó- leikara mega fegurst prýða, þessara mála mun stjórnin beita sér fyrir að koma fram ýmsum þýðingarmiklum umbótum á fé» lagsmálalöggjöfinni. — Hér að ofan sést mynd af Stauning for- sætisráðherra og C. C. Christen- sen, sem er formaður þingflokks jafnaðarmanna. leikni, mjúkt og fallegt „anslag“ og þó kraft og festu, sem leyfa honum að ná hinum margbreyti- legasta hljómblæ úr hljóðfærinu„ Skilningur hans á Chopin var ef til vill fullmikið „mit Gefilhl", á þýzka vísu, — en um slíkt má ávalt deila. Smá-óskýrleika á stöku stað tekur enginn þeim hljóðfæraleikara illa upp, sem kemur fram í fyrsta skifti, allra síst kornungum manni. Aðalatr- riðið er, að grundvöllurinn og efnið séu úr skýrum málmi, og Árni býr yfir þeim hæfileikum og hefir þegar öðlast þá mentum sem mun bera fagran fullþroska ávöxt. et. Erlendí simskeyti. Khöfn, FB., 7. okt. Greftrun Stresemanns. Frá Berlín er símað: Strese- mann var jarðsunginn í gær, Fjölmennari jarðarför hefir aldrei verið í Þýzkalandi. Aðalsorgarat- höfnin fór fram í ríkisþinginu að viðstöddum forseta ríkisins, 'stjórn þess og erlendum sendi- herrum. Ríkiskanzlarinn hélt ræðu og kvað alla þjóðina syrgja hinn látna merkismann. Menn höfðu safnast saman fyrir utan þinghússbygginguna svo tugum þúsunda skifti og beggja megin við götur þær, sem líkfylgdin fór, alla leið til kirkjugarðsins, Frakknesku flugmennirnír komnir fram. Frá París er símað: Frakknesku flugmennirpir Costes og Belmon- te eru lentir heilu og höldnu fyrir norðan Charbin í Mansjú- rlu. [Nýlega var símað, að mentí óttuðust, að þeir hefðu vilst.]

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.