Alþýðublaðið - 08.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.10.1929, Blaðsíða 3
&fcS>ÝÐUBLAÐIÐ EI Ea Bezta Cigaett an i 20 stk. pokknm, sem kosta 1 kónn, er: Commander, Westmínster, Cigarettnr. Vir inia, ssa Fást i ölium verzlunum. I hverjuni pakka er gullfalleg íslenzk mynd, og fær hver sá, er safnað hefir50 mynd- nm, eína stækkaða mynd. wnmummMKsmm Khöfn, FB., 8. okt. Fímmveida flotafundur i vetur, Frá Lundúnum er símað: Mc- Donald og Hoover forseti ræddu í fyrra dag um flotamálin. Sam- kvæmt ákvöröun þeirra sendi Bretastjórn í gær Bandaríkjun- um, Frakklandi, ítalíu og Japan opinberlega boð um að taka þátt í fimmvelda flotafundi í Lund- únum í síðari hluta janúar næst- komandi. Isleiazk glfima i Hamborg. I mörgum þýzku blaðanna, sem hingað hafa borist undan farið, eru greinir um glímuflokkinn ís- lenzka og sýningar hans. Eru dómarnir allir á einn veg: Glím- an er rómuð mjög fyrir fegurð og glímumennirnir fyrir fimleik og frækni. f blaðinu „Hamburger Nach- richten" frá 10. sept. s. I. er löng grein um íslenzku glímumennina og sýningu þeirra. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr grein þessari: Glímusýning Islendinganna átti að byrja rétt eftir kl. 8. Helztu frömuðir skóla- og uppeldis- mála, kennarar, íþróttamenn og fjöldi af öðru fólki, sem áhuga hefir fyrir uppeldismálum og í- þróttum, var þar saman komið til þess að sjá þessa óvenjulega merkilegu sýningu. Glímuflokkurinn er skípaður 16 pjönnum. Þeir gengu fram i fylk- ingu, drengilega og einarðlega, og var þjóðfáni þeirra borinn fyrir sveitinni. Mennirnir eru allir íturvaxnir, vasklegir og sýnilega þaulæfðir íþróttamenn. Þeir eru klæddir ljósbláum leikfimisbún- ingi, og fanst áhorfendum til um, hve glæsileg sveitin var ásýnd- um. Þeir heilsa með fánanum. Siðan syngja þeir þjóðsöng ls- lendinga. Áhorfendur taka kveðj- unni með því að rísa úr sætum sínum og hlýða standandi á sönginn. Dr. Meyer býður gestina vel- komna. Síðan flytur Lúðvig Guð- mundsson, forstjóri sveitarinnar, ræðu. Bar hann Þjóðverjum kveðju frá íslenzku þjóðinni og skýrði nokkuð frá lífi og sögu þjóðarinnar fyr og nú og breyt- ingum og framförum síðari ára. Var ræðan flutt á einkar fögru þýzku máli, og hlaut hann lófa- klapp mikið, er henni var lokið. Síðan byrjaði sjálf sýningin, glæsileg og aðdáunarverð. Sýndi hún ljóslega, hversu fögur og frækileg þessi gamla þjóðaríþrótt Islendinga er. Fyrst komu nokkr- ar fimleikaæfingar. Virtust þær náskyldar fimleikakerfi Niels Bucks og voru afburðavel sýnd- ar. Síðan voru sýnd og útskýrð ýms glímubrögð, er báru þess glöggan vott, hversu mikið afl, snarræði og fimi vþarf til þess að geta orðið góður glímumaður. Svo kom glíman sjálf. Stæltir líkamar, ' eldsnarar hreyfingar, leiftursnögg brögð. Sterklegar sveiflur skiftast á við hælkrók og leggjarbragð. Hér er ógerlegt að greina milli einstakra bragða, eigi unt að greina afl frá fimi, snerpan, snarræðið er fyrir öllu. 1 kappglímunni bar mest á glímu- kónginum, Sigurði Grímssyni [Thorarensen]. Hann er risi að vexti og afli og þó 3 f i I Ennfremur eru bifreiðaferðir til Þeir sem eitt sinn reyna viðskiftin verða framvegis fastir viðskiftamenn hjá SSBBHHIimESi eru áætlunarferðir á hverjum klukkutíma daglega. — á hverjum degi þrisvar á dag, Tii Hafnaríjarðar ______.... VlfÍBctalÍSI á hverium de&i H llIIalaUll þrisvar á dag. S! Steindóri. I Nýkomið: Mikið úrval af ódýrnm en gdðnm vetrarkápum og kjólum. Verzlunin Egiil Jacobsen. Knattspyrnufél. Reykjavfiknr. íþróttaæfingar í ípróttahúsi félagsins hefjast seinni hluta þessa mánaðar, Æfðir verða fimleikar fyrir konur, karla, unglinga og börn. tslenzk glima fyiir fulloiðna og drengi. Hnefaleikar og fleiri íþróttir, sem síðar verða aug- lýstar. Nákvæmur æfingatimi fyrir hvern flokk verður aug- lýstur síðar. Allar nánari upplýsingar viðvíkjandi starfsemi fé- lagsins í vetur fá félagar í skrifstofu félagsins í íþrótta- húsi pess (efri hæð.) Allir nýir télagar snúi sér einnig pangað eða gefi sig fram við einhvern úr stjórn félagsins. Skiifstofan er opin fyrst um sinn á hverju kvöldi kl. 6—7 og 8—10. Unnur Jónsdóttir verður i skrifstofunni á priðju- dögum og föstudögum, og eru stúlkur og smámeyjar beðnar að gefa sig fram við hana eða einhvern úr stjórninni. Stjórn K. R. Sjálfs er höndin hollust. Saltið því kjöt yðar sjálf. svo að þér þurfið eigi að eiga það undir von að fá vel verkað kjöt. Við höfum stærsta og ódýrasta úrvalið af kjöt- og slátur-ilátum. Beykivinnustofan Klapparstíg 26. liðugur. Ragnar Kristinsson og Jörgen Þorbergsson báru þó af að snarræði og fimi. Glæsi- legri íþrótt en glímu þeirra er ekki hægt að hugsa sér. Þegar kappglímunni var lokið hófst bændaglíma. Sveitinni var skift í 2 flokka. Hver glíman rak aðra, unz annar flokkurinn var gersigraður. Mikið kapp var í glímumönnunum og hlutu þeir óskifta aðdáun áhorfenda. Hvað eftir annað dundi lófaklappið um salinn. Glímunni er lokið. Islending- arnir lyfta fána sínum, fylkja liði. Þeir kveðja með fánanum, syngja þýzka þjóðsönginn, ganga út. — Drengileg sveit. — Sýningin er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.