Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNfíLAÐIÐ Þriðjudagur 28. janúar 1958 ÍVleduí reikandi Eflir EDGAR MITTEL HOLZER ÞýTui.g: Sverrir Haraldsson t 22 u 99 u Einhvers staðar niðri við fljótið rak api upp reiðilegt öskur og eft- ir örstutta stund svaraði annar í sama tón og einu sinni, þegar ekki heyrðist nokkurt hljóð, hvorki uppi á lofti né niðri i eldhúsinu, gátu þau greint hinn dularfulla, seiðandi nið fljótsins. Örlítill vind Wœr barst inn í stofuna, í gegn- um suður-gluggana, og flutti með sér rakan vatnsþef, blandaðan myglulykt frá rotnuðum greinum og laufi, sem þakti allt yfirborð skóglendisins. Berton varð fyrstur til að rjúfa þögnina. — „Nú heyi'ist ekk. neitt til hans lengur. Hann er sjáifsagt háttaður". „Við skulum gefa honum aðr- ar fimm mínútur, til viðbótar", sagði faðir hans og Ieit á úrið sitt. Þegar þessar fimm mínútur voru Iiðnar, reis hann á fætur, með hátíðlegum tilburðum og •sagði: — „Nú förum við upp". Og allir fóru að dæmi hans. Stóra stofan var stór, aðeins í samanburði við hin herbergin. Hún var ekki nema tuttugu fet á lengd og tólf á breidd og hún virtist allt annað en rúmgóð, þeg- ar búið var að koma húsgögnun- uxn fyrir í henni: breiðu og viða- miklu hjónarúmi, kommóðu, snyrtiborði, þvottaborði, hand- klæðahengi, tveimur stórum bókaskápum, ruggustöl og tveim ur, djúpum hægindastólum. Hins vegar virtist hún alls ekkert yf- irfull að húsmunum, vegna þess að þeim hefði verið raðað niður af. mikilli hagsýni og fyrir- hyggju. Og á veggjunum héngu aðeins tvær myndir: Lítil vatns- litamynd af ungum, röndóttum tapir, standandi hjá stórum fölln- um pálma. Hitt var olíumálverk, átján þumlunga langt og tólf þumlunga breitt, í gráum ramma, sem sýndi stóra kippu af banön- um og tvær sawari-hnetur, liggj- andi á borði. Þegar betur var að gáð, kom í ljós, að stóra stofan var hvorttveggja í senn, rúmgoð og notaleg. Olivu fannst lyktin í henni góð. Hún var sannfærð um það, að engin stofa önnur í öllum heiminum, gæti framleitt slíka lykt. Hún var blanda margra ó- líkra þefja, af gömlum fatnaði, bókum, jurtagróðri og kreosoti. (Faðir hennar hafði það fyrir fasta venju, að bera kreosót inn- an á bókahillurnar, til útrýming- ar skordýrum og móðir hennar hafði innilegar mætur á viutum burknum og blómum og fyllti jafnan tvo kommóðuvasa af slík- Múrhúðunarnet verð pr. rúlla kr. 225,75 H. Benediktsson hf. Lóugata 2 — sími 11228 Tungubomsur Fyrir konur og börn HHífðarskofatnaðui Á karia, kouur og börn - tJRVAL, Sendum í póstkröfu. HECTOR Laugaveg 11 — Laugaveg 81 um gróðri). Stundum yfirgnæfði kreosótið allt annað, stundum gömlu fötin óg bækurnar — og stundum var það ilmur burkna og blóma sem mettaði loftið í stof- unni. I kvöld eru það blómin og villtu burknarnir, sem öll völdin höfðu. Jafnvel parafínlampinn á snyrti- borðinu fékk þar engu breytt, enda þótt frá honum kæmi, öðru hverju, reykur og olíustybba. Berton hrukkaði nefið: — „Það er víst mál til þess komið að þú skiptir um vatn í blómavösun- um, mamma". Móðir hans brosti: — „Hvers vegna tíndirðu ekki nokkur ný blóm handa mér í dag, þegar skól inn var búinn? Annars eru þessi blóm yndisleg ennþá". „Það er nú tæplega hægt að kalla þau yndisleg, sýnist mér. Þau eru farin að rotna". „Burt með þig úr þessum stól, sláninn þinn. Þú veizt að ég vil sitja í ruggustólnum". „Eg var bara að stríða þér". Hann spratt hlæjandi fram úr stólnum og rak móður sinni rembingskoss á kinnina. — „Ég sezt á gólfið eins og venjulega. Það er engin hætta á þvi, að mað ur detti niður af gólfinu". Þetta getur nú kallazt gáfu- leg og frumleg ályktun", drafaði í Garvey. „Mjög, mjög gáfuleg og frum- leg", sagði Berton og kinkaði kolli. — „Ætlið þið ekki að gefa mér svolítíð lófaklapp?" Hann klappaði saman höndunum. „Ég er búin að skrifa niður hið væntanlega umræðuefni fundar- ins", sagði Olivia, er hún hafði setzt á gólfið, við hlið Berton. „Ég gerði það strax seinni part- inn í dag". Faðir hennar hafði setzt í ann- an hægindastólinn og eftir nokk- urt þref hlömmuðu þau Garvey og Mabel sér bæði í hinn hæg- indastólinn. Olivia fletti sundur saman- brotnu blaði úr stílabók og las upphátt: —- „Fyrsta atriðið, sem tekið verður til umræðu, er Log- an. Árangurinn af rannsóknum og yfirheyrslum". „Ég hélt að þessi ráðstefna væri viðvíkjandi Gregory", sagði Garvey. — „Hvað kemur Logan þessu máli við?" „Þú færð nú fljótlega að heyra það, ef þú getur haldið túlanum á þér lokuðum, svolitla stund", hreytti Olivia út úr sér. „Nú viljum við fá að vita hvað Logan sagði þér", mælti frú Harmston og hallaði sér fram í ruggustólnum, alvörugefin á svip. „Hættu að ýta olnboganum í síð una á mér, Garvey", nöldraði Ma- bel. „Hvernig á ég að geta það, þegar þú treður þér svona niður í stólinn hjá mér". „Svona, Garvey. Svona nú", sagði séra Harmston í umvönd- unartón. „Hvers vegna seztu ekki á góliið hjá systkinum þinum, Garvey?". „Hvernig geturðu vænzt þess, að slíkt ofurmenni fari að lítil- lækka sig svo mjög, mamma?" „Ég settist hérna fyrst. Hvers- vegna getur Mabel ekki setið á gólfinu?" „Það er ekki satt. Þú settist alls ekki fyrs't í stólinn", mót- mælti Mabel. — „Ég var rétt að setjast, þegar þú tróðst þér fram fyrir mig og hlassaðist í stólinn". „Það er nú engin ný saga. Hann er vanur að troða sér þar sem hann á sízt að vera". „Svona, Berton. Svona nú". Olivia krosslagði handleggina með uppgerðar þolinmæði i svipn um og byrjaði að raula Sigur- marsinn úr Aidu. „Ég vona að þið skiljið það, börn", sagði frú Harmston og lækkaði róminn — „ veggirnir hérna eru mjög þunnir. Ef þið tai ið svona hátt, þá vekið þið Greg- ory — ef þið eruð þá ekki þegar búin að því". .,Ég er alveg viss um það, að hann stendur núna á hleri, með eyrað við skráargatið", sagði Garvey glottandi. „Jæja, nú er nóg komið af heimskupörum", sagði séra Harmston brúnaþungur. „Láttu okkur nú heyra, hvað þú hefur að segja, Olivia". „Já, ég spurði Logan spjörun- um úr", sagði Olivío, „og hann sagði mér allt. Hin leyndardóms- fulla gáta er ráðin. Hann gerði það bara að gamni sínu. Hann laumaðist inn um aðaldyrnar í gær þegar við vorum að borða, læddist svo upp á loft, tók morg- unsloppinn sem hékk við hurðina í svefnherberginu okkar Mabels og lét hann undir rúmið hjá Gregory. Og í morgun hafði'hann svona hátt fyrir neðan glugga Gregorys, til þess að teija okkur trú um að hann hefði raunveru- lega séð eitthvað voðalegt í nótt. Þetta var bara einn af hans venju legu hrekkjum." „En hvers konar rekistefna er þetta eiginlega með sloppinn hennar Mabels?", spurði Garvey. „Eg hefi ekkert um það heyrt." „Það er heldur ekki von", sagði Berton, „vegna þess, að í morg- un, þegar mamma gerði uppgötv- unina, þá varst þú stokkinn af stað yfir til Indiánanna, til þess að hjáipa stelpunum þar að grafa upp rætur." Mabel roðnaði og fór að hlæja, en Garvey brást hinn reiðasti við þessum aðdróttunum. „Þú ert eins mikill lygari og Logan. Eg fór út í gufuskipið, strax eftir morgunverð". „Og eftir það, hvert hvarfstu þá?" „Hljóð", skipaði faðir þeirra. „Gerið þið svo vel að gefa hljóð, undir eins". „Nokkur áríðandi spurning, sem krefst svars?" spurði Olivia. „Sagði hann þér nokkuð um það, hvort hann hefði dreymt eitthvað sérstakt, Olivia?" „Nei, hann sagði að sig hefði ekki dreymt eitt, mamma?" „Ég held að hann ljúgi því", sagði Berton. — „Logan dreymir eitthvað á hverri einustu nóttu — og hann gengur í svefni og gerir eitt og annað í svefni, líka". Nei, ég er alveg viss um að hánn segir alveg satt", sagði Olivia. „Eg hefði séð það á hon- um, ef hann hefði sagt ósatt". „Það held ég líka", sagði séra Harmston og kinkaði kolli. „Það nægir oftast að setja hann í fjötra stundarkorn, til þess að pína sannleikann upp úr honum. Jæja, Olivia. Hvert er svo atriði nr. tvö". „Atriði nr. tvö", sagði Olivia og athugaði stílabókarblaðið, „er Gregory. Árangur af mörgum rannsóknum og mjög nákvæmri yfirheyrslu". Frystitœkja eigendur nú er erfitt að útvega lítil stálhylki undir „freon", Höfum enn nokkur hylki óseld. — Stærðin er 6 til 7 lítrar. Véla- og píötusmiðjan ATLI H.f. sími 1381 — Akureyri MARKUS Eflii Ed Dodd 1) — Hinar þrjár sonardætur frú Önnu eru komnar heim eftir skemmtiferðalag til Evrópu. — Komdu sæl amma mín. Loks ins erum við komnar heim. — Við erum orðnar svo leiðar . 3) — En ég er búinn að finna á evrópskum karlmönnum. I ungan mann sem mér geðjast að. — Þið eruð allar líkar mér, viljið stöðugðt vera á ferðalagi. Hann er nú að sækja fjallageitur upp í Alaska. Hann er bráð- myndarlegur maður. — Hvað er hann gamall? — Er hann hár og dökkhærður? ug laglegur? SHUtvarpiö Þriðjudagur 28. jauúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 tJtvarpssaga barnanna: — „Glaðheimakvöld" eftir Ragnheiði Jónsdóttur; VIII. (Höfundur les). 1C,55 Framburðarkennsla í dönsku 19,05 Óperettulög (plötur). 20,25 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,30 Erindi: Akstur í „njó (Sigurjón Rist vatnamæl- ingamaður). 21,05 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: — „Sólon íslandus" eftir Davíð Stefáns?on frá Fagraskógi; I. (Þorsteinn ö. Stephensen). 22,10 Leiðbeiningar um skattframtal (Þorsteinn Bjarnason bókari). — 22,30 „Þriðjudagsþátturinn'. — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens hafa umsjón hans með hönd- um. 23,30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna': Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ár: Þáttur fyrir unga hlustend- ur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðar- kennsla í ensku. 19,05 Óperulög (plötur). 20,30 Lestur fornrdta: Þorfinns saga karlsefnis; III. — (Einar 01. Sveinsson prófessor). 20,55 Baráttan við höfuðskepnurn ar, samfelld dagskrá flutt að til- hlutan Slysavarnafélags Islands. Gils Guðmundsson rithöfundur tekur saman. 22,10 íþróttir (Sig- urður Sigurðsson). 22,30 Frá Fé- lagi íslenzkra dægurlagahöfunda: Neó-tríóið leikur lög eftir Stein- grím Sigfússon, Svavar BenediktS son og Tólfta september. Söngvar ar: Guðrún Á. Símonar, Haukur Morthens og Sigurður Ólafsson. Kynnir Jónatan Ólafsson. — 23,10 'Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.