Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 14
14 MORCTJNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. januar 1958 Allmikið krap er nú í Reykjavíkurhöfn. Torveldar það þó ekki siglingu um höfnina, en hefur valdið því, að allerfitt er að leggja skipum við bryggjurnar, þar eð það vill hlaðast upp milli skips og bryggju. Ljósm. Mbl. tók mynd þessa í gaermorgun, og sér á Grófarbryggju og Ægisgarð. — Ejbíópía Frh. á bls. 9. Norður-Afríku og tekið Rauða- hafsströndina, hófst hið langa einangrunartímabil landsins. — Amharar notuðu tækifærið til að færa landamæri sín suður á bóg- inn, leggja undir sig lítt siðaða þjóðfiokka, sem þeir síðan hafa ríkt yfir, en ekki blandazt að mun. Gallar, sem nú eru lang- fjölmennasti kynflokkur lands- ins gerðu innrás á 16. öld — enginn veit hvaðan. Margir þeirra tóku trú Amhara og blönduðust þeim, aðallega í tveim héruðum. Múhameðstrúarmenn gerðu um svipað leyti innrás og hefðu lagt undir sig landið, em Portúgalar, — sem þá voru mikið sjóveldi — hefðu ekki orðið við beiðni Eþíópíukeisara um hernaðarlega aðstoð. Jesúítar sigldu til lands- ins í kjölfar þeirra og varð svo mikið ágengt, að afleiðing þess varð borgarastyrjöld. Koptiska kirkjan gekk með sigur af hólmi, og voru jesúítar ýmist drepnir eða reknir úr landi, en einangr- un þess varð nær alger. Um síðustu aldamót urðu straumhvörf í sögu Eþíópíu með valdatöku Meneliks II. Hann rak ítalska innrásarheri af höndum sér í miklum orrustum 1896. í byrjun aldarinnar stofnuðu evrópsk ríki sendiráð í Addis Abeba hvert á fætur öðru. Keis- arinn tók í þjónustu sína er- lenda ráðunauta. Svissneskur maður var um tíma utanríkis- ráðherra hans. Núverandi keisari, Haile Selassie I hefur haldið áfram hinu míkla siðbótarverki fyrir- rennara síns, haft mikinn fjölda erlendra manna í þjónustu sinni „frá flestum löndum veraldar öðrum en Rússlandi“. Rembilát embættismannastétt og kirkju- leg yfirvöld hafa reynzt Þrándur í Götu, en hernám ítala 1936— 1941) hin mestu truflun. Keisar- inn efldist mjög að áliti og völd- um eftir stríðið við ítali og er nú raunverulega einvaldur. Með varfærni og viturleik hefur hann komið á miklum umbótum á sviði kirkjumála, fræðslumála, heilbrigðismála svo fátt eitt sé talið. Keisarinn er æðsta yfirvald kirkjunnar. Honum er það að þakka fyrst og fremst, að Biblíunni hefur verið snúið á Amharisku, að stofnaður hefur verið skóli fyrir presta, en þeir hafa fæstir kunn- að að lesa hvað þá meira, að tekið er að prédika við guðs- þjónustur á lifandi tungu fólks- ins og að kirkjan fékk innlendan abúna, vígðan í landinu sjálfu 1951. Áætiað er, að þriðjungur þjóð- arinnar sé kristinn. Keisarinn hefur látið fræðslu- mál mjög til sín taka. Enn aug- lýsa blöð í mörgum löndum Evrópu eftir kennurum við skóla í Eþíópíu. Síðan um aldamót hafa kristniboðsskólar — ekki sízt sænskir — verið aðalmennta- stofnanir landsins. Frá þeim hef- ur keisarinn fengið marga sinna mætustu samverkamanna. Æðri skólar eru fáir og aðeins fyrsti vísir að háskóla í Addis Abeba. Samkvæmt opinberum upplýsing um er álitið, að 10 hundraðshlut- ar barna gangi í skóla og að 10 hundraðshlutar þjóðarinnar séu læsir. (Haft eftir bandaríska sendiherranum í A. A. í blaða- viðtaii 1957). Heilbngðismál eiga þó óefað tiltölulega lengra í land, þrátt fyrir mikinn áhuga keisarans og þrotlausa baráttu fyrir bættum kjörum aimennings í landinu. Rauði krossinn í Rússlandi stofnaði fyrsta sjúkrahús lands- ins eftir stríðið við ítali 1896 und- ir stjórn franskra lækna. Keis- arinn mun hafa metið mest starf sænskra kristniboðslækna, en það er nú um 80 ára gamalt í landinu. Hann hefur fengið sænska lækna og sænskt hjúkr- unarlið til sjúkrahúsa, sem hann hefur stofnað. Norskt kristniboð starfrækir þrjú sjúkrahús í Suð- ur-Eþíópíu. Leyfi til trúboðs í landinu er bundið því skilyrði af hálfu yfirvaldanna, að hjúkr- unarkonur séu á öllum kristni- boðsstöðvum. Fyrsti eþíópski maðurinn, sem tekið hefur háskólapróf í læknis- fræði, útskrifaðist í London 1956 og er nýtekinn til starfa í Addis Abeba. Það er ekki ólíklegt að sumt af þessu þyki furðulegar upplýs- ingar. ♦ Eþíópía var fyrsta land Mið- og Austur-Afríku, sem vestræn- ar þjóðir vissu nokkur deili á, en varð síðast allra landa fyrir nútímamenningu, vísindum og tækni. Aðþrengdir af múhameðskum fjendum trúar sinnar, útilokaðir frá öðrum kirkjudeildum kristn- innar vegna sérskoðana og angr- aðir af villimannlegum þjóðflokk um við landamærin, tóku Eþíóp- ar fyrir öll samskipti við erlend ríki, héldu uppi hafnbanni við sínar eigin strendur og bjuggu að sínu einangraðir og öllum gleymdir um aldaraðir. Það var þeim bæði til ávinn- ings og tjóns. Þeir vörðust yfirgangi nýlendu ríkjanna einir ailra Afríkuþjóða. Egyptar glötuðu tungu sinni, trú og þjóðerni 1 flóðöldu hins múhameðska trúboðs. Eþíópíar færðu miklar fórnir og varð undankomu auðið — þó ekki án þess að bíða nokkurt tjón á sál sinni. Gidole í október 1957. Ólafur Ólafsson. — Bókmenntir Framh. af , ís. 13 „Til deg“ er eitt hið fallegasta í bókinni: „Jeg elsker deg uten S vite hva som er sjel og hva som er kropp. NSr din sjel blomstrer pulserer din hud hver celle utánder velluk, og ander av liv hver minste del av deg rommer til bristepunktet all din ömhet og er meg uendelig attrSverdig. Hvor enn mine lepper berörer er du munn er du sjel er du öye.“ Samsæti í vetur 12. jan. 1958, var mér haldið veglegt og eftirminnilegt samsæti hér í Tjarnarkaffi í Reykjavík, af gömlum nemend- um mínum, sem verið höfðu í skóla hjá mér í skólahéraði Aust ur-Eyjafjalla, fyrir mörgum ár- um siðan. Tilefnið var að gefa mér og afhenda til eignar og um- ráða líkneski eða eirsteypu- mynd, sem þeir höfðu látið Rík- arð. Jónsson gera af mér. Mynd þessa hefi ég ákveðið að setja upp til geymslu og varðveizlu í framtíðinni um óákveðinn tíma, í barnaskóla Austur-Eyjafjalla, sem nú er verið að byggja að Skógum í skólahéraðinu. Þessir kæru nemendur mínir og góðvinir eru nú, sem við má búast, dreifðir víða um landið. Einn allverulegur hópur er hér í Reykjavík, nokkrir eru enn kyrrir undir Eyjafjöllum og tals verður hópur er í Vestmanna- eyjum. Þessir hópar tóku sig saman og mynduðu einn öflugan flokk, með það markmið fyrir augum, að leggja fram svo mikið fé sem nægja mundi fyrir eir- steypumynd til að gefa mér. — Þessa dýrmætu og ánægjuiegu gjöf vil ég svo þakka mínum kæru nemendum þeirra tryggð og virðingu í minn garð, að vísu með fáum orðum, en af einlæg- um huga og hjarta óska þeim góðs gengis og einlægrar lifsgleði alla þeirra óförnu ævibraut. Ólafur Eiríksson. — St ó r s i g u r Frh. af bls. 2. Framsfl. og óháðir 47 atkv. 1 fulltr., Sós. og óháðir 44 atkv. og 1 fulltrúa kjörinn. í sýslunefnd var kjörinn: Einar Guðfinnssson (D), og varamaður Kristján Ólafsson (D). Hólmavík Á Hólmavík, þar sem 3 listar voru í kjöri, kaus 181 af 224, sem voru á kjörskrá, 2 seðlar voru auðir. Atkvæði skiptust þannig á listana: A (Framsókn) 87 atkv. og 3 menn kjörna, B-listinn (listi Sjálfstæðismanna þar) 56 atkv. og 1 mann, og listi þeirra kjós- enda, sem töldu sig Frjálslynda framfarasinna, en þar var um kommúnista að ræða, hlaut 36 atkv. og 1 mann kjörinn. Við síðustu hreppsnefndarkosn ingar var aðeins einn listi, sem var sjáifkjörinn. í hreppsnefnd Hólmavíkur taka þessir menn nú sæti: Fram- sóknarmennirnir Hans Sigurðs- son, Jóhann Jónsson og Jónatan Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæð- ismanna er Kristján Jónsson og kommúnista Jón Friðriksson. Það munaði 3 atkvæðum að lista Sjálfstæðismanna tækist að ná öðrum manni Framsóknar- flokksins. í sýslunefnd var kjör- inn Jónatan Benediktsson. Hvammstangi Á Hvammstanga var óhlutbund in kosning. Þar var mjög lítill áhugi á þessum hreppsnefnd- arkosningum og aðeins 54 kusu. Þessir menn voru kjörnir: Ás- valdur Bjarnason, Björn Kr. Guðmundsson, Sigurður Tryggva son, Skúli Magnússon og Helgi Benediktsson. Náðst hafði sam- komulag við þessa menn alla að taka að sér hreppsnefndarstörf. Hafa þeir allir starfað þar áður nema Helgi, er kom í stað Brynj úlfs Dagssonar. í sýslunefnd var kjörinn Karl Hjálmarsson, er hafði 2 atkv. umfram Sigurð Tryggvason. Blönduós 300 á kjörskrá, 264 kusu (88%). A (Sjálfst.fl.) . 133 (159) 3 (4) B (Vinstri m.) 128 (74) 2 (1) í hreppsnefnd voru kjörnir: A: Hermann Þórarinsson, Einar Evensen, Jón ísberg. B: Pétur Pétursson, Þórður Pálsson. í sýslunefnd var kjörinn: Páll Kolka (A). Hofsós 181 á kjörskrá, 137 kusu (75,7%). A (Óháðir) . . 61 atkv. 2 fulltr. B (Framsfl. og aðrir st.m.) 50 atkv. 2 fulltr. D (Sjálfst.fl.) 22 atkv. 1 fulltr. 1954 fékk listi Framsóknarfl. og Alþfl. 101 atkv. og 4 menn en listi sjómanna og verkamanna 37 atkv. og 1 mann. í hreppsnefnd taka sæti: D: Pétur Sigurðsson, A: Þorsteinn Hjálmarsson, Guðmundur Þórð- arson, B: Friðbjörn Þórhallsson, Níels Hermannsson. Hrísey 148 á kjörskrá, 51 kaus (34,5%) Kosning var óhlutbundin. — Kjörnir voru í hreppsnefnd: Séra Fjalar Sigurjónsson, Þorsteinn Valdimarsson, Kristinn Þorvalds son, Sæmundur Bjarnason og Njáll Stefánsson. 1954 var kosning einnig óhlut- bundin. í sýslunefnd var kjörinn Þor- steinn Valdimarsson. Raufarhöfn Á kjörskrá 220, 153 kusu (70%). A (Óháðir) ........ 83 2 B (Verkam.fél.) 67 2 1954 var sjálkjörið á Raufar- höfn. Þórshöfn 206 á kjörskrá, 134 kusu (65%). A .................. 72 3 B ................... 62 2 Fyrri listinn var borinn fram af Vilhjálmi ’Sigurbergssyni o.fl., sá síðari af Aðalsteini Arngríms- syni o.fl. Egilsstaðahreppur 105 á kjörskrá, 90 kusu (85,7%) A-listinn .. 48 atkv. 3 fulltr. B-listinn .. 35 atkv. 2 fulltr. Kosning var óflokksbundin. I hreppsnefnd voru kjörnir af A- lista: Sveinn Jónsson, Einar Ól- afsson, Sigurður Einarsson. Af B-lista: Stefán Pétursson og Guð mundur Magnússon. 1954 voru þrír óháðir listar í kjöri. Björn Sveinsson á Eyvindará var sjálfkjörinn til sýslunefndar. Eslýfjörður 399 á kjörskrá, 316 kusu (79,2%). A (Alþýðufl.) ..53 1 B (Frs. og óh.) .. 62 1 D (Sj.) ......... 81 (112) 2 (2) G (Alþýðub.) .. 73 (80) 2 (2) H (óh. kj.) .... 35 1 1954 buðu Alþýðufl. og Frams. fl. fram sameiginlega og hlutu 146 atkv. og 1 mann. í hreppsnefnd eiga nú sæti: I): Ingólfur Hallgrímsson, Guð- mundur Auðbjörnsson, A: Lúther Guðnason, B: Hallgrímur Jónas- son, G. Hilmar Bjarnason, H: Bóas Emilsson. Reyðarfjörður 333 á kjörskrá, 255 kusu (76,6%). A (frjálsl.) .... 43 (88) 1 (2) B (Frams.fl.) .. 100 (105) 2 (2) C (óh. kj.) .... 97 (72) 2 (1) Sjálfstæðismenn á Reyðarfirði studdu C-listann. Kosningu hlutu: C: Arnþór Þórólfsson, Jónas Jónsson, A: Guðlaugur Sigfússon, B: Þor- steinn Jónsson, Marinó Sigur- björnsson. Fáskrúðsfjörffur 326 á kjörskrá ,166 kusu (50,9%). A (Alþfl. og Framsfl.) ... 72 3 H (Óháðir) ... 87 (79) 4 (4) Árið 1954 hlaut listi Alþfl., Sósíalistafl. og Framsfl. 78 atkv. og 3 menn. í hreppsnefnd taka nú sæti: A: Jakob Stefánsson, Jón Lúðvíks- son, Jóhann Jónsson. H: Árni Stefánsson, Ólafur Þórlindsson, Magnús Þórormsson, Friðrik Jóhannesson. Stöðvarfjörður Á kjörskrá 115, 49 kusu (42,6%). Kjörnir voru óhlutbundn- inni kosningu: Friðgeir Þor- steinsson, Björgólfur Sveinsson, Guðmundur Björnsson. Runólfur Einarsson, Kristján Jónsson. 1954 var einnig óbundin kosn- ing á Stöðvarfirði. Djúpavogur Kosning var óhlutbundin. Sveitarstjórnarkosningar hafa ekki farið fram á Djúpavogi sl. 12 ár, þar sem aðeins einn listi hefir komið fram. Hreppsnefnd var því sjálfkjörin 1954. Símasam bandslaust var við Djúpavog í gær, og veit Mbl. því ekki nöfn hinna nýkjörnu hreppsnefndar- manna. Stokkseyri Við hreppsnefndarkosningarn- ar á Stokkseyri voru 307 á kjör- skrá, 261 kaus, 3 seðlar voru auðir, en atkv. féllu þannig: A (Hræðslubandalagið)59 atkv. og 1 mann kjörinn. Við kosningarn- ar 1954 hlaut Alþýðuflokkurinn 63 atkv. og 1 fulltrúa, en Fram- sókn 97 atkv. og 2 fulltrúa. C- listinn, utanflokkamenn og óháð- ir verkamenn, 39 atkv.og 1 mann, D (Sjálfstæðismenn) 92 (101) 3 (3), G (Alþýðubandalagið) 68 (47), 2 (1). Hreppsnefndin verð- ur þannig skipuð: Af A-listanum Sigurður I. Gunnarsson, C-listinn Óskar Sigurðsson, fulltrúar Sjálf stæðismanna eru Ásgeir Eiriks-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.