Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Álliivass A og SA-ált. víða skúr:r. ®r0í)íinMtó 23. tbl. — Þriðjudagur 28. janúar 1958. Eþíópía, gjá grein á bls. 9. Ejálfstæðisflokkurinn fékk að þessu sinni 10 bæjarfulltrúa kosna í Reykjavík. Hefur flokkurinn aldrei fyrr fengið svo marga full- trúa kosna í bæjarstjórn höfuðborgarinnar. — í 9. og 10. sæti Iista Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni voru Gísli Halldórsson arkitekt og frú Gróa Pétursdóttir. Eru nú tvær konur meðal full- trúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur. — Myndin hér að ofan er af þaim frú Gróu Pétursdóttur, sem er vinsæl og vel metin kona í bænum og Gísla Halldórssyni arkitekt. — Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M. 9. og 10. á listanum Fuchs kominn 160 km. frú heirnskautinu SUÐURPÓLL 27. jan. — Leið angri dr. Vivian Fuchs frá Suðurpólnum áleiðis til McMurdo sunds hefur miðað vel áfram fyrstu þrjá dagana. Á þessum þremur dögum hef- ur hann farið 40,56 og 64 km eða samtals um 160 kíu. •Á Alls er vegalengdin til nafs 2000 km og hafði dr. Fuchs reiknað það út, að ef hann ferðaðist að meðaltali 48 km á dag og tæki 6 daga til hvíld- ar leiðangursmönnum og við- gerða á vélum, þá ætti íerðin að taka 48 daga og leiðangur- inn að komast á ákvörðunar stað 12. marz. ★ Nú mun dr. Fuchs álíta vara samt að koma svo seint til hafs. Það sé hætta á að vetrar- stormarnir hefjist í fyrstu viku marz-mánaðar. Virðist af gangi síðustu daga, að liann stefni að því að fara að jafnaði 64 km. veglengd á hverjum degi. Alþingi kvott soraon 4. febr. FORSETI ÍSLANDS hefir að til- lögu forsætisráðherra kvatt Al- þingi til framhaldsfundar þriðju- daginn 4. febrúar næstkomandi. Hafa þingmenn verið boðaðir til þingfundar þann dag kl. 13,30. (Frétt frá forsætisráðuneytinu) Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta atkvæða í kaup- stöðum og kauptúnum StórfelSt tap stjórnarflokkanna KOSNINGAURSLITIN um land allt voru stórkostlegur ósigur tyrir vinstri stjórnina. Sérstaklega var það auðsætt að komm- únistar og Alþýðuflokkurinn töpuðu fylgi meðal þjóðarinnar. í Reykjavík jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt um 14,5%, þegar tekið er tillit til atkvæðaaukningarinnar frá Alþingiskosn- ingunum 1956. Alþýðuflokkurinn og Framsókn (Hræðslubanda- lagið) hafa tapað 7,9% af fylgi sínu, reiknað á sama hátt. Þjóð- vörn 10,5%, en kommúnistar hafa tapað 21,2% af fylgi sínu miðað við Alþingiskosningarnar 1956. Er fylgistap þeirra hið mesta, sem flokkur þeirra hefur beðið hér á landi. Allir vinstri flokk- arnir hafa tapað fylgi til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut kvæði en allir aðrir flokkar og 28130 atkvæði í kaupstöðum óháðir listar 30349 atkvæði landsins eða 51,2%, en allir stjórn arflokkarnir samtals 24969 at- kvæði.. Árið 1954 fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 45% atkvæða í kaup- stöðunum. Er því hér um að ræða stórfelda atkvæðaaukningu. í öllum kaupstöðum og kaup- túnum þeim, sem kosið var í hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 30788 at- Konan bringdi og bað um hjálp GJÖGRI 27 þ.m. — S. 1. föstudag fóru menn úr Trékyllisvík með sleða að bænum Gíslahala, sem er milli Trékyllisvíkur og Reykjar- fjarðar. Sóttu þeir húsfreyjuna þar, Ásu Gísladóttur, sem orðið hafði fyrir slysi. Ása hringdi á fimmtudag og bað um hjálp, þar sem hún hafði dottið á svelli við bæjai'húsin. — Hafði hún fallið á hnakkann og ef til vill misst meðvitund litla stund. Ása er kona á miðjum aldri, og var hún ein á Gíslabala, er óhappið vildi til. Maður hennar fór á vertíð um áramótin, og ;aldi Ása sig geta séð hjálparlaust um skepnur þeirra, 18 kindur og eina kú, unz barn þeirra kæmi úr skóla um miðjan febrúar. Þar sem bylur var á og nátt- myrkur *ór í hönd, varð ekki kom izt eftir Ásu, fyrr en á föstudag. Hún mun hafa fengið sner't af heilahristing, en líðan hennar er nú eftir atvikun — Regína, Bandarísku mæðurnar, sem fóru að heimsækja syni sína í kínversku fangelsi, eru nú á heim leið. Sjálfstæðisflokurinn hefur því hlotið hreinan meirihluta greiddra atkvæða í þeim kosn- ingum, sem fram fóru s.l. sunnudag í kaupstööum og kauptúnum landsins. Flokkar vinstri stjórnarinnar hafa stór tapað fylgi en Sjálfstæðismenn hafa unnið á. Fékk 54 bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fengið 54 bæjarfulltrúa í hinum 14 kaupstöðum en hafði 47 Vann hann tvö sæti í Reykjavík, eitt í Vestmannaeyjum, eitt í Keflavík, eitt á Sauðárkróki og eitt á Akureyri. Á Seyðisfirði tap aði hann hins vegar einu sæti. Kosningar fóru ekki fram í Kópa vogi árið 1954. Alþýðuflokkurinn fær nú 13 sæti en hafði áður 27. Kommúnistar fá nú 19 sæti en höfðu áður 20. Framsókn fær nú 14 fulltrúa en hafði áður 20. í þessum tölum eru ekki reikn- aðir með 24 bæjarfulltrúar, sem voru á sameiginlegum og „óháð- um“ listum. Þjóðvarnarflokkurinn fær nú hvergi bæjarfulltrúa en hafði að- ur bæjarfulltrúa í Reykjavík, á Akureyri og 1 .Vestmannaeyjum. Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í öllum kaupstöðum. Al- þýðubandalagið í 8 kaupstöðum, Framsókn í 10 og Alþýðuilokkur inn í 9 kaupstöðum. Á Akranesi, ísafirði og Ólafs- firði buðu kommúnistar, Fram- sókn og Alþýðuflokkur fram sameiginlegan lista. Ennfremur í nokkrum kauptúnum. ! Marteinn Einarssonl kaupmaöur SL. föstudag andaðist að heimili sínu hér í bæ Marteinn Einarsson kaupmaður, 67 ára að aldri. — Marteinn var einn af þekktari kaupsýslumönnum í bænum og vel látinn borgari. íslendingur vinnur náms- afrek í Bandaríkjunum •M .Tens Pálsson JENS PÁLSSON, sem stundar nám í mannfræði við Kaliforníu- háskóla í Berkeley var nýlega kjörinn félagi í félagsskapnum Phi Beta Kappa, en sá heiður er aðeins sýndur stúdentum, sem hafa unnið framúrskarandi náms afrek og eru taldir efnilegir vis- indamenn. Jens hefur stundað nám í grein sinni í Svíþjóð og síðustu tvö árin við Kaliforníuháskóla. Jafn- framt náminu vinnur hann að rannsóknum við mannfræðideild háskólans. Jens er sonur Páls Ólafssonar fyrrv. ræðismanns í Færeyjum, og konu hans, Hildar Stefáns- dóttur. Formenn stjórnarflokkanna vildu ekki tala um kosningaúrslitin í útvarpið í gærkvöldi Káðgert hafði verið, að for- menn allra stjórnmálaflokk- anna segðu stuttlega frá skoð unum sínuni á úrslitum kosn inganna í útvarpið í gær- kveldi. Frá þessu skýrði út varpsstjóri í erindi um dag- inn og veginn og lét þess jafn framt getið, að um þctta hefði verið rætt við flokkana fyrir kosningar. Síðan sagði útvarpsstjóri: „Formaður Sjálfstæðisflokks- ins og formaður Þjóðvarnar- flokksins hafa þegar komið með sín álit og formenn Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks tilkynntu, að þeir hefðu sin tilbúin. En félagsmálaráð- herra, Hannibal Valdimars- son, óskaði ekki að taka þátt í þessuin yfirlýsingum í kvöld, þar sem kosningum væri eklti lokið á Skagaströnd, og ósk- uðu þá formenn Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks að flytja ekki heldur sín ávörp fyrr en á morgun'*. Sú afsökun Hannibals, að kosningum væri ekki lokið á Skagaströnd, er að sjálf- sögðu aðeins skcplegt yfir- varp. Virðast forystumenn stjórnarflokkanna í miklum vafa um, hvernig þeir eigi að snúast við úrslitum kosning- anna á sunnudaginn, og vilja taka sér frest til að hugsa ráð sitt. Kemur það engum á óvart. Þakkir til Reykvíkinga ÞAÐ traust, sem þið Reykvíkingar hafið sýnt Sjálfstæð- [ ismönnum er okkur dýrmæt viðurkenning fyrir unnin storf og ómetanleg hvatning, til nýrrra framkvæmda og áfram- haldandi umbóta fyrir fólkið í bænum. Úrslit kosninganna sýna og sanna að almenningur vill hafa frjálsar hendur en ekki fjötur um fót. Um leið og ég þakka það traust, sem bæjarbúar liafa sýnt þeirri bæj- arstjórn, sem nú hefur látið af störfum fögnum við þeirri trú á frelsið, sem fram kemur í þessum kosningum. Hinn nýkjörni bæjarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna þakkar hinum mikla fjölda Reykvíkinga, sem lögði grund- völl að sigri D-listans s.I. sunnudag. Við munum nota hann til þess að vinna að bættum hag bæjarbúa og bæta og fegra Reykjavík. Við þökkum ykkur Reykvíkingar. Gunnar Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.