Morgunblaðið - 29.01.1958, Side 12

Morgunblaðið - 29.01.1958, Side 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 29. jan. 1958 nu ci í reiLctn di Eftir EDGAIi MITTEL IIOLZEIi ÞýSii.g: Sverrir Haraldsson ó L u 23 ^ g, ci Móðir hennar reyndi að bæla niður í sér hláturinn, en tókst það heldur illa og presturinn, maður hennar, leit til hennar með umvöndunarsvip: — „Við skulum reyna að tala saman í aivöru, Joan“, sagði hann. „Ég geri það, Gerald. Það er bara svo broslegt að heyra, hver nig hún kemur orðum að þessu“. Séra Harmston gat nú ekki var- ízt brosi, en svo snéri hann sér aftur að OIiviu og bað hana að halda áfram. Olivia lýsti nú mjög nákvæm- lega samtali sínu við Gregory á kirkjutröppunum og þau hlust- uðu á hana, án þess að grípa nokkru sinni fram í fyrir henni og í augum þeirra (að undantekn- um séra Harmston) speglaðist ó- blandin undrun. Að lokum gat frú Harmston ekki haldið sér lengur í skefjum, en hrópaði upp 1) — Maðurinn heitir Markús. Og hann er einn af þessum mynd- arlegu og fallegu mönnum. yfir sig: „Nei! En hann hlýtur að vera geðveikur, vesalings dreng- urinn“. Þetta varð til þess, að all- ir viðstaddir (að undanteknum séra Harmston) demdu yfir Oliv- iu heilu flóði af athugasemdum og spurningum. Mabel vildi heyra meira um konuna hans. Sagði hann að hún hefði verið fal leg? Var hún ljóshærð eða var hún dökk yfirlitum? Frú Harm- ston spurði um móður hans. Hafði hann nokkuð talað um hana? Berton langaði til að heyra nánar sagt frá Well Pit. Hvað var mikið dýpi þar? Sagði hann henni það? Sá hann nokkra áttfætta kol krabba milli skerjanna í Martins Bay? „Og hvar“, spurði Garvey — „geymir hann allt þetta viski, sem hann ætlar að lækna sig með?“ „í stóru ferðatöskunni sinni", svaraði séra Harmston, öllum að 2) Og það skal ég segja ykkur, að væri íg yngri, myndi ég krækja x hann sjálf. óvörum — og allra augu beind- ust jafnskjótt að honum. Hann sat brosandi, með krosslagðar fæt ur fram á gólfið og leit frá einum til annars, með föðurleg- um kærleikssvip. „Hefur þú verið að leita í far- angrinum hans, Gerald?“ Séra Harmston hristi höfuðið. Svo sagði hann þeim frá rabbi sínu við Gregory, snemma um nic rguninn. — „Mig grunaði und- ir eins að hér væri um annað- hvort viskí eða gin að ræða, þeg- ar hann sagðist hafa átta flöskur meðferðis og lögg í þeirri ní- undu“. „En þetta er alvég hræðilegt", sagði frú Harmston. — „Hefði mig grunað, að hann væri orð- inn eyðilagður drykkjumaður, þá hefði ég aldrei samþykkt dvöl hans hérna“. „Oh, mamma. Þú mátt ekki vera svona ófrjálslynd í skoðun- um“, sagði Mabel ásakandi. „Þröngsýn", leiðrétti Garvey. — „Það notar enginn heilvita maður, orðin ófrjálslyndur". „Ég kýs nú samt heldur að nota það, hvað sem þú segir“, sagði Mabel snúðugt. „Það finnst ekki í einni einustu orðabók...“ „Hljóð“, skipaði faðir þeirra. — „Já, Joan; ég neyðist til að vera Mabel sammála. Ef hann er forfallinn drykkjumaður, þá höf- um við enn meiri ástæðu til þess, að vilja hafa hann hér hjá okk- ur. Hann hefur þá mikla þörf fyrir aðstoð okkar“. „Og við höfum þörf fyrir pen- ingana hans“, sagði Garvey. „Svona nú, Garvey! Gættu tungu þinnar!“ „Er það kannske ekki satt“, sagði Garvey þrjózkulega. — „Ef hann er ríkur, hvers vegna skyldi hann þá ekki rétta okkur hjálp- 3—4) — Heldurðu að okkur muni líka við hann? — Líka við hann. E' þið verð- arhönd? Hugsið þið um alla þá hluti, sem okkur vantar á þess- um stað. Rafmagnsvélarnar, sem við höfum alltaf verið að tala um og málning á húsið hérna og bát með utanborðsvél“. „Og píanóið“, sagði Olivia. — „Já, ég er alveg á sama máli og Garvey, pabbi. Hann getur gert líf okkar hérna langtum þægi- legra, með peningunum sínum. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá niun hann líka hagnast af því, vegna þess að hann eignast sitt heimili hérna hjá okkur“. Frú Harmston kinkaði kolli. — „Já, það er satt, ég sé ekki neitt sem mælir gegn því að hann létti okkur lífsbaráttuna að nokkru Edith var mjög vel efnum búin, þegar Garvey andaðist og hann hefur eflaust, sem einkabarn, erft allar eigur hennar, að henni látinni. Þú sagðir að Edith væri dáin, Gerald, eða var það ekki?“ „Jú, svo sagði hann mér í morg un, þegar við vorum að rabba samán úti í laufskálanum. Hún dó úr krabbameini — í magan- um“. „Hryllilegur sjúkdómur", sagði Berton og gretti sig. — Ég var einmitt að lesa um hann í fyrra- dag. Skyldu hafa verið fram- kvæmd nokkur líffæraskipti á henni“. „Gættu þín, Berton“. „Konan hans hlýtur að hafa verið mjög rík, líka“, sagði Oliv- ia — „ef hún hefur verið allt í senn, rithöfundur, málari og leik- ritaskáld. Og hún arfleiddi hann að öllum þessum peningum". „Persónulega vildi ég segja að við lifðum við allsnægtir“, sagði Garvey. — „En við getum samt reynt að hagnast ofurlítið á hon- um. Við þurfum einungis að læra réttu tökin á honum og þá mun hann áður en langt um líður, þyrla peningaseðlunum í kring- um sig, eins og fjöðrum“. Faðir hans hristi höfuðið hægt og ræskti sig um leið: — „Finn- ist þér það ekki sorglegt", sagði hann „ef þú færir nú. eftir allar þær ræður sem eg hefi haldið yfir hausamótunum á þér um það böl sem peningunum fylgir, að sækjast eftir auðæfum þessa unga manns?“ Kona hans roðnaði af geðs- hræringu: — „Vertu nú ekki með svona barnaskap, Gerald. Hver minntist á það, að einhver væri ið ekki farnar að slást um hann á sama andartaki og hann kemur hingað, þá er eitthvað meira en að sækjast eftir eigum hans? Við erum bara að reyna að yfirvega allar aðstæður með skynsemi og raunsæi. Og eins og Olivia tók réttilega fram, þá yrði þetta líka honum til ómetanlegs gagns“. „Eg skil fyllilega þitt sjónar- mið, góða mín. En eg vil einfald- lega hindra það, að þið alið í brjóstum ykkar alltof bjartar og glæsilegar vonir um væntan- leg lífsþægindi og lystisemdir. Þið megið aldrei gleyma því, að við höfum heitið að lifa lífi Spai t- verjanna. Við erum engir mem- lætamenn. Enginn getur ásakað Bræðrafélag Krists um of mik'ð aðhald eða stranga sjálfsafneitun, en aginn verður að haldast, bæði hvað snertir breytni oklcar og öfl- un hinna svonefndu lífsþæginda. Ekkert getur skaðað og skemmt sálu mannsins meira en hugsun- in um auðvelda fjáröflun. Mest öll sú hamingja sem okkur hefur fallið í skaut í þessari eyðimörk — og við höfum verið hamingju- söm — á rætur sinar að rekja til þeirrar staðreyndar, að við höf- um aldrei haft nægilega mikla peninga handa á milli, til þess að njóta allra þeirra lystisemda og þæginda, sem mennipgunni eru samfara. Aginn og strang- leikinn skerpa ánægju rnanna af smáþægindum. Okkur langaði í nýtízku salerni og loks eftir margra ára sparnað gátum við keypt vatnsdúnk og komið fyrir skál og leiðslum. Það gat ekki kallast eðlilegt, þótt okkur lang- aði í slík þægindi. Ekki er' heldur hægt að kalla rafmagnsljós eða píanó eða vélbát óhófleg þæginöi. Við erum að spara saman pen- inga fyrir píanói og heimilisvél- um og eftir svo sem tvö til þrjú ár getum við keypt okkur þessa hluti — og þeir munu verða okk- ur þeim mun kærari fyrir þá sök, að við þurftum að bíða eftir þeim. En ef þeir falla í kjöltur okkar, eins og manna af himni, þá megið þið trúa því að við met- um þá mun minna en ella — og það sem verra er, við munum þá ávallt girnast meira og meira. Þegar maður er kominn á það stig, að girnast sífellt meira og meira, er sál hans byrjuð að sýkj- ast. Hnignunin er þá á næsta leiti. Og þið getið ekki sagt, að ég hafi ekki vakið athygli ykkar á hug- sjón minni og því takmarki sem ég keppi að, með starfi mínu hér í þessum myrkviði, hugsjón, sem hver trúboði í Bræðrafélagi ■Krists berst fyrir: Menning án nautnasýki og munaðarþrár". Hann talaði hægt.og rólega, án þess að nokkurs prestlegs mynd- ugleika yrði vart í fari hans og þegar hann tók sér málhvild, ailltvarpiö Miðvikudagur 29. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna': Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustend- ur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðar- kennsla í ensku. 19,05 Óperulög (plötur). 20,30 Lestur foj-nrita: Þorfinns saga karlsefnis; III. — (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Baráttan við höfrðskepnurn ar, samfelld dagskrá flutf að til- hlutan Slysavarnafélags Islands. Gils Guðmundsson rithöfundur tekur saman. 22,10 Iþróttir (Sig- urður Sigurðsion). 22,30 Frá Fé- lagi íslenzkra dægurlagahöfunda: Neó-tríóið leikur lög eftir Stein- grím Sigfússon, Svavar Benedikts son og Tólfta september. Söngvar ar: Guðrún Á. Símonar, Haukur Morthens og Sigurður Ólafsson. Kynnir Jónatan Ólafsson. — 23,10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 20.30 „Víxlar með afföllum", framhaldsleikrit. 21.15 Tónleikar: Þýzkir listamenn syngja og leika léttklassískar tón smíðar. 21.45 íslenzkt mál. 22.10 Erindi með tónleikum: Dr. Hall- grímur Helgason tónskáld. 23.00 Dagskrárlok. íbúðir til sölu 2ja og 3ja herbergja íbúðir á góðum stað i Háloga- landshverfinu. Eru að verða fokheldar. Hagstætt verð. Andvirði miðstöðvarlagnar (án ofna) og múr- húðunar utanhúss lánað til 2ja ára. 5 herbergja vönduð rishæð við Bugðulæk. Áhvílandi lán kr. 150 þúsund til 15 ára. Allt múrverk úti og inni búið. Höfum ýmis konar aðrar fasteignir til sölu. Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson hrl), Suðurgötu 4, símar: 13294 og 14314. Nú vr síðasta tækifærið að kaupa ódýirt. tTSALAM hættir ■ dag Ennþá eru margar vörur seldar fyrir ótrúlega lágt verð. MARKfiS HALLO Það vantar 2—3 vana línumenn Uppl. í síma 34475 í dag frá kl. 8—10 e.h. STULKUR vanair jakkasaum óskast nú þegar. Fatagerð Ara & Co. h.f. Laugaveg 37 Eftír Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.