Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. febrúar 1958 ER EISENHOWER HÆFUR TIL AÐ SITJA í FORSETASTÓL? jÝJUSTU fregnir frá %l Bandaríkjunum herma, i- ™ að Eisenhower forseti sé orðinn kvefaður, því fylgir hæsi og sárindi í hálsi. Nú væri það varla í fréttir færandi, þótt hátt- settur maður fengi kvef í háls- inn, en þegar það er „sjúklingur- inn í Hvíta húsinu“ eins og sum- ir eru farnir að kalla hann, þá gegnir öðru máli. Læknar gefa út langar lýsingar á veikindunum cg sérstök áherzla er lögð á að út- skýra það fyrir almenningi, að þessi veiki sé ekki illkynjuð. Á blaðamannafundinum, sem Eisenhower hélt í fyrradag var hann mjög hás, svo að rödd hans brast jafnvel nokkrum sinnum. í fyrstu bað hann blaðamenn að leggja fyrir sig nákvæmar spurn- ingar, sem hann gæti svarað með já eða nei. Síðan brá hann sjálfur út af þessu, gaf langar yfirlýs- ingar, skýrar og rökfastar að vanda, en auðheyrt var að hann þreyttist. Og það er ekki nema -ðli- legt, að blaðamennirnir spyrji sjálfa sig, hvort maður sem þreytist svo af því að tala við fréttamenn nokkra stund, sé til þe,gs hæfur að sitja í emb- ætti sem ræður allri velferð Bandaríkjanna, jafnvel alls V heimsins, og það á slíkum al- ' vörutímum sem nú eru í heiminum, tímum eldflauga og atómvopna. ★ Veikindi Eisenhowers forseta á undanförnum árum valda mönn- um áhyggjum og það er rætt um það í fullri alvöru, að nauðsvn sé nýrrar löggjafar um það, að Nixon varaforseti taki við völd- um með fullri eigin ábyrgð í for- föllum forseta, en slík forfalls- stjórn er ekki heimil samkvæmt núgildandi lögum. Stjórn Eisenhowers á málefn- um Bandaríkjanna hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnn. Þykir mörgum, sem kynni hafa af bandarískum stjórnmálum, að forsetinn og ráðuneyti hans hneigist til að láta ýmis mik-i- væg mál reka á reiðanum, eink- anlega nú á síðara kjörtímab'ii sínu. Ýmsar ástæður geta legið til þessa. Það getur verið að veik- indi forsetans eigi sinn þátt í þessu, þau hafi að einhverju leyti dregið úr starfsþreki Eis- enhowers og baráttuvilja. En margt fleira getur átt sinn þátt í þessu, t .d. sú staðreynd, að Eisenhower má ekki oftar bjóða sig fram til forseta. — Þess vegna verður hann smám saman áhrifaminni, eftir bví sem dregur nær starfslokum. Aðrar skýringar eru og til á þessu og birtist ein þeirra, sem um leið var hörð gagnrýni á bandarísku stjórnina nýlega í enska blaðinu Manchester Guardian eftir D. W. Brogan. Höfundurinn segir i greininrd, að bandaríska þjóðin sé nú sem stendur forustulaus. Er höfund- urinn var nýlega á ferð vestan hafs, kvaðst hann hvarvetna hafa fundið, að fólk taldi Eisenhower ekki hæfan til að gegna forseta- embættinu. Jafnt flokksme.rn sem andstæðingar virtust frekar kjósa að Nixon varaforseti tæki við stjórnartaumunum. Ekki var það þó fyrir þá sök, að demokratar teldu Nixon hafa „batnað". heldur aðeins vegna þess, að þeir sáu nokkra von • í honum, en enga í Eisenhower. D. W. Brogan ,reynir að úl- skýra hvers vegna svo illa sé komið fyrir bandarísku stjórn- inni. Orsök þess telur hann einfaldlega þá, að stjórnar- kerfi Eisenhowers (The Eisen- hower system) hafi strandað. — Kerfið sé í rauninni ekki framkvæmanlegt og allra sizt þegar demokratar hafa meiri- Mynd þessi var tekin af Eisen- hower fyrir Wi ári, er hann var að ná sér eftir veikindi. hluta í báðum deildum Banda- ríkjaþings. En hvernig var þetta stjórnar- kerfi? Það var mikið gumað af því fyrstu mánuðina, sem Eisen- hower var við stjórn. Ætlunin var að skipa ráðuneytið hópi hinna hæfustu manna, manna úr viðskiptalífinu, sem skarað höfðu fram úr í framkvæmdastjórn fyrirtækja. Þeir áttu hver um sig að reka sína stjórnardeild eins og gott fyrirtæki, undir að- alstjórn Eisenhowers. Kerfið var þó frá byrjun ekki eins fullkom- ið og af var látið. Það kom fljott í ljós, að Sinclair Weeks við- skiptamálaráðherra var í raun- inni óhæfur í sitt starf. Það gerði að vísu ekki svo mikið til. Jiitt var alvarlegra, þegar Dulles fór að hreykja sér af því að „vogun vinnur vogun tapar“, þegar Humphrey skaut sjálfur í kaf fjárlagafrumvarp sitt, eða þegar Wilson misskildi starf sitt og eig- in hæfileika og stýrði landvarn- armálum Bandaríkjanna í þrol eins og nú er komið. * ★ Þessi mistök hafa verið slæm segir Brogan. Annað er þó enn verra. Það er hið svonefnda „kokka-ráðuneyti“ forsetans. Það er að vísu ekkert nýtt, að banda- rískir forsetar hafi einkaráðu- nauta í ýmsum málum, eins og t. d. Harry Hopkins, sem var einkavinur og helzti ráðunautui Roosevelts forseta. En staða slíkra manna særir stjórnmála- mennina. Þegar stjarna Eisen- howers er tekin að blikna, er því eðlilegt, að stjórnmálamennirnii beini örvum sínum gegn Sher- man Adams persónulegum ráðu* naut Eisenhowers og Hagerty blaðafulltrúa. Það hefur t. d. aldrei komið fyrir, að blaðafull- trúi Bandarikjaforseta sé eins áhrifamikill og Hagerty hefur verið. Þetta ástand er á margan hátt óeðlilegt og upp koma sög- ur um að þessir menn ráði því t. d. hvaða upplýsingar eru lagðar fyrir forsetann og móti skoðanir hans. Um þessar mundir er að hefjast kosningabarátta í Bandaríkjunum. Kjósa skal þriðjung fulltrúa til öldunga- deildarinnar og alla þingmenn fulltrúadeildarinnar. í kosn- ingum undanfarin ár hefur Eisenhower leikið mikilvægt hlutverk fyrir Republikana- flokkinn. Hann hefur ferðazt um kjördæmin og unnið fram- bjóðendum flokksins fylgi. Nú er þetta orðið breytt. Vart mun nokkur frambjóðandi flokksins óska þess, að Eisen- hower komi í kjördæmi hans. Slíkt er ekki lengur talið væn legt til fylgisauka. Ástæðulaus andstaða ÞANN 8. jan. sl. birtist í Tíman- um grein eftir Bjarna Bjarnason, skólastjóra, vegna þingályktunar tillögu ,sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ó. Ólafsson hafa boi ið fram á Alþingi um, að athuj- un verði gerð á þvi, hvort æski- legt sé að Menntaskólinn að Laugarvatni verði fluttur í Skál- holt. Ég tel að ýmsu leyti eðlilegt að framangreind ályktun komi til umræðu á Alþingi, þareð ýmis félög og félagssamtök hafa á undanförnum árum gert álykt- anir, sem hníga í þessa átt. Að vísu má segja, að Alþingi hafi þegar tekið ákvörðun um, að Menntaskólinn að Laugarvatni skuli vera staðsettur þar, þareð á undanförnum fjárlögumhefirfé verið veitt til byggingar mennta- skóla að Laugarvatni, og hefir því að verulegu leyti verið varið til þess að bæta húsakost og að- stöðu skólans, sem í upphafi var ófullkominn á margan hátt; hins vegar hefir ekki fengist leyfi til þess að hefjast handa um nýbygg ingar, sem skólinn þarnast þó mjög. Er helzt svo að sjá sem framkvæmdavaldið hafi verið hikandi við að hefja hér fram- kvæmdir fyrir alvöru, einmitt vegna ýmissa áskoranna um að flytja slcólann í Skálholt, og er mjög æskilegt að hreinni línur komi fram um það. í grein Bjarna Bjarnasonar er nokkuð vikið að byggingarmál- um skólans og eru þar nokkur atriði, sem ég verða að leið- rétta. Er ég tók við starfi hér, var mér kunnugt um að húsakostur skólans var mjög ófullkominn og að næstu árum eftir stofnun hans yrði að vinna ötullega að því að auka hann og bæta, end gerði þáverandi menntamálaráðherra, Björn Ólafsson, Alþingi rækilega grein fyrir þeim kostnaði, sem það hefði í för með sér, að stofna hér menntaskóla. Þá gaf og skóla nefnd héraðsskólans fyrirheit um að láta hinum nýstofnaða mennta skóla í té þá aðstoð um húsa- kost og annað eftir því, sem frekast væri unnt, þar til mennta skólinn hefði komið sér upp því húsnæði oð aðstöðu er hann var,- hagaði um. Sumarið 1953 var hafin bygging skólameistarabú- staðar. Gekk það greitt og var flutt í það hús síðsumars 1954. Er undirbúningur að byggingar- framkvæmdum við sjálft skóia- húsið hófst, é vorið 1954, tjáði þá- verandi húsameistari rikisins mér að ekki væri hægt að byggja eftir uppdrætti þeim, sem prófessor Guðjón Samúelsson hafði gert frumdrætti að 1947, af byggingarfræðilegum ástæðum. í grein sinni dásamar B. B. mjög uppdrátt þennan, enda mun listaverkið að einhverju leyti undan hans rifjum runnið a.m.k. um innra fyrirkomulag. Hins vegar lastar hann mjög nýjan uppdrátt, sem gerður hefur verið, er mér reyndar ekki kunnugt um að hann hafi séð þann uppdrátt, sem þó bæði núverandi húsa- meistari ríkisins og fræðslumála sbrifar ur daglega lífínu B®0 Kvartað er yfir því, að Hafnarfjarðarvegurinn sé nú orð inn mjög slæmur á köflum, ekki sízt spottinn milli kirkjugarðsins og brúarinnar í Fossvogi. Eru þar holur djúpar, svo að bílskemmdir geta orðið, ef ekki er þar farið með fullri gát. „Vegagerðin ætti“, segir Hafn- firðingur nokkur í bréfi til Vel- vakanda „að vinda bráðan bug að því að lagfæra þennan spotta, annað hvort með því að sletta malbiki í holurnar eða fylla þær með pússningarsandi". 0®I3 „Þá ættu þeir hinir sömu herrar“ heldur Hafnfirðingurinn áfram „sem vegagerðarmálum vorum stjórna, að lagfæra mis- hæðina á veginum við Arnarnes. Má hún kallast stórhættuleg, enda er vitað, að fjöldi bíla hefur brotið fjaðrir sínar þarna og nem ur tjón þar af þúsundur# króna“. B®0 „Góði Velvakandi“ segir annar bréfritari. „Viltu nú ekki biðja einhvern snjallan mann að búa til nýtt orð í staðinn fyrir gervihnött. Þetta er ósköp ófrum legt orð og svo er nú farið að nota það rangt, sem sé um Könn- uð hinn ameríska, sem alls ekki er hnöttur, heldur hólkur“. B®Ð „Mig langar“ skrifar einn bréfritarinn enn „til að koma kvörtun á framfæri. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna hefur þann leiða sið, að auglýsa hverjir hafa hreppt vinn inga hjá því. Þetta virðist méi vera sérlega óviðkunnanlegt og til leiðinda fyrir þá, sem vinn- inga fá“. B®0 Ökukennarar í Reykjavík hafa fengið til landsins merkilegt mælitæki, sem mælir viðbragðs- flýti bifreiðastjóra og glögg- skyggni þeirra á ýmis fyrirbrigði, sem ætlazt er til, að fylgzt sé með, þegar bílum er ekið. Menn eru settir í einhvers konar stól, en síðan er kveikt á um- ferðarmerkjum fyrir framan þá og mælt, hve lengi þeir eru að stíga á hemlana eða gera annað sem við á. Það virðist full ástæða til að taka tæki þetta í notkun hið bráðasta. Ætli þá komi ekki i ljós, að ýmsir þeirra, sem hér aka bifreiðum, eru í rauninni stór hættulegir umferðinni? Laga- ákvæði mun reyndar skorta til að gera viðhlítandi ráðstafanir í sambandi við ökuréttindi þessara manna. B®B Slysavarnafélagið hefur farið þess á leit, að heimilað verði að setja endurskinsefni á tölustafi á bílnúmerum. Telur félagið, að af þessu mundi hljótast aukið öryggi og oftar en nú er takast að hafa uppi á ökuníðing- um. Bifreiðaeftirlitið mun ekki hafa talið fært vegna gildandi fyrirmæla að verða við þessum tilmælum. B®B Frá Noregi berast þær frétt ir, að listahátíðin í Björgvin hefjist í maílok. Leikrit Ibsens „Frú Inger til Östrát“ verður sýnt undir stjórn Agnesar Mowinckel. Við það tækifæri mun Thalia reka frú Jústitíu úr húsi hennar, því að sýningar fara fram í dómhúsi borgarinnar. Á Tröllahaugi heimili Griegs, verða haldnir 16 hljómleikar, þar sem flutt verða verk eftir hann. Leikið verður á sUghörpu tón- skáldsins við þau tækifæri. B®B „Leikritið „Tobías og eng- illinn“ eftir James Bridie verður flutt í útvarpið í kvöld. Höfund- urinn var skozkur læknir, fæddur 1888, dáinn 1951 og hét réttu nafni O. Mavor. Hann lét mikið að sér kveða á vettvangi leikhús- mála, stofnaði Borgaraleikfélagið í Glasgow og samdi mörg leikrit. Meðal þeirra eru Jónas og hval- urinn, Klerkurinn sofandi, Dr. Angelus, Öldurót í tebolla, Skcp- leikur drottningarinnar og sögu legt leikrit um Kalvínistann John Knox. stjóri hafa látið í Ijós viður- kenningu á. Undanfarið hefi ég á hverju ári farið fram á leyfi til þess að hefja framkvæmdir við miðálm- una, en því ætíð verið slegið á frest eða synjað. Hefir það þeg ar orðið skólanum til hins mesta skaða. Það mun rétt, sem Bjarni Bjarnason segir, að Jónas Jóns- son fyrrv. ráðherra, hafi lagst fast á móti því að byggt verði eftir öðrum uppdrætti en þeim, sem Guðjón Samúelsson gerði frumdrög að. Fæ ég ekki séð með hvaða rökum eða rétti hann eigi að ráða hér um, en svo mun þó vera þótt kynlegt sé, eins og berlega kom fram s.l. sumar. B.B. ræðir nokkuð um hagræði það, sem því fylgi að hafa skóla- hverfi, þ.e. marga skóia á einum stað.og eru kostir þess margvís- legir, þótt einnig sé á það að líta, að eftir því sem aðilarnir verða fleiri, verður samstarfið vanda- samara og flóknara. Eitt sjálf- sagðasta hagræði skólkerfisfyrir- komulagsins tel ég að hljóti vera sameiginlegt mötuneyti fyrir sem flesta skóla á staðnum og það er ekki sök neins ráðherrá, að ekki hefir fengist æskileg lausn á því máli hér, hún er auðfundin, ef vilji er á því. Að kennurum skólans er í grein inni vikið þessum orðum: „Vil ég hér með beina því til skóla- méistara og kennara mennta- skólans á Laugarvatni hvort þeim sé ljóst hvernig að þeim er sótt og hvort þeir ætli ekkert að hafa5t að til verndar ungri stofnun, sem þeir hafa leitað skjóls hjá til lífsstarfs“.Um þau er það að segja, að kennarar skólans hafa sent Alþingi fvrir löngu álit sitt vegna þessarar þingsályktunartillögu, og er því brýnslan óþörf, auk þess sem mér finnst orðalagið kynlegt. En svo bezt réttlætist staðsetning menntaskólans hér, að þær vonir, sem með réttu voru gerðar við stofnun hans um aðstöðu til vaxt ar og viðgangs, nái að rætast innan fyrirsjáanlegs tíma. Sveinn Þórðarson. □- -□ Samkoma fyrir aldrað fólk í Bolungarvík BOLUNGARVÍK, 5. febrúar. _ Um síðustu helgi var haldin hér samkoma fyrir aldrað fólk. Kven félagið Brautin gekkst fyrir sam- komunni og hefur gert það und- anfarin ár. Frú Sigrún Halldórs- dóttir setti samkomuna með á- varpi. Sýnt var leikritið „Syndir ann- arra“ eftir Einar H. Kvaran, leik- stjóri var Friðrik Sigurbjörnsson. Leikrit þetta var frumsýnt um síðustu áramót hér. Jóhann Líndal rafveitustjóri las upp kvæði en síðan söng tvö- faldur blandaður kvartett undir stjórn Sigurðar E. Friðriksson- ar, með undirleik Sigríðar Nord- quist. Að lokum var dansað. Aldraða fólkið skemmti sér kostulega. Guðfinnur Einarsson stjórnaði dansinum, en hann er manna snjallastur til slíkra hluta enda vinsæll og elskaður af hinu aldraða fólki, sem hefur beðið blaðið að færa kvenfélaginu beztu þakkir fyrir þennan mann- fagnað. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.