Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 8
8 MORCTJNRLAÐIÐ Laugardagur 8. febrúar 1958 tJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjorn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. KOSNINGABANDALÖGIN TVENN UTAN UR HEIMI Málverk Churchills sýnd í tíu horgum i Bandaríkjunum Sir Winston hefir málað sér til hvild ar og ánægju i rúmlega 40 ár HIN tvenns konar kosninga- bandalög, sem að verki voru á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í Reykjavík, munu hvarvetna þykja tíðindum sæta, nema ef vera skyldi í Alþýðublaðinu. Annars vegar er bandalag Framsóknar og kommúnista. — Segja má að það standi á göml- um grunni í bæjarstjórn Reyk.ia- víkur. En þó hefur það nú enn verið fest, og segir sú staðfest- ing sína sögu. Af þremur fulltrúum Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn Reykjavíkur nú eru tveir yiður- kenndir strangtrúaðir Moskvu- línumenn. Til að tryggja set.u þeirra í bæjarstjórninni var öðr- um, sem veikari þóttu í trúncii, ýtt til hliðar. Þegar Framsókn nú gerir bandalag við þessa menn og kýs nöfuðpaur þeirra Guðmund Vigfússon í bæjarráð, þá er það fyrsta túlkun Frarn- sóknarflokksins á samfylkingar- tilboðinu, sem fram var borið í Tímanum hinn 29. janúar sl. Moskvumennirnir Guðmundur Vigfússon og Guðmundur J. Guð- mundsson eru ásamt Birni Jóns- syni á Akureyri fyrstu dæmi þeirra „frjálslyndu“, „lýðræðis- sinnuðu". „frjálshuga" og „um- bótasinnuðu“, „íhaldsandstæð- inga“, sem Framsókn þá bauðst til að ganga 1 „einn flokk“ með eða a. m. k. gera „sámfylkingu1- við í „hvaða formi“ sem væri, einungis að „henni verði komið á“, eins og Tíminn þá tók til orða. Eftir að þessir herrar hafa fengið slíkan vitnisburð, verður Framsókn ekki mikið fyrir að „samfylkja“ í „einum flokki" eða öðru „formi“ með þeim Jóni Rafnssyni, Einari Olgeirssyni, Kristni Andréssyni og Brynjólfi Bjarnasyni, eða hvað þeir rú heita sálufélagar Guðmundanna tveggja og Björns Jónssonar frá Akureyri. I þessu sem öðru hefm Hermann Jónasson dyggilega lært af sínum kommúnisku fé- lögum, enda þykist Hermann vafalaust hafa leyst meiri vanda í valdabraski sínu en að skýra samstarfsmennina hverju sinni því heiti, sem honum þá bezt hentar. ★ Hins vegar er kosningabanda- lag Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins. Það bandalag er svar lýðræðisunnandi Reykvik- inga gegn yfirgangi og frekju sérréttindaklíku Framsóknar og kommúnista. Á engum hefur yfirgangur þessara flokka bitnað harðar en einmitt Alþýðuflokknum í Reykjavík. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins lýsti því á sl. ári, hvernig það hefði verið eitt helzta áhugamál þessara samstarfsflokka að reyna að gera Alþýðuflokkinn sem allra minnstan allt síðasta bæjar- stjórnarkjörtímabil. Sama til- gangi var þjónað með myndun Hræðslubandalagsins 1956. Mikjll fjöldi Alþýðuflokkskjósenda yfir- gaf þá flokk sinn í mótmæla- skyni við undirlægjuháttinn við Framsókn. — Sú saga endurtók sig nú við bæjarstjórnarkosning- arnar. Tölurnar sýna svo ekki verður vefengt, að þúsundir kjós- enda Alþýðuflokksins hafa yfh- gefið hann a. m. k. í bili til að mótmæla forsjá Framsóknar og samvinnunni við kommúnista. Þó þótti forréttindaklíku Fram- sóknar og kommúnistum ekki nóg komið. Framsókn bar fram samfylkingartilboð sitt. Og Þjóð- viljinn sagði umbúðalaust: „Taka verður fram fyrir hendur“ þeirra Alþýðuflokksmanna, sem vilja samstarf lýðræðissinna í verka- lýðsfélögunum. „Þau vinnubrögð verður að stöðva án tafar og skil- yrðislaust“, heimtaði Þjóðviljinn. Með þeirri kröfu skýrði hann nánar við hvað hann átti, þegar hann sama daginn og Tíminn flutti samfylkingartilboðið sagði: „Séu enn eftir einhverjir menn í forystuliði Alþýðuflokksins og Framsóknar sem ekki skilja hvað í húfi er, verða þeir að víkja til hliðar“. Hér er hiklaust sagt, hvað koma skal: Hreinsanir í austræn- um stíl. Þeim, sem leyfa sér að hafa sjálfstæða skoðun og vinna eftir lýðræðisreglum skal „vikið til hliðar“, „án tafar og skilyrðis- laust.“ Það er gegn þessum vinnu- brögðum, sem lýðræðissinnar í Reykjavík hafa nú risið. Kjós- endur Alþýðuflokksins hér hafa sjálfir tekið völdin og kveðið á um, að samstarf lýðræðissinna í verkalýðsfélögunum skyldi styrkt og upp tekin samvinna í bæjat- stjórn Reykjavíkur milli Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem þar hefur ekki verið áður. ★ Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn eru nú að vísu liðfleiri en nokkru sinni fyrr. Þeir þurfa þess vegr.a ekki *að gera bandalag við aðra til að tryggja eigin völd. En hömlulaus yfirráð eins flokks og valdbeiting hans til hins ýtrasta hafa aldrei verið markmið Sjálf- stæðismanna. Atkvæðaseðlar yfir 20 þús. Reykvíkinga sanna bezt, að sú mynd andstæðinganna, að flokk- urinn sé lítill hópur auðhyggju- manna, er fyrst og fremst reyni að skara eld að eigin köku, er gersamlega röng. Sjálfstæðis- flokkurinn er úrræðagóður, frjáls lyndur framfaraflokkur, sem hef- ur framtak og dug einstakling- anna í heiðri en skilur einnig, að í nútímaþjóðfélagi verður oft að beita því afli, sem lögmætum samtökum fjöldans fylgir. Hvergi hefur t. d. hér á landi verið gert meira af hálfu al- mannavaldsins til að bæta úr húsnæðisþörfinni. Þar hefur bæj- arfélagið haft forystuna eftr margháttuðum leiðum og með undraverðum árangri, þótt enn sé margt ógert. Nú er þó svo langt komið, að hillir undir far- sæla lausn til frambúðar, ef svo verður framhaldið, sem víst er, eins og upp hefur verið tekið. Með sama hætti hefur Sjálí- stæðisflokkurinn sýnt 1 útgerðar- málunum, að hann er laus við kreddufestu og er fús til að leysa málin eins og þörf segir til á hverjum tíma, þótt koma kunni í bág við fyrri bókstafskenning- ar. Sjálfstæðismenn játa, að þeir voru ekki hinir fyrstu, sem gerðu tillögur um bæjarútgerð togara í Reykjavík. En þegar nauðsyn bar til, að slík útgerð yrði hafm, þá tóku þeir forystuna með stór- hug og víðsýni. Það er vegna þessara og ann- arra slíkra verka, að Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur æ meira og meira trausts um land allt. WINSTON Churchill byrjaði að mála fyrir rúmum 40 árum síðan á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Hann var samt hikandi fyrst í stað, honum stóð stuggur af penslinum, þar til kona Sir Johns Laverys listmálara sýndi Churchill dag nokkurn, hversu hættulítið er að munda pensilinn og lita hvítt léreftið. Og síðan hefir Sir Winston málað, hvenær sem hann hefir haft tóm til. Tregur til að sýna verk sín. Hann hefir málað töluvert, en alltaf verið tregur til að sýna verk sín opinberlega að undan- teknum þeim sex málverkum, sem honum er heinnlt að senda árlega í the Royal Academy. Vera má, að hann sé nú tekirn að slá slöku við málaralistina, því að sl. ár sendi hann aðeins eitt málverk þangað. Yfirlitssýn ing hefur aldrei verið haldin a verkum hans. Hann hefir gefið vinum sínum málverk, en selt að eins eitt málverk — til Brazilíu! ★ ★ ★ En nú stendur yfir farandsýn- ing á verkum hans í Bandaríkjun um. Verða verkin sýnd í 10 borg- um. Sýningin var opnuð í Kan- sas City miðvikudaginn 22. jan., og þess má geta, að 4. marz verð- ur sýningin opnuð í sjálfu Metro- politan Museum of Art í New Tómstundaiðja og köllun — tvennt ólíkt. Sir Winston lætur lítið yfir list sinni. Hann er sér þess vel með- vitandi, að hann er frístundamál- ari, og hann telur mikm mun á að mála í tómstundum og mála eftir köllun. Tilgangslaust er fyrir frístundamálarann að reyna að skapa meistaraverk. Hann verður að láta sér nægja ánægjuna af frístundaiðjunni. Og Churchill hefir löngum fengið þá dóma að vera góður frístundamálari. Breti í húð og hár — málar að frönskum sið. Þó að verk Churchills hafi aldrei verið sýnd á yfirlitssýn- ingu, hefir ýmislegt verið ritað Á AÐALFUNDI Mímis, félags stúdenta í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, 17. desember 1957 var svohljóðandi tillaga samþykkt einróma: „Aðalfundur Mímis, félags stúdenta í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, haldinn 17. des. 1957, mótmælir harðlega þeim ráðstöfunum menntamálaráð- herra, að veita embætti ævi- skrárritara og þjóðskjalavarðar um list hans. M. a. hafa gagn- rýnendur furðað sig á því, hvers vegna Sir Winston, sem verði að teljast brezkur í húð og hár skuli mála að frönskum sið. Churchill fylgir stefnu frönsku impression- istanna og postimpressionistanna. Hann á lítið sameiginlegt með enskum listmálurum síns tíma. En Churchill mun hafa hrifizt af liðauðgi og ljósbrigðum im- pressionisku stefnunnar. Hann hefir líka alltaf kosið að dveljast í leyfum sínum í sólríkum héruð um, og mun það ekki hafa valdið hvað minnstu um, að hann gerð- ist lærisveinn franskra listmái- ara. Churchill málar — Diujaeli ritaði skáld- söffur „Painting as a Pastime" (Mál- að í tómstundum) heitir safn hugana, sem Churchill hefir gef- ið út. Þar lýsir hann hversu mikil hvíld sé í því að mála í tóm- stundum — einkum fyrir þá, sem leggja mikið á sig andlega. Lestur í tómstundum veitir ekki nærri eins góða hvíld, því að safn bóka þrúgar manninn, þar sem að honum sækja hugs- anir um allar þær bækur, sern hann aldrei mun hafa tóm til að lesa. Það er erfitt að læra að lesa sér til skemmtunar eingöngu. Að stunda íþróttir í tómstundum hefir aðdráttarafl aðeins skamm an tíma, því að vöðvarnir eldast. Golf og Bridge telur Churchill aumkunarverða tómstundaiðju, þar sem hvorugt haldi huga mannsins föngnum. En maðurinn gleymir sér algjörlega við að mála. Churchill hefir notið hvíld- arinnar og ánægjunnar af að mála, síðan hann var um fertugt. Hann mun vera eini brezki for- sætisráðherrann, sem gerzt hefir listamaður, síðan Disraeli ritaði skáldsögur sínar. mönnum, sem ekki hafa lokið embættisprófi í íslenzkum fræð- um. Telur fundurinn, að þau em- bætti bæði hefði átt að veita mönnum úr hópi þeirra umsækj- enda einna, sem lokið hafa því prófi. Fundurinn álítur að með þessum embættaveitingum báð- um, hafi ráðherra lýst vantrausti á heimspekideild Háskóla ís- lands“. (Frétt frá Mími). Churchill málar í góðu tómi í Aix-en-Provence á Frakkalndi „Bottlescape" heitir þetta málverk Churchills. Það er málað 1932 Stúdentar mótmœla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.