Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 2
2 MOncrNTiLAÐlÐ Fðstud. 14. febrúar 1958 Byltingarráðið á Mið- Súmötru hyggst mynda sfjórn, þegar Hussein gefur merki Fyrir nokkru lögðu Indverjar fram þá tillögu, að fjölgað yrði fulltrúum í afvopnunarnefnd SÞ. Vildu þeir fjölga fulltrúunum úr 12 upp í 21. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir, að Ráðstjórn- arríkjunum liðist að hætta að sitja fundi nefndarinnar. Eins og kunnugt er, gerðu Ráðstjórnar- ríkin það að tillögu sinni, að öll aðildarríkin — 82 — ættu fulltrúa í nefndinni, en þessi tillaga var felld. Á myndinni sést Cabot Lodge (t. h.) skýra það fyrir Krishna Menon (t. v.) hvers vegna Bandaríkin geti ekki stutt tillögu Indverja. Lloyd fer heim til Lund- úna frá Aþenu AÞENU, 13. febr. (Reuter). —'* Viðræðum Selwyn Lloyds og grískra ráðamanna hér í bor.g er lokið. 1 yfirlýsingu að við ■ ræðunum loknum segir, að Lloyd hafi bæði -rætt málið við Evangelos Averoff, utan- ríkisráðherra Grikklands og £aramanlis, forsætisráðherra. Lloyd skýrði frá stefnu brezku stjórnarinnar í Kýpurmálinu, segir í yfirlýsingunni, og benti á, hvílíkt hættuástand ríkir á eynni. Síðan benti hann á þær leiðir, sem að hans áliti væru færar út úr ógöngunum. Gríski utanríkisráðherrann skýrði viðhorf stjórnar sinnar og lagði á ráðin um lausn Kýpur- deilunnar. f>ó að ráðherrarnir hafi ekki verið sammála „um öll atriði“, urðu viðræðurnar til gagns og má ætla, að þær stuðli að jákvæðri lausn málsins, segir enr.fremur í yfirlýsingunni. Foot ræðir við Makaríos Áður en Selwyn Lloyd fór frá Aþenu, sagði hann við frétta- menn, að hann færi heim með „nokkrar hugmyndir“ um, hvernig unnt væri að leysa Kýp- urdeiluna, svo að Grikkir, Tyrkir og Bretar verði ánægðir. Hann sagði ennfremur: „Aðalástæðan til þess að ég ræddi við fulltrúa grísku og tyrknesku stjórnanna er sú, að ég vildi skýra þeim frá, hvílík hætta væri á ferðum á Kýpur, ef ekkert yrði aðhafzt, og finna einhverja samkomulags- leið, sem öll ríkin þrjú gætu sætt sig við. Eg get ekki sagt, að mér hafi tekizt það, bætti hann við enda gerði ég mér ekki vonir um það. En viðræðurnar hafa þó varpað ljósi á mörg vanda- mál. Ráðherrann kvaðst mundu leggja fyrir brezku stjórnina skýrslu um viðræður þessar Ný höll handa ríkisarfanum TÓKÍÓ, 13. febr. (Reuter). — Nú eru verkamenn í Japan í óða önn að reisa nýja höll handa ríkisarfanum, Akihito krónprins, sem er 24 ára gamall. — í dag var skýrt frá því, að krónprinsinn hefði ekki öðlazt rétt til að kvæn ast. — Samkvæmt gömlum venj- um verður keisarafjölskyldan að velja brúði handa væntanlegum ríkisarfa, en gert er ráð fyrir, að út af þessu verði brugðið nú og hann fái að kynnast konuefr.i sínu, áður en trúlofun verður gerð heyrinkunn. Orðrómur er uppi um það í Tókíó, að prinsinr. fái hina fögru Slim Hatsuko Kitashirakawa, sem er blómleg og bústin mær, aðeins 18 ára gömul. Hún er afkomandi keisar- ans Meijji, sem er afi núverandi keisara, Hi. ohitcs. Lýðræðissinnar halda meirihluta í Þrótli SIGLUFIRÐI, 13. febr. — Aðal- fundur Verkamannafélagsins Þróttar hér í bænum, var haldinn s.l. miðvikudag og var þá lýst stjórnarkjöri. Aðeins einn ligti var í framboði og var hann því sjálfkjörinn. í stjórn Þróttar eiga sæti sjö menn og eru fjórir þeirra lýð- ræðissinnar en þrír Jcommúnistar. — í uppstillingarnefnd hafði orð ið samkomulag um þennan lista nú, en forsaga málsins er aftur sú, að á síðasta ári brutu komm- únistar samkomulag, er orðið hafði innan uppstillingarnefndar, varðandi kjör manns í sæti rit- ara félagsins. Þeir stilltu upp manni, en atkvæðagreiðslan fór á þann veg, að fulltrúi lýðræðis- sinna var kjörinn með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Sýndu úrslitin að lýðræðis- sinnar í röðum verkamanna hér í bænum eru í algjörum meiri- hluta. Má af þessu ljóst vera, hvers vegna kommúnistar sömdu nú innan uppstillingarnefndar- innar um einn og sama lista skip- aðan þeim mönnum, er hnekktu meirihlutavaldi kommúnista í fé- laginu fyrir ári eða þar um bil. —St. — Þess má loks geta, að Sir Hugh Foot, landstjóri Breta á Kýpur, ræddi við Makaríos erki- biskup í dag. Er það í fyrsta skipti, síðan biskupinn var leyst- ur úr haldi, að hann ræðir við háttsettan brezkan embættis- mann. Viðræður þeirra fóru fram í Aþenu. Ekki þykir ósenni- legt, að þeir hafi rætt um heim- komu Makariosar til Kýpur. DJAKARTA, 13. febr. — Byltingarráðið á Mið-Sum- ötru lýsti því yfir í dag, að nú ríkti hernaðarástand í land- inu. Jafnframt skoraði ráðið á alla þjóðholla Indónesíu- menn að fylkja sér um for- ingja uppreisnarmanna, Ach- með Hussein, hershöfðingja. Segja fréttaritarar, að bylt- ingarráðið bíði nú aðeins eftir tilskipun frá Hussein um, að sett verði á fót ný stjórn fyrir Indónesíu, í borginni Padang á Mið-Sumötru. Stjórnin í Djakarta lýsti því yfir, að reynt yrði að forðast blóðsúthellingar, þegar Sukarno- herinn léti sverfa til stáls gegn uppreisnarmönnum. í gær gaf stjórnin út fyrirmæli um það, að herforingjarnir, sem stjórna upp reisnarmönnum og hlaupizt hafa undan merkjum Sukarno-stjórn- arinnar verði handteknir, ef til þeirra næst. Ný stjórn Ríkisstjórnin í Djakarta hefur Krefjast þjóðaratkvœða- greiðslu í Bretlandi um eldflaugastöðvar LUNDÚNUM, 13. febr. (Reuter). — Þingmenn Verkamannaflokks- íns kröfðust þess á þingi í dag, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði látin fara fram í Bretlandi um það, hvort Bandaríkjamönnum skuli leyft að koma upp eldflaugastöðvum í Bretlandi. — Tillöguna um þetta flutti Sydney Silvermann og var hún studd af 15 þing- mönnum Verkamannaflokksins. Meðal þeirra leiðtoga flokksins, sem hafa tekið þátt í umræðum þessum, eru Hugh Gaitskell, for- maður flokksins, og Bevan, tals- maður stjórnarandstöðunnar á þingi. Leiðtogar flokksins, bæði á þingi og í verkalýðsfélögunum, hafa einnig rætt þetta mál, svo og um bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur. Segja frétta menn, að þess sé vænzt, að Verka mannaflokkurinn gefi út yfirlýs- ingu um þessi mál á næstunni. Chou vinnur si»ur á „hægri villunni4; PEKING, 13. febr. Reuter. — Chou En Lai, forsætisráðherra Kína, sagði í dag, að kommúnista flokkurinn hefði nú unnið sigur á hægri villunni innan flokks- ins, eins og hann kallaði það, en baráttunni við „leifar borgara- legrar listar og hugsjónastefnu" væri haldið áfram. — Frá þessu var skýrt í Peking-útvarpinu í dag. Útvarpið sagði ennfremur, að forsætisráðherrann hefði flutt ræðu sína yfir stúdentum og menntamönnum í höfuðborginni. T únis Macmillan heldur heim, mörg vandamál bíða hans LUNDUNUM, 13. febr. (Reuter). — Macmillan, forsætisráðherra Breta, kemur heim á morgun úr ferðalagi sínu til fimm samveldis landa. Eru menn sammála -n, að þetta hafi verið hin mesta frægðarför, en nú bíða hans hin erfiðustu vandamál, þegar heim kemur. Þykir sýnt, að aukakosn- ingar þær, sem fram fóru í Bret- landi í gær, varpi skugga á heim- komu forsætisráðherrans, því að augljóst er, að flokkur hans nýtur minni vinsælda kjósenda en áður. Þykir þetta hafa komið skýrt í ljós í aukakosningunum. Aukakosningar þessar fóru fram í spunaborginni Rochdale í Lancashire. Þar var íhaldsmað- ur þingmaður, en nú er íhalds- flokkurinn þriðji stærsti flokkur inn í þessu kjördæmi, bæði Verka mannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa komizt upp fyrir hann. íhaldsflokkurinn hefur aldrei haft minna fylgi í þessu kjördæmi síðan 1910 og aðal- stuðningsblað ríkisstjórnarinnar segir .um kosningarnar, að þær séu mjög alvarieg áminning til flokksins. Framh. af bls. 1 sama og Túnisbúar hefðu slit- ið sambandi sínu við Vestur- veldin. E£ Atlantshafsríkin telja nauðsynlegt, að þau hafi aðgang að flotahöfninni, er.ég reiðubúinn að ræða um það mál við þau, sagði Bourguiba, og leyfa herskipum frá öðr- um NATO-ríkjum en Frakk- landi að hafa þar bækistöðvar. Hervörður Túnisstjórnar stend ur vörð um aðalstöðvar frönsku yfirherstjórnarinnar í Túnis, sem eru um 15 km. fyrir utan höfuð- borgina. Þá standa herm. stjórn- arinnar vörð um allar herstöðvar Frakka í landinu og mega fransk- ir hermenn ekki koma út úr her- búðum sínum. Hefur stjórnin til- kynnt, að skotið verði á þá, ef þeir sinna ekki þessu banni. Frétt ir herma, að sums staðar sé far- ið að sverfa að frönskum her- mönnum í Túnis vegna þess að þeir hafi ekki fengið nauðsyn- legar vistir um nokkurt skeið. ★ í síðari fréttum í gærkvöldi segir, að Pineau hafi lýst því yfir, að Frakkar geti ekki hafið viðneður við stjórn Túnis fyrr en hún hef- ur leyft, að vistir verði sendar til franska hersins í Túnis. En Bourguiba segir aftur á móti, að viðræður geti ekki hafizt milli landanna fyrr en allur fransk/ herinn hafi horfið burt úr Túnis. Franskir herfræðingar segja, að Túnismenn geti ekki starfrækt flotahöfnina í Bizerta. Þar séu mikilvægar kjarnorkustöðvar fyrir Vesturveldin. vísað á bug áskorun uppreisnar- manna um, að hún segi af sér og nýr forsætisráðherra taki við af Djuanda. Vildu uppreisnarmenn, að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Múhameð Hatta, fyrrum vara- forseti landsíns, tæki við stjórn- artaumum. — Uppreisnarmenn sögðu, að ef stjórnin ekki segði af sér fyrir 16. febrúar, mundi ný stjórn verað mynduð í Pad- ang. Viðræður St j órnarandstöðuf lokkurinn hefur skorað á stjórnina í Dja- karta að rasa ekki um ráð fram. Það gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér. Yfir- hershöfðinginn á Suður-Súmötru hefur skorað á deiluaðila að leiða deilumálin til lykta með samn- ingaviðræðum. — Lög brotin Framh. af bls. 1 um „tryggt hlutleysi" íslanda fékk ekki lögákveðna meðferð, heldur var athugunarlaust neitað sem áróðursbragði. Og lögbrotið í meðferð málsins er afsökuð með því, að hér sé um enga nýjunjJ að ræða! Sjálfur hafði Tímlnn þó hinn 18. desember sagt um bréf Bulg- anins: „Þær raddir heyrast nokkuð, að hér sé aðeins um nýtt áróðurs bragð að ræða hjá Rússum í kalda stríðinu. Slíkar fullyrðingar eiga þó ekki rétt á sér á þessu stigi. Þetta geta menn ekki fullyrt nema kannað hafi verið til fulls, að svo sé. — Þess vegna ber lýð- ræðisþjóðunum að taka því til- boði Bulganins að nánara verði rætt um þau efni, er bréf hans fjallar um. Það er hægt að gera, án þess að lýðræðisþjóðirnar dragi úr vöku sinni“. Þá viðurkenndi Tíminn þó, að ef um „áróðursbragð“ væri að ræða, væri það a.m.k. ,,nýtt“. Nú er jafnvel þeirri nýjung neitað. A.ö.l. reynir Tíminn að skjótast frá þessum ummælum með því að fullyrða, að hann hafi með þeim alls ekki átt við þann hluta bréfs ins, sem átti við ísland, heldur einungis að því leyti sem að öðrum sneri. Hér kemur enn fram hinn gamalkunni hugsunarháttur Framsóknar, að krefjast alls annars og meira af öðrum en sjálfum sér. En ætli aðrar þjóðir skeyti mikið um ráðleggingar Tímans? Einkum ef það fylgir með, að ráðleggingarnar taki alls ekki til aðgerða Framsóknar. manna sjálfra, heldur einungis til útlendinga? Bréf Bulganins miða, að þeirra eigin sögn, að því að koma með samningum á breyttu og betra ástandi í alþjóðamálum sem mundi hafa í för með sér marg- víslegar afleiðingar fyrir ísland og aðra. Sjálfstæðismenn hafa nauðalitla trú á, að tilboðin horfi í raun og veru til bóta, og telja, að margt bendi til þess að um áróðursbragð eitt sé að ræða. En þetta er atriði, sem verður að kanna. Of mikið er í húfi til að neita fyrirfram að athuga tillög- ur, sem fram koma, jafnvel frá þeim, sem rík ástæða er til að taka með varúð. Hið minnsta er að láta þvílík tilboð fá löglega meðferð og svara þeim siðan af hógværð og festu. Þetta skorti í málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Þar af kom ofsareiði Hermanns Jónassonar á Alþingi, þegar málið var rætt þar, og glumragangur Tímans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.