Morgunblaðið - 14.02.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 14.02.1958, Síða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fðstud. 14. febrúar 1958 Lagaákvæði um barnalíf- eyri þarfnasf endurskoðunar Atriði úr fyrsta þætti. Nornin talar við köttinn undir hola trénu. íslenzka brúðuleikhúsið sýnir „Eldfærin" í Trípolí á sunnud. Sýningin er á vegum Æskulýðsráðs Rvíkur NÆSTKOMANDI sunnudag sýn- ir íslenzka brúðuleikhúsið, brúðu leikinn „Eldfærin", eftir H. C. Andersen, í Trípolibíói kl. 3. Sýning þessi er haldin á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Skýrðu þeir séra Bragi Friðriks- son, Iramkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðsins og Jón E. Guðmunds- son, listmálari, fréttamönnum frá þessu í viðtali, en Jón er eig- andi brúðuleikhússins og kennir einnig brúðugerð leiktjaldamáln ingu og uppbyggingu brúðuleik- húss unglingum sem sækja tóm- stundavinnu Æskulýðsráðsins. Handbrúðuleikur „Eldfærin" hafa ekki verið sýnd hér áður. Er þetta hand- brúðuleikur, en einnig koma fram tvær strengbrúður, hestur, sem dansar og maður er situr á baki hans og sýnir ýmsar listir, fer af baki og fleira. Brúður þær sem leika í leikritinu eru um 70 sentimetrar á hæð, eða svipaðar á hæð og 5—6 ára barn. Jón E. Guðmundsson, listmálari, býr sjálfur til allar þær brúður er við Brúðuleikhúsið leika, en leikhús- ið hefur nú starfað í fimm ár. Á samkomunni í Trípolíbíói koma einnig fram fleiri skemmtikraft- ar, m.a. frændsystkinin Tumi og Dúa sem segja sögur. Koma þau nú fram í alveg nýju gervi, en flest börn munu kannast við þau. Brúffuleikhúsið út á land Síðastliðið sumar ferðaðist Jón E. Guðmundsson með ís- lenzka Brúðuleikhúsið um Vest- firði. Sýndi hann þar brúðuleiki og hafði einnig sýningarkennslu. Tókst þessi ferð mjög vel. í sum- ar hefur hann í hyggju að ferðast um Austfirði með leikhúsið. Sennilega endurtekiff Aðgangur að sýningunni á sunnudaginn, kostar 5 krónur fyrir barn. Sennilega verður sýn ingin endurtekin, en það fer þó eftir aðsókn að sjálfsögðu. Síðar Á FUNDI sameinaðs Alþingis á miðvikudag var rætt um þings- ályktunartillögu um barnalíf- eyri, sem flutt var fyrir jólin af þeim Ragnhildi Helgadóttur, Jó- hönnu Fgilsdóttur og Öddu Báru Sigfúsdóttur. Efni tilögunnar er þaff, aff Al- þingi álykti að fela rikisstjórn- inni aff láta endurskoffa ákvæði almannatryggingarlaganna um upphæff og greiðslu barnalífeyris. Einkum sé athugað, hvort unnt sé: 1. aff greiða lífeyri mcff barni látinnar móður á sama hátt og nú er gert meff barni látins föffur. 2. aff heimila að greiffa tvö- faldan barnalífeyri vegna mun- aðarlausra barna. 3. að hækka grunnupphæff líf- eyris um allt aff 50%. Ragnhildur m - Helgadóttir uiini úr hlaði, wenda eru báðar i sinum tíma, nú Ragnhildur Hún sagði m.a.: Almenn hækkun barnalífeyris Flestir eru sammála um nauð- Úr þriðja þætti leiksins. Montni Hans kemur inn í kofann til hermannsins sem búinn er aff eyffa öllum aurunum sinum og er a orffinn sárfátækur. syn þess að hlaupa undir bagga með einstæðum foreldrum, sem af fjárhagsástæðum geta ekki veitt börnum sínum viðunandi aðhlynningu sjálf. Barnalífeyrir inn er nú 376 kr. á mánuði á 1. verðlagssvæði, og vantar mikið á, að þetta samsvari framfærslu- kostnaðinum. Helzt þyrftj upp- hæðin að miðast við, að einstæð móðir gæti sem mest annazt barn sitt sjálf, en þyrfti ekki að koma því einhvers staðar fyrir, eins og oft vill verða. Það eru því miður of mörg dæmi um mæður og börn, sem ekki hafa beðið þess bætur að slíkur skilnaður varð. Lögin um almannatryggingar voru endurskoðuð 1956. Þá voru bætur skv. þeim yfirleitt hækk- aðar — nema barnalífeyririnn, og virðist fulkomlega timabært, að þessi afstaða sé endurskoðuð, eins og 3. liður tillögu okkar fjallar um. Affrar leiffréttingar Barnalífeyrir er nú greiddur, ef faðir er látinn, eða annað hvort foreldranna fær elli— eða örorkulífeyri. Lífeyrir er hins vegar yfirleitt ekki greiddur, ef móðir deyr, og er þó ekki síðut ástæða til að bæta móðurmissi, að svo miklu leyti sem það verð- ur gert með fjárhagsaðstoð. Þá er ekki greiddur tvöfaldur líf- eyrir til munaðarlausra barna heldur aðeins sem svarar lVz líf- eyri. 2. og 3. liður tillögunnar miðar að því að bæta úr þessum atriðum. Hvaff kosta leiffréttingarnar? Tvenns konar barnalífeynr er nú greiddur skv. lögunum um almannatryggingar. Annars veg- ar en óendurkræfur barnalífeyrir skv. 17. gr. og nam hann árið 1956 8.158.942 kr. Bótaþegar voru 1307 og börnin, sem greitt var með 2.548. Eftir 83. gr. laganna er einnig 'greiddur barnalífeyrir skv. úr- skurði með óskilgetnum börnuin og börnum skilinna hjóna. Þessi lífeyrir er endurkræfur frá feðr- um eða framfærslusveit þeirra, og nam 1956 11.278.722 kr. Ef atriffin, sem viff nefnum í 2. og 3. liff tillögu okkar, verffa tek- in til greina, hækka barnalíf- eyrisgreiffslur almannatrygging- anna um nær 10 millj. króna, ef miffaff er viff sama fjölda barna og bótaþega og áriff 1956. En þess er aff geta, aff rúmur helmingur þeirra upphæffar er endurkræfur. Auk þess yrffi sennilega alimikil hækkun vegna 1. liðs tillögunnar. ★ Að ræðu Ragnhildar lokinni var umræðu um tillöguna frestað og henni vísað til fjárveitingar- nefndar til athugunar. Tímaritið Akranes TVÖ síðustu hefti síðasta árs af timaritinu „Akranes" hafa borizc blaðinu, og eru þau fjölbreytt að efni eins og venjulega. í þriðja hefti (júlí—september) er m. a. frásögn Árna Óla af vígslu Hallgrímskirkju í Saurbæ, skreytt mörgum myndum. Einnig fylgja greininni ræður, sem flutt- ar voru við þetta tækifæri, sálm- ur eftir séra Friðrik Friðriksson og kveðja frá Charles V. Pilcher í Ástralíu. Þá er og í ritinu grein um Hallgrím Pétursson. Enn- fremur segir frá norrænu vina- bæjamóti á Akranesi. Sigurður Jónsson frá Brún ritar þriðja hluta greinarinnar „Til fjalla og frá“, Ólafur Gunnarsson skrifar um blaðamennsku, og loks skrif- ar ritstjórinn, Ólafur B. Björns- son, 58. þáttinn úr sögu Akra- ness, „Hversu Akranes byggðist“. Er þar fjallað um Steinsstaði, Kirkj ubraut 36. í lok heftisins er svo Arjj^áll Akraness. í fjórða hefti (október—desem ber) er meðal annars efnis gömul ræða eftir séra Þorstein Briem, „Treystum drottni". Ragnar Jó- hannesson skrifar greinina „Tveir siðaskiptaklerkar og góðskáld" Þá er gömul grein eftir Einar H. Kvaran, ef nefnist „Fyrir 100 ár- um“. Arngrímur Fr. Bjarnason skrifar um bræðurna á Núpi í Dýrafirði. Þá birtist í þessu hefti upphafið á greinaflokki eftir Kristleif Þorsteinsson frá Stóra- Kroppi, sem nefnist „Borgfirzkir sagnaþættir frá 19. öld“. Er hér um að ræða framhald þátta sem birtust í tímaritinu „Verðandi" 1950 meðan þess naut við. Næst er „Legið bréf frá Langanesi". Þá skrifar ritstjórinn um handrita- málið. Ólafur Gunnarsson skriíar þáttinn „Um leiklist“ og birtasi þar umsagnir um sjö leikhús- verk. Jón Dúason ritar greinina „Vandkvæði útgerðarinnar", og loks er þar 59. þátturinn úr sögu Akraness. I honum er fjallað um Akbraut, Kirkjustræti 6, og Aðal- ból, Melteig 9. Loks er Annall Akraness. verða sýndir þættir úr brúðuleik húsinu í kvikmyndaklúbbum Æskulýðsráðs, en þeir eru þrír starfandi hér í bænum. Sýningin „Eldfærin" tekur þrjá stundar- fjórðunga. Nýjórsboðskapur Rétttrúnaður- kirkjunnar rússnesku BISKUPINN yfir íslandi, herra Ásmundur Guffmundsson, hefur sent Morgunblaffinu nýjársboff- skap Rétttrúnaffarkirkjunnar rússnesku, er honum barst í um- burffarbréfi. Upphaf boffskaparins er á þessa leiff: „Á þröskuldi nýjársins, er kristnir menn biðja herra árstíða og ára að „krýna árið miskunn sinni“, teljum vér Alexis, yfir- biskup Moskvu og alls Rússlands, ásamt Hinni Heilögu Synódu Rétt trúnaðarkirkjunnar rússnesku, skyldu á oss hvíla. En hún er sú að ávarpá forystumenn rétt- trúnaðarkirknanna, er lúta hin- um sama herra, og leiðtoga allra annarra kristinna kirkjudeilda, með boðskap postulans um að ástunda á vorum tímum að „keppa eftir því, sem til frið- arins heyrir og til hinnar sam- eiginlegu uppbyggingar" (Róm. 14, 19), svo að kristileg eining vor um hið mikla mál mann- kynsfriðar megi birtast fljótt og með áhrifaríkum hætti“. Lokaorðin eru þessi: „Búumst sjálfir og allir kristn ir menn til helgra afreka fyrir friði mannkyninu til handa. Ef sérhver kristinn maður vill stökkva á hatursbálið þó ekki sé nema einum dropa af úrsvölu vatni, eða vill varpa handfylli af mold í djúp óvináttunnar, sem klýfur heiminn, þá munum vér með öllum þeim dáðum í sam- einingu lengja Kristslífið á jörðu og flýta fyrir komu guðsríkis- ins“. shrif*ar úr daglega lífinu Valentínusardagurinn IDAG er Valentínusardagur, dagur verndardýrlings elsk- endanna. Sagan segir, að á tímum Klá- díusar 2. Rómverjakeisara á síð- ustu áratugum 4. aldar hafi verið uppi prestur sá, er Valentínus hét. Af trúarlegum ástæðum var hann dæmdur til dauða, en í dýfl issunni komst hann í kynni við blinda stúlku, dóttur fangavarð- arins. Áður en hann var „réttað- ur“, skrifaði hann stúlkunni fun- heitt ástarbréf. Þetta var að margra áliti upp- haf þess siðar, að á aftökudaginn, 14. febrúar, bundust menn tryggðaböndum með miklu til- standi. Siðurinn barst til Englands og Skotlands. Þar var ýmist sagt, að fyrsta stúlkan, sem pilturinn sá á Valentínusardaginn, skyldi verða ástmey hans, eða dregið var um það kvöldið áður, hvernig skipta skyldi kvenkostum í hverju plássi. Nú er haldið upp á daginn með því að senda kort eða skeyti og með blómagjöfum. Mest er hafzt að í þessu sam- bandi í Ameríku, en hér á landi fer minna fyrir deginum. Þó hafa blómaverzlanir í Reykjavík til sölu litla blómvendi, sem hnýttir hafa verið í tilefni dagsins. Svolítil tilbreyting EINS og kunnugt er reka ís- lenzku flugfélögin auglýsinga starfsemi og blaðaþjónustu á heimsmælikvarða. Eitt skemmti- legt uppátæki Flugfélags Is- lands er að veita öllum þeim, sem á sumrin fara í miðnætursólar- flug með vélum þess virðulegt skjal, „heimskautsvottorð". Mér datt í hug, hvort þeir í Vestur- álfu hefðu nú lært af Flugfélags- mönnum. Öll blaðaþjónusta í sambandi við flugskeytatilraunir þeirra var lengi vel í mesta ólestri, unz snjall maður réð þar bót á. Ein af ráðstöfunum hans var sú, að hann afhenti blaða- mönnum, sem orðnir voru geð- vondir og rauðeygir af langri bið eftir að Könnuði yrði skotið upp í himinhvolfið, skjal eitt mikið um, að þeir væru teknir í „hetju- reglu flugskeytamanna". Var það myndskreytt plagg og allt hið virðulegasta. Er ekki ósennilegt, að það hafi komið einhverjum í gott skap. Svona smáatriði geta skapað skemmtilega tilbreytingu í önn hversdagsins ekki síður en snot- urlega pökkuð jólagjöf eða skemmtilega skreytt kaka, þar sem það á við. Um þjóffsönginn [ 7ELVAKANDI góður r Mig langar til að biðja þig að birta í dálkum þínum eftir- farandi línur: Lofsöngurinn, sem íslendingar hafa gert að þjóðsöng, er nú loks ins kominn í sálmabókina, en þar á hann heima. Er hann fyrsti sálmurinn í sálmabókinni nýju. Skáldið lætur „eilífðar smá- blómið“ deyja, er það segir: „eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr.*4 Hvernig fær það staðizt, að það, sem eilíft er, deyi? Væri ekki rétt að láta eilífðarblómið þreyja, það er að bíða með eftirvæntingu þess, er við tekur, er æviskeið er runnið? Væri nú ekki rétt að breyta þessu eina orði í sálmin- um að setja orðið þreyr í staðinn fyrir deyr? Er þessu hér með varpað fram til íhugunar. E.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.