Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Föstud. 14. febrúar 1958 Skrifstoiustúlka óskust Ábyggilega unglingsstúlku vantar á skrifstofu í ' nokkra mánuði til að hafa á hendi símavörzlu o. fl. Vélritunarkunnátta æskileg. Eiginhandarumsókn, með upplýsingum um aldur og menntun, ásamt meðmælum ef fyrir hendi eru, send- ist afrgeiðslu blaðsins fyrir 21. þ.m. merkt: Ábyggileg — 8643. Útsala JERSEY KJÓLAR Iítið gallaðir. frá kr. 195.00 ULLARKÁPUR ............... 395.00 POPLÍNKÁPUR...............95.00 Guðluug Ólufsdóttir — minning FYRIR nokkru var jarðsungin Guðlaug Ólafsdóttir frá Árbæ, að viðstöddu miklu fjölmenni. Guðlaug andaðist 14. desember Síðastliðinn. Guðlaug var fædd 2. júní 1868, dóttir Ólafs bónda Þórðar- sonar, Sumarliðabæ og konu hans Guðlaugar Þórðardóttur af hinni kunnu Vikingslækjarætt. Guðiaug ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum, sem voru ellefu er upp komust, en þrjú dóu i æsku. Þessi systkini urðu síðan þjóðkunn af atorku og dugnaði hvert í sínum verka- hring og traust í hvívetna. Guðlaug átti gott heimili í æsku þar sem foreldrar hennar létu sér mjög annt um uppeldi barna sinna og höfðu óvenjulega góð tök á þeim, til andlegs og líkamlegs þroska. Æskuheimilið var hennar aðalskóli. Þar lærði hún að meta hinar fornu sígildu dyggðir; iðjusemi, sparsemi, ráð- deild og ráðvendni. Hún átti nóga hæfileika til að færa sér í nyt þá menntun sem heimilið gat í té látið, enda var það á þeim tíma aðalveganestið út í lífið. Guðlaug giftist 1903 Jóni Jóns- syni, hinum ágætasta manni. Hann dó 1934. Þau byrjuðu bú- skap að Árbæ í Holtum 1904 og bjó hún þar til 1937, er hún lét af búskap og fluttist til Reykja- vikur. Þau hjón ráku stórbúskap eftir því sem þá gerðist og end- urbættu jörðina mikið, færðu út mikla nýrækt svo það var orðið með stærstu túnum í sýslunni um tíma. Einnig létu þau girða af alla jörðina, sem var mikið verk, því hún er með stærstu jörðum sveitarinnar. Á Árbæ var jafnan margt fólk í heimili, enda voru þau mjög hjúasæl allan sinn búskap. Það reyndi á alla stjórnsemi og dugn- að að leysa það af hendi með Ú)RAGTIR 285.00 GABARDINE ÚLPUR með ullafrfóðri og hettu 195.00 DAGKJÓLAR — — 195.00 SAMKVÆMISKJÓLAR .. 395.00 BLÚSSUR 49.00 PEYSUR al-ull 79.00 PEYSUR, rayon 29.00 ALLSKONAR VEFNAÐARVÖRUR OG BÚTAR Á MJÖG LÁGU VERÐI Einnig KVENSKÓR frá kr. 50.00 I Smekklegt úrval af vegg- og loftljósum Nýtízku gólflampar með borðum nýkomnir. Margar nýjar gerðir — GLÆSILEGX Í KVAi. — Laugavegi 68, sími 18066 þeim myndarbrag, sem þar var á öllu, bæði utanhúsa og innan. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra og ver alltaf viðbúið að taka á móti hverjum sem að garði bar, með þeirri hjartan- legri gestrisni og aðlaðandi við- móti, sem þeim var svo ljúft að láta í té við gesti sína. Þau hjón eignuðust 9 börn, tvö dóu í æsku, en hin sem komust til aldurs og eru enn á lífi, eru hér eftirtalin: Ólafur, bílstójri, til heimilis Hárlaugsstöðum, Svan- ur, stúdent, búsettur í Reykjavík, Hrefna gift Ólafi bónda Markús- syni, Bjóluhjáleigu, Eva gift Ingólfi Jónssyni, alþingism. og kaupfélagsstjóra, Hellu, Nanna gift Jóhanni Sigurðssyni, búsett í Reykjavík, Nói fórst af vélbátn- um Verði 9. marz 1956, var kvæntur og átti þrjú börn, hinn mesti efnismaður, Ágústa dó í New York 1948 aðeins 32 ára, bæði á bezta skeiði lífsins. Þarna var mikill harmur kveðinn að fyrir Guðlaugu og alla aðra að- standendur við fráfall þeirra, sem þeim mun seint gleymast. Öll höfðu börn þeirra erft hina léttu lund foreldra sinna, skyldu rækni hver í sínu starfi og prúð í allri framkomu. Guðlaugu fór allt vel úr hendi, sem hún lagði hönd á og hennar lyndiseinkenni voru staðfesta, skyldurækni og fórnfýsi, sem helgaði heimili sínu alla sína krafta, með ástúð og umhyggju fyrir velferð þess. Hún fylgdist vel með tímanum og hafði mikinn áhuga á menn- ingarmálum og myndaði sér fast- ar og ákveðnar skoðanir í hverju því máli sem til hagsbóta gat orðið. Blessuð sé minning hennar. Þ. J. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund INGI INGIMUNDARSON héraðgdómslögmaður Vonarstræti 4. Sími 2-47-53. Heimasími: 2-49-95. Magnús Thortacius hæstaréttarlögniaóur. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 11875. Veitingastofa til sölu Lítil veitingastofa á góð- um stað, til sölu, af sér- stökum ástæðum. Tilboð, með uppl. um heimilisfang og símanúmer, ef til er, sendist Mbl. fyrir hádegi á þriðjudag, merkt: „Sér- stakt tækifæri—8653“. ftlikið úrval af karlmannaskóm með leður og svampsólum Velji3 þar sem úrvalið er mest Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.