Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 15
Föstud. 14. febrúar 1958 MORCVNBLAÐIÐ 15 Jóhanna Guðbrandsdóttir Hunt Minningarorð Átthagafélag Strondomanna Aðgöngumiðar að árshátíð félagsins eru seldir í verzlun Magnúsar Sigurjónssonar, Laugavegi 45, sími 14568. Tryggið ykkur miða í tíma. Stjórnin. „ORATOR“ FÉLAG LAGANEMA HELDUR Árshátíð sína í Tjarnarcafé sunnudaginn 16. febrúar n.k. klukkan 9 e.h. Miðar afhentir í Háskólanum kl. 5—7 í dag og á morgun. — Pantanir í síma 16576 á sama tíma. S.G.T. Félagsvlstin í G.T.-húsinu i kvöld klukkan 9. — Ný 5 kvölda keppni. Heildarverðlaun kr. 1000.00. Auk þess fá ininnst 8 þátttakendur kvöldverðlaun hverju sinni Dansinn hefst klukkan 10.30. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 1-33-55 Þórscafe FOSTUDAGUR F. 1. jan. 1922 — D. 11. febr. 1958. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. VARLA setur að mönnum öllu meiri hugsun um líf og dauða en þegar ungt og gjörvulegt fólk í blóma lífsins er fyrirvara- lítið kallað burt frá okkur. Svo fullvíst sem það er, að eitt sinn skal hver deyja, þá stöndum við þó eftir og spyrjum ósjálfrátt — hví er það líf svo fljótt tekið frá okkur, sem er svo ungt, öll- um kært og lofar svo góðu? En þeirri spurningu verður ekki svar að. Lífið allt er okkur að mestu ráðgáta og hulinn leyndardóm- ur. Það hefur lengi verið sagt: Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Vel trúi ég því, að guð ætli þeim, sem ungir og flekk- lausir deyja, ný og meiri ætlunar verk á öðru tilverustigi. En um þetta verða hugleiðing- ar okkar, þegar við í véikleika okkar hörmum andlát Jóhönnu Guðbrandsdóttur Hunt. Hún fæddist á nýjársdag ár- ið 1922. Foreldrar hennar voru Sigríður Árnadóttir og Guð- brandur Hákonarson, er lengi var vélstjóri á skipum Eimskipafé- lags fslands, kunnur drengskap- armaður. Lézt Guðbrandur fyrir Félagslíf Ármann—KR sunddeildir Skemmtifundur verður í kvöld í KR-húsinu kl. 9. Félagar fjöl- mennið og takið með gesti. Nefndirnar. Knattspyrnufélagið Víkingur Félagsheimilið opið í kvöld kl. 7,30—11,30. Æfingar í kvöld að Hálogalandi: kl. 6 kvennaflokk- ur, kl. 8,30 III. flokkur. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Skíðadeild ÍR Skemmtifundur í ÍR-húsinu fösludag kl. 9 e. h. Bingo o. fl. Stjórnin. Fundur verður í St. Septínu föstudaginn 14. febrúar kl. 8,30 í Ingólfsstræti 22. Séra Jakob Kristinsson flytur erindi: Minni um geðheimareynslu. Sýnd kvik- mynd frá Noregi. Kaffi. Gestir velkomnir. I. O. G. T. Þingstúka Reykjavíkur Templarar! Munið Þingstúkufundinn I kvöld á Fríkirkjuvegi 11. Þt. allmörgum árum, en þær mæðg- ur voru síðan samvistum að mestu þar til Sigríður dó fyrir þremur árum. Jóhanna heitin lagði snemma fyrir sig hár- greiðslustörf, tók próf í þeirri iðngrein, rak um skeið hár- greiðslustofu og var vel látin í því starfi. Árið 1955 giftist Jó- hanna eftirlifandi eiginmanni sínum, Frederic L. Hunt, frá Bandaríkjunum. Fluttu þau snemma á sl. ári vestur um haf, til ættlands hans, þar sem þau stofnuðu heimili sitt og fram- tíðin blasti við þeim. En svo dró óvænt ský fyrir sólu. Hún kenndi þá sl. haust þess sjúkdóms, sem varð henni að aldurtila. Flutti hún hingað heim, lá í Lands- spítalanum og háði þar sína hljóðu baráttu við örlög sín, þar til þreyttar brár féllu til hinzta svefns að morgni 11. þ.m. Þótt bjartar framtíðarvonir hinnar ungu og lífsglöðu konu væru brostnar, þá æðraðist hún aldrei, heldur bað aðra vera hughrausta. Með trúnaðartrausti laut hún vilja hinnar eilífu forsjónar, þar til yfir lauk. Jóhanna heitin var fríð sýnum, björt yfirlitum, há og gjörvi- leg. Hún bar með sér þann þokka og hlýju, sem yljaði öllum í ná- vist hennar. Hún var glaðlynd og einstaklega góðlynd. Aldrei mun hún hafa lagt til nokkurs manns í orði eða verki. öllú'm var hún góð. Það var einkum vegna þessarar hjartahlýju Hönnu okkar, sem öllum þótti svo innilega vænt um hana. Hún var að öllu útliti og hjartalagi eins og sólargeisli, sem gerir hið gráa hversdagslega líf okkar hlýrra og bjartara. Hún var hin þroskaða kona með barnshjarta og hreina sál. Það er mikill harm ur kveðinn að eiginmanni henn- ar og ástvinum við andlát henn- ar og öll munum við lengi sakna hennar. Þegar við í dag fylgjum Jó- hönnu til hinztu hvíldar, þá bless um við bjarta minningu hennar og biðjum henni alls góðs á veg- um æðra lífs. Ég votta eftirlifandi eigin- manni hennar og skyldfólki inni- lega samúð í sorg þeirra. M. J. t Megi á nýjum leiðum ljósið háa og bjarta skína við þér vina, vísa þér veginn heim; ég bið þess að guð þig blessi opni þér faðminn blíða faðir þinn og móðir hinum megin bíða. DANSLEIKIiR að Þórscafé í kvöld kl. 9. Hljómsveit Aage Lorange Hin vinsæla dægurlagasöng- kona DIDDA JÓNS, syngur með liljómsveitinni. Sími: 23-333. Vinkona. Árshátíð Vcrzlunar- og kaupmannafélags Hafnarfjarðar verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 22. þ.m. og hefst með borðhaldi kl. 6.30 e.h. NEFNDIN. Germania kvikmyndasýning verður í Nýja-Bíói laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00 Sýndar verða þýzkar fræðslu- og fréttamyndir. Aðgangur ókeypis. Félagsstjórnin. Bokorasveínaiélag íslands þakkar öllum þeim, sem sendu félaginu kveðjur, gjafir og árnaðaróskir á 50 ára afmæli félagsins. Stjórn Bakarasveinafélags íslands VttRÐLR - HVttT - HEIMDALLLR - ODINN Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík mánudaginn 17. febr. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu Skemmtiatriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp. — 3. Verðlau naafhending. — 4. Dregið í happdrætti. — Itvikmynda- sýning. — Aðgöngumiðar verða afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag klukkan 5—6 e.h. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.