Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fostud. 14. febrúar 1958 'ITU aí reihan di Eftir EUGAR MITTEL HOI.ZER ÞýSii.g: Sverrir Haraidsson Rakhnífurinn féll úr hönd hans. Hann greip báðum hpnd- um fyrir andlitið á sér og kjökr- aði. Svo létu hnén undan og hann hneig niður og lá eins og einhver snöktandi hrúga, sem hristist af ofsalegum grátekka. Hún flýtti sér að fara aftur í fötin, hljóp framhjá honum og ætlaði að flýta sér heimleiðis, Jiegar henni hvarf skyndilega all- ur tti ogó hún stanzaði og leit til hans. Svo gekk hún eitt skref nær honum, stanzaði, laut niður tók upp rakhnífinn, fleygði honum langt inn í þykknið, gekk svo alveg til hans, strauk létt með hendinni yfir höfuðið á honum og sagði: „Svona, stattu nú á fætur og við skulum halda heim- leiðis. Komdu nú, Gregory". Hann hætti að kjökra, lyfti höíðinu og leit á hana og svipur hans var þannig, að hún varð að bíta sig fast í varirnar, en augu Ítpnnar fylltust tárum. Hann reis hægt á fætur, skjálf- andi á beinum, og fylgdist með henni eftir stígnum í áttina að Ibi Creek. Ferðin yfir trjábolinn var hættuleg. Hún varð að halda í hönd hans og leiða hann hægt og gætilega, skref fyrir skref. Hönd hans var köld og hann hélt áfram að skjálfa. Þegar þau voru komin yfir á hinn bakkann, sagði hann: „Þakka þér fyrir“, og brosti veiku brosi. ANNAR HLUTI I. Gregory reyndi þrenns konar tilfinningar í röð. Fyrst var því líkast sem stór sandsteinn hefði skilið sig frá einhverjum svið- um hugans og fallið í burtu, svo að mikil santímaefróun breiddist út um taugakerfið, eins og blóð- vatn um seðar hans. Svo á leið- inni heim, hélt hann áfram að líta í kringum sig og fannst sem hann væri nýsloppinn út úr glergeymi, þar sem loftið var þykkt og þjakandi. Skjálftinn hvarf smátt og smátt og þriðja tilfinningin gagntók hann, í líki ákafrar forvitni. Hann fann það á sér, að mikilvægur atburður hafði nýlega gerst og það var nauðsynlegt að hann vissi, hvaða' atburður þar væri. — „Myndirðu álita mig kjána", sagði hann við Mabel — „ef ég spyrði þið einn- ar spurningar?“ „Hvaða spurning er það?“ „Hagaði ég mér að einhverju leyti nokkuð undarlega fyrir stuttri stund?“ Hún gaf honum forvitnislegt hornauga, en hristi svo hófuðið, eftir örstutt hik og tautaði: „Nei“. Hann tók eftir því, að svipur hennar var þvingaður. „Ertu alveg viss um það?“ „Já“. Hún sagði það án þess að mæta augnaráði hans og hún rcðnaði skyndilega. „Þú veizt að þú þarft ekki að hlífa tilfinningum mínum. Segðu mér nú alveg eins og er. Sagði ég ekki einu sinni neitt, sem þér fannst — sem þér fannst und- arlegt eða fjarstæðukennt?1 Hún brosti: „En heidurðu að þú vissir það ekki sjálfur bezt, ef svo hefði verið? Hefurðu kannske svo slæmt minni?“ Honum virtist líða eitthvað óþægilega og hann tautaði: „Já, það er líklega ósköp heimskulegt að spyrja svona. Reyndu bara að gleyma því“. Óþægileg þögn ríkti um stund. En svo rauf hún hana, eins og af einskærum vandræðum, með því segja: „Segirðu það alveg satt, að þú munir það ekki sjálf- ur?“ Rödd hennar var vingjarn- leg. Hann hristi höfuðið og sagði hljóðlega: — „Ekkert framyfir þetta venjulega. Ég hefi það á tilfinningunni að ég muni hafa orðið eitthvað annars hugar, þeg- ar við fórum yfir á hinn bakk- ann. Ég man óljóst eftir því, að ég var eitthvað að tala við sjálf- an mig. Það er allt og sumt“. „En hvers vegna heldurðu að eitthvað óvenjulegt hafi komið fyrir?“ Hann hikaði: — „Mér datt það bara í hug. Þegar við vorum á leiðinni heim — þegar þú varst búin að hjálpa mér yfir trjábol- inn — fann ég til einsvers konar hryllings“. Hann reyndi að brosa glaðlega og hélt áfram: — „Það var lík- ast því sem ég væri í mjög döpru og ömurlegu skapi, en svo hefði einhver mjög skyndilega komið mér í geðshræringu og þá vapð ég aftur léttur í skapi. Ég er (hræddur um að ég geti ekki lýst þessu betur á neinn hátt“. Fleiri orð fóru ekki á milli þeirra. Svipur hans varð áhyggju fullur og hélzt svo alla leið heim að húsinu. Allan þennan dag og nokkra næstu daga var hann óvenjulega hljóður og var sem mest einn og út-af fyrir sig. Að hverri mál- tíð lokinni, fór hann upp í her- bergið sitt og las í bókum. (Fyr- ir sunnudaginn hafði hann hreint ekkert lesið). Hann talaði ein- Armstól I ★ Léttur ★ Fallegur ★ Hentugur Verð: Kr.: 765.00 Sími: 24064 Slær í gegn! M00BES HATTARNIR ★ eru komnir aftur ★ fallegir litir ★ fallegt Iag Ceysir hi., Fatadeildin M A R K Ú S Eftii Ed Dodd 1) — Króka-Refur er farinn og hefir tekið allt með sér, stórt mti ssoátt 2) — Einasta von mín er að skilja steingeitina hér eftir og ná honum. 3) — Markús leggur af stað — snjókomuna eykur. ungis, þegar á hann var yrt, en talaði þá alúðlega og án nokkurs hiks, enda þótt hann væri greini- lega feiminn í hvert skipti sem hann komst í snertingu við Mabel. „Ég held að Maby hafi beitt hann einhverjum töfrum", sagði Garvey. — „Þegar hún fór í gönguferðina með honum á sunnu daginn“. Þau sátu við hádegisverðar- borðið á þriðjudag og Gregory hafði beðizt afsökunar og var nýfarinn upp á loft. Olivia 'og Berton skiptust á dulmerkjum, en Mabel þagði. „Hann hefur vissulega virzt breytast núna síðustu tvo dag- ana“, sagði frú Harmston. — „í gærmorgun sá ég að hann var að lesa inni í herberginu sínu og spurði hann hvort hann vildi ekki gjarnan líta á bækurnar í Stóru stofunni og hann sagði jú — og svo var hann í næstum heila klukkustund þar inni og skoðaði bækurnar". „Já, ég hefi tekið eftir ákveð- inni breytingu", sagði séra Harms ton og kmkaði kolli. „Vitið þið ekki hvað komið hefur fyrir?“ sagði Olivia með leyndardómsfullu brosi. — „Get- ið þið ekki gizkað á það?“ „Gizkað á hvað? Hvað hefur komið fyrir?" spurði faðir henn- ar. Hún leit yfir borðið, til Bertons og veifaði þumalfingrinum fyrir framan nefið á sér, og Berton svaraði á sama hátt, mjög hátíð- legur á svipinn. „Oh, hættið þið einhvern tíma þessu hálfvitalega handapati", hreytti Garvey út úr sér. — „Hvaða óttalegur leyndardómur er nú á ferðinni í þetta skiptið?“ „Gerðu svo vel að gefa skýr- ingu, 01ivia“, sagði séra Harms- ton alvarlegum rómi. „Það er ósköp auðvelt að út- skýra. Hann, sem við sáum fyrir nón á sunnudaginn, var skugginn hans, en þessi sem við höfum séð síðan, er hann sjálfur, í raun og veru. Með öðrum orðum, hann er kominn á meðal okkar“. „Og hvað olli komu hans hing- að á sunnudaginn?" Hún kældi sér á vöngum með hendinni. — „Er ekki voðalega heitt? Ég er hræddur um að það gangi í þrumuveður seinna í kvöld“. „Ég heyrði þrumuhljóðið í 33Utvarpiö Föstudagur 14. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (LeiðsCgumað- ur: Guðm. M. Þorláksson kenn- ari). 20.35 Erindi: Frá Rúmeniu (Magnús Á. Árnason listmálari). 20.55 Kórsöngur: Útvarpskórinn syngur lög eftir erlend tónskáld. 21.30 Útvarpssagan: „Sólon ís- landus“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi; VI. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.20 Erindi: ítalski myndhöggvarinn Antónío Conova eftir Eggert Stefánsson söngvara (Andrés Björnsson flytur). 22.35 Sinfónískir tónleikar. 23.10 Dag- skrárlok. Laugardagur 15. febrúar Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjóhsdóttir). 14.00 „Laugar- dagslögin“. 16.30 Endurtekið efni. 17.15 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). — Tónleikar. 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.30 Út- varpssaga barnanna: „Hanna og Dóra“ eftir Stefán Jónsson; IV. (Höfundur les). 18.55 í kvöld- rökkrinu: Tónleikar á plötum frá hollenzka útvarpinu í Hilversum. 20.30 Suisse Romande hljómsveit- in leikur tvö stutt verk eftir De- bussy og Ravel. 20.45 Leikrit! „Útþrá“ eftir Jean Jacques Bern- ard. Leikstjóri og þýðandi: Valur Gíslason. — 22.10 Passíusálmur (12). 22.20 Danslög (plötur). —- 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.