Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ Breytileg átt. Lítilsháttar él. tffgttttM&Mfr 38. tbl. — Föstudagur 14. febrúar 1958. Yesfur-lslendingar Sjá grein á bls. 11. Be/íarjbo/ afréttanna Hafin útgáfa gróðurkorta 25 jbús. smál. at þorski og karfa til Rússlands Og hægt að auka það magn um 7 þús. lestir NÝLEGA er komið út á vegum Landbúnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans, Gróðurkort og lýsing Gnúpverjaafréttar, og hafa þeir dr. Björn Jóhannesson, jarðvegsfræðingur og Ingvi Þor- steinsson annazt útgáfuna. Er þetta fyrsta kort þessarar teg- undar, sem gert hefir verið hér á landi. Megintilgangurinn að ákvarða beitarþol afréttarins Skýrði dr. Björn Jóhannesson blaðamönnum frá þessu í gær og ræddi þá m.a. um þrjú höfuðvið- fangsefni jarðvegsrannsókna. — Gróðurkortagerð mun vera einna viðaminnst þessara viðfangsefna. Búnaðardeildinni hefir verið ljós um alllangt skeið nauðsyn þess að gera gróðurkort af afréttum, er sýndu jafnframt helztu land- tegundir. Megintilgangur umræddra gróð urrannsókna er að afla upplýs- inga, er auðvelda ákvörðun á beitarþoli afréttarins. Fyrsta skil yrðið til að gera sér grein fyrir beitargildi ákveðins afréttar- svæðis er augljóslega að þekkja stærð og tegundir gróins lands. Merkileg söguleg gögn Einnig má leggja áherzlu á, að gróðurkort eins og það, sem hér um ræðir, verða er tímar líða, merkileg söguleg gögn. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir gróðurfarsbreytingum, sem eiga sér 'stað á alllöngu árabili nema fyrir hendi sé greinileg lýs ing á landinu í byrjun og í lok umrædds tímabils. Á grundvelli gróðurkortsins af Gnúpverjaaf- rétti verður að 100 árum liðnum hægv að gera sér grein fyrir gróðurbreytingum á Gnúpverja- afrétti á þessu tímabili. Mikilvæg hjálpargögn um afnot og meðferð afrétta Einnig er auðsætt, að gróður- kort afréttarlanda eru mikilvæg hjálpargögn fyrir hvers konar rannsóknir, er varða afnot og með ferð afrétta. Nú er rætt um þann möguleika að bera áburð á af- rétti. Áður en hafizt yrði handa um slíkt, er nauðsynlegt að hafa mynd af stærð hinna ýmsu gróð- urlervda og landtegunda og vita jafnframt, hvernig hin ýmsu gróðurhverfi taka áburðargjöf. Gróðurkortagerð hófst hér ekki fyrr en sumarið 1955. Sl. sumar var farið um Biskups- tungnaafrétt og gert frumkort af svæðinu frá Haukadal og inn undir Kjalfell. Leiðangur þessi tók 12 dagá, og voru þátttakend- ur sjö talsins. Farið er um svæð- ið á hestum og gróðurlendin teiknuð inn á loftmyndir. Ætlun- in er að taka fyrir ákveðið af- réttarsvæði ,annað hvort ár og œtti því að koma út annað hvort ár kort og ritgerð í svipuðu formi og þau, er nú liggja fyrir. Steindór Steindórsson, mennta- skóiakennari, hefir leiðbeint varð andi flokkun og ákvörðun gróð- urhverfa á 'Gnúpverjaafrétti, en hann hefir um langt árabil gert viðtækar gróðurrannsóknir á há- lendi íslands. Guðmundur Kjart- ansson hefir skrifað þann kafla lýsingarinnar, er fjailar um jarð- myndanir á Gnúpverjaafrétti. Auk dr. Björns tóku þátt í rann- sóknarstöríum á afréttinum Ein- ar Gíslason, Ingvi Þorsteinsson og Steindór Steindórsson. Fylgd- armaður var Ágúst Sveinsson, bóndi að Ásum. Prentsmiðjan Litbrá annaðist prentun kort- anna. Jarðvegskort af Holtum og Landssveit búin til prentunar Dr. Björn drap einnig á jarð- vegskortagerð, sem er stórum um fangsmeiri en gerð gróðurkorta. Hér á landi hófst undirbúningur á jarðvegskortagerð sumarið 1951. Bandarískur jarðvegsfræðingur dr. Iver J. Nygard dvaldist þá hér i rúma tvo mánuði til að Koma jarðvegskortagerð á rek- spöl. Síðan hefir verið unnið ó- slitið, að þessum málum, en ekk- ert jarðvegskort hefir enn ver- ið gefið út. Valda því fjárskort- ur og tæknilegir erfiðleikar. Kort af Holtum og Landssveit eru að mestu búin til prentunar. Úti- vinnu við kortagerð er lokið í Eyjafirði nema í Svarfaðardal, og verður útivinna við kortagerð í Borgarfirðí væntanlega hafin á sumri komanda. ★ •★ Við jarðvegs- og gróðurkorta- gerð eru notaðar loftmyndir, og annast Landmælingar fslands myndatökuna. Mikið starf framundan í jarðvegskortagerð Vel gerð jarðvegskort eru til margra hluta nytsamleg, bæði varðandi skipulag byggða og ein- stakra býla og varðandi ræktun lands. Enda leggja flestar rækt- unarþjóðir mikla og sívaxandi á- herzlu á jarðvegsrannsóknir og jarðvegskortagerð. Mikið starf er fram undan í að gera jarðvegs- kort af öllum íslands byggðum, og mun það taka marga ára- tugi. Er þetta vafalítið stærsta verkefni, sem tekið hefir verið fyrir á sviði íslenzkra náttúru- rannsókna að frátöldu íslands- korti herforingjaráðsins danska. Góð Ieiðbeiningarþjónusta varðandi áburðarnotkun Einnig drap dr. Björn á nauð- syn þess að koma á fót góðri leið beiningarþjónustu varðandi á- burðarnotkun. Slík þjónusta verð ur að verulegu leyti að byggj- ast á efnarannsóknum. Er þetta Þrír fótbrotnuðu ÍSAFIRÐI 13. febr. — Á þriðjud. fótbrotnuðu tveir ísfirðingar á skíðum hér í brekkunum fyrir ofan bæinn, Stórurð.Annar þeirra er Sverrir Jónsson sem er kunnur skíðagarpur, en hinn er Hákon Guðmundsson, sem mikið stund- ar skíðaíþróttir. Þnðji maðurir.n fótbraut sig þennan sama dag. Var það brezkur sjóliði af eftir- litsskipi Breta hér við land. — J. HÁSKÓLA íslands hefur borizt svofelit bréf, dags. 8. febr. sl., frá Haraldi V. Ólafssyni, for- stjóra Fálkans h.f. í Reykjavík: „Stjórn Fálkans h/f hefir ákveðið að færa Háskóla íslands að gjöf nokkuð af sígildum hljóm plötum eftir eigin vali, að sölu- verði samtals kr. 10.000.00, til aukningar plötusafni hans. Einnig mun Fálkinn hf. fram- v.egis senda Háskólanum eintak af öllum plötum með sígildri ís- lenzkri tónlist, er fyrirtækið gef- ur út. Vér viljum láta í ljósi aðdáun vora á tónlistarstarfsemi Háskól- ans, og teljum að kynningar- rannsakab »-----------------— torvelt viðfangsefni, þar sem ís- lenzkur jarðvegur og ræktunar- aðstæður eru gjörólíkar því, sem gerist í öðrum ræktunarlöndum og getum við því ekki nema að litlu leyti hagnýtt okkur reynsiu annarra þjóða á þessu sviði. ★ •★ Þess má geta, að á sl. ári keyptu hændur áburð fyrir nærri 60 millj. kr., og koma þá að meðaltali á tíunda þúsund krón- ur í hlut hvers bónda. Augljóst er því, hversu mikið hagsmuna- mál er að koma slíkri leiðbein- ingarþjónustu í viðunandi horf. ÞETTA er Jóhannes Jónsson, vélstjóri, Hólmgarði 39, sem með snarræði sínu og góðri sundkunn áttu bjargaði manni frá drukkn- un í höfninni í Bremerhaven fyr- ir um það bil ári. Var skýrt frá því í blöðunum í gær, að sendi- herra Vestur-Þýzkalands hér, hafi í gær veitt Jóhannesi heið- urspening fyrir þetta björgunar- afrek. Geta má þess að Jóhannes var um eitt skeið kunnfur íþrótta- maður. Nýr bátur tiJ Hornafjarðar ■HÖFN í Hornafirði, 13. febrúar. — í gær kom til Hornafjarðar nýr bátur, er byggður er í Svi- þjóð úr eik. Báturinn er 71 smá- lest brúttó, búinn öllum full- komnustu siglingartækjum, svo sem radar og asdic-dýptarmæli. Vélin er 400 ha Manheim-diesei- vél og auk þess er 11 ha ljósa- vél. í bátnum er olíudrifið raf- magnsstýri. Báturinn fékk gott veður á leið inni, og var fjóra sólarhringa frá Skagen til Hornafjarðar. Guðni Jóhannsson skiptjóri, Reykjavík, sigldi bátnum upp. Eigendur eru Óskar Valdimarsson og Ársæll Guðjónsson. — Gunnar. hljómleikar þeir, sem Háskólinn heldur, muni mjög glæða áhuga háskólastúdenta og annarra, sem þá sækja, fyrir sígildri tónlist". Tónlistardeild Háskólans hefur þegar valið klassískar hljómplöt- ur fyrir áðurgreinda upphæð og bætt þeim við plötusafn skólans, sem nemur nú alls upp undir 200 hæggengisplötum. Kann Háskóli íslands Fálkanum h.f. miklar þakkir fyrir þessa rausnarlegu og kærkomnu gjöf og velvildarhug hans í Háskólans garð fyrr og síðar. Er ekki að efa, að gjöf þessi verði til að auka mjög kynni stúdenta og annarra af góðri og sígildri tónlist. (Frá Háskóla íslands) UNDANFARIÐ hafa farið fram í Reykjavík samningaviðræður milli íslenzkra og sovézkra aðila um sölu á freðfiski til Sovét- rikjanna, innan samnings þess, sem gerður var í september 1956, en sá samningur var gerður til þriggja ára og gerir ráð fyrir 32.000 smál. af freðfiski á ári. Gengið hefir nú verið frá samn ingum um sölu á 25.000 smál. af í HÆSTRÉTTI er genginn dómu,r í athyglisverðu skaðabótamáli, sem hófst norður á Akureyri. Það var um það deilt hvort bíleigandi væri skaðabótaskyldur vegna tjóns, er af því hlauzt er steinn kastaðist frá hjóli bílsins með þeim afleiðingum að rúða brotn- aði. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar í málinu, er dæmdi bíleigandann til greiðslu skaða- bóta. Forsaga málsins er á þessa leið: í júlímánuði 1956 var Tómas Ólafsson, bílstjóri Holtagötu 11 á Akureyri, að vinna með vöru- bíl sinn við Útvegsbankaútibúið þar í bænum. Var Tómas að aka á bíl sinum uppgreftri við bank- ann. Hann hafði lagt bílnum þannig, að annað afturhjól hans Lent’ í spili og stórslosoðist KEFLAVÍK, 13. febrúar: — Um klukkan átta í morgun vildi það slys til á vélbátnum Hrönn fra Sandgerði, að einn skipverjanna, Björn Árdal Guðmundsson frá Miðkoti í Sandgerði, lenti á spili bátsins og stórslasaðist. Vélbáturinn Hrönn var á veið- um er þetta gerðist. Var þegar haldið til Keflavíkur, þar sem Björn var fluttur í sjúkrahús. Viðskiptasamn- ingur við Ung- varjaland fram- lengdur VIÐSKIPTA- og greiðslusamning ur íslands og Ungverjalands frá 6. marz '1953, sem falla átti úr gildi við sl. áramót, hefur verið framlengdur óbreyttur til árs- loka 1958. Framlengingin fór fram í Moskvu hinn 27. janúar sl. með erindaskiptum milli Péturs Thor- steinssonar sendiherra og János Boldoczki, sendihena Ungverja- lands í Moskvu. (Frá utanríkisráðuneytinu). FÉLAG PÍPULAGNINGA- MEISTARA NÝLEGA er lokið aðalfundi í Fé- lagi pípulagningameistara.Stj órn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa, Bergur Jónssonform., Benóný Kristjánsson, varaform., Hallgrímur Kristjánsson ritari, Páll Magnússon gjaldkeri og Sig- urður J. Jónasson meðstjórnandi. þorski og karfa, er afgreiðast skai á þessu ári. Auk þes hafa Islendingar heim ild til að auka það magn um allt að 7.000 smáh síðar á árinu. Skilmálar allir eru hinir sömu í þesíum samningi og verið hefir undanfarið. (Frá Sjávarútvegsmála- ráðuneytinu). var uppi á gangstéttinni. Óhapp- ið með rúðuna vildi til er bíllinn var að fara af stað og afturhjól- ið fór niður af gangstéttinni, nið- ur á götuna. Steinn kastaðist þá frá þessu hjóli í rúðu í bank- anum með þeim afleiðingum aS hún sprakk öll og eyðilagðist. Útvegsbankinn heimtaði bætur fyrir þetta tjón og hófst nú mála- rekstur fyrir bæjarþingi Akur- eyrar. Útvegsbankinn taldi eig- anda bílsins bótaskyldan, en bíl- eigandinn krafðist sýknu og byggði hana m.a. á því að bíll- inn hafi verið í vinnu fyrir Út- vegsbankann sjálfan er óhappið vildi til og hafi tjónið beinlínis leitt af framkvæmd verksins. I undirrétti var sýknukrafa Tómasar eigi tekin til greina og voru forsendurnar m.a. þær að þar sem meiri eða minni möl hafi verið kringum bílinn og gatan malbikuð, hafi mátt búast við því að steinar kynnu að hrökkva undan hjólunum, einkum þegar hjólið, er var uppi á gangstétt- inni færi út af kantinum, ef ekki væri farið því varlegar. Urðu úrslitin sem fyrr greinir að Tómas tapaði málinu. Hann vildi ekki una þeim úrslitum og skaut mál- inu til Hæstaréttar, sem dæmdi í því á miðvikudaginn. Eftir að lýst hefur verið í dómsskjölum Hæstaréttar kröfum bankans fyr ir réttinum um staðfestingu á dómi undirréttar og kröfum Tóm asar sem aðallega voru þær dð hann krefðist sýknu, segir síðan m.a. á þessa leið í forsendum dómsins: „Samkvæmt atvikum máls þessa og vitnaskýrslum, sem lýst er í héraðsdómi, þykir nægilega leitt í ljós, að steinn hafi kastazt frá afturhjóli á bifreið áfrýjanda (Tómasar Ólafssonar) í rúðu á húsi stefnda (Útvegsb. á Akur- eyri) og brotið hana. Það er al- kunna, að þess háttar hætta af steinkasti getur stafað af akstri bifreiða, þegar þeim er ekið eft- ir vegi, þar sem möl eða lausir steinar eru fyrir. Eðlilegast er, að ábyrgðarmaður bifreiðar sam- kvæmt 1. og 2. mgr. 35. gr. laga nr. 23/1941 beri ábyrgð á tjóni, sem bifreið veldur með slíkum hætti, þó að ökumanni verði ekki metið slysið eða tjónið til sakar. Má því á það fallast, að áfrýjandi beri fébótaábyrgð á tjóni stefnda. Hér fyrir dómi eru aðiljar sam- mála um, að tjón stefnda hafi numið kr. 4417.42. Ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda þá fjárhæð ásamt 6% ársvöxtum frá 23. júlí 1956 til greiðsludags. Svo ber og að staðfesta máls- kostnaðarákvæði héraðsdóms og dæma stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Á stefndi lögveðrétt í bifreiðinni A-640 fyrir fjárhæðum þessum". Fólkinn h.f. gefur Háskólnnum hljómplötnr fyrir 10 þús. kr. Bíleigandi tapar skaða- bótamáli út af rúðubroti Óvenjulegt mál fyrir Hæstarétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.