Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORCUNRLAÐIE taugardagur 1. marz 1958 tJtg.: H.í. Arvakur, Heykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson- Aðairxtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. AsKnftargjalfl kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. LJOTAR BARDAGAAÐFERÐIR FRA því er sagt að Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri á Seyð- iafirði, sá sem kosinn var þing- maður þar í bæ við kosningarnar 1956, svo sem þjóðkunnugt er orð- ið, hafi gengið um gólf á kjörstað þar í bænum nú við bæjarstjórn- arkosningar með blýant og vasa- bók í hendi og skrifað það sem honum sýndist um mannaferðir þar. Þegar kaupfélagsstjóranum og þingmanninum var á það bent, að samkvæmt nýju kosningalögun um væri ekki leyft að rita niður neinar upplýsingar um kjörsókn, skeytti hann því engu. En grun- ur lagðist á, að kaupfélagsstjór- inn og þingmaðurinn hefði ætlað að nota það sem niður var ritað, sér til leiðbeiningar og stuðnings í viðskiptum sínum við fólk á staðnum. Um það er ekki vitað, hvað kaupfélagsstjórinn ritaði niður, en það má telja ekki óeðli- legt að grunsemdir fólks vökn- uðu í þessu sambandi. Hvað svo sem það hefur verið, sem kaupfélagsstjórinn á Seyðis- firði var að krota niður þar á kjör staðnum, þá gefa þó grunsemdir manna í þessu sambandi nokkra bendingu um það, hvert álit nú er á bardagaaðferðum Framsóknar- manna og SÍS-liðsins. Þessar bar- dagaaðferðir koma líka mjög glögglega fram nú eftir að Morg- unblaðið sagði frá hinu fá- heyrða vörubraski í sam- bandi við Keflavíkurflugvöll. Ef til vill hafa bardagaaðferðir Tím ans og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga aldrei komið skýrar í ljós en í þessu máli og jafnvel þótt aldrei verði hægt að komast til botns í öllu þessu braski og þeir sem geta upplýst það sitji á þýðingarmiklum upplýsingum og telji sér hentast að koma ekki fram í dagsljósið, þá hefur það þó orðið lýðum ljóst, hvern- ig bardagaaðferðir það eru, sem beitt er nú af peningavaldi SÍS. * f samb. við vörubraskið á Kefla víkurflugvelli, var á það bent, að einstætt mætti það athæfi telj- ast, að flytja varning, sem næmi milljónaverðmætum og ef til vill tugum millj. að verðmæti, út af Keflavíkurflugvelli í vöruskemmu Regins h.f., sem er dótturfyrir- tæki SÍS, í Silfurtúni. Á það var bent, að slíkt hefði aldrei gerzt áður, svo að vitað væri. En nú senúi utanríkisráðuneyt ið út fréttatilkynningu, en Varn- armáladeild heyrir undir utanrík- isráðuneytið. Frá því var skýrt að sa heimild, sem gefin hefði verið út til vöruflutninga af Keflavík- urflugvelli hefði fyrst og fremst náð til afganga af byggingarvör- um, en með því að leyfishafinn, sem í þessu tilfelli var „Islenzkir aðalverktakar“, sem dótturfyrir- tæki SÍS er aðili að, hefði farið út fyrir heimild sína, þá hefðu vöruflutningar þessir verið stöðv aðir. Þessu næst risu svo Islenzkir aðalverktakar upp og var auðséð að mikið var nú niðri fyrir. Var þar á allan hátt reynt að breiða yfir það vörubrask, sem hér hafði verið stofnað til, og gera þá, sem gagnrýnt höfðu þetta athæfi tor- tryggilega. Síðan hafa Islenzkir aðalverk- takar ítrekað verið að því spurð- ir, hverju nemi söluverð og toll- verð þessa varnings, sem flytja átti út af Keflavíkurflugvelli. — Engin svör hafa fengizt. Þessir aðilar hafa reynt að skjóta sér á bak við þögnina, en þá var haf- in ný herferð af hendi Tímans, sem sýnir á annan bóginn glöggt veilurnar í málstað þeirra, sem í braskinu stóðu með varnarliðsvör urnar og á hinn bóginn, hvaða að- ferðum er boitt til að reyna að villa um fyrir fólki. Til þess að breiða yfir þögn- ina var nú Tíminn látinn hefja mikla árás á hendur Sameinuðum verktökum og er skemmst af að segja, að þar er skrökvað gersam Iega út í loftið og búnar til upp- hæðir og tölur, sem hvergi koma nálægt veruleikanum. Þannig stóð á að Sameinaðir verktakar, sem nú .hafa verið lagðir niður, höfðu fengið leyfi varnarmáladeildar til að selja afganga af byggingarvör um og tækjum, sem samtökin höfðu notað við framkvæmdir á Kef lavikurflugvelli, en aldrei höfðu verið í eigu varnarliðsins og höfðu ýmist verið keyptar á ii.nlendum markaði eða fluttar inn eftir venjulegum leiðum gegn gjaldeyris- og innflutningsleyf- um. Hér var þvi auðvitað allt öðru máli að gegna en um vöi-u- brask það, sem Framsóknarmenn irnir stóðu á bak við og beindist að því að ná hagnaðinum af mestu viðskiptum, sem stofnað hafði verið til við varnarliðið sjálft. Þar var heldur ekki um að ræða afganga af byggingarvörum, keyptum innanlands eða gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum heldur var var þarna um að ræða kaup á mörg hundruð vörutegund um, þar með vefnaðarvörum, kæli skápum og alls konar áhöldum, sem voru runnar beint frá varnar liðinu og aldrei höfðu verið flutt ar inn í landið á venjulegan hátt. En bardagaaðferðin kemur Ijóst fram. 1 stað þess að upplýsa nú að fullu flutningana í Silfurtún og allt, sem þar lá á bak við, upp- hæðir, þær sem um var að ræða og annað sem um var spurt, þá var beinlínis hafin herferð á hend ur öðru fyrirtæki, sem raunar er ekki lengur til, og á það deilt með upplognum sögum, til þess að slá ryki í augu almennings. Þannig eru þá bardagaað- ferðir Tímans og þeii-ra SlS- manna. Nú er það alþjóð vitanlegt, að Tíminn er gef- ir.n út af Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga, þannig að það þarf engan al undra, þó að Tíminn láti sig braskmál eins og þetta nokkru skipta. Það er nú svo kornið að Tíminn telur það helzta hlutverk sitt að breiða yfir og verja _.llt, sem viðkemur peningavaldi SlS. Forusta Framsóknarflokksins og Tíminn beita sér af öllu afli að þ ssu verkefni. Um annað er ekki hirt. Það er hvorki skeytt um að ferðirnar til að græða peninga né heldur um það hvaða aðferðir eru notaðar til að verja þann gróða. Þannig er orðið ástandið hjá for- ustuliði Framsóknarflokksins og blaði hans. IITAN UR HEIMI C-133A rís ekki hátt yfir flugvöllinn. Hjólaútbúnaður er rammger og er hann útbyggður úr búknum. Ef þið athugið myndina vel, sjáið þið, að neðan til á búknum, undir vængjunum, er sem einhvers konar hylki sé fest utan á flugvélina. — Þetta eru einungis hlífar yfir hinum út- byggða hjólaútbúnaöi. Flugvélin flytur 400 manns ÖLLUM kemur saman um það, að þessi flugvél er engin smá- smíði, enda er hún stærsta flutn- ingaflugvél bandaríska flughers- ins, fjórum sinnum stærri en Globemaster. Douglas-f lugvélaverksmiðj urn- ar framleiða þessa flugvél, sem nefnist C-133A. Hún er knúin fjórum hreyflum, sem hver um sig er 5% m. langur — og 6.000 hestafla. Lengd búksins er 46 metrar, en vænghaf flug- vélarinnar er 55 metrar. — Eins og þið sjáið, er flugvélin mjög lág á jörðu. Hjólaútbúnað- ur er mjög rammbyggður og ör- uggara talið, að hafa þau á sem stytztum stilkum — og er flug- vélarbúkurinn því ekki nema 0.60 m. ofar jörðu — á flugvelli. Hins vegar skagar stélið 14,6 m í loft upp og er það því svipað að hæð og fjögurra hæða hús. C-133A getur flutt 45 lesta farm, en fullfermd hefur flug- vélin ekki nema 1600 km. flug- þol og samsvarar það fiugleið- inni Reykjavík—París. Hins veg- ar eykst flugþol hennar mjög, ef hleðslan er minnkuð — og sé hún notuð til mannflutninga margfaldast flugþolið. Flugvél af þessari gerð, sem sérstaklega er útbúin til mannflutninga, getur fiutt 400 hermenn. Þá eru vist- arverur á tveim hæðum, en við vörufl. er rúminu í flugvélar- búknum ekki skipt. Getur hún þá t.d. flutt 16 jeppabíla — og einnig hefur hún verið notuð til flutnínga á eldflaugum og eld- flaugahlutum milli framleiðslu- staða og tilraunastöðva. Aftur- enda flugvélarinnar er hægt að opna, eins og myndin sýnir og er farartækjum ekið beint inn í fiugvélina. , andi mynd hefur hún ekki nægi- C-133A hefur nokkrum sinn- legt flugþol til þess að fljúga um flogið yfir Atlantshaf, en þó fullhlaðin án viðkomu yfir At- ekki fullhlaðin, því að í núver- I lantshaf. Sá 5. var beztur Farartækin aka inn í flugvélina. Dyrnar eru 3,6 má hæð Leysingar í Mið-Evrápu PARÍS, 27. febrúar. — Mikill vöxtur hljóp í dag í fljót Vestur- Evrópu, þegar skyndilega brá aftur til blota og þiðu eftir feiki- mikla fannkomu í byrjun vikunnar. Vatnavextir voru í ám í Frakk- landi, Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu. Víða í þessum lönd- um flæddi vatn yfir þorp og bæi sem standa á árbökkum. komusal neðri deildar þýzka þingsins í Bonn. Flóðvarnastjórn Hollands hefur birt aðvaranir um að hætta sé á flóðum bæði við Rínarkvíslarnar og við Maas. — Sagt er að fólk hafi nú þegar orðið að flýja úr bænum Itteren, sem stendur á bakka Maas- fljótsins. í París voru aðvaranir birtar um að vatnsborð Signu væri komið upp fyrir það sem tryggt þykir austan við borgina. Bær- inn Coulommiers er umkringdur af vatnsflaum og urðu slökkviliðs menn að taka að sér flutninga nauðsynja til bæjarins með bát- um. Fljótin Marne og Yonne eru meira en bakkafull. Margir bæir meðfram Rín hafa umlukzt vatni og jafnvel er tal- in hætta á að vatn úr fljótinu renni inn í hinn glæsilega sam- James V. kyssir konu sína. Rita Hayworth giftist sem kunn- ugt er fyrir skemmstu — í 5 sinn. Nýi eiginmaðurinn er kvik- myndaframleiðandi, James Hill að nafni — og í Hollywood kalla l gárungarnir hann nú James V. Þessi hjónavígsla fór ekki fram í fjölmenni, heldur á heimili brúðarinnar að einungis þrem vinum hennar viðstöddum, svo og tveim börnum hennar — Re- beccu (dóttur Orson Welles, frá 2. hjónabandi hennar) og Yasmin (dóttur Aly Khan, frá 3. hjóna- bandi hennar). Klukkustundu eftir vígsluna bauð hún 8 góðum kunningjum heim til þess að taka þátt í veizlufagnaðinum — og var Burt Lancaster einn þeirra „Ég hef aldrei haldið að ég gæti orðið svona hamingjusöm“, var það fyrsta sem brúðurin sagði. — Það má líka segja, að tími sé til kominn fyrir hana að öðlast hjónabandshamingju. Ekki eru liðnir nema fjórir mán- uðir síðan Rita kynntist James. Síðasti eiginmaður hennar var Dick Haymes, en sá fyrsti var Ed Judson. Þótt dregið hafi þannig til hlýinda í Mið-Evrópu er sami nístandi kuldinn á Norður- löndum og um Eystrasalt. SI. nótt var t. d. mesta frostnótt sem komið hefur í Osló í 16 ár eða um 23 st. frost. Einn mesti oisabylur, sem menn muna eftir, gekk í dag yfir Mæri á vesturströnd Nor- egs. Hriðin var dimmust í kringum fiskvciðibæinn Kristj ánssund. Veðrið skall mjög skyndilega á og var um tima talið að margir síldveiðibátar væru í hættu. Ekki er þó vit- að til að neinn hafi farizt,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.