Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. marz 1958 MÖRGUNBLAÐIÐ 9 Reynslan í skógræktinni hefir kennt skógræktarmönn- um að margar skógviðartegundir geta náð góðum vexti hér / framiiðinni getur hér orðið mikil timburframleiðsla Á AÐAL.FUNDI Skógræktarfé- lags íslands, sem haldinn var að Kirkjubæjarklaustri í júlíbyrjun sl. sumar, var gengið frá skóg- græðsluáætlun fyrir næstu fimm ár. Hún var gerð samkvæmt því, sem menn nú vita um möguleika til skógræktar hér á landi og i beinu framhaldi af því aukna uppeldi trjáplantna, sem stund hefur verið lögð á undanfarin ár. Þessi áætlun er mjög athyglis- verð og þess virði að fleiri kynn- ist henni en þeir, sem hún hefur verið send til lestrar. Morgun- blaðið vill því birta útdrátt úr henni til að gefa lesendum sínum kost á að kynna sér ástand skóg- ræktarmálanna. Það mun óhætt að fullyrða, án þess að halla á neinn, að ár- angur sá, sem náðst hefur í skóg- ræktarmálum á hinum síðari ár- um, er hið allra merkilegasta, er nokkurn tíma hefur gerzt í ræktunarmálum íslendinga. Fyr- ir þann árangur vitum við nú að land okkar er betra en hinn innlendi gróður landsins, hrjóstur þess og auðnir bera vott um. Hingað er hægt að flytja margs konar nytjatré og reyndar marg- an annan nytjagróður, ef rétt er haldið á málum, en ekki sótt til landa, sem hafa mildara veður- far. Nú hefur tekizt að koma inn- flutningi trjáfræs og uppeldi plantna í gott horf, svo að næsta átakið verður að gróðursetja hæfi legt magn á hverju ári á þeim stöðum þar sem við viljum hafa framtíðarskóga okkar. Því leiddi Alþingi og ríkisstjórn hjá sér að þessu sinni að taka afstöðu til áætlunarinnar, en von ir standa til, að það verði gert fyrir næsta ár. Byggt á reynslu undanfarinna ára Hér fara þá á eftir útdrættir úr ýmsum köflum áætlunarinnar. í upphafi áætlunarinnar er þess getið, að hún taki yfir næstu 5 ár og að hún sé byggð á reynslu undanfarinna áratuga. En sú reynsla hefur sýnt, svo að ekki verður um deilt, að á íslandi er unnt að rækta allmargar tegundir barrtrjáa. Vöxtur og þnski margra þeirra er svo góður, að hér getur orðið um mikla timb- urframleiðslu að ræða, ef vel er haldið á málunum. Til landsins eru fluttar timbur- afurðir fyrir tugi milljóna króna á ári hverju, en þetta gæti minnk að mjög með tíð og tíma, ef skipu lega er unnið að gróðursetningu skóga á hverju ári. Megin ræktunin grasrækt Hingað til hafa íslendingar nærri eingöngu haft grasrækt fyr ir augum við ræktun landsins. Garðyrkja skipar mjög lágan sess og kornrækt er á byrjur.arstigi. Sama máli gildir um skógrækt- ina. Með grasrækt einni er fram- leiðsla landsins einvörðungu bundin við húsdýrarækt. Hins vegar má öllum vera ljóst, að því fjölþættari sem ræktunin er þeim mun auðveldara verður að hyggja landið í framtíðinni. Skógrækt hlyti að bæta mjög lífskjör manna í þeim héruðum, sem til skógræktar eru failin. Og ekki þarf að bíða þess, að skóg arnir verði fullþroska til þess að skógræktin hafi áhrif á lífskjör manna, því að vinnan við hana flytur fjármagn inn í héruðin. Þessa gætir þegar í nágrenni Vaglaskógar, þar sem verkalaun in námu um kr. 300.000, — á sl. sumri, og á Hallormsstað, þar sem verkalaunin voru um kr. 350.000, —. Það munar um minna í litlum sveitafélögum. Af dæm- um frá öðrum löndum má og sjá. að vinna við skógrækt hefur víða orðið einn drýgsti þátturinn í að koma fótum undir dugandi unga menn, t. d. á Jótlandsheiðum og í ýmsum sveitum Noregs. Grenitré í Hallormsstaðaskógl mátulegir símastaurar Þá er vikið að því hve miklu vöxtur sumra trjátegunda hafi numið undanfarið, og þar segir svo: í Hallormsstaðaskógi hefur verið mældur 5 tenings- metra árlegur viðarvöxtur á ein- um helctara lands á 19 ára gömlu síberisku lerki. Stærsta blágren ið, sem er um 50 ára, mælist nú félögin munu geta annazt mikla gróðursetningu plantna á næstu áratugum, þykir rétt að leggja þessa áætlun fram. Þeir sem vinna að skógrækt séu samlientir. Sakir þess, hve langt er á milli sáðtima og uppskeru 1 skógrækt, er engri atvinnugrein nauðsyn- legra að gera áætlanir frain í tímann, sem og að fylgja peim eftir. Þá er bent á, að skógrækt á íslandi sé svo yfirgripsniikið starf, að hún verður aidrei leyst af litlum hópi manna eða fá- mennu starfsliði einu. Hér verða margir að vinna saman að settu marki samkvæmt nákvæmlega gerðri áætlun, og samræma verð ur störf hinna ýmsu aðila, svo sem bezt hentar. Sundrung, ósam 9. Friðlönd og almenningar vegna gróðurverndar. 10. Umsjón og eftirlit með jarð- eignum og byggingum Skóg- ræktar ríkisins. 11. Vísindalegar tilraunir í skóg rækt. Skógræktarfélag fslands: 1. Starfssvið og stjórn Skóg- ræktarfélags íslands. 2. Störf hinna einstöku skóg- ræktarfélaga. 3. fjáröflun félaganna. Landgræðslusjóður: 1. Stofnun og stjórn sjóðsins. 2. Hlutverk sjóðsins. 3. Framtíð sjóðsins. Um stjórn Skógræktar ríkisins Endursko'ðun laganna þrisvar Skógrækt ríkisins varð til með lögum hinn 22. nóv. 1907 og stend ur því rétt á fimmtugu. Ráðherra sá, sem fer með landbúnaðarmál, fer með yfirstjórn skógræktar- mála. Skógræktarstjóri gerir til- lögur um framkvæmdir og ann- ast þær. Til þess nýtur hann að- stoðar skógarvarða og annars starfsliðs. Skógræktarlögin hafa þrívegis verið endurskoðuð frá upphafi, árin 1928, 1940 og 1955. Hefur þeim í hvert sinn verið breytt í 20 ára lerkiskógur á Haliórmsstað. Hér vaxa 16 teningsmetrar viðar á ári á hektara lands. (Ljósm.: Sig. Blöndal) hálfur teningsmetri. Þetta tré er nú orðið nægilega stórt til þess að notast í öflugasta simastaur. Þá hefur sitkagrenið náð 9 metra hæð á 20 árum, en rauðgreni og fura svipaðri hæð á nokkru lengri tíma. Margt hinna eldri barrtrjáa er farið að bera þroskað fræ, og er slíkt sönnun þess, að tegundirnar eiga framtíð fyrir sér í hinum nýju heimkynnum. Til eru þegar nokkur þúsund barrplantna, vaxn ar upp af íslenzku fræi í gróðrar- stöðvunum, en fáeinar hafa fund izt sjálfsánar í nánd við gamla lundi, t. d. fjallafura og sitka- greni. Allt bendir til þess, að hér á landi megi víða búast við svipuð- um viðarvexti og gerist í Norður- Noregi, frá Þrændalögum og tii Troms, og verði svo er það hafið yfir allan efa, að ræktun timburs á íslandi muni gefa ágætan arð. Lögff áherzla gróðursetningar þar sem skilyrffin eru bezt Hingað til hefur skóggræðslan verið yfirleitt bundin við ýmis friðuð skóglendi og stærri og minni reiti, sem hin ýmsu skóg- ræktarfélög hafa komið á fót. En með því að nú hefur tekizt, að ná í örugg sambönd um út- vegun góðs trjáfræs, að rekstur gróðrarstöðvanna er kominn á góðan rekspöl, og að skógræktar- komulag, persónulegir hagsmun- ir eða pólitískar togstreitur mega aldrei fá að komast að þessum málum. 29 hérffas-skógræktarfélög — Landgræðslusjóffur Eins og nú standa sakir vinna einkum þrír aðilar að skógrækt hér á landi, en þeir eru Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag íslands ásamt hinum 29 héraðsskógrækt- arfélögum, sem eru innan vé- banda þess, og Landgræðslusjóð- ur. Þess má geta, að nokkrir ein- staklingar leggja fram drjúgan skerf til skóggræðslu. Þar eru þeir dr. Helgi Tómasson og Sig- urður O. Björnsson prentsmiðju- stjóri á Akureyri, fremstur í flokki. Til þess að skýra nánar í hverju störf hinna einstöku aðila cru fólgin fer hér á eftir flokkun hinna ýmsu þátta starfsins: Skógrækt ríkisins: 1. Stjórn skógræktarmála. 2. Útvegun trjáfræs. 3. Uppeldi trjáplantna. 4. Gróðursetning ti’jáplantna. 5. Eftirlit með birkiskógum og hirðing þeirra. 6. Aðstoð til einstaklinga. 7. Fræðslu- og leiðbeininga- störf. 8. Tilraunir með skjólbelti. þá átt, sem bezt virtist henta í hvert sinn. Starfsliðið er nú sem hér segir: Skógræktarstjóri, fulltrúi skóg- ræktarstjóra og gjaldkeri. 5 skóg arverðir á fullum launum og 3 skógarverðir á hálfum launum á móti launum frá héraðsskóg- ræktarfélögum og 3 skógverk- stjórar. Sakir mjög aukins starfs undan farin 3 ár er þetta starfslið of fámennt. Nú vantar tilfinnanlega 2—3 skógverkstjóra og tilrauna- stjóra. Hinn síðastnefndi þarf að hafa góða sérmenntun og kunna skil á tilraunastörfum til hlítar. Útvegun trjáfræs — víða á norðurhvelinu, í Alaska Noregi Skóggræðsla á fslandi byggist skilyrðislaust á því, að trjáfræs sé aflað á hæfilega norðlægum eða köldum slóðum. En slíkt fræ er yfirleitt ekki fáanlegt í venju- legum fræverzlunum, af því að fáar þjóðir hafa fram að þessu girnzt slíkt fræ. Af þeim sökum er trjáfræ handa íslandi bæði dýrt og torfengið. Um mörg undanfarin ár höfum við orðið að gera út eigin leið- angra til þess að safna fræi. og hefur oft mikill kostnaður veriö í sambandi við þá. Nú er loks svo komið að tekizt hafa samningar við fræverzlun í Ameríku um sérstaka söfnun handa íslandi í Alaska á stöðum, sem við kjósum helzt. Þó er enn ekki komin full reynsla á getu þessarar verzlunar. Oftast hefur tekizt að fá fræ frá Norður-Noregi með tiltölu- lega litlum kostnaði, og hafa Norðmenn verið okkur mjög inn- an handar um mörg ár. En þang- að er aðeins tvær tegundir að sækja, rauðgreni og skógarfuru. Hins vegar fást alls 9 tegundir í Alaska, sem hér má nota. Þá hefur og verið flutt hingað trjáfræ frá Rússlandi og Síberíu en bæði hefur oltið á ýmsu um notagildi fræsins, og eins hefur sambandið verið stopult á köfl- um. Sumt af hinu rússneska fræi hefur samt verið með ágætum. Elztu barrtrén hér á landi eru farin að bera fræ, en þvi miður eru þau svo fá talsins, að fræið af þeim nemur ekki neinu telj- andi enn sem komið er. Brodd- furan á Hallormsstað er sú teg- und, sem oftast ber fræ. Má heita að hún beri eitthvað á hverju ári, en þar sem tala trjánna er alls um 50 er ekki unnt að búast við miklu. Blá- grenitrén eru ekki nema 5, en þau hafa borið þroskað fræ með fárra ára millibili siðan 1946. Af þeim fékkst tæpt kílógram, þegar bezt lét. Sitkagreni og fjallafura bera oft fræ, og fer fræfall sitka- grenisins vaxandi á næstu ára— tugum. Fræþarfir erlendis frá Fræþarfir landsins eru nú milli 150 og 200 kg á ári, og af því sést að eitt og tvö kg við og við hafa ekki mikla þýðingu. Á meðan hin íslenzku barrtré eru að komast á þroskaaldur verður því að sækja allt fræ til annarra landa. Þó mætti flýta fyrir því að inn- lent fræ fengist með trjáfrærækt, því með sérstökum aðferðum má fá ung tré til þess að blómgast og bera fræ. En slíkt krefst nokk urs undirbúnings og er allkostnað arsamt. Samt þyrfti að reyna að koma þessu áleiðis, þar sem inn- flutningur fræs nemur kr. 70.000 til kr. 100.000 á hverju ári. Fleiri frætökustaffir Frætökustaðir okkar eru nú þessir: 1. Suðurströnd Alaska frá Skagway og Cook Inlet. 2. Norður-Noregur frá Rana- firði að Finnmörku. 3. Héruðin við Hvítahaf og austur í Úral. En hér við þyrfti að bæta, ef nokkur kostur væri á, miðhéruð- um Kamtsjatkaskagans. Auk þess koma til greina ýms- ir hálendir staðir í British Col- umbia og víðar í Ameríku, Labra dorströndin og þau héruð í Aust- ur-Síberíu, sem liggja nálægt norðurmörkum skóganna. Þar að auki eru háfjöll á ýmsum stöðuna mjög girnileg til fróðleiks, og að því kemur auðvitað fyrr eða síð- ar, að allir þessir staðir verða kannaðir, því að þaðan má fá margs konar gróður annan en tré og runna. Ekki er nokkur minnsti vafi á, að það gæti orðið allri íslenzkri jarðrækt mesti búhnykkur og til ómetanlegs gagns um alla fram- tíð, ef tök væru á að gera út Jeið- angra til fræsöfnunar á þá staði, sem líkjast íslandi hvað veðráttu snertir. Um uppeldi trjáplantna Gróöursetningartíminn sem beztur er Uppeldi trjáplantna verður ein vörðungu að miða við getu þjóð- arinnar til þess að gróðursetja skóg. Það er að segia hve mörgum dagsverkum þjóðfélagið getur varið á ári hverju til gróðursetn- ingar. Með þeim aðferðum, sem nú eru notaðar við gróðursetningu, má ætla fullvinnandi manni um 250 plöntur á dag til jafnaðar. Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.